Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990. Fréttir DV íslendingamir í Kúvæt: Vonandi að Rauði kross inn geti haft áhrif „Einu fréttirnar sem viö höfum fengið koma í gegnum íjölmiðla enda nánast útilokað að koma upplýsing- um úr landisagði Sighvatur Jónas- son en hann er stúpfaðir Kristínar Kjartansdóttur sem býr úti í Kúvæt. Nú eru að verða þrjár vikur síðan innrásin átti sér stað og hafa ættingj- ar þeirra tveggja fjölskylda sem eru í Kúvæt ekkert heyrt frá þeim nema stopular fregnir í gegnum sænska sendiráðið fyrir milligöngu islensku utanríkisþjónustunnar. Þær fregnir benda til þess að öllu sé óhætt ennþá og allir heilir á húfi. Ástandið í Kú- væt er hins vegar skelfdegt aö mörgu leyti og því áhyggjur miklar. Sighvatur sagði að tjölskylda Krist- ínar hér á landi hefði ekkert heyrt frá henni síðan innrásardaginn 2. ágúst. Þá heíði hún hringt heim um morguninn og þau síðan hringt í hana út í Kúvæt síðar um daginn. Þá sagði hún frá því að skriðdrekar væru um allar götur og hún væri farin að byrgja sig upp af vatni og mat. Kristín er gift verkfræðingi af pai- estínskum uppruna sem kennir við háskólann í Kúvæt. Þau eiga fjögur börn sem eru 21,17,11 og 5 ára, Þau eru öll íslenskir ríkisborgarar. „Við óttumst að Svíunum verði ekki hleypt út úr Kúvæt og nú bind- um við mestar vonir við að alþjóðlegi Rauði krossinn er komin í spilið. Þeir ætluðu að senda menn þangað til að kanna ástandið og maður vonar að þeir geti einhver áhrif haft,“ sagði Sighvatur. Hann sagði að þau litu - segjaættingjamirheima ekki svo á að íslendingarnir í Kúvæt væru gíslar - allavega ekki ennþá. „Það er vissulega beygur í okkur enda er ástandið þarna ákaflega ótryggt. Þetta virðist vera í algerum hnút en maður vonar að írakarnir hugsi sig um tvisvar áöur en þeir fara út í frekari aðgerðir.“ Sighvatur sagði að þau hefðu reglulega sam- band við utanríkisþjónustuna og reyndu þannig að fylgjast meö ástandinu. -SMJ Þessi mynd af íslensku börnunum i Kúvæt með heimilishundinn var tekin um siðustu jól en börnin heita, talið frá vinstri: Salah, Samieh Vala, Nadia og Salma sem er yngst, aðeins fimm ára gömul. Hér er mynd af íslensku fjölskyldunni í Kúvæt sem tekin var fyrir nokkrum árum, áður en yngsta dóttirin fæddist. Á milli Kristínar og Sameh S. Issa standa þau Samieh Vala, Nadia og Salah. Santo hefur tyllt sér á bak hryssunni Snældu, tekið tauminn og er tilbúinn til brottfarar. DV-myndir E.J. Norðurlandameistar- inn í hundatamningum vann töltkeppnina Nýsleginn Islandsmeistari í tölti, Unn Kroghen, er ekki eingöngu kunn fyrir fágaða reiðmennsku, því hún er Norðurlandameistari í hunda- tamningu. Árið 1984 sigraði hún í hlýðnikeppni með hundinn sinn, Santo. Unn býr nú á íslandi, með Aðal- steini Aöalsteinssyni, í Árbæjarhjá- leigu í Rangárvallasýslu, og hefur fengið Santo til íslands. Á kvöldvöku á íslandsmótinu í hestaíþróttum, þar sem hún fékk þrenn gullverðlaun, sýndi hún Santo. Santo hefur gaman af því að hlýða fyrirskipunum, sækja ýmsa hluti, svo sem skeiö ofan í fötu fulla af vatni og sprengja blöðrur, en mest gaman er að skella sér á hestbak. -E.J. íslendingar í Kúvæt: Vonandi að þau sleppi með Svíum „Við verðum bara að vona það besta áfram og er vonandi að þau komist öll úr landi með Svíunum," sagði Hjalti Gíslason en foreldrar hans, þau Gísli Sigurðsson læknir og Bima G. Hjaltadóttir, eru enn föst úti í Kúvæt en nú er á þriðju viku síðan írakar réðust inn í landið. - segirHjaltiGíslason Helgi, sem dvelst hér á landi ásamt þrem systkinum sínum, taldi líklegt að reynt yröi að flytja fólkiö yfir til Saudi-Arabíu ef brottfararleyfi feng- ist. Hann sagði aö erfitt væri að átta sig á ástandinu en hann sagðist hafa trú á að írakamir kæmust að niður- stööu eftir nokkra daga. „Annars veröur ástandið bara flóknara þarna með hverjum deginum sem líður.“ Þá sagði Helgi að áberandi væri hve grannt íslendingar fylgdust með ástandinu og væri stööugt verið að spyrja hann tíðinda. -SMJ Endurskoðuð áætlun um ríkissjóð: Aukin útgjöld éta upp 3 milljarða hærri tekjur - gert ráð fyrir að hallinn minnki um 580 milljónir gerir ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs Samkvæmt endurskoðaðri áætlun fjármálaráðuneytisins verða tekjur ríkisins um 3,6 milljörðum meiri í ár en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þetta leiðir hins vegar ekki til minni halla þar sem útgjöld ríkisins fara um 3 milljarða fram úr fjárlögum. Hallinn minnkar því ekki um nema 580 miUjónir frá fjárlögum þrátt fyrir 3,6 milljaröa í auknar tekjur. Skatttekjur ríkisins urðu rétt tæp- um 3 milljörðum meiri á fyrstu sex mánuðum þessa árs en áætlanir gerðu ráð fyrir. Beinir skattar fóru 1,3 milljarða fram úr áætlun og óbeinir skattar urðu 1,7 milljörðum meiri en ráðgert var. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun fj ármálaráðuney tisins er nú gert ráð fyrir að heildarskatttekjur ríkissjóðs veröi um um 1.380 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í stað 1.330 þúsund samkvæmt fjáraukalögum. Mismunurinn er um 50 þúsund krónur á hveija fjöl- skyldu. Sérfræðingar ráðuneytisins rekja þessa hækkun fyrst og fremst til betri innheimtu og hærri skatta á fyrir- tæki í kjölfar þess aö afkoma þeirra í fyrra varð betri en reiknað var meö. Á sama tíma og skatttekjur ríkis- sjóðs fóru 3 milljarða fram úr áætlun urðu útgjöldin um 825 milljónum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði árs- ins varð því rúmlega 2 milljörðum minni en ráð var fyrir gert. Þetta á hins vegar eftir aö breytast aftur þar sem fjármálaráðuneytið fari um 3 milljaröa fram úr áætlun á árinu öllu. Með öðrum orðum þá stefnir í að tekjur ríkissjóðs aukist um rúma 3 milljarða og þeim auknu tekjum verði eytt í útgjöld umfram fjárlög. Framúrakstrinum er skipt þannig að almenn rekstrargjöld fara 807 milljónir fram úr fjárlögum, niður- greiðslur, útflutningsbætur, trygg- ingagreiðslur og greiðslur í sjóði fara 1.596 milljónum fram úr áætlun, stofnkostnaður og viðhald fer 643 milljónum fram úr. Vaxtagreiðslur verða hins vegar 25 milljónum lægri en áætlað var. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.