Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990. Utlönd I Tel Aviv í Israel efndu þusundir heimilislausra til mótmæla um helgina. Simamynd Reuter Ura þrjú þúsund heimilislausir ísraelsraenn efndu til mótmælagöngu í Tel Aviv um helgina og kröfðust aðgerða af hálfu sfjómvalda þegar í stað. Segja heimilislausir að straumur tugþúsunda sovéskra gyðinga til ísraels hafi valdið því að húsaleiga hafi hækkaö og að heimamenn geti ekki keppti viö sovésku gyðingana sem fái styrki frá hinu opinbera. Tíu þús- und raanns em nú sagðir hafest viö í tjöldum um allt land og kvíða þeir erfiöum vetri. BardagaríBeirút bardaga í suðurhluta Beirúts. Aö minnsta kosti tiu manns, þar á meöal tvö böm, biöu bana og tuttugu og fimm særöust í átökunum sem hófust stuttu eftir dögun. Að sögn sjónarvotta flúðu þúsundir borgarbúa i neöanjaröarbyrgi til að forðast vélbyssuskothríðina. Amalshítar og hfebollahmenn hafa undanfarin þrjú ár barist um yfirráð- in yfir shítum i Líbanon sem eru 1,3 miUjónir. Yfir tvö hundruð og þrjá- faraar fimm vikur. Sameinastgegn Bhutto Benazir Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans. Simamynd Reuter Andstæðingar Benazirs Bhutto, fyrrverandi forsætisráöherra Pa- kistans, hafa hist í Isiamabad til að skipuleggja sameiginlega her- ferð gegn henni undir forystu Ghulams Mustafa Jatoi, bráða- birgðaforsætisráðherra. Bhutto undirbýr hins vegar baráttu fyrir komu sinni til valda á ný og hefur hún haldið annan fund sinn með fréttamönnum frá því að henni var vikið úr embætti af Ishaq Khan forseta fyrir meinta spillingu og misbeitingu valds. I síðustu kosningum hlaut Bhutto 38 prósent atkvæða en í þetta sinn ætla þeir flokkar sem andstæðir em Þjóðarflokki Bhuttos að reyna að sjá til þess að atkvæðin gegn honum fari ekkí til spiliis. Æfa árás á V-Þýskaland Það þykir svolítið einkennilegt nú þegar svo stutt er í sameiningu þýsku ríkjanna að þeir a-þýsku hermenn sem þátt taka í heræfingunni „Norðan- vindur“, sem hófsí í A-Þýskalandi í gær, eiga að æfa árás gegn noröan- verðu V-Þýskalandi. A-þýski varnarmálaráðherrann, Rainer Eppelmann, ver sig með því að segja að tekin hafi verið ákvörðun um heræfinguna í fyrra. En það sem vekur enn meiri furöu er að líklega verða það v-þýsk yfir- völd sem þurfe að greiða kostnaðinn viö heræfinguna, segir í vestur- þýska blaðinu Welt am Sonntag. Eppelmann sagöi í viðtali við útvarps- stöö í Austur-Berlín í gær að blaðið færi ekki rétt með. Heimilislausir mótmæla Nicu Ceausescu alvariega veikur Valentin Ceausescu sem látinn var laus úr langelsi á fösludaglnn. Simamynd Reuter Nicu Ceausescu, sonur rúmenska einræðisherrans, sem veríð hefur fyrir rétti sakaður um fjöldamorð á síöustu dögum fööur síns, er nú alvarlega veikur. Sagöi lögfræðing- ur hans að hann myndi fara fram á að Nicu yrði fluttur á fangelsis- sjúkrahús. Nicu er sakaður um að hafe í desemberbyltingunni skipað hermönnum að skjóta á óvopnaða mótmælendur í borginni Sibiu þar sem hann var leiðtogi kommún- istaflokksins. Systkini Nicus, Valentin og Zoe, vom látin laus úr fangelsi um helg- ina. Þau hafa ekki verið formlega ákærð en rannsókn verður haldið áfram á því hvort þau hafi aöstoðað viö að grafa undan efnahag lands- ins. Þegar Zoe var látinn laus á laug- ardaginn var henni fagnað af fjölfla vina og vandamanna, þar á meöal bróðumum Valentin, sem sleppt hafði verið á iöstudaginn. Bæði höföu þau verið handtekin strax eftir byltinguna í desember. Saksóknari hefur haldið þvi fram að Ceausescufjölskyldan hafi ekki greytt eyri fyrir þær sjötíu hallir, einbýlishús og sumardvalarhús sem hún hafði yfir að ráða. Ekki heldur fyrir mat, fatnað og ýmislegan lúxus. Þetta er eitt fórnarlamba átakanna í Suður-Afríku. Nú siðast voru tugir manna brenndir í rúmum sínum. Simamynd Reuter Átök stríðandi fylkinga í Suður-Afríku magnast enn: Blökkumenn brenndir í svef ni Fjöldi blökkumanna af xhosaætt- um var í gær drepinn af zúlúmönn- um í hörðum hryðjuverkum í ná- grenni Jóhannesarborgar. Zúlú- menn réðust inn í svefnskála farand- verkamanna og kveiktu í með þeim afleiöingum að allt að 30 manns létu lífið. Að sögn lögreglu var aðkoman hryllileg eftir árásina. Eftir árásina undirbjuggu báðir aðilar sig fyrir enn frekari átök. Nótt- ina áður höfðu zúlúmenn einnig far- ið með morðum um byggðir xhosa og drepið að sögn lögreglunnar 27 manns. Þeir voru allir skotnir en vitað er að zúlúmenn eru mun betur vopnum búnir en andstæðingar þeirra. Átökin í Suður-Afríku hafa nú staöið í meira en viku og magnast stig af stigi. Lögreglan hefur engin tök á ástandinu og hefur raunar set- ið undir ásökunum um hiutdrægni. Xhosar, sem flestir fylgja Nelson Mandela og Afríska þjóðarráöinu að málum, segja að lögreglan standi með zúlúmönnum sem fylgja Inkat- hahreyfmgu ættarhöfðingjans Butu- leshi. Morðin á xhosunum í gær áttu sér stað í bænum Kwathema en þar hef- ur ekki verið barist áður í þessari lotu átakanna í Suður-Afríku. Þeir sem vora drepnir bjuggu í svefnskál- um þar sem mest er um að zúlúmenn dvelji. Nú er talið að um 4000 manns hafi fallið í átökum þessara tveggja ætt- bálka frá því þau hófust fyrir þremur áram og bara núna síðustu vikuna hafa á þriðja hundrað manns fallið. Samningaviðræður hafa engan ár- angur borið og tilraunir til að fá leið- Tveir menn dæmdir fyrir aðild að IRA Bandaríkjamaður og íri hafa verið dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum vegna aðildar að sprengjutilræðum írska lýðveldishersins. Mennimir vora ákærðir í júní fyrir að hafa ætlað sér að sprengja í loft upp þyrlur frá breska hemum á Norður-írlandi og að hafa brotið lög Bandaríkjanna um bann viö útflutn- ingi á vopnum. Upp haíði komist að mennirnir sendu sprengiefni til ír- lands. Þyngstan dóm fékk Richard C. Jo- hnson, fyrrum rafmagnsverkfræð- ingur hjá bandaríska hemum. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi. Félagi hans fékk átta ára dóm. Sannaö þótti aö Johnson væri forsprakki hópsins en alls voru fimm menn dæmdir. Hinir þrír fengu skamma dóma, enda þótti sýnt að þeir hefðu aðeins verið í aukahlutverkum. Réttarhöldin yfir mönnunum voru mjög umfangsmikil og voru vitni kölluð til frá Bretlandi, Noröur-írl- andi og írlandi. Helsta sönnunar- gagnið voru upptökur bandarísku alríkislögreglunnar á símtölum Jo- hnsons við félaga sína. Reuter Hús blökkumanna eru víða rústir einar. Hér sést xhosi fara út úr svefn- skála zúlúmanna eftir árás. Simamynd Reuter toga beggja fylkinga til að ræðast við hafa misheppnast. í gær ræddi Butuleshi við de Klerk, forsætisráöherra Suður-Afríku, um ástandið og fyrir helgina haíði Mand- ela setið fund ráðherrans. Allir þrír hafa þeir hins vegar ekki ræðst við. Talið er að Butuleshi vilji gera ailt til að styrkja stöðu sína áður en kem- ur að samningum við stjórn hvíta minnihlutans um stöðu blökku- manna í landinu í framtíðinni. Til þessa hefur Afríska þjóðarráðið ver- ið leiðandi í viðskiptum við stjórnina en nú viil Butuleshi fá að fara sjálfur fyrir sínum ættmennum. Lögreglan leitar nú leiða til aö stöðva átökin. Almennt er búist við vaxandi hörku og að lögreglan beiti sér meira en áður. Blökkumenn segja að miðað við fyrri reynslu af lögregl- unni geti það ekki þýtt annað en fleiri menn eigi eftir að láta lífið. Reutcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.