Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
15
Stóriðja í Eyjafirði:
Um Ivf eða dauða að tefla?
Um þessar mundir hafa íslend-
ingar þungar áhyggjur aö mengun
sjávar og ekki að ófyrirsynju: Hafið
er lífgjafi þjóðarinnar. En hvað um
mengun lands og lofts? Getum við
treyst því að 200 þúsund tonna ál-
ver í Eyjafirði hafi enga mengun í
för með sér?
Ef illa færi væri það þá í stakasta
lagi, bara af því að margir vilja trúa
því að stóriðja leysi vandann í efna-
hagsmálum Eyfirðinga til lang-
frama - að um hf eða dauða sé að
tefla hvað varðar lífsafkomu fólks-
ins í þessu búsældarlega héraði.
Ferðin til Quebec
Mér er það enn í fersku minni
þegar um það var rætt fyrir fáein-
um árum að kanadíska álfélagið
Alcan reisti verksmiðju við Eyja-
fjörð. Ýmsum hraus þó hugur við
þeirri hugmynd. Alcan bauð þá aU-
mörgum frammámönnum Akur-
eyrar og nágrennis vestur um haf
tU þess að skoða eitt af álverum
sínum í Quebec-fylki - að þeir gætu
séð með eigin augum hversu vel
_ væri þar á öllum mengunarvörn-
um haldiö.
Ferðin þótti takast vel. Flestum
ferðalanganna leist ágætlega á það
sem fyrir augu þeirra bar: Álver í
blómlegum byggðum, búpeningur
á beit á næstu grösum við stóriðj-
una. Ég man ekki betur en sumum
þeirra, sem verið höfðu tortryggnir
gagnvart álvershugmyndinni, hafi
hreinlega snúist hugur í ferðinni
og fengið trú á því að öllu væri
KjáUarinn
Alice J. Sigurðsson
húsmóðir á Akureyri
óhætt þótt í stóriðjuframkvæmdir
yrði ráðist hér í firðinum.
En öflugar mengunarvarnir
kosta mikla peninga og reynast þvi
miður sjaldan pottþéttar. Þrátt fyr-
ir fögur fyrirheit um hreina og
ómengaða starfsemi virðast stór-
iðjuverin, hverju nafni sem þau
nefnast, halda áfram að eitra út frá
sér. Um það má lesa umhugsunar-
verðan vitnisburð í nýjasta hefti
af Intemational Wildlife, sem gefið
er út af National Wildlife Federati-
on í Bandaríkjunum. Það er eitt-
hvert virtasta og vandaðasta tíma-
rit um náttúruvernd og umhverfis-
mál í heiminum. Frásögn mína hér
á eftir byggi ég á grein í þessu tíma-
riti.
Uggvænleg niðurstaða
Fyrir um það bil einum áratug fór
að bera á því að dauða hvah, eink-
um mjaldra, ræki á land við ósa
St. Lawrence-fljótsins í Kanada.
Voru brátt mikil brögð að þessu og
málið sannkölluð ráðgáta.
Árið 1982 hóf National Institute
of Ecotoxicology (eins konar holl-
ustuvernd ríkisins þar vestra)
rannsókn á hræjum hvalanna.
Komust vísindamennirnir brátt að
raun um að hvalirnir höfðu þjást
og líklega drepist af völdum marg-
víslegra meinsemda. Nefna þeir
hfrarbólgu, krabbamein í nýrum,
lungnabólgu, ihkynjuð kýh og æxli
í lungum, banvæn magasár og al-
varlegar heilaskemmdir. Aht sjúk-
dómar sem eins vel gætu hrjáð
mannfólk sem hvali. Einn hval-
anna var meira að segja með
krabbamein í þvagblöðru, sjúk-
dóm, sem aldrei áður haföi fundist
í hvölum, en er ekki óalgengur hjá
verkamönnum í Alcan-álbræðslu
um 100 km ofar við fljótið.
í hvölunum fundu vísindamenn-
irnir mikið af eitruðum efnasam-
böndum, m.a. ósköpin öh af svo-
köhuðum fjölhringa arómatískum
kolvetnissamböndum, oft nefndum
PAH, (skammstöfun á enska heit-
inu: polycychc aromatic hydrocar-
bon).
Um 600 tonn af þessum baneitr-
uðu efnasamböndum berast tíl lofts
úr reykháfum Alcan-álversins í
Arvidahérðainu við St. Lawren-
cefljótið. Vísindamönnum datt nú
í hug að rannsaka heilsufar verka-
fólksins sem vann í nábýh við þessi
efni.
Niðurstaðan rannsóknanna
reyndist uggvænleg. Rúmlega 100
fyrrverandi og núverandi starfs-
menn Alcan-álversins í Arvida
þjáöust af krabbameini í þvag-
blöðru. Þótti hklegast að um at-
vinnusjúkdóm væri að ræða af
völdum PAH-efnasambandanna í
umhverfi verkamannanna enda
kom í ljós viö víðtækari athugun
að shkt krabbamein er um 60% al-
gengara í Arvida-héraðinu heldur
en í nokkru öðru byggðarlagi í
Quebec-fylki.
Spor í rétta átt
Alcan-fyrirtækið vefengir þessar
niðurstöður, telur að engar sönnur
hafi verið færðar á það að PAH-
útblásturinn úr verksmiðjum
þeirra hafi komist.inn í vistkerfi á
St. Lawrence-svæðinu og valdið
mönnum og hvölum hehsutjóni.
Það segir þó sína sögu að Alcan
hefur gengist undir að kosta rann-
sóknirnar á hvölunum að einum
þriðja, jafnframt þvi sem sam-
steypan hefur heitið að draga
smám saman úr útblæstri eitur-
efnasambandanna og að hafa úti-
lokað þá mengun til fuhnustu árið
2015.
Fyrir tveimur árum setti
Kanadaþing stranga löggjöf um
meðferð PAH-efnasambanda th
þess að koma í veg fyrir mengun
af þeirra völdum. Þrátt fyrir þung
viðurlög, ef út af er brugðið, hður
áreiðanlega langur tími uns já-
kvæðum árangri er náð. Eigi að
síður mun Kanada vera fyrsta ríkið
í heiminum sem setur strangar
reglur um meðferð þessara vara-
sömu PAH-efnasambanda. Spor í
rétta átt en skyldi þá nokkuð vera
að gerast í þessum efnum í öðrum
löndum?
Stóriðja getur verið dýru verði
keypt og stundum hreinlega um líf
eða dauða að tefla.
Alice J. Sigurðsson
Heimild: Wendy Penfleld: Message from
the Belugas. Intemational Wildlife mai-
júní 1990.
„Þrátt fyrir fögur fyrirheit um hreina
og ómengaða starfsemi virðast stór-
iðjuverin, hverju nafni sem þau nefn-
ast, halda áfram að eitra út frá sér.“
Heimilið okkar
I fimm þúsund mhljóna mann-
'nafi heimsbyggðarinnar er þjóðar-
heimhi okkar íslendinga ósköp
smávaxið. Það er líka nánast það
eina, sem smávaxið er við okkur.
Hver íslendingur býr í tíu sinnum
stærra landi en sérhver Banda-
ríkjamaður og þrisvar sinnum
stærra landi en hver Rússi, sem þó
byggir fimmtung alls landmassa
veraldarinnar.
Við notum ósköpin öh af orku,
eigum fleiri bíla en flestir aðrir og
framleiðni sjómannanna okkar er
sú mesta í veröldinni og svo verð-
um við allra karla og kerlinga elst-
ir. íþróttamenn okkar eru sigur-
sæhr í öllum greinum íþrótta, hvar
sem er í veröldinni, og svo erum
við svo sterkir, að enginn stenst
samjöfnuð við okkur á mihi þess
sem við hoppum í fegurðarsam-
keppni og hkamsrækt þar sem eng-
inn stenst samjöfnuð við okkur
heldur.
Þetta er nú bara hið ytra en hver
þorir að kafa ofan í þjóðarsáhna
þar sem mörlandinn þiggur í
vöggugjöf aðdáun á þeim sem spúa
framan í gestgjafa sinn ef honum
mislíkar mjöðurinn ásamt því að
höggva þann sem hggur vel við
höggi.
í ökla eða eyra
Ýmist erum við ahra þjóða ríkust
og setjum glæshegt hagvaxtarmet
eins og á árunum 1971 th 1987 -
efstir OECD ríkja eða við dettum
niður í algjöra fátækt eins og í fyrra
þegar við einir þjóða vorum með
neikvæðan hagvöxt upp á mínus
fiögur prósent.
Þetta árið verður tekjuaukningin
engin. Þriðja sumarið í röð hendum
við sjúklingum út á götu yfir sum-
arleyfistímann og má segja að þeim
mun meira sem félagsmálasvipur-
inn skín okkur úr andlitinu, þeim
mun grimmari erum við th andans.
Lottóvinningurinn
Augljóst er að th þess að byggja
KjaUarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
okkar fagra land og stóra þurfum
við góðar tekjur „Það er yfir höfuð
talið mjög dýrt að vera íslending-
ur“, sagði nóbelsskáldiö. Ef tekju-
munur verður of mikih á milli okk-
ar og umheimsins missum við allt
hæfileikafólk úr landinu. Eftir
verða t.d. nokkrir þjóðernissinnað-
ir hestamenn með rollur og bátskel
og svo auðvitað ríkisvald th þess
að skattpína þá og henda þeim út
á götu ef þeir lenda á spítala.
Fyrir nokkrum árum duttum við
í lukkupottinn. Nú orðið tala þó
menn um þetta sem eina þá mestu
ógæfu sem fyrir okkur hefur kom-
ið. Á þremur árum jukust tekjur
okkar ár frá ári - fiörutíu th fimm-
tíu mihjarðar króna alls. Þetta var
lottóvinningurinn, Svo kemur bara
annað vers. Og það er ekki alveg
eins.
Öhum hömlum var létt af og þjóð-
in fór á eitt ahsherjar eyðslustökk.
Tekjustofnar ríkisins voru rústaðir
og í þrjátíu th fiörutiu prósent óða-
verðbólgu var tekin upp fastgengis-
stefna sem er alveg óhugnanlega
fahegt hugtak yfir gengisfölsun
eins og aðstæðumar voru. Útflutn-
ingsfyrirtækin söfnuðu skuldum
og framleiðslugreinarnar fóru á
hausinn. Sæist, einhver útlending-
ur sem vildi fiárfesta í landinu vom
hundamir óðara settir á hann.
Sláttur og refabú
í þessu mesta góðæri, sem yfir
þetta land hefur gengið, voru yfir-
leitt tvö ráð thtæk. Slá meiri lán
og stofna refabú. Þetta vom vits-
munir ríkisvaldsins. Eins og við
værum ekki skuldugasta þjóð ver-
aldar fyrir! Og enginn þorði að láta
sjá sig í pjötlu úr skinni vegna að-
gerða Greenpeace og Brigitte Bard-
ot. Samt voru slegin meiri lán og
farið í pelsaframleiðslu að boði rík-
isins. Aht lóðbeint á hausinn.
Faxaflóasvæðið borgaði
björgunina
Björgunaraðgerðirnar voru sár-
ar. Farið var í víking og fundnir
fimmtán til tuttugu milljarðar
króna th bjargar útflutningsat-
vinnuvegunum og hehum lands-
hlutum. Fyrir Alþýðuflokkinn var
þetta hrein blóðtaka þar sem meg-
infylgi hans er hér í þéttbýlinu við
Faxaflóa og allir ráðherrar flokks-
ins eru úr Reykjavíkurkjördæmi.
Víða finnst núna sú skoðun í
Reykjavík og á Reykjanesi að þessi
kjördæmi hafi verið látin greiða
björgunaraðgerðirnar. Yfirvinna
gersamlega horfm, heimilin á von-
arvöl, ríkið í hehögu stríði við há-
skólamenntaða sérfræðinga sem
aðallega vinna á höfuðborgarsvæð-
inu og fyrirtækin á hausnum svo
tugum skiptir í hverri viku. Sjóða-
sukk hefur aldrei verið ær og kýr
Reykjavíkur enda kjördæmamis-
réttið öðrum í hag þótt togarar
höfuðborgarsvæðisins hafi upp-
runalega kortlagt fiskislóð úthaf-
sveiða allt í kringum landið.
Reykjavík á t.d. ekkert svar við
þeim tekjum sem aflaskipin Akur-
eyrin og Guðbjörgin bjóða hásetum
sínum. Án tekjuauka á þéttbýhnu
við Faxaflóa, þar sem þrír fiórðu
þjóðarinnar búa, er samt borin von
um nokkum hagvöxt í landinu th
frambúðar.
Ofstjóm í landbúnaði
Ekki er heldur hægt að horfa
framhjá því furðulega ráðslagi í
landbúnaði að á framleiðslusvæði
eitt í mjólk, þar sem 80% þjóðarinn-
ar búa er Flóabúið aðeins með 30%
framleiðslukvóta og Borgarnes-
búið gersamlega vannýtt. ísland er
frábært landbúnaðarland í mörg-
um greinum en auðvitað getur of-
stjórn skapað landbúnaðarvanda-
mál.
Seljum álverið-ekki
meiri skattar
Ein af vonum þjóðarheimhis okk-
ar th þess að auka tekjur er að vel
takist til með sölu álvers. Ekki þarf
að fiölyrða um það að útlendingar
eiga þetta álver og vilja setja það
niður á hentugasta staðnum. Ef
ríkisvaldið hleypur nú th og fer að
skattleggja þjóðina enn um ein-
hverja mhljarða th þess að færa
álverið th er strax kominn mínus
í tekjuáhrif álverssölunnar.
Þriggja mihjarða skattlagning th
að færa álverið þýðir þannig t.d.
strax mínus eitt prósent á tekju-
auka þjóðarinnar. Útkoman af öllu
samamlögðu getur þýtt það að
þjóðin bókstaflega verði af tekju-
bata af álverssölunni. Okkar kostn-
aður við orkuöflunina verður ær-
inn þótt ekki verði farið út í niður-
greiðslu á álverinu hka. Sérstak-
lega ef stjómvöld ætla vísvitandi
að gleyma þeirri hagkvæmni sem
felst í hinum ódýru virkjunum í
Tungnaá, Vatnsfehsvirkjun og
Sultartangavirkjun þar sem aht er
klárt nú þegar th virkjunar. Heldur
leiða orkuna nógu langt að svo að
hún verði okkur nógu dýr.
Stórt atvinnusvæði - mikill
hagvöxtur
Þjóðin hefur tekjur af orkusölu
til álversins, hún hefur líka tekjur
af því að byggja álverið, fær að-
stöðugjöld og vinnu við álverið.
Máhð er að selja orku sem kostar
okkur sem minnst til álvers sem
kostar okkur ekki neitt. Þannig og
aðeins á þann máta getum við feng-
ið mesta tekjuaukningu fyrir þjóð-
arheimihð okkar. Þar sem nóg
vinnuafl er th staðar við bygging-
arframkvædir og það nýtt th arð-
bærrar vinnu er tekinn slakinn úr
hagkefinu og batinn nýttur fyrir
okkur öh.
Þeim mun stærra sem atvinnu-
svæðið er, þeim mun hagkvæmari
er framkvæmdin og þeim mun
meiri jákvæð áhrif verða á hag-
vöxtinn. Þannigfær þjóðarheimhið
okkar mestar tekjur. Þetta er allt
hægt að eyðheggja með hreppríg,
skattlagningu og heimsku. Tekju-
batinn gagnast aftur á móti öhum,
hann er hægt að nota í samgöngu-
bætur og jákvæða byggðastefnu,
raunsæja fastgengisstefnu og láta
það ekki henda okkur enn einu
sinni að bægja sjúkum og öldruð-
um frá lífsnauðsynlegum heh-
brigðisstofnunum, jafnvel þótt
læknarnir okkar og hjúkrunarfólk
þurfi sitt sumarfrí eins og aðrir.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Án tekjuauka í þéttbýlinu við Faxa-
flóa, þar sem þrír fjórðu þjóðarinnar
búa, er samt borin von um nokkurn
hagvöxt 1 landinu til frambúðar.“