Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
íþróttir___________________
Sport-
stúfar
Hacken tapaði en
heldur efsta sætinu
• Gunnar Gíslason og
félagar hans í sænska
1. deildar líðínu Hác-
ken töpuðu í sannköU-
uðum toppslag fyrir Helsingborg
um helgina. Fyrir þennan leik
hafði Hácken fimm stiga forystu
en varð að lúta í lægra haldi fyrir
Helsingborg, 2-0. Forysta Hácken
er því tvö stig, liðið hefur 37 stig
en Helsingborg 35.
Fyrirtækjakeppni
Golfsambands Islands
• Fyrirtækjakeppni
Golfsambands Islands
1990 fer fram hjá Golf-
klúbbnum Keili í
Haftiarfirði föstudaginn 24. ágúst.
Byrjaö veröur aö ræsa út kl. 8 og
ræst út fram eftir degi. Keppnin
er 18 hola punktakeppni með
fullri forgjöf. Hver sveit saman-
stendur af tveimur keppendum.
Þrjár fyrstu sveitimar fa utan-
landsferð í verðlaun. Þátttökutil-
kynningar þurfa að berast Golf-
sambandi íslands í síma 686686 í
síðasta lagi 22. ágúst.
Leikir í 1. umferð
ensku knattspyrnunnar
• Flautað verður til
leiks í ensku knatt-
spymunni á laugar-
daginn kemur og heíj-
ast leikimir kl. 14 að íslenskum
tíma. Eftirtalin lið eigast viö í
fyrstu umferð í 1. og 2. deild og
einnig fylgja með leikir í skosku
úrvalsdeildinni: Aston Villa -
Southampton, Chelsea- Derby,
Everton-Leeds, Luton- Crystal
Palace, Manchester United -
Coventry, Norwich - Sunder-
land, Nottingham Forest -
Queen’s Park Rangers, Sheffield
United - Liverpool, Tottenham-
Manchester City, Wimbledon-
Arsenal. 2. deild: Bamsley-
Brighton, Bristol City - Black-
bum, Charlton - Swindon,
Hull-Notts County, Ipswich-
Shefíield Wednesday, Leicest-
er-Bristol Rovers, Middlesbro-
ugh-West Ham United, New-
castle - Plymouth, Oxford - Port
Vale, Portsmouth - West Brom-
wich AJbion, Watford - Millwall,
Wolverhampton - Oldham. Skot-
land: Aberdeen-Hibemian, He-
arts - St Mirren, Motherwell -
Celtic, Rangers -Dunfermline, St
Johnstone -Dundee United.
Mótherjar KAfara
illa af stað
• Mótherjar KA í Evr-
ópukeppni meistara-
liða, búlgarska liðiö
CSKA Sofia, hefur far-
ið illa af stað í deildakeppninni.
Aðeins tveimur umferðum er lok-
ið og hefur CSKA Sofia hlotið eitt
stig úr leikjunum tveimur. Á
sunnudag tapaði CSKA á útivelli
fyrir smáhðinu Beroe, 1-0. KA
mætir búlgarska liðinu CSKA á
Akureyri 19. september en síöari
leikurinn verður í Búlgaríu 2.
október.
Seppo Raty með gott
kast í spjótinu
• Finnski spjótkast-
arinn Seppo Raty náöi
góðum árangri í lands-
keppninni gegn Svíum
í Helsinki um helgina. Raty kast-
aði spjótinu 85,22 metra. Annar í
keppninni var fyrrverandi
heimsmethafi, Parick Boden,
kastaði 83,50, og þriðji varð
Kimmo Kinnunen, kastaði 80,54
metra. Finiiar sigmðu í karla-
keppninni, hlutu 217 stig en Svíar
193 stig. Finnar sigraði elnnig í
kvennakeppninni, hlutu 182 stig
en Svíar 140 stig.
KR-ingar eru
áframmeð
- eftir 1-3 sigur á FH í Kaplakrika
KR-ingar eru áfram með í barátt-
unni um íslandsmeistaratitilinn eftir
1-3 sigur á FH-ingum í líflegum leik
í Kaplakrika í gærkvöldi. Sigur vest-
urbæinga var ekki eins öruggur og
tölumar gætu gefið til kynna, FH-
ingar börðust af krafti lengi vel og
játuðu sig ekki sigraða fyrr en þrem-
ur mínútum fyrir leikslok, þegar
Rúnar Kristinsson renndi sér glæsi-
lega innfyrir vörn þeirra og skoraði
þriðja mark KR af miklu öryggi.
Leikurinn var hinn líflegasti, eink-
um í fyrri hálfleik, og talsvert um
marktækifæri. Hjá KR var Ragnar
Margeirsson ógnandi og hættulegur
framan af en hinum megin var Þór-
hallur Víkingsson maðurinn á bak
við flestar sóknir og færi FH-inga,
auk þess sem Hörður Magnússon var
síógnandi.
Það var líka Hörður sem opnaöi
leikinn, hann krækti í vítaspymu
eftir skyndisókn á 24. mínútu og
skoraði sjálfur úr henni af miklu
öryggi. Hann hefur nú gert síðustu 8
mörk FH í 1. deildinni. KR-ingar
byrjuðu á miðju og fengu strax auka-
spymu á hægri kanti. Rúnar Krist-
insson tók hana og sendi inn í víta-
teig FH þar sem Pétur Pétursson
skallaði glæsilega í mark Hafnfirð-
inga, 1-1.
Ragnar átti heiðurinn af öðru
markinu, á 58. mínútu. Hann sneri á
Halldór, markvörð FH, utarlega í
teignum og sendi á Pétur sem kom
boltanum í netið af stuttu færi.
Rúnar átti síðan lokaorðið eins og
áður sagði.
Hjá KR-ingum, sem óvænt mættu
til leiks í gulum peysum og hvítum
buxum, voru Ragnar og Pétur hættu-
legir og Rúnar öflugur að vanda á
miðjunni. Vömin var hins vegar
mistæk og oft í vandræðum með
Hörð og Andra Marteinsson, sóknar-
menn FH. Ólafur Gottskálksson var
öryggið uppmálað í markinu og
fleytti KR yfir erfiðan hjalla seint í
fyrri hálfleik þegar hann varði glæsi-
lega bæði frá Þórhalli og Guðmundi
Val Sigurðssyni.
Þórhallur var bestur FH-inga, og
Hörður var stórhættulegur í sókn-
inni. FH-ingar léku oft skemmtilega
saman og gáfu KR-ingum lítinn frið,
og þá vantaði aðeins herslumuninn
til aö snúa leiknum sér í hag.
Óli Ólsen dæmdi, hljóp í skarðið á
síðustu stundu f>rir Ara Þórðarson
sem forfallaðist. Óli virtist stundum
utanveltu og hefur oft gert betur.
-VS
Besti leikur
Skagamanna
- sem samt töpuðu, 3-4, fyrir ÍBV
Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi:
Þrátt fyrir að Skagamenn lékju í
gærkvöldi sinn albesta leik í sumar
töpuðu þeir 3-4 fyrir Eyjamönnum
og nú getur ekkert nema algjört
kraftaverk komið í veg fyrir að þeir
falh í 2. deild. Eyjamenn voru sann-
arlega heppnir að sigra, en úrslitin
þýða að þeir eru enn með í bará*
unni um titilinn.
ÍBV náði forystunni eftir tíu mínút-
ur. Eftir langt innkast myndaðist
þvaga fyrir framan mark ÍA og Hlyn-
ur Stefánsson var fyrstur að átta sig
og þrumaði boltanum í netið, 0-1.
Eftir þetta sóttu Skagamenn lát-
laust og bæði Karl Þórðarson og Sig-
ursteinn Gíslason áttu hörkuskot í
markstangir ÍBV. Auk þess stöðvaði
Bergur Ágústsson, vamarmaður
ÍBV, sóknarmenn ÍA tvívegis í
dauðafærum í fyrri hálíleiknum. En
á 42. mínútu náði ÍBV skyndisókn
og Andrej Jerina gaf góða sendingu
þvert fyrir markið á Tómas Inga
Tómasson sem þrumaði viðstöðu-
laust í markið, sérlega glæsilegt,
0-2.
Tvö Skagamörká
þremur mínútum
Síðari hálfleikiu- hófst með stórsókn
heimamanna og á 55. mínútu skoraði
Karl Þórðarson eftir góða stungu-
sendingu frá Brandi Sigurjónssyni,
1-2. Tveimur mínútum síðar jafnaði
Sigursteinn, 2-2, eftir að Adolf
Óskarsson hafði varið vel þrumuskot
frá Bjarka Gunnlaugssyni.
Eftir þetta sóttu Skagamenn af
meira kappi en forsjá og Eyjamenn
áttu nokkur hættuleg upphlaup.
Þvert gegn gangi leiksins skoraði
Tómas Ingi eftir skyndisókn, 2-3, á
73. mínútu. Það var síðan Karl Þórð-
arson, langbesti maður vallarins,
sem lék upp allan völlinn og þrumaði
af 25 metra færi í bláhornið, glæsi-
legt mark, 3^3.
Enn sótti ÍA án afláts en það var
Andrej Jerina sem átti síðasta orðið
í leiknum. Hann óð upp allan völlinn
og skoraði snyrtilega framhjá Gísla
Sigurðssyni, markverði ÍA, 3-4, og
sendi þar með Skagamenn nánast
beint niður í 2. deild.
Gylfi Orrason dæmdi leikinn mjög
vel.
Kef lavík og Sel-
foss bæði úr leik
- eftir markalaust jafntefli í Keflavik
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Með markalausu jafntefli sín á milli
gerðu Keflvíkingar og Selfyssingar
út hvorir um annarra vonir um að
blanda sér í baráttuna um sæti í 1.
deild og sigla nú báðir lygnan sjó um
miðja 2. deildina.
Þrátt fyrir markaleysið var viður-
eign hðanna lífleg og rnikið um
marktækifæri. Markverðimir vora í
sviösljósinu, Ólafur Pétursson hjá
ÍBK og Anton Hartmannsson hjá
Selfossi stóðu sig báðir mjög vel.
Heimamenn hefðu getaö gert út um
leikinn í byrjun en síðan komu gest-
irnir meira inn í myndina.
Keflvíkingar urðu fyrir því áfalli
að Ingvar Guðmundsson, einn besti
leikmaður þeirra í sumar, var fluttur
á sjúkrahús slasaður á olnboga og
gæti misst af næstu leikjum liðsins.
Heimir Karlsson, þjálfari Selfyss-
inga, lék nú sem aftasti maður í vörn
og skilaöi þeirri stöðu ákaflega vel.
• Jóhann Lapas, KR, og Magnús Pálsson, FH, í baráttu um boltann í Kaplakrikai
í gærkvöldi. Á minni myndinni fagna Tara og Pétur Mar pabba sinum, Pétri Péti
syni, ettir að hann gerði annað mark KR, ásamt Gunnari Skúlasyni og Hilmari Bjö
syni. DV-myndii
Fjórir fyrrum leikmenn Ander
„Allt í einu
aðnotaArv
- „De Mos vildi ekki sterka persóm
Guðjohnsen og Jankovic halda heim
á leið.
Allir telja að De Mos
sé eina ástæðan
Margt kemur fram í viðtölunum í
belgíska blaðinu og eru leikmennirn-
ir allir á einu máli um að vegna hins
hollenska þjálfara Anderlecht, De
Mos, sem telur sig yfir aha hafinn,
hafi þeir orðið að flýja frá félaginu.
Grún segir meðal annars: „Ef við
unnum leiki var það vegna þess að
De Mos-„skipulagið“ vann. Ef við
töpuðum leikjum var það vegna þess
að leikmennimir léku hla. Mos bjó
til mikinn taugatitring hjá leikmönn-
um og tók hvern á fætur öðrum út
úr hðinu ef þeir gáfu eina ranga
sendingu. Fyrir að koma nokkrum
sekúndum of seint á æfingu voru
leikmenn sektaðir um 8 þúsund
krónur,“ segir Grún.
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Þær hreinsanir sem hafa átt sér stað
hjá Anderlecht undanfarið hafa ekki
farið framhjá neinum manni hér í
Belgíu. Sex fastamenn eru ekki leng-
ur á launaskrá hjá félaginu og telja
margir að þær breytingar muni vega
þungt í nýbyrjuðu tímabih.
Þó er eins og ákveðin dagblöð hafi
reynt að gera sem minnst úr þessu.
Það er einmitt það sem Anderlecht
vih. í nýjasta blaði vikuritsins Humo,
sem er mjög virt rit hér í Belgíu, er
viðtal við George Grún, fyrrverandi
fyrirhða Anderlecht, en hann leikur
núna með Parma á Ítalíu, Hendrik
Andersen, danska landsliðsmanninn
hjá FC Köln, Ranko Stojic varamark-
vörð og Patrick Vervoort hjá Borde-
aux. Ahir þessir leikmenn voru seld-
ir frá Anderlecht fyrir sömu upp-
hæðina, 75 milljónir franka. Auk
þessara leikmanna máttu Arnór
Mótherjar Frai
- Djurgárden skríður upp töfl
Djurgárden, sænska liðið sem mætir
Fram í Evrópukeppni bikarhafa í næsta
mánuði, skríður hægt og sígandi upp
töfluna í sænsku úrvalsdeildinni eftir
slakt gengi framan af keppnistímabil-
inu. Djurgárden hefur unnið nokkra
stórsigra á undanfornum vikum en um
helgina varð hðið að sætta sig við jafn-
tefli á útivehi gegn GAIS frá Gauta-
borg, 0-0. Djurgárden er í sjötta sæti
að loknum 15 umferðum.
Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, fór
utan um helgina gagngert til að njósna
um leik sænska hðsins. í ferðinni mun
Ásgeir væntanlega hafa kortlagt leik
sænska hðsins, sem koma mun Fram-
hðinu að góöum notum í fyrri leik hð-
anna á Laugardalsvehinum 19. sept-
ember.
Gautaborg hefur tekið þriggja stiga
forystu en hðið vann neðsta hðið,
Hammarby, 2-4, á útivehi á sunnudag-