Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
21
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
ElísabetTaylor
er tiltölulega nýútskrifuö af
sjúkrahúsi eftir níu vikna legu.
Læknamir hafa sagt henni aö
taka það rólega fyrst um sinn.
Aðeins fimm dögum eftir út-
skriftina óhlýðnaðist Lísa lækn-
isráðum og efndi til blaðamanna-
fundar þar sem hún tilkynnti að
hún ætlaði að gefa 2,5 milljónir
Bandaríkjadala til hjálpar eyðni-
sjúklingum. Læknarnir urðu æf-
ir en almannarómur sagði að Lísa
hefði bara Utið vel út.
Linda Evans
trúir á anda og leitar iðulega
ráða hjá þeim. Aö sögn fylgir
Lindu sérstakur andi að nafni
Ramtha sem hjálpar henni í gegn-
um lífið. Núna hefur Ramtha sagt
Lindu að hún og kærasti hennar,
Yanni, hafi verið kærustupar í
Grikklandi einhvern tíma í forn-
eskju. Að fengnum þessum upp-
lýsingum telur Linda óhætt að
ganga í það heilaga með Yanni
og nú stefna þau á giftingu í Hell-
as í Grikklandi í september. Ekki
er öll vitleysan eins.
Paul McCartney
komst í tæri við manninn með
ljáinn þegar seglbátnum hans
hvolfdi í miklum stormi rétt fyrir
utan Rio í Brasilíu fyrir skömmu.
Litlu munaði aö Palh týndi þar
lífinu en á síðustu stundu tókst
honum að skreiðast upp á kjöl
bátsins þar sem hann tolldi þang-
að til björgunarmenn komu á
vettvang. Alls fórust 17 manns í
storminum.
Vaclav Havel leysti Rollingana út með gjöfum í Prag:
Fengu pýramídastyttu
með rúllandi steinum
Um eitt hundrað þúsund manns,
þar á meðal Vaclav og Olga Havel,
voru á tónleikum Rolling Stones á
Strahov leikvanginum í Prag á laug-
ardagskvöldiö. Áhorfendur, sem
voru frá barnsaldri og upp í sextugt,
skemmtu sér hið besta þrátt fyrir
rigningu - veifuðu, dönsuðu og
klöppuðu í þá tvo og hálfan tíma sem
tónleikarnir stóðu yfir.
Fólkið tók vel undir þegar Rolling-
amir sungu: Miss You, Honky Tonk
Woman, You Can’t Always Get What
You Want og fleiri lög. Hinn 47 ára
gamla kempa, Mick Jagger, talaði
dáhtla tékknesku þegar hann ávarp-
aði áhorfendur:
„Slæma tímanum er lokið - gott
tímabh er gengið í garð,“ sagði
Jagger.
A meðal áhorfenda voru hundruð
fatlaðra í hjólastólum og fjöldi Pól-
verja sem fengu að fara yfir landa-
mærin á tónleikana án nokkurra
formsatriða - þeir þurftu aðeins að
sýna miðann á tónleikana.
Rohing Stones komu til Tékkósló-
vakíu eftir að hafa fengið persónulegt
boð frá Vaclav Havel forseta en hann
bauðst th aö standa straum af ferð
þeirra þangað. Hljómsveitin tók ekk-
ert fyrir að halda tónleikana en ágóð-
inn af tónleikunum rann th fatlaðra
og bama.
Havel og Olga eiginkona hans tóku
á móti Rohing Stones í forsetahöll-
inni. Þar færði forsetinn þeim pýra-
mídastyttu úr kristal að gjöf. Á stytt-
Keith Richards og Mick Jagger ásamt Vaclav Havel virða fyrir sér tugi þúsunda aðdáenda frá svölum forsetahall-
arinnar í Prag. Á minni myndinni standa Jagger og Olga Havel fyrir framan fiskveitingahús nálægt heimili Havel-
hjónanna í Prag. Þar var Jagger boðið til kvöldverðar á föstudagskvöldið. Reuter
unni rúha steinar niður hhðar pýra- Jagger og félagar halda til London þar næstkomandi íostudag og laug-
mídans. í vikunni og verða þeir með tónleika ardag.
Kóngar, prinsar og prinsessur í löngum röðum. Karl Bretaprins og hans
ektakvinna, Diana, eru nú i frii á Mallorca með sonum sínum, Harry og
William. Þau eru hér að leggja i siglingu um eyjarnar á spænsku glæsi-
skipi. Með þeim er Jóhann Karl Spánarkonungur.
Maraþonlega í
björgunarbáti
- krakkar á Flateyri söfnuðu 60 þúsund krónum
Reynir Traustason, DV, Flateyri;
Félagar í Sæunni, sem er unghnga-
dehd björgunarsveitarinnar á Flat-
eyri, háðu maraþonlegu í gúmmí-
björgunarbáti um helgina.
Báturinn var dreginn út á fjörð
meö þremur krökkum innanborðs
og síðan var þorpsbúum gefinn kost-
ur á að heita á krakkana ákveðinni
upphæð fyrir hverja klukkustund
sem þau héldu út.
Öll héldu þau út í fjóra tíma en þá
lagði sjóveikin tvö þeirra að vehi. Sá
þriðji hélt út í sjö klukkustundir en
þá gafst hann upp vegna vosbúðar.
Ágóöinn af ævintýrinu var hvorki
meira né minna en 60 þúsund krónur
sem notaðar verða til að fjármagna
för Sæunnarfélaga á landsmót ungl-
ingadeildanna sem haldið verður á
Vopnafirði á næstunni.
Róbert, Svana og Þórir meðan allt lék i lyndi. Síðar með vaxandi vindi
kárnaöi gamanið og sjóveikin gerði vart við sig. DV-mynd Reynir