Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
Meiming
Listasaf n á laun
Listasafn Háskóla íslands er lítt áberandi menning-
arstofnun, svo yfirlætislaus að starfsemi hennar fer
framhjá flestum þeim sem gera sér far um að fylgjast
með sýningum á íslenskri myndlist. í þau skipti sem
ég hef sótt sýningar á vegum LHÍ, hef ég oftast verið
einn um hituna. Utlendingar í myndlistarleit eru und-
antekningarlaust óafvitandi um tilveru þessarar
safnastofnunar.
Ekki veit ég hvað veldur þessari hógværð, vöntun á
markmiðum, peningum eða einhveiju öðru. Þess ber
að geta að stofnunin hefur ekki enn fengið viðunandi
starfsaðstöðu, sem kann að ráða einhverju um „lágan
prófír hennar. Aðstandendur gera sér þó far um að
kaupa listaverk, 7 til 35 á ári, allt eftir því hve miklu
fé er varið til nýbygginga á vegum háskólans. Sem
kunnugt er rennur 1% þeirrár íjárhæðar til kaupa á
listaverkum til LHÍ og varðveislu þeirra. í nýlegum
bækhngi sem háskóhnn hefur gefið út segir að í LHÍ
séu nú hátt á sjötta hundrað myndverk. Er því sýnt
að safnið hefur úr allnokkru að moða.
Nýleg aðföng
Þann 3. ágúst var opnuð sýning á nýjum og nýlegum
aðfongum safnsins í Odda á háskólalóð. Enn er fá-
mennt í sölum þess, tvisvar sinnum var ég eini sýning-
argesturinn.
Það er alkunna að LHÍ var stofnað árið 1980 á grunni
höfðinglegrar listaverkagjafar hjónanna Ingibjargar
Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar. Nam sú
gjöf 140 listaverkum, en þar af voru 115 verk eftir
Þorvald Skúlason. Síðan hafa þau hjón gefið safninu
fleiri listaverk, einkum eftir Þorvald. Erfingjar Þor-
valds hafa einnig eftirlátið safninu fjölda smærri
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
verka, aðallega formynda af ýmsu tagi.
LHÍ er því framar öðru „Þorvaldssafn", en þar sem
verk Þorvalds fela í sér listræn markmið heillar kyn-
slóðar íslenskra myndhstarmanna, hverrar leiðtogi
hann óefað var, gefur safnið ótal tilefni til skoðunar á
íslenskri nútímalist. í ljósi þessa verður það að teljast
skynsamleg ákvörðun að einskorða kaup safnsins við
verk gerð eftir 1930, einkum með tilliti til þess að aðr-
ar liststofnanir eiga nú þegar bestu verk frumheij-
anna.
Af gróandanum
Yfirstandandi sýning er nokkuð svo dreifð um Odda
og þar sem henni fylgir ekki skrá yfir sýnd verk, veit
áhorfandinn ekki gjörla hvar sýningin hefst eða end-
ar. Bæta hefði mátt úr því með litlum tilkostnaði.
Fyrir utan það að safna verkum „kreppuáramálar-
anna“ og „septembermanna“, er yfirlýst makmiö
safnsins að „fylgja eftir gróandanum í íslenskri list
samtímans“. Gróandinn í hstinni er hins vegar ekki
eins augljós og í náttúrunni. Sjálfsagt mun einhveijum
þykja LHÍ veðja á of margar skammlífar plöntur en
horfa framhjá þeim harðgerðustu.
Hins vegar bregst Þorvaldur Skúlason engum. Tvær
áður óþekktar myndir eftir hann eru á sýningunni,
gamalt portrett af Jónasi Jakobssyni.myndhöggvara
og stórbrotin mynd í Cobra-stíl frá 1947.
Bíóhöllln/borgin - Á tæpasta vaði 2 ★★★
Vaðið grynnkar
Lögreglumaðurinn John McClane snýr aftur og er
snöggur að þefa upp vandræði. í þetta sinn er hann á
flugvelh þegar fyrrverandi hermenn taka flugbraut-
imar í gíshngu í til að frelsa kókaínbaron, sem verið
er að framselja til Bandaríkjanna í flugvél. McClane
er svo óheppinn að kona hans er um borð í einni af
vélunum sem bíða í háloftunum og það er naumur
tími...
Það var engin hætta á öðru en framhaldi hinnar
vinsælu Die Hard, bara spurning um peninga. í þessu
tilfelh htlar 60 millur dohara og fór myndin langt fram
úr áætlun. Það er auðvelt að sjá ástæðuna. Taktu Die
Hard og margfaldaðu með þrem, þá færðu góða hug-
mynd um umfang framhaldsins. Það er ekki á færi
hvers sem er að halda utan um svona súperfram-
leiðslu og hefur hinn ungi finnski leikstjóri Renny
Harlin unnið þrekvirki sem fæstir höfðu átt von á.
Ófrumlegt handritið er langt, þungt í vöfum og iha
skipulagt. En það er líka kraftmikið, hrátt, hratt og
grípandi, svona mátulega. Góðu punktamir hafa betur
og áherslur Harhn eru réttar. Hann kann að setja á
svið átök og getur skapað yfirþyrmandi stemningu.
Myndin er keyrð áfram hnnulaust með ærandi hávaða
og nógu mörgum áhættuatriðum til að fuhnægja
spennuþörfinni. Líkt og í Lethal Weapon 2 getur af-
burðaúrvinnsla breitt yfir meðfædda sköpunargaha
og hugmyndaleysi. Hér sannast það að meira er minna
og að oftar, stærra og háværra er ekki endilega betra.
En í þetta sinn er það meira en nógu gott og enginn
í afþreyingsleit verður svikinn um eyrinn sinn.
Bruce Willis leikur hörkutólið John McClane sem eina
ferðina enn á i höggi við hryðjuverkamenn.
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Die Hard 2. Band. 1990, 122 min.
Handrit: Doug Richardson, Steven De Souza (Commando,
Die Hard, 48 HRS) eftir bók Walter Wager, „58 Minutes".
Leikstjóri: Renny Harlin (Eim Street 4, Prison, Born American).
Leikarar: Bruce Willis, Borínie Bedelia (Shadowmakers), Will-
iam Atherton (Weird Science, Ghostbusters), Reginald Veljo-
hnson (Turner & Hooch), Bill Sadler (Hard to Kill), Fred
Thompson, Art Evans, Dennis Franz, Franco Nero.
94. leikár Leikfélags
Reykjavíkur að hefjast
94. leikár Leikfélags Reykjavíkur er að
heflast, annað árið í Borgarleikhúsinu.
Þijár sýningar eru nú í æfmgu í Borgar-
leikhúsinu, Fló á skinni eftir Georges
Feydeau í leikstjóm Jóns Sigurbjöms-
sonar, Ég er hættur, farinn eftir Guðrúnu
Kristínu Magnúsdóttur í leikstjóm Guð-
jóns Pedersens og Ég er meistarinn eftir
Hrafnhildi Gúðmimdsdóttur í leiksijóm
Kjartans Ragnarssonar. Fló á skinni er
það verk sem hvað mestum vinsældum
hefur átt að fagna af öllum gangstykkjum
Leikfélagsins fyrr og síðar. Það var sýnt
fyrir fullu húsi í Iðnó á árunum 1972-75
og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessi
dæmalausi farsi gengur í nýju leikhúsi
með nýrri áhöfn. Ég er hættur, farinn,
er fyrsta leikverk Guðrúnar Kristínar,
en leikritið vann til fyrstu verðlauna í
leikritasamkeppni Leikfélagsins sem
haldin var í tilefni af opnun Borgarleik-
hússins. Ég er meistarinn er frumsmíð
Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur -
verk samið fyrir þrjá leikara og lttið rými
og fer því væntanlega vel um það á Litla
sviði Borgarleikhússins.
Framlenging á sýningu
í Gallerí 15
Ákveðið hefur veið að bæta við opnunar-
tímann á sýningu Sverris Sv. Sigurðsson-
ar á handmáluðum silkijökkum og tisku-
teikningum, í Gallerí 15, Skólavöröustig
15. Opið verður sem hér segir: frá degin-
um í dag til fóstudagsins 24. ágúst kl.
16-21, um helgina kl. 13-18 og frá mánu-
deginum 27. til fimmtudagsins 30. ágúst
kl. 16-21.
Ferðamálaráð íslands
Ferðamálaráð íslands hefur ráðiö Einar
Gustavsson í starf forstöðumanns skrif-
stofu ráðsins í New York. Einar mun
hefja störf 1. september nk. Einar var um
margra ára skeið sölustjóri Loftleiða og
síðar Flugleiða í Bandaríkjunum. Undan-
farin tvö ár hefur hann verið forstöðu-
maður sölusviðs Flugleiða. Skrifstofa
Ferðamálaráðs í New York er starfrækt
í náinni samvinnu við ferðamálaráð
hinna Norðurlandanna. Samfara þessari
breytingu verður einnig sú breyting að
auk Ferðamálaráðs munu fyrirtæki og
hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu leggja
fram fjármagn til markaðsstarfseminnar
í Bandaríkjunum. Flugleiðir, Reykjavík-
urborg og SVG hafa þegar ákveðið að
taka þátt í þessu átaki á næstu árum.
Úrvalsdeildin komin
á myndband
15. ágúst sl. kom út myndband sem inni-
heldur 10 rammislensk myndbönd viö lög
í flutningi margra af vinsælustu lista-
mönnunum í íslensku popplifi, þeirra á
meðal Bubba, Sálarinnar, Nýdanskrar,
Todmobile, Greifanna o.fl. Þetta mun
vera í fyrsta skipti sem svona safn er
gefið út og gefst fólki hér kostur á að eign-
ast myndband við uppáhaldslögin því öll
lögin eiga það sammerkt að vera af plöt-
um sem eru nýkomnar út og njóta mik-
illa vinsælda um þessar mundir. Mynd-
bandið er nú til sölu í öllum hljómplötu-
verslvmum og er á mjög hagstæðu verði
eða kr. 1.790.
Fyrirlestrar
Brú, félag áhuga-
manna um þróunarlöndin
heldur fyrirlestur um þróunarhjálp, er
Dipl.-Kfm. Peter Hesse mun flytja í dag,
21. ágúst í Hótel Lind, Rauðarárstíg 18,
(kj.) og hefst kl. 16.30. Peter Hesse er virt-
ur sérfræðingur um þróunarmál, og
starfrækir hann stofnunina í Þýskalandi
undir kjörorðinu Solidaritat in
Partnerschaft. Stofnun þessi hefur eink-
um starfað á Haiti. Fyrirlesturinn verður
á ensku og öllum opinn meðan húsrúm
leyfir.
Tónleikar
Tónleikar á Akueyri
Tónleikar verða haldnir í sal Tónlistar-
skólans á Akureyri fimmtudaginn 23.
ágúst kl. 20.30. Þá mun Sigurður HaU-
dórsson sellóleikari og Daníel Þorsteins-
son píanóleikari flytja „Arpeggione" só-
nötu Schuberts, sónötu í A dúr eftir Beet-
hoven, ásamt verkum eftir Fauré, Mart-
inu og Hindemith.
Jarðarfarir
Sigurður Hreinsson lést á Hrafnistu
í Reykjavík 18. ágúst.
Soffia Sigurhjartardóttir, Laugateigi
8, Reykjavik, lést sunnudaginn 19.
ágúst.
Rakel Guðmundsdóttir, Grettisgötu
66, lést í Landakotsspítala 19. ágúst.
Jakobina Ásmundsdóttir, Suðurgötu
13, Reykjavík, lést 17. ágúst.
Árni Árnason, Lyngholti 5, Akur-
eyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Ákureyri sunnudaginn 19. ágúst.
Guðjón Jónsson lést í Landspítal-
anum mánudaginn 20. ágúst.
Leifur Ásgeirsson prófessor lést í
Borgarspítalanum 19. ágúst.
Andlát
Guðrún Kristjánsdóttir, er lést 11.
ágúst á Elliheimilinu Grund, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu mið-
vikudaginn 22. ágúst kl. 15.00.
Jóhann Friðrik Kárason, Vallhólma
14, Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 22.
ágúst kl. 13. 30.
Kristín Guðmundsdóttir verður jarð-
sungin frá Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, miðvikudaginn 22. ágúst kl.
14.00.
Jóhanna Jóhannesdóttir, Álakvísl
67, verður jarðsungin frá Langholts-
kirkju miðvikudaginn 22. ágúst kl.
15.00.
Tilkyimingar
Kynning í Skólagörðum
Reykjavíkur
Föstudaginn 24. ágúst verður haldin
kynning á geymslu, matreiðslu og fryst-
ingu á grænmeti í Skólagörðum Reykja-
víkur. Kynningin fer fram í öllum Skóla-
görðunum og eru fjölskyldur þeirra
bama sem unnið hafa í görðunum í sum-
ar hvattar til að mæta. Skólagarðar
Reykjavíkur Ijúka formlega starfsemi
sinni fostudaginn 7. september. Að gefnu
tilefni er íbúum í nágrenni við garðana
bent á að þeim er ekki heimilt að taka
upp úr görðunum þó að formlegri starf-
semi sé lokiö.
Hársnyrtistofa Helgu
hefur opnað stofu á Hólmavík (í gamla
kaupfélagshúsinu). Símapantanir fyrir
hádegi í síma 95-13424.
Fjölmiðlar
Samansúrruð minnimáttarkennd
og mikilmennskubrjálæði eru eitt
af megineinkennum okkar íslend-
ínga eins og svo margir hafa bent
á. Þetta birtist í eilífum samanburði
okkar viö aðrar þjóðir. Við gerum
þá kröfu að hér sé rekin ýmis menn-
ingarstarfsemi, kannski fyrst og
fremst vegna þess að það er gert
með öðrum þjóöum. Oft töpum við
okkur í þessum samanburði og tök-
um viljann fyrir verkið í menning-
unni. Þannig íjallar gagnrýni oft á
tlðum fýrst og fremst um verknað-
inn frekar en verkið sjálft eða fluln- f
ing þess. Það er verið að gagnrýna
listgreinina aö flytja menningarfyr-
irbrigöi stórþjóðanna hingað tii
smáþjóðarinnar.
Þetta er svo sem allt saman ágætt
en það er verra þegar forkólfar land-
búnaöarstefnunnar taka upp þenn-
an samanburö. Þeir benda á að Evr-
ópubandalagiö sé með vonda land-
búnaðarstefnu og því eigum viö að
hafahanalika.
Afstaða íslendinga til fjölmiðla
markast einnig af þessum saman-
burði. Viðbenim þannig ísiensk
blöð saman viö fáein blöö sem hafa
mesta útbreiðslu. Þessi blöö mótast
af mikilli útbreiðslu og hafa mjög
víðar skirskotanir. íslensk blöð
þjóna hins vegar einungis um 250
þúsund manns hið mesta og þessi
hópur er tiltölulega samlitur. Þau
eru þvi óhjákvæmilega „lókaT' eöa
staðbundin. Þetta er að sjálfsögðu
hvorki slæmt né gott Lókal-blöð og
stærri blöð lifa alis staðar góðu sam-
lífi.
Þetta er allt saman sjálfsagðir
hlutír. Það veldur hins vegar mörg-
um íslendingum mikilli óhamingju
að lesa íslensk blöð eða horfa á ís-
lenskt sjónvarp með samanburð víð
„massamedíu“ i huga. En það er
kannski elnmitt þessi sætsúra
óhamingja sem er galdurinn. Hún
eykur vanmáttarkennd og elur á
stórraennsku.
Gunnar Smári Egilsson