Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990. 17 lecht í vlðtali við belgískt blað: ekkihægt lór lengur“ aleika eins og Amór Guðjohnsen“ „Vildi ekki sterka persónu- leika eins og Arnór“ Griin heldur áfram: „Þetta haföi þær afleiöingar að eftir síðustu áramót þorði enginn að segja neitt og menn komu með hangandi haus á æfmgu. Það eina sem leikmenn þorðu að segja var já. De Mos vildi til dæmis ekki leikmenn með sterkan persónu- leika eins og Arnór Guðjohnsen.“ við vegg. Við vitum það allir að Ar- nór er ekki auðveldur í samningum en það er engin afsökun fyrir með- ferðinni nú. Arnór hefur verið einn besti leikmaður okkar undanfarin ár. Allt í einu er ekki hægt að nota hann lengur. Ef ísland heföi leikið á HM á Ítalíu væri Arnór hjá ítölsku hði í dag,“ segir Grun, fyrrverandi fyrirliði Anderlecht. „Vitum að Arnór er ekki auðveldur í samningum“ Og enn segir Grun: „Ég myndi ekki vilja vera í sporum Arnórs í dag heima á íslandi og þurfa að bíða þar eftir nýju félagi. Það leit lengi út fyr- ir að hann færi til Glasgow Rangers en þeir keyptu annan leikmann á síðustu stundu. Arnór vildi alltaf semja við Anderlecht til eins árs í senn og það pirraði forráðamenn hðsins mikið. Núna hafa forráða- menn Anderlecht stillt Arnóri upp „Arnór þorði að segja sína skoðun umbúðalaust" Ranko Stojic, fyrrverandi markvörð- ur Anderlecht, sagði meðal annars í viðtalinu við Humo: „De Mos náði aldrei góðu sambandi við Arnór þar sem Arnór þoröi að segja sína skoð- un á ýmsum málum og það alveg umbúðalaust. Það þoldi De Mos ekki. Hann vill aðeins hafa leikmenn sem segja Já, herra Mos.“ n eru á uppleið iuna í sænsku úrvalsdeildinni inn. Úrsht leikja í sænsku úrvalsdeild- inni á sunnudag urðu þessi: GAIS-Djurgárden...,..........0-0 AIK-Örebro...................1-0 Norrköping-Örgry te..........1-2 Malmö FF-Halmstad............5-0 Öster-Brage..................1-2 Hammarby-Gautaborg...........2-4 Staðan í úrvalsdeildinni er þessi: Gautaborg........15 9 2 4 28-18 29 AIK..............15 8 2 5 15-20 26 Norrköping 15 7 4 4 28-17 25 Öster 15 7 4 4 20-18 25 Örebro 15 7 3 5 18-15 24 Djurgárden 15 6 4 5 28-15 22 GAIS 15 5 5 5 14-10 20 MalmöFF 15 4 6 5 14-11 18 Brage 15 4 6 5 16-17 18 Örgryte 15 5 2 8 14-23 17 Halmstad 15 4 3 8 12-22 15 Hammarby 15 3 1 11 18-40 10 -JKS Framarar effstir í bili - eftir sigur á Víkingi, 0-1 Framarar eru nú í efsta sæti 1. deildar eftir sigur gegn Víkingum í Stjörnugróf í gærkvöldi, 0-1. Fram er með tveggja stiga forskot en Vals- menn geta komist stigi upp fyrir Fram sigri þeir Þór frá Akureyri í kvöld í lokaleik 15. umferðar íslands- mótsins í knattspyrnu. Sigur Fram- ara í gærkvöldi var sanngjarn en leikur liðanna var ekki vel leikinn. Framarar voru þó eihtið skárri aðil- inn og voru nær því að bæta við mörkum eftir að hafa náð forystunni en Víkingar að jafna metin. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill með afbrigðum en þegar 16 mínútur voru hðnar af síöari hálfleik skoraði Guðmundur Steinsson sigurmark Fram með föstu skoti úr vítateig eftir hrapaleg mistök í vörn Víkings. Tíu mínútum síöar skaut Steinar Guð- geirsson þrumuskoti sem Guðmund- ur Hreiðarsson varði mjög vel. Jón Erling komst undir lok leiksins inn fyrir vöm Víkinga en skot hans fór framhjá. Þar með eru marktækifæri leiksins upp tahn. Framarar léku ekki vel að þessu sinni en stigin þrjú voru kærkomin fyrir liðið ög hklegt verður að teljast að Framarar verði í baráttunni um tithinn fram til síðasta leiks. í sumar hefur liðið yfirleitt leikið slaklega gegn lakari liðum deildarinnar og á því varð engin breyting í gærkvöldi. Víkingsliðið er stemmningarlið sem náði sér einfaldlega ekki á strik í gærkvöldi. Liðið á þó örugglega eft- ir að ná í fleiri stig í sumar. Bragi Bergmann dómari dæmdi vel og hafði góð tök á leiknum sem hófst stundarfjórðungi síðar en áætlað var vegna skrautlegra merkinga á vellin- um sem var nánast tvöfaldur. Mun- aði minnstu að ekkert yrði af leik fyrir bragðið en um síðir var hluti óþarfra merkinga íjarlægður og rugluðu hvítu línurnar menn ekki alvarlega í ríminu eftir að leikur hófst. Þrír leikmenn fengu gult spjald í leiknum. Viðar Þorkelsson og Kristj- án Jónsson í Fram og Víkingurinn Janni Zilnik. -SK Stjarnan með f ulla nýtingu tækif æra - er liðiö sigraði KA, 0-3, á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Það sýndi sig og sannaðist enn eina ferðina á Akureyrarvehi í gærkvöldi að það er ekki nóg í knattspymu að sækja. Það eru mörkin sem telja og ráða þegar upp er staðið og þá er ekki lengur spurt hvernig leikurinn hafl spilast. í leik KA og Stjörnunnar í gær- kvöldi sótti KA nær látlaust allan leikinn en mátti samt þola 0-3 tap. Stjaman fékk þrjú marktækifæri og nýtti þau 100% en KA, sem fékk urm- ul tækifæra, komst ekki á blað. Fyrsta markið kom strax á 10. mín- útu. Ámi Sveinsson tók aukaspyrnu á um 35 metra færi, skaut þmmu- skoti sem fór í einn varnarmanna KA og þaðam þeyttist boltinn í netið. Mark númer tvö kom á 77. mínútu. Há sending kom inn í vítateig KA. Þar var Láms Guðmundsson einn á auðum sjó og hann nikkaði boltanum í netið, 0-2. Lárus var síðan aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok og skoraði þá mark af stuttu faeri eftir hrikaleg mistök í vörn KA. Úrshtin semsagt 0-3 sigur Stjömunnar. • Ásta Maria Reynisdóttir, fyrirliöi Breiðabliks, tók í gærkvöldi við íslands- bikarnum í 1. deild kvenna eftir lokaleik Blikastúlknanna á timabilinu, gegn KR á Kópavogsvellinum. Breiðablik hafði þegar tryggt sér titilinn en KR- stúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana, 0-1. Með því skutust þær upp fyrir Þór og tryggðu sér fjórða sætið í deildinni. Leikurinn var jafn og fjörugur þó sóknarlotur Blikastúlknanna væru þyngri. Hættulegasta færi fyrri hálfleiks fékk Kristrún Lilja Daðadóttir er hún komst ein inn fyrir vörn KR en Sigríður Fanney Pálsdóttir varði meistaralega. Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað og skiptust liðin á aö sækja. Það var þó ekki fyrr en 10 minútur voru til leiksloka að Helena Ólafsdóttir fékk stungusendingu inn fyrir vörn Breiðabliks og renndi knettinum framhjá Monicu Fougstedt. Með þessu marki hefur Helena skorað 7 mörk og er markahæst i 1. deild kvenna. ih/DV-mynd GS íþróttir 1. deild/Hörpudeild Fram ...15 10 1 4 28-11 31 Valur ...14 9 2 3 25-15 29 KR ...15 9 2 4 23-16 29 ÍBV ...15 8 4 3 27-27 28 Stjaman.... ...15 7 2 6 20-17 23 Víkingur.... ...15 4 7 4 16-15 19 FH .... 15 6 1 8 20-24 19 KA ...15 5 1 9 15-20 16 Þór ...14 2 2 10 7-21 8 ÍA ...15 2 2 11 16-31 8 Markahæstir: Hörður Magnússon, FH.........12 Guðmundur Steinsson, Fram.... 9 Tómas Ingi Tómasson, ÍBV..... 8 Hlynur Stefánsson, ÍBV....... 7 Valur-Þór í kvöld Fimmtándu umferðinni lýkur í kvöld. Valur og Þór mætast þá á Hlíðarenda og hefst viðureign lið- anna klukkan 19. • Aron Tómas Haraldsson. Aron Tómas Haraldsson úr Breiðabliki náði glæsilegum ár- angri í hálfmaraþoni, 21 km hlaupi, í Reykjavíkurmaraþon- inu á sunnudaginn. Áron hljóp vegalengdina á 1 klukkustund, 28 mínútum og 50 sekúndum og bætti íslandsmetið í flokki 14 ára og yngri urn tæplega fimm mínút- ur. í hlaupinu sjálfu varð Aron í 21. sæti af þeim 138 körlum, yngri en 40 ára, sem þreyttu hálfmara- þonið, en aðeins einn þeirra var yngri en Aron. Fyrra metið átti Björn Péturs- son úr FH en ltann hjjóp vega- lengdina á 1:33,07 í ágúst árið 1984. -VS Gylfi Kxisjánsscm, DV, Akuxeyii: Bandaríkjámaðurinn Releford, sem hugðist leika með Þór í úr- valsdehdinni I körfuknattleik í vetur, kemur ekki fil landsins og valda því viðkvæmar persónuleg- ar ástæöur, að sögn forráða- manna Þórs. Þeir höfðu haft pata af því að Releford hygðist ekki koma, og voru búnir að tryggja sér annan lehtmann. Sá heitir Sedric Evans, er 25 ára gamah, svartur á hör- und og hvorki meira né nhnna en 2,09 metrar að hæð. Evans er frá Alabamá og er að sögn þeirra sem höfðu milligöngu um komu hans th Þórs mjög sterkur leikmaður. Hann er væntanlegur til landsins á fimmtudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.