Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990. 9 Utlönd Sovésku fangamir sem reyndu að komast úr landi í gær: Flugránið endaði með uppgjöf í Pakistan Flugvélin frá Aeroflot á flugvellinum i Karachi í Pakistan. Simamynd Reuter Sovésku fangamir, sem í gær rændu flugvél á leiöinni til Jakútsk í Síberíu, gáfust upp skömmu eftir að vélin lenti í Pakistan. Fangamir voru upphaflega fimmtán þegar þeir yfirbuguðu verði sína og kröfðust þess í fyrstu að vélinni yrði snúið til Indlands en eldsneytið dugði ekki alla leið þangað. Öryggisverðir á flugvellinum í Karachi handtóku fangana um klukkutíma eftir að vélin lenti. Þá höfðu nokkrir fangar gefist upp. Vél- in er af gerðinni TU-154 og er í eigu sovéska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Fangarnir vora vopnaðir nokkrum vélbyssum og skammbyssum. Talið var að þeir væm ellefu við komuna til Pakistan en þeir reyndust vera færri þegar til kom. Fyrsta krafa þeirra eftir lendingima var að fá elds- neyti á vélina og hótuðu þeir að ráð- ast á einhveija úr áhöfninni ella. Pakistanar neituðu í fyrstu að taka við vélinni en þegar flugmennirnir tilkynntu að þeir kæmust ekki lengra var þeim leyft aö lenda. Öryggisverð- ir á flugvellinum fengu mikinn liðs- auka hermanna og var vélin um- kringd á afviknum stað-á vellinum og eftir nokkurt þref gáfust flugræn- ingjamir upp. Sovétmenn höfðu mikinn viðbúnað þegar fréttist af flugráninu, enda hafa flugrán verið óvenjutíð í Sovét- ríkjunum síðustu mánuði. Vélin millilenti í Tashkent í Síberíu áður en hún hélt út fyrir landamærin. Sovéski herinn sendi sérsveit, sem ætlað er að berjast gegn flugræningj- um, til staðarins en horfið var frá því að kyrrsetja vélina þar. í Sovétríkjunum hafa komið fram gagnrýnisraddir þess efnis að ekki sé réttlætanlegt að flytja fanga ásamt almennum farþegum í innanlands- flugi. Ivan Shilov, innanríkisráð- herra Sovétríkjanna, sagði í gær aö þetta væri óhjákvæmilegt vegna þess að alltof fáar vélar væm til taks hjá Aeroflot. Reuter Vopnahlé í Líberíu - uppreisnarmenn Charles Taylors berjast þó áfram Friðarsveitir ríkja Vestur-Afriku hafa þegar verið dregnar saman en þær halda enn til í Ghana þar sem uppreisnarmenn í Líberiu segjast munu líta á þær sem hvert annað innrásarlið. símamynd Reuter Náðst hefur vopnahlé í Líberíu miUi Samuels Doe forseta og her- sveita sem fylgja Prince Johnson að málum. Skæruliðaforinginn Charles Taylor, sem hefur drjúgan hluta af landinu á sínu valdi, vill hins vegar enga samninga. Foreseti Gambíu hefur undanfarna daga reynt að koma á friöarviöræð- um milli fylkinganna en það hefur engan árangur borið. Taylor hafði um helgina falhst á að mæta til einkafundar með Gambíuforeta en þegar til kom mætti Taylor ekki. Taylor virðist staðráðinn í að knýja fram sigur í stríðinu. Hersveitum hans hefur þó ekki vegnað eins vel undanfama daga og vígstaðan gæti bent til. Samuel Doe forseti verst enn í forsetahöllinni í Monróvíu þrátt fyrir langt umsátur og sveitir Prince Johnson beijast enn þótt sögur hafi verið um fall foringjans í síðustu viku. Fréttir af falli Johnsons eru enn óstaðfestar og veit enginn hvar hann er niðurkominn. I Líberíu gerast þær raddir hávær- ari að Bandaríkjaher eigi að koma til hjálpar og stöðva átökin. Undan- farið hafa ríki Vestur-Afríku reynt að koma á fót friðarsveitum en þær hafa hvergi farið enda hefur Taylor heitiö því að beijast við hvern þann her sem ræðst inn í landið. Margjr óbreyttir borgarar hafa lát- ið lífið í átökunum síðustu daga. Enginn veit nákvæmlega hve margir hafa fallið en sögur ganga af og til um grimmdarverk einstakra her- flokka. Vitað er þó að tala látinna skiptir þúsundum. Vopnahléð núna er kærkomið fyrir Samuel Doe forseta því sótt hefur verið að honum úr öllum áttum í höfuðborginni og hann særðist á fæti í einni árásinni. Sveitir Prince Johnson hafa ráðið höfuöborginni að norðan og vestan en nú verður lát á sókn úr þeirri átt. Taylor ræður hins vegar austurhlutanum og hann ætlar að halda bardögum áfram. Reuter Vinningstölur laugardaginn 18. ágúst ’90 VINNINGAR FJÖLDI j VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 2.475.388 o RJJSrc8íílí £. 4af5^p 5 101.993 3. 4af 5 144 6.108 4. 3af 5 4.805 427 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.392.028,- kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 RJÓRmHÖLUNHF • • HELDUR UPPIFJORI ALLADAGA VIKUNNAR Þriðjudagur 21.8. kl. 18-1.00 Torfi Ólafsson leikur létta pöbbtónlist fyrir næturhressa vökugesti. Miðvikudagur 22.8. kl. 18-1.00 Ann Andreasen og Einar Jónsson leika íjöruga kántrítónlist o.fl. Fimmtudagur 23.8. kl. 18-1.00 Einar Jónsson og Torfi Ólafsson leika hressa tónlist fyrir þá sem eru að undirbúa helgina með smáforskoti. Munið dansgólfið þar sem léttir snúningar eigasérstað. • Snyrtilegur klæðnaður BJÓRWHÖLUNhf GERDUBERG11 111REYKJAVÍK SÍMI75800 Ruby Raddler, sem er kanadísk- stól fyrir framan áhorfendur og ur dvergur, aðeins 75 sentímetrar tekur einn dal af hveijum gesti sem á hæð og segist vera minnsta kona kemur aö sjá. S heimi, hefúr verið bannaö aö Afhálfuforráðamannasýningar- koma fram á sýningu sem halda á innar er viöurkennt að Raddler í heimalandi hennar. geti ekki komið fram. Ef hún bætti Ástæðan fyrir banninu er að þar dans eða söng við atriði sitt mætti ílandiemfurðusýningar.semhafa hún koma fram, því að þá hefði það eitt að markmiði að sýna atriði hennar listrænt gildi í stað mannlegan ömurleika, óleyfilegar þessaðveraaðeinssýningáfötlun. samkvæmt landslögum. Þegar Reuter Raddler kemur fram situr hún á r ANITECH'óöoo HQ myndbandstæki „LONG PLAY 14daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- laus fjarstýring, 21 pinna „EuroScart" samtengi „Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sumartilboð 29.950 .“ stgr. Rétt verð 36.950.- stgr. E2 Afborgunarskilmálar (J^) HUÓMUB FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.