Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21, ÁGÚST 1990. Viðskipti____________________________________________________________________________DV 2,5 prósent hækkun sólarlandaferða byggð á reikningsvillu: Verðlagsráð krefst að hækk- animar verði dregnar til baka - ferðaskrifstofumar telja sig nú þurfa 1,35 prósent hækkun „Séu forsendur útreikninga ferða- skrifstofanna notaðar verður niður- staðan sú aö kostnaðarhækkanirnar sem ferðaskrifstofurnar hafa orðið fyrir rúmast innan verðskráa þeirra. Þarna er því um reikningsvillu af hálfu ferðaskrifstofanna að ræða og ekki ástæða til hækkunar á sólar- landaferðum. Niðurstaða fundarins varð því sú að við fórum fram á að hækkanimar upp á 2,5 prósent yrðu alfarið dregnar til baka. Við búumst við svörum frá ferðaskrifstofunum í dag,“ sagði Gunnar Þorsteinsson varaverðlagsstjóri í samtali við DV. Fulltrúar Félags íslenskra ferða- skrifstofa áttu fund með verðlags- yfirvöldum í gær þar sem hækkun ferðaskrifstofanna á sólarlandaferð- um um 2,5 prósent var til umræðu. Verðlagsráö hafði haldið því fram aö um samráð ferðaskrifstofanna til hækkananna hafl verið að ræða og að ekki væri sýnt aö hækkanirnar ættu rétt á sér. Gunnar Þorsteinsson sagði að þó í útreiknihgum Verðlagsstofnunar væri miöað viö forsendur þær sem ferðaskrifstofurnar hefðu notað væri ekki þar meö sagt að þær væru rétt- ar. Nokkrar feröaskrifstofur svöruðu mótmælum Alþýðusambandsins frá því fyrir helgi á hækkun sólarlanda- ferða og tilmælum þess til feröaskrif- stofa um aö draga þær til baka. Sam- vinnuferðir-Landsýn drógu til dæm- is alla hækkunina til baka um helg- ina og Úrval-Útsýn fylgdi í kjölfariö í gær. Klaufaleg villa „Þetta var ósköp klaufalegt. Þarna var um einhveija samlagningar- eða afsláttarskekkju aö ræöa. Verðlags- Félag íslenskra ferðaskrifstofa reiknar með að 2-3 prósent hækkun á sólarlandaferðum þurfl að leggja á þá sólar- landafara sem eftir eiga að grelða fyrlr ferðlr sinar i ágúst og september að fullu. stofnun hefur óskað eftir því að við drögum hækkanirnar alveg til baka en þeir telja þó, miðað við þær for- sendur sem við höfum notað, að hækkunarþörfin sé, að meðtöldum kostnaðarhækkunum innalands, 1,35 prósent. Á þessum fundi voru okkar forsendur ekki staðfestar sem réttar en þar var heldur ekki bent á neinar aðrar forsendur til verðút- reikninga. Menn eru enn ekki sam- mála um forsendur þessara útreikn- inga,“ sagöi Karl Sigurhjartarson, formaður Félags íslenskra ferða- skrifstofa, við DV. , Karl sagöi að þessi 1,35 prósent hækkun væri miðuð viö að hún inn- heimtist af öllum sem ættu eftir að fara í sólarlandaferð í ágúst og sept- ember. Venjan væri hins vegar ekki aö einnheimta af þeim sem búnir væru aö borga sína ferð að fullu. Sagði hann að milli 40 og 50 prósent farþega í ágúst og september hefðu greitt síanr feröir af fullu. Til að ná inn kostnaðinum af þeim sem ættu eftir aö borga sínar ferðir að fullu þyrfti milli 2 og 3 prósent hækkun. „Við teljum að þó menn séu ekki alveg sammála um forsendur geti frávikið við aðrar forsendur en við notum ekki verið það mikið að niöur- staðan verði önnur. Karl sagði að kostnaöamefnd hefði farið yfir niðurstöður fundarins í gær og að niðurstaöan yröi kynnt félagsmönnum. Væri svars að vænta af þeirra hálfu í dag. Athugasemd við miðlun upplýsinga - Hvaðumyfirlýsingarumsamráð ferðaskrifstofanna um verð. Nú reiknar kostnaðarnefnd á vegum Félags ferðaskrifstofa þessar hækk- anir og sendir niðurstööumar út til ferðaskrifstofanna? Er ekki um sam- ráð að ræða þegar allir fá sömu út- reikningana? „Félagið sem slíkt er ekki verðá- kvörunarðaöili. Við miðlum útreikn- ingum aöeins áfram til félagsmanna okkar og þeir taka ákvörðun hver fyrir sig. Verðlagsstofnun gerði at- Lægsta gengi Bandaríkjadollars frá lokum seinni heimsstyijaldar: Utlit fyrir að gengið lækki enn Gengi dollarans er lægra nú en nokkru sinni. Á föstudag var gengi hans gagnvart vestur-þýsku marki lægra en nokkm sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Gengið gagn- vart markinu var þá 1.5455. í gær- morgun fór gengi dollarar.s reyndar örlítiö upp á við en skiptar skoðanir eru um hvert framhaldið verður. Á einum stað segja menn að hann lækki áfram og á öðrum að hann hækki á ný. Slæma stöðu dollarans má rekja til bágs efnahagsástands í heimaland- inu, Bandaríkjunum. Reynt hefur verið að lækka vexti til að ýta undir vöxt í bandarísku efnahagslífi en nýjar tölur benda til að verðlag fari hækkandi. Þykir ekki bæta úr skák að olíuverð fer hækkandi. Þá eiga innlánsstofnanir í Bandaríkjunum erfitt uppdráttar og hafa margar hveijar farið á hausinn. Fjárlög hafa verið rekin með halla og menn spyija sig hvemig ganga muni að ná stjórn á þeim á þessu ári. Það kemur ekki í ljós fyrr en í haust. Miðað við áframhald í þessa veru má búast við að dollarinn haldi frekar áfram að lækka. Hins vegar benda menn á það að í hvert sinn sem hernaöarástand í heiminum verði á viö það sem nú ríkir við Persaflóa hafi staða dollar- ans styrkst. Við slíkar aðstæður hafa menn í fyrsta lagi sóst eftir gulli og gullverö þá hækkað. Hækkun á gulli hefur einmitt orðið undanfarið þó aprll mai júnl júli ágúst hún sé ekki veruleg. í öðru lagi hafa menn farið í kaup á dollara og hann þar af leiöandi styrkst. Nú gerist það hins vegar að dollarinn hefur hrapaö jafnt og þétt síðstu vikur, þrátt fyrir hemaöarástandið við Persaflóa. Er erfiöu efnahagsástandi í BandaríKj- unum þar um aö kenna. Menn spyija sig því þeirrar spurningar hvernig komið væri fyrir dollaranum ef ekk- ert hernaðarbrölt væri við Persaflóa. Heldur það dollaranum á floti? Hvað varðar svör við þeirri spurningu og áframhaldandi gengi dollarans verða svörin á tvennan veg - allt eftir því hver er spurður. Jón Sigurgeirsson hjá alþjóöadeild Seðlabankans var þeirrar skoðunar að gengi dollarans ætti enn eftir að hrapa. Ef strið brytist hins vegar út viö Persaflóa, ef allt færi í háaloft, aprll mal júni júll ágúst væri víst að dollarinn hækkaöi strax vemlega. , Pundið hækkar Á meðan gengi dollarans hefur hríðlækkað hefur gengi pundsins hins vegar hækkað verulega. Er það nú rúmlega 108 krónur miðað viö um 101 krónu 1. júní í ár. Reglan mun vera sú, þó ekki sé hún ófrávíkjan- leg, að þegar dollar lækkar hækkar pundið, vestur-þýska markið og ye- nið. Pundið tengist Evrópugjaldmiðl- um og þar að auki kemur inn í að Bretar selja töluvert af olíu. Þá eru vextir þar mjög háir, þeir hæstu mið- að við aöra Evrópugjaldmiðla. Því íjárfesta menn í pundi. Ódýrarl jeppar En hvemig koma þessar hreyfing- ar á gjaldeyrismörkuöunum við okk- ur hér á Fróni. í fyrra og hittifyrra var Bretland okkar stærsta við- skiptaland. Á árinu 1989 fluttum við inn 8,1 prósent vara frá Bretlandi meðan útflutningurinn til Bretlands nam 21 prósenti af útflutningi okkar. Hækkun á pundinu er okkur því til- tölulega hagstæð. Skuldir í punöum cru litlar en aöal- skuldirnar eru í dollurum. Þær eru því minni, í bili aö minnsta kosti. Hins vegar er þessu þannig farið aö meðan skuldirnar lækka hækkar annað þannig aö þegar öllu er á botn- inn hvolft stöndum viö nokkuð jafnt að vígi eftir sem áður. Gengið á dollara og pundi hefur samsvarandi áhrif, til hækunar eða lækkunar, á innflutningsverði frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Inn- flutningur frá Bandaríkjunum nam 8,8 milljörðum 1989 en um 41 millj- arði frá Evrópubandalaginu. Áhrif gengis í EB-ríkjunum á innílutnings- verð eru því sterkari en áhrif gengis Bandaríkjadollars. Þá hefur gengið áhrif á samkeppn- isstöðuna í löndunum en hún verður erfiðari á Bandaríkjamarkaði. Fyrir neytendur þýðir gengisþró- unin undanfarið að mun ódýrara er að ferðast til Bandaríkjanna en áður. Þá er hagstæðara nú en áður að gera kaup á vörum frá Bandaríkjunum, amerískum jeppum svo eitthvað sé nefnt. -hlh hugasemd við það á hvern hátt þess- um upplýsingum er dreift. Stofnunin vill ekki að einn aðili eða nefnd reikni dæmið til enda, það verður hver skrifstofa að gera fyrir sig. Við höfum ákveðið að endurskoða þenn- an þátt. Verðlagsstofnun haföi hins vegar ekkert við það að athuga hvernig þessum upplýsingunum væri safnað saman, af einum aðila,“ sagði Karl. -hlh Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6 mán. uppsögn 4-6 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5,5 Ib 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5 1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3jamán. uppsögn 1,5 Allir 6mán.uppsögn 2,5-3,0 Lb,Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,6-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandarlkjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6 14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,76-7,5 Lb Danskar krónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvlxlar(forv.) 13,5-13,76 Bb.Sb Viðskiptavlxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabróf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) '16,6-17,6 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7.5-8.26 Lb.Bb Utlántilframleiöslu Isl.krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,76-11 Bb Bandarlkjadalir 10,10-10,26 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4,0 Llfeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. ágúst 90 14,0 Verötr. ágúst 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala sept- 2932 stig ember Lánskjaravisitala ágúst 2925 stig Byggingavlsitala ágúst 550 stig Byggingavlsitala ágúst 171,9 stig Framfærsluvisitala júli 146,8 stig Húsaleiguvisitala hækkar 1,5% 1-júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi brófa verðbréfasjóða — Einingabréf 1 5,053 Einingabréf 2 2,750 Einingabréf 3 3,328 Skammtlmabréf 1,706 Lifeyrisbréf Gengisbróf 2,174 Kjarabróf 5,005 Markbróf 2,663 Tekjubróf 2,011 Skyndibróf 1.492 Fjölþjóðabróf 1,270 Sjóösbróf 1 2,426 Sjóðsbróf 2 1,788 Sjóðsbréf 3 1,694 Sjóösbréf 4 1,444 Sjóðsbcéf 5 1,021 Vaxtarbréf 1,714 Valbréf 1,6126 Islandsbréf 1,048 Fjóröungsbréf 1,048 Þingbréf 1,047 Öndvegisbróf 1,045 Sýslubréf 1,050 Reiöubróf 1,036 HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvé-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 525 kr. Flugleiöir 205 kr. Hampiðj8n 171 kr. Hlutabréfasjóður 167 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 164 kr. Eignfól. Alþýðub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 162 kr. Eignfól. Verslunarb. 140 kr. Ollufólagið hf. 536 kr Grandi hf. 184 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 546 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og vlð- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðaö viö sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýslngar um penlngamarkað- Inn blrtast I DV á flmmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.