Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
3
dv Viötalid
*
Keilisnesiðbesti
staðurinn
Nafn: Jóhanna Reynisdóttir
Aldur: 32 ára
Starf: Sveitarstjóri í Vogum
„Starfið leggst vel í mig. Þetta er
fjölbreytt og áhugavert starf. Það
er gott fólk sem býr hérna í Vog-
unum og samstarfiö við það hefur
gengið vel,“ segir Jóhanna Reyn-
isdóttir sem nýverið tók við stööu
sveitarstjóra í Vogum á Vatns-
leysuströnd.
Timafreksr álviðræður
„Það er margt sem liggur fyrir
og þarf að gera. Það þarf að
byggja leikskóla, byggja við
grunnskólann, klára smábáta-
bryggju og gera vatnsveitu.
Síðan eru álviðræöurnar tíma-
frekar. Ég tel Keilisnes tvímæla-
laust hagstæðasta staðinn og það
er flest sem bendir til þess að ál-
verið verði reist hér.“
Heima er best
Jóhanna er feedd og uppalin í
Keflavík. Hún tók verslunarpróf
frá Verslunai-skóla íslands árið
1977. Síðan flutti hún til Svíþjóðar
í eitt ár þar sem hún vann hjá
Volvo-verksmiðjunum.
Að því búnu sneri hún heira til
Keflavikur aftur í tvö ár og vann
á skrifstofu. Eftir þann tíma tók
Jóhanna sig upp á nýjan leik og
flutti aftur út í eitt ár. í þetta
skiptið varð Noregur fyrir valinu
og þar vann hún í fiskvinnslu.
„Mér líkaði ágætlega þessi ár
sem ég var úti. Þetta var nauð-
synleg reynsla en ég á sterkar
rætur á Islandi og maður snýr
alltaf aftur á Suðumesin.“
Ekki pólitísk
Áriö 1981 byrjaði Jóhanna aö
vinna í Verslunarbankanum í
Keflavík. Á sjö árum vann hún
sig upp í útibússtjórastöðu sem
hún gegndí í tvö og hálft ár áður
en hún sótti um sveitarstjóra-
stöðuna í Vogum þar sem hún var
valin úr hópi átján umsækjenda.
Það er H-hstinn, flokkur
óháðra, sem myndar meirihluta
í Vogum. Jóhanna segist ekki
vera pólitísk. „Éghef mínar skoð-
anir en ég er ekki flokksbundin."
Ferðast um á véisleðum
„Áhugamái mín eru mörg. Ég
er mikið fyrir ýmsar íþróttir og
stunda bæði sund, skíði og tenn-
is. Það er góð sundlaug í Keflavik
en því miöur vantar ennþá sund-
laug í Vogana. Svo hef ég mikinn
áhuga á því að ferðast og fer í
mörg ferðalög bæði innanlands
sem utan, sumar sem vetur.
Ég og maðurinn minn eigum
snjósleða og förum í hálendis-
ferðir á vetuma með vinum og
kunningjum. Við fengum bakter-
íuna fyrir þremur ámm og höfum
verið í þessu síöan. Þegar maður
er byrjaður á þessu þá hættir
maður ekki svo auðveldlega. Það
er alveg ófrúlega gaman að ferö-
ast í óspilltri náttúrunni uppi á
jöklum landsins. Þetta er ólýsan-
leg tilfinning.“
Jóhanna er gift ÓlafiE. Ólasyni
múrarameistara. -BÓl
Segulbandstæki
Geislaspilarar
i Örbylgjuofnar
k Bílhátaiarar
I Símar
| Vasaúr
f Símboðar
Heyrnartól
Tónjafnarar
Kraftmagnarar
Sjónvarpstæki
Útvarpstæki
Hljómtæki Á
Bíltæki 1
Hátalarar t*
Ferðatæki 1
Yasaútvörp ’
Útvarpsvekjarar
Myndbandstæki
Mynd- og hljómbönd
Allt að
afsláttur
greiðslukjör til allt að 12 mán
SKIPHOLT119
SÍMI 29800
\ hhhhbh
VISA
WHHEHBk