Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Fylgismenn spámannsins
Kalda stríðinu er rétt lokið, þegar blika nýrrar heims-
styrjaldar sést við sjóndeildarhring. Arabar eru að byrja
að rísa upp gegn Vesturlöndum. Þótt Saddam Hussein
íraksforseti sé einangraður á yfirborðinu, nýtur hann
mikils fylgis meðal almennings i löndum islams.
Arabíski heimurinn hefur ekki vísað trúarbrögðum
sinum til hliðarsætis eins og vestræni heimurinn gerði
á átjándu og nítjándu öld. Arabíski heimurinn er ekki
heldur aðili að tæknibyltingu nítjándu aldar. Hug-
myndafræðileg kreppa einkennir arabíska heiminn.
Brezkur her var í Egyptalandi til 1956 og franskur i
Alsír til 1962. Þótt herir Vesturlanda hafi í þrjá áratugi
ekki haft aðsetur í löndum íslams, hafa þau troðið hálf-
vestrænu ríki hryðjuverkamanna, ísrael, inn að hjarta
íslams og gert Palestínumenn landlausa.
Rosaleg reiði er meðal íslama í garð Vesturlanda og
leppríkis þeirra í ísrael. íslamar telja sig öðrum fremri
og trú sína öðrum siðum fremri. Samt eru þeir annars
flokks í heiminum. Gremjan út af þessu fær útrás í aftur-
hvarfi til hreintrúar og ofstækis og hryðjuverka.
Arabíski heimurinn nær frá Súdan og Nígeríu í Afr-
íku til Azerbajdzhan og Tadzhíkístan í Sovétríkjunum,
Hann nær frá strönd Atlantshafs til Persaflóa við Ind-
landshaf. Á þessu svæði, sem er hjarta íslams, búa fleiri
menn en í Bandaríkjunum, kvartmilljarður.
Fólk hefur eina trú og eina tungu á þessu svæði. All-
ir tala arabísku sem aðalmál, nema Kúrdar og Berbar,
Samkvæmt evrópskum þjóðastaðli ætti ekkert að vera
því til fýrirstöðu, að allir arabar væru í einu ríki. 250
milljón manna arabaríki væri eitt af heimsveldunum.
Það er líka draumur margra að losna við sjeikana
og emírana og fá einn sterkan arftaka Múhameðs spá-
manns. Saddam Hussein gegnir um þessar mundir því
hlutverki að vera sameiningartákn arabískra alþýðu-
manna og menntamanna. Hann nýtur fylgis undir niðri.
Arabíski heimurinn er í upplausn og uppreisn. Fylgis-
menn spámannsins berjast í Súdan í Afríku og Kasmír
í Indlandi. Þeir ráðast gegn Rauða hernum í nokkrum
ríkjum Sovétríkjanna og gegn Serbaher í Kosovo í Júgó-
slavíu. Þeir reka hernað í Afganistan og Líbanon.
Sumir menntamenn í löndum Múhameðs vilja taka
upp vestræna hugmyndafræði lýðréttinda og mannrétt-
inda. Hinum vex þó fiskur um hrygg, sem vilja aftur-
hvarf til kóransins sem lögbókar og til hins sterka harð-
stjóra, sem leiði Allah á ný til hásætis í heiminum.
Egyptaland hefur löngum verið talið veikast araba-
ríkja fyrir vestrænni siðmenningu. Jafnvel þar er ofsa-
trú að breiðast út í háskólum. Þegar Mubarak verður
myrtur, má alveg eins búast við sigurgöngu einhvers
Saddams Husseins eða erkiklerks á borð við Khomeini.
í þessu innra stríði eiga Vesturlönd að styðja við
bakið á þeim aröbum, sem vilja fara hóflega í trúar-
brögð eins og Vesturlandamenn hafa lært, og sem vilja,
að heimur íslams verði aðili að vestrænni upplýsinga-
öld, vestrænu lýðræði og vestrænum mannréttindum.
Jafnframt eiga Vesturlönd að gera ráð fyrir þeim
möguleika, að arabíski heimurinn hafni vestrænum
sjónarmiðum og sameinist undir einum harðstjóra, sem
yrði þá eins konar Hitler þess tíma. Vesturlönd verða
að gera sér grein fyrir, hvernig þau muni bregðast við.
í afstöðunni til uppreisnar íslams sækja Vesturlönd
mikinn styrk í endurkomu Austur-Evrópu inn í upplýs-
ingaöld lýðréttinda og mannréttinda á Vesturlöndum.
Jónas Kristjánsson
Umbrot í fjölmiðlarekstri aö und-
anfornu, ótrúlegur taprekstur
sjónvarpstöðvar, sameining fyrir-
tækja á þessu sviöi hlýtur að leiöa
hugann að stöðu fjölmiðla á íslandi
nú um stundir. Markaðurinn hér
er vitaskuld afar smár og sú smæð
hlaut að hafa í för með sér nokkurn
samruna fyrirtækja.
Þaö hlýtur að vekja furðu að
nokkrum manni skyldi detta í hug
að ætla sér að setja á stofn þriðju
sjónvarpsrásina eftir aö fyrsta
einkastöðin hafði sett nýtt íslands-
met í taprekstri. Segja má það sama
um íslandsmet Stöövar tvö í tap-
rekstri og heimsmet Bobs Beamons
„Blað sem styður einhvern tiltekinn stjórnmálaflokk verður auðvitað
sjálfkrafa að flokksblaði," segir m.a. í greininni.
Vandi flölmiðla á íslandi:
Fjölmiðlar
í f ámenni
í langstökki: það á eftir að standa
lengi óhaggað.
Slæmt fordæmi fjölmiðils
Svo fyrirhyggjulaus rekstur er
of algengur í íslensku þjóðfélagi,
lélegur kapitalismi sem bankakerf-
iö virðist of bláeygt gagnvart. Hinn
almenni borgari í landinu horflr
öðru visi framan í bankastjórann
sinn eftir svóna uppákomur og
hugsar í leiðinni sem svo: ég tapa
bara milljón á dag þvl þá verðurðu
að redda mér til að fara ekki sjálfur
á hausinn!
Athyglisvert er að þaö var flöl-
miöill sem gaf tóninn í þessum var-
hugavert hugsunarhætti sem er
beinlínis flandsamlegur afkomu
þjóöarinnar! Fjölmiðill, sem vita-
sktiid hefur mikil áhrif í þjóðfélag-
inu, sinnir upplýsingamiölun, vitn-
aö er til annars staöar og tugþús-
undir manna greiða verulega flár-
hæö til á mánuði,
Raunar er þaö undrunarefni
hversu marga Islendinga Stöð tvö
hefur tekist að fá til aö greiða fyrir
þjónustu sína. Það segir okkur að
það var þörf fyriruðra sjónvarps-
stöö, þjóöin vildi samkeppni - en
reksturinn minnir okkur jafnframt
á þaö aö þessi þjónusta er dálítiö
fólsk, grundvöllurinn er tæpast
fyrir hendi: eitthvert órarðbærasta
fyrirtæki landsins reynist vera
sjónvarpsstöö.
Vandinn i íslenskum flölmiöla-
rekstri er mikill vegna smæöar
markaöarins. Hættan á einokun er
sömuleiöis mikil. Á íslenskum dag-
blaöamarkaði eru þessar hættur
mjög áberandi. íslensk dagblöö eru
afar misvæg, meðal þeirra rikir lít-
il alvörusamkeppni sakir þess aö
þeir stóru hafa í rauninni fyrir
löngu lagt þá litlu aö velli. Einung-
is eitt morgunblað hefur verulega
útbreiöslu, sömuleiöis aðeins eitt
síödegisblað: samkeppnin er engin.
Flokksblöð eru gamaldags
En hættur þær, sem felast í ein-
okun, eru ekki þær einu sem steðja
aö íslenskum dagblaöamarkaöi.
ílending flokksblaöa - eitt af ein-
kennum fortíöar í blaöamennsku -
er hér afar lífseig. Kosningaáriö
1990 hlýtur að vekja menn til um-
hugsunar um þetta tiltekna atriði
og þær afleiðingar sem það hefur í
fór meö sér. Þáttur dagblaða í síð-
ustu kosningabaráttu var ekki létt-
vægur og sum morgunblaðanna
báru flokkspólítíska afstööu sína á
torg með afar skýrum hætti.
Það er vitaskuld athyglisvert að
dagblað skuli setja sér háleitt
markmiö opinberlega og kalla sig
„Blað allra landsmanna“ en vera
svo áfram flokksblaö eins og ekkert
hafi ískorist. Þaö er mikill mis-
skilningur aö einungis blöö, sem
rekin eru af flokkum, séu flokks-
blöð. Hér er þaö ekki eignarhaldiö
sem skiptir höfuömáli heldur af-
staöan. Blaö, sem styöur einhvern
tiltekinn stjórnmálaflokk, veröur
Kjallariim
Einar Heimisson
háskólaneml, Frelburg,
Veslur-I»ý8kalandl
auðvitað sjálfkrafa að flokksblaði.
Það var dapurlegt aö heyra mann
segja um daginn í útvarpi aö þetta
gerði í rauninni ekkert til: menn
gætu stutt flokk í leiöara en verið
alveg hlutlausir þess utan. Þetta er
rangt. Dagblað veröur að hugsa
öðru vísi en flokkur til aö geta sagt
lesendum sínum aö þaö sé trúverð-
ugt.
Tökum dæmi af vestur-þýskum
blööum. Áhrifamestu dagblööin
þar í landi eru ekki flokksblöö.
Vitaskuld birta þarlend blöö leiö-
ara eins og hér á landi og þar birt-
ast skoðanir sem geta líkst stefnu
einhverra stjómmálaafla í þaö og
það skiptið. En flokkar eru ekki
lofsamaöir í leiöurum þýskra
blaöa. Þau skipa ekki lesendum
sínum fyrir á kjördegi, birta ekki
litmyndir af einstökum frambjóð-
endum á forsíöum, sirina ekki
spurningaþjónustu við einstaka
frambjóðendur. Nei - aldrei!
Frankfurter Allgemeine Zeitung
er til dæmis eitt útbreiddasta blað
Vestur-Þýskalands. Það hefur löng-
um verið talið til hægri í stjórn-
málum. En kosningar skipa Frank-
furter Allgemeine ekki máli, stefna
blaðsins breytist ekki við þær -
hægrimenn veröa þar aö borga fyr-
ir sínar kosningaauglýsingar eins
og aörir.
Þetta er spurning um stil. Þetta
er spurning um trúveröugleika.
Þetta er spurning um nútímalega
fréttamennsku. Auövitaö ættu
blöð, sem sýndu tvöfeldni í slíkum
efnum, aö hljóta áminningu kaup-
enda. I stærra samfélagi en því ís-
lenska myndi blaö varla komast
upp með siíka tvöfeldni,
En í þessum efnum eins og fleir-
um geldur þjóðfélagið fyrir smæð
sína, einokunarafl kemst afar
langt, frjáls samkeppni veitir ekki
það aðhald sem hún myndi gera í
stærra þjóðfélagi. Og það er
áhyggjuefni að menn skuli almennt
sætta sig við slíkt, ganga út frá því
að þetta sé eitt af því sem sé bara
svona hjá okkur.
Stöðugleiki og samspil
ólíkra fjölmiðla
Fjölmiðlarnir eru eins og aðrir
mikilvægir þættir í þjóðfélaginu -
þeir veröa aö virka rétt. Meöal
þeirra verður aö ríkja stöðugleiki
sem byggist á samspili öndveröra
segla, ólíkra en jafnframt óháöra
flölmiöla. Svo er ekki hjá okkur. .
Og tökum aftur mið af Vestur-
Þýskalandi. Þar hefur sjónvarps-
rekstur ávallt veriö í höndum opin-
berra aöila. Og er sjálfsagt engin
tilviljun. Slíkur rekstur virðist
bera sig illa í höndum einkaaðila í
þessu 60 milljóna þjóðfélagi.
Hvernig ætti hann þá aö geta borið
sig í 250 þúsund manna þjóöfélagi?
En sú staðreynd að sjónvarpsrekst-
ur á þremur rásum er í höndum
opinberra aðila tryggir allflöl-
breytta dagskrá, auk þess sem
sjálfstæöi rásanna er eftirtektar-
vert.
í Vestur-Þýskalandi og Bretlandi
hefur ríkissjónvarp sjálfstæöi
gagnvart framkvæmdavaldi nán-
ast eins og dómstólarnir. Alþekktar
eru beinskeyttar úttektarmyndir
BBC af afglöpum ríkjandi stjórn-
valda, sem og sambærilegar mynd-
ir ríkisstöövanna ARD og ZDF í
Vestur-Þýskalandi. Slíkur sess
sjónvarpsins er eftirsóknarverður
og dæmi um kosti ríkisrekstrar,
sem enginn skyldi fullyröa aö gætu
aldrei veriö fyrir hendi - einka-
stöðvar myndu tæpast leggja í slíka
myndagerð af því hún svarar
sjaldnast kostnaöi.
Aö lokum þetta: opinberir aöilar
sjá um sjónvarpsrekstur en frjáls
hlutafélög, óháö opinberum aðil-
um, sjá um blaðarekstur - þetta er
í stórum dráttum það samspil sem
má sjá í evrópskri flölmiðlun, t.d.
í Vestur-Þýskalandi. Þetta samspil
hefur skilaö góöum árangri og
tryggt jafnvægi í skoðanaskiptum
og almennri upplýsingamiölun.
Þetta er eftirsóknarvert samspil.
Einar Heimisson
„Opinberir aðilar sjá um sjónvarps-
rekstur en frjáls hlutafélög, óháð opin-
berum aðilum, sjá um blaðarekstur.“