Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 24
>4 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990. Smáauglýsingar Ford Econoline ’85, 6,9 1 dísil, innrétt- aður ferðabíll með öllum hugsanleg- um búnaði, sérlega glæsilegur. Uppl. í síma 91-624945 eftir kl. 17. ■ Ymislegt Ágústtllboð. 10 tíma kort sem gildir í 15 daga kostar 2300. 10 tíma kort sem gildir í 1 mán. kostar 2700. Ath. kortið gildir aðeins fyrir einn. Tahiti sólbað- stofa, Nóatúni 17, s. 21116. Offramleiðsla í landbúnaði, hátt verð á landbúnaðarafurðum, niö- urgreiðslur og útflutningsbætur, að ekki sé minnst á framleiðslu- kvóta, eru í hugum margra rakin sönnun fyrir þeim ógöngum sem stjórnvöld hafa ratað i með land- búnaðarstefnu sinni. Ekki aðeins hér á landi heldur í flestum ríkjum hins vestræna heims. Eitt stærsta vandamál samtímans, er algengt viðkvæöi. Enn ein hringavitleysan í úreltu millifærslukerfi sem bænd- ur einir hagnast á. Neytendur, að ekki sé minnst á skattgreiðendur, sitja hins vegar eftir með sárt enn- ir! Eða hvað? „Margar búvörur eru mjög viðkvæmar og henta illa til langflutninga" , segir greinarhöfundur. Sitthvað er landbún- aður og landbúnaður Það er ekki að furða þótt ýmsir spyrji sig hvað valdi þessari vit- leysu. Á Vesturlöndum eru bændur ekki nema brot af vinnuaflinu, eða u.þ.b. 2 til 7%, háð því hvaða land á í hlut. Evrópubandalagið greiöir til þessara örfáu prósenta að mati sérfræðinga árlega um 100 millj- arða dala í niðurgreiðslur og út- flutningsbætur. Þetta fjárfreka kerfi EB er aðildaríkjum banda- lagsins það dýrmætt að viðræður innan Álþjóða tollabandalagsins, GATT, um allsherjar afnám hafta á viöskiptum með landbúnaðar- vörur virðast vera að renna út í sandinn. Er nema von að tals- mönnum aukinnar markaðsvæð- ingar í landbúnaði verði starsýnt á tregðu ráðamanna þegar m.a.s. austurblokkin svokallaða hefur dæmt miðstýringu og ríkisbúskap sem vonlaus-hagstjórnartæki. Vandamálið virðist auðvelt úr- lausnar og hafa Svíar að sumra mati sýnt gott fordæmi: Þeir hafa ákveðiö að fella niður útflutnings- bætur og niðurgreiðslur í áfóngum og ætla enn fremur að afnema framleiðslukvóta. Samfara þessu greiðir sænska ríkisvaldiö bænd- um beint ákveðnar bætur til að þeir svari ekki verðfalli á land- búnaðarvörum með aukinni fram- leiðslu. Að auki styrkir ríkið þá annaöhvort til aö hætta eða breyta framleiöslunni. Svíar áætla aö kerfisbreytingin kosti ríkiskass- ann 13,6 milljarða sænskra króna. Bændum fækkar eitthvað en það hefur minni kostnað í fór með sér fyrir ríkiskassann en gamla kerfið hafði. Forsendur landbúnaðar- stefnu Evrópubandalagsins Þetta virðist ekki vera sérlega flókið. Vandinn er bara sá að Svíar eru ekki að búa í haginn fyrir frjálsan innflutning á landbúnað- arvörum eins og halda mætti við fyrstu sýn. Þeir eru því síður að losa sig við vandann með því að leggja landbúnað niöur í áfóngum. Segja má að sérstakir „umhverfis- bændur“ séu komnir til skjalanna í Svíþjóð. Þá nýtur sænskur land- búnaður áfram innflutningsvernd- ar, m.a. á þeim forsendum að frjáls innflutningur brjóti í bága við þá stefnu sem Svíar hafa markað sér í hollustu- og neytendavemd. Landbúnaðarstefna Svía er því þrátt fyrir kerfisbreytingar í meg- inatriðum sú hin sama og er ríkj- andi innan EB og annars staöar á Norðurlöndum. En á hvaða for- sendum hvíhr þessi dýrmæta land- búnaðarstefna EB og af hverju hafa til dæmis Vestur-Þjóðveijar varið hana allt hvað af tekur að undan- fornu? Til að fá skynsamiegt svar við þeirri spurningu verður að hta aðeins á sögu „offramleiðslunnar”. Með mikihi einíoldun má segja að með aukinni tæknivæðingu, auknum kaupmætti almennings, bættum samgöngum og stöðugri fólksfjölgun í heiminum á þessari öld hafi viðhorf manna breyst til landbúnaðarins. Áður fyrr var „landbúnaður einfaldlega bara Kjallarinn Guðbjörn Árnason hagfræðingur Stéttarsambands bænda landbúnaöur", þ.e.a.s. stefnt var að því að fuhnægja matvælaþörf inn- anlands eftir fóngum enda mat- vælaöryggi hverri þjóð mikilvægt mál. Með bættum framleiðsluaðferð- um eygðu ráðamenn enn fremur von um auknar gjaldeyristekjur auk þess sem aukin landbúnaðar- framleiðsla var talin góð fyrir iðn- aðinn og ýmsar úrvinnslu- og þjón- ustugreinar. Aukin landbúnaðar- framleiðsla var því htin jákvæðum augum sem arðvænleg framtíöar- fjárfesting og oftar en ekki nutu bændur af þessum sökum opinbers stuðnings th uppbyggingar. Til marks um þaö hve landbúnaðar- framleiösla hefur verið talin hverju landi mikhvæg þá hefur GATT- samkomulagið, sem gert var árið 1947 um tolla og milhríkjaviðskipti, fram th þessa ekki náð til land- búnaðarvara. Til að gera langa sögu stutta tókst iðnríkjunum að fylgja framtíðará- formum sínum eftir í landbúnaðar- málum og gott betur. Hin svokall- aða offramleiðsla varð aö stað- reynd með þeim afleiðingum sem blasa við í dag. Samfara þessu virð- ist afstaða landa til landbúnaöarins hafa þróast á mismunandi hátt. Sérhæfðar landbúnaðarþjóðir á borð við Ný-Sjálendinga, Ástralíu- menn og Árgentínumenn endur- skilgreindu fyrir nokkrum árum landbúnaðarstefnu sína og skipa nú landbúnaðinum að mörgu leyti á bekk með öðrum samkeppnisat- vinnuvegum. í samræmi viö það afnámu þær m.a. niðurgreiðslur og útflutnings- bætur og markaðsvæddu land- búnað. Þjóðir innan EB og Norð- urlöndin hta á hinn bóginn öðru- vísi á málin. Þar tengjast land- búnaðarmálin stefnumörkun þeirra á fleiri sviðum. Má þar nefna sem dæmi byggöastefnu, umhverf- isvernd, hollustu- og neytenda- vernd auk matvælaöryggis. Af þessum sökum eru kerfisbreyting- ar Svía í anda landbúnaðarstefnu EB. Stór hluti þeirra fjármuna sem ríkisvaldið leggur fram miðar að því að draga úr umframframleiðsl- unni án þess að hnika við þessu fjölþætta hlutverki sem landbún- aðurinn gerir. Landbúnaóur talinn gegna fjölþættu hlutverki Það má orða þetta sem svo aö í EB og á Norðurlöndunum sé land- búnaður „ekki bara landbúnaður" í ströngustu merkingu þess orðs. Offramleiðslan hefur m.ö.o. á sér fleiri en einn flöt. Tengsl land- búnaðarins og byggðastefnu eru líklega augljós í augum flestra en hvernig tengja menn saman á rök- rænan hátt landbúnað og hollustu og neytendavernd? Hér á eftir verð- ur reynt að varpa ljósi á hvað vak- ir fyrir talsmönnum Evrópubanda- lagsins og Norðurlandanna: Með bættum samgöngum hafa sjúkdómsvarnir orðið sífellt erf- iðari viðureignar. Samfara því hef- ur lyfjagjöf og bólusetning aukist mjög í landbúnaði sem þykir í mörgum tilvikum óæskileg ef ekki beinlínis hættuleg neytendum. Sem dæmi má nefna að hér á landi eru í ghdi strangar reglur um lyfja- gjöf og bólusetningu eldisdýra. Ótt- ast er að óheft milliríkjaviðskipti geti haft ófyrirséðar afleiðingar hvað þetta atriði snertir. Umhverfisvernd er mikið hita- mál í Vestur-Evrópu. Nútíma tækni í landbúnaði getur haft ýmis nátt- úruspjöll í för með sér einkum ef óheft samkeppni ríkir í landbúnað- inum. Við slíkar aðstæður veröa bændur að reka landbúnaðinn með hámarksafköstum og er mikh hætta á að notkun tilbúins áburðar stóraukist samfara aukinni lyfja- gjöf og bólusetningu. Grunn- vatnsmengun af völdum tilbúins áburðar er, svo dæmi séu nefnd, orðin að miklu vandamáli í þróuð- ustu landbúnaðarlöndum Evrópu. Þá hefur umræða um svonefnt sveitalandslag eða menningar- landslag vaxið á undanförnum árum. Vestur-Þjóðveijar telja til að mynda aö með fækkun bænda legg- ist stór landsvæöi í eyði og órækt, og sveitin hætti af þeim sökum að vera borgarbúum sú kærkomna afþreying sem hún hefur verið þeim th þessa. Landbúnaðurinn hafi því það hlutverk með höndum að viðhalda landinu og stööu þess gagnvart þéttbýlinu. Segja má aö þetta sé fjölþættari byggðastefna en þekkist enn sem komið er hér á landi. Hollur matur á ekki að vera lúxusvara Hollustu- og neytendavernd er einnig málaflokkur sem verður æ fyrirferðarmeiri á Vesturlöndum. Neytendur eru farnir að gera meiri kröfur til matvælaframleiðenda um hollustu fæðunnar með þeim afleiðingum að fjöldaframleidd matvara er oftar en ekki litin horn- auga. Taldar eru mikiar líkur á því að markaðsvæðing í landbúnaði geti haft í för með sér að hollur og góður matur verði rándýr lúxus- vara sem aðeins hinir efnameiri geti leyft sér að kaupa á meðan tekjulægri hópar verði að láta sér lakari matvöru nægja. Hvað snertir gæðaeftirlit með matvöru þá er víða á Vesturlöndum strangt innflutningseftirlit með matvælum. Innflytjendur verða að geta sýnt fram á að varan innihaldi ekki skaðleg efni áður en innflutn- ingsleyfi fæst og það ekki að ástæöulausu. Margir kannast við fregnir utan úr heimi af hörmuleg- um afleiðingum þess þegar skemmd matvara hefur náð borð- um neytenda. Margar búvörur eru mjög við- kvæmar og henta illa th langflutn- ina en það sem mest er um vert þá eru reglur um notkun eiturefna og hormóna, svo dæmi séu nefnd, mjög ólíkar landa á mihi. Það sem leyft er í einu landi er tahð skað- legt í öðrum. Deilur Bandaríkja- manna og Evrópubandalagsins um hormóna í kjöti eru nærtækt dæmi í þessu sambandi. Evrópubanda- lagið og Norðurlöndin hafa bent á að ein af frumforsendum óheftra milliríkjaviðskipta sé samræming á reglum um hollustu- og neytenda- vernd. Hvað telst þjóðhagslega hagkvæmur landbúnaður? Deilur um landbúnaðarmál snú- ast öðru fremur um það hvort land- búnaði sé ætlað það eitt að fram- leiða matvæli við alþjóðlegar markaðsaðstæður eða hvort hann hafi fjölþættara hlutverki að gegna. Þessi deha kristahast oftar en ekki í umræðunni um offramleiðslu, frjáls viðskipti með búvörur og þjóðhagslega hagkvæman land- búnað. Þótt í þessari grein hafi verið stiklað á stóru má vera ljóst að EB og Norðurlöndin telja að bændur hafi veigameira hlutverki að gegna en því einu aö framleiða búvöru og tryggja matvöruframboð innan- lands. Oheft milliríkjaviðskipti eru talin kosta samfélagið meira en núverandi fyrirkomulag þegar th lengri tíma er litið. Þessar þjóðir hafa m.ö.o. hafnað landbúnaði sem felur í sér rányrkju, náttúrusphl- andi framleiðsluaðferðir, íjölda- framleiddar landbúnaðarafurðir, skefjalausa lyfja- og eiturefnanotk- un ásamt gegndarlausri dreifmgu á tilbúnum áburöi. Guðbjörn Árnason „Óheft milliríkjaviðskipti eru talin kosta samfélagið meira en núverandi fyrirkomulag þegar til lengri tíma er litið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.