Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
13
Lesendur
DV fann ágæta Ijósmynd i safni sínu, sem sýnir a.m.k. staðsetningu og umhverfi Helguvíkur. - Myndin er tekin áður
en hafnarframkvæmdir hófust í víkinni.
Atlantsál í Garðinn?
Garðmaður skrifar:
Maður er að heyra að iðnaðarráðu-
neytið sé farið að hafa verulegar
áhyggjur af undirhoðum sveitarfé-
laga vegna staðsetningar- væntan-
legrar verksmiðju þeirrar öflugu
samsteypu sem Atlantal-hópurinn
samanstendur af.
Ég held að iðnaðarráðuneytið sé
sjálft búið að klúðra þessu miltilvæga
máli herfilega. Einkum með því að
segja sífellt að engin viti neitt um
fyrirhugaða staðsetningu stóriðj-
unnar. Nú síðast er búið að fresta
því máh þar til í lok september nk.
- Og alltaf léttir iðnaðarráðherra við
hverja frestim.
Sérhver frestun leiðir hins vegar
til sífellt harkalegri deilna um stað-
setningu og nú er svo komið að sveit-
arfélögin finna veikleikamerki hins
opinbera í máhnu. Einnig má telja
víst, að Atlantal-menn vilji einfald-
lega fá fram fleiri valkosti en þá sem
þeim hafa verið „sýndir" af ríkis-
valdinu. - Vilji jafnvel sjálfir fá tilboð
um staðsetningu og þá með eins
miklum „fylgihlutum" og kostur er,
t.d. tilbúna lóð, höfn eða hafnarað-
stöðu, o.s.frv.
Ég er sammála þeim sem segia að
eina hagkvæma lausnin sé sú að
staðsetja næstu stóriðjuframkvæmd
hér á suðvesturhomi landsins, því
þar sem þéttbýhð er mest hlýtur hag-
vöxturinn einnig að verða mestur og
án vaxandi tekna í þéttbýlasta svæði
landsins verður enginn hagvöxtur.
Svona einfalt er nú þetta.
Ég legg hér með til að sveitarfélög-
in á Suðurnesjum, annaðhvort öh
sameiginlega eða hvert fyrir sig leggi
fram tilboð um aðstöðu fyrir fram-
kvæmdir Atlantal-manna. Ég hef nú
sjálfur sérstaklega í huga svæðið í
kringum Helguvíkina, sem er stað-
sett í Gerðahreppi, a.m.k. að hluta
til, og þar í kring er óbyggt svæði sem
er nánast tilbúið af náttúrunnar
hendi til að reisa álver á eða hvaða
aðra stórframkvæmd. - þarna er
höfn og hafnaraðstaða ákjósanleg og
tilbúin að taka við þeim fáu skipum
sem eiga eripdi til álflutninga með
vissu mmillibiti. Mynd af svæðinu
myndi skýra máhö enn betur fyrir
lesendum.
Ég vil svo ennfremur benda á hafn-
araðstöðu víðar á Suðumesjum, í
Sandgerði, Grindavík og jafnvel í
Garðinum sjálfum, þar sem a.m.k.
er hafnaraðstaða að einhverju marki
en mætti bæta með einhverjum til-
kostnaði. - Þama er verk að vinna
fyrir sveitarstjórnir á Suðurnesjum
og eins gott að hafa hraöar hendur
þvi ekki er víst að frekari frestun
verði í ákvarðanatöku Atlantal-
manna er þeir koma saman th fundar
næst.
Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga
auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og
í öllum verðflokkum með góðum árangri.
Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á
laugardögum þurfa að berast í síðasta lagi fyrir
kl. 17:00 áfimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla
daga frá kl. 09:00 til 22:00 nema laugardaga frá
kl. 09:00 til 14:00 og sunnudagafrá kl. 18:00 til
22:00.
Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast
fyrir kl. 17:00 á föstudögum.
AUGLÝSINGADEILD
27022
Ijósker á hrossin
Skáti skrifar:
Það hefur lengi vakið furðu mína
hversu áhugalausir íslendingar
eru oft um öryggi í umferðinni. Þaö
er ósjaldan sem fjölmiðlar birta
fréttir um slys sem hafa hlotist af -
því að hross (mannlaus eða berandi
knapa) verða fyrir bifreiðum á
þjóðvegum landsins. Oftast verða
þessi slys þegar dimmt er úti og
útsýni bifreiðastjóra ekki sem best.
Til að koma í veg fyrir þessu sí-
endurteknu slys vil ég leggja fram
thlögu. Hún er á þá leið að öh hross
landsins verði útbúin ljóskerum.
Það kann einhverjum að þykja
þetta einkennileg tiUaga. Svo er
alls ekki ef menn skoða máhð
vandlega. Með nútímatækni eru
flestar leiðir færar, og því ekki
þessi ágæta leið? Rafhlöður eru til
í mörgum gerðum og stærðum. Það
er ekki óleysanlegt vandamál að
koma þeim fyrir á hrossunum með
litlum tilkostnaði og með lítilli fyr-
irhöfn. Ég mun aldrei sætta mig
við að hross verði aðeins útbúin
framljósum og afturljósum. Stef-
numerki eru líka nauðsynleg eins
og hver og einn getur sagt sér sjálf-
ur.
Það sem ég hef nefnt hér að ofan
á aðeins við um hross sem bera
ekki knapa. Þegar knapar ríða á
hrossum sínum þar sem umferð er
og farið er að skyggja og jafnvel
orðið dimmt er ekki síður nauðsyn-
legt að knapamir hafi á höfðinu
blikkljós, svipuð þeim sem notuð
eru á vinnuvélum. Mér þykir
grænt ljós eiga mjög vel við. Það
er of seint að byrgja brunninn þeg-
ar barniö er dottið ofan í.
Sundreinar með strætum
Sami skáti skrifar:
Það vita íslendingar manna best
að sund er holl íþrótt og góð. Sund
er ekki aðeins íþrótt. Sund er einn-
ig eitt magnaðasta björgunartæki
þegar slys verða á vötnum eða höf-
um. Einn gaUi er á sundiðkun en
hann er sá að það er leiðinlegt að
synda þrátt fyrir að það sé nauð-
synlegt að allir kunni sund.
Það sem er leiðinlegt við sund er
það að þeir sem iðka sund synda
aUtaf erindisleysu. Því vil ég koma
þeim tilmælum til borgaryfirvalda
að nú þegar verði byijað á að gera
sundreinar meðfram strætum
borgarinnar. Þegar því verki er
lokið (t.d. innan fárra ára) geta
Reykvíkingar synt til og frá heimU-
um sínum, jafnt tU og frá vinnu sem
á veitingahús eða til annars mann-
fagnaðar.
Dæmi eru um að menn á lands-
byggðinni geti synt til og frá vinnu.
Þeiman aðstöðumun verður að
bæta. Ég get ekki séð að Breiðholts-
búi sem vinnur til dæmis á Veður-
stofunni geti synt tU vinnu. Reykja-
víkurborg hefur ráðist í fram-
kvæmdir sem þjóna almenningi á
mun verri máta en sundreinar
koma til með að gera.
Vissulega geta orðið slys í sund-
reinum. Eg sé hins vegar fyrir mér
að skipuð verði nefnd til að finna
lausn á því vandamáh. Ég þykist
þess fuUviss að margir myndu vUja
semja reglurnar til synda eftir. Eg
mun örugglega ekki skorast undan.
I f
hSösöWs^ö
Efni meóal annars:
• Ætti aö lögleiöa fíkniefnin?
• Hvaöa gagn gera trén?
• Hann bjó til rifu ö járntjaldió
• Hinn ógleymanlegi Laurence Olivier
•. Hugsun í oróum
• Meó tímasprengju í höfóinu
• Heimshöfin snjóboltar utan úr geimnum?
• Dularfullu Michelin-mennirnir
• I helgreipum óttans
• Ertu örgeója?
• Þeim tókst ekki aó deyja
• Ríki lyksins
• Látra-Björg
• Hver á aó annast foreldrana?
• Þú getur sigrast á þunglyndi
• Krosstölugátan
r
VF W Timui fyrir alia V
Urval
sími 27022
TÍMARIT FYRIR ALLA