Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990. VEGNA JARÐARFARAR Geirs Hallgrímssonar seðlabankastjóra verð- ur Seðlabankinn lokaður frá kl. 12 á hádegi föstudaginn 7. september nk. Seðlabanki íslands TÓNMENNTASKÓLI REYKJAVÍKUR mun taka til starfa skv. venju í septembepmánuði. Skólinn er að mestu fullskipaður veturinn 1990-91. Þó er hægt að innrita fáein börn á aldrinum 9-11 ára í eftirtaldar deildir. 1. Örfáir 9-10 ára nemendur geta komist að til að læra á kontrabassa (kennt er á litla kontrabassa). 2. Málmblástursdeild, þ.e. nemendur á baryton, básúnu, horn og túbu á aldrinum 10-11 ára. Æskilegt er að þessir nemendur hafi verið í einhverju tónlistarnámi áður. Tónmenntaskólinn býður einnig upp á píanókennslu fyrir fötiuð börn í samvinnu við Tónstofu Valgerðar. Einnig býður skólinn upp á músíkþerapíu. Upplýsingar um þennan þátt skólastarfsins veitir Valgerður Jónsdóttir í síma 612288 frá og með föstu- degi 7. september á tímabilinu 10-12 f.h. Nemendur, sem þegar hafa sótt um skólavist fyrir skólaárið 1990-91, komi í skólann að Lindargötu 51 dagana 7., 8. og 10. september á tímabilinu kl. 2-6 e.h. og hafi með sér afrit af stundaskrá sinni úr grunn- skólanum. Einnig á að greiða inn á skólagjaldið, sbr. heimsent bréf. Dragið ekki fram á síðasta dag að koma. Forðist þrengsli og óþarfa biðtíma. Skólastjóri Utlönd Deilan við indíána í Kanada enn í hnút: Mohawk-höfðingj- ar vilja aðgerðir - síðustu stríðmennirnir neita að skila vopnum sínum Höfðingjar Mohawk-indíána hafa hvatt meðbræður sína um gjörvallt Kanada til að veita þeim stuðning í deilunni við stjómvöld. Enn eru róstur í bænum Oka þar sem herinn á enn eftir að hlýðnast boði stjómvalda um aö afvopna síð- ustu indíánana sem neita að gefgsi upp. Inðíánw eru ósáttir við göngu stjórovaióa pg j mv hó- fust á ný mótmæli. I Ontario lokuðu indíánar vegum á ný eftir að alþr vegatálmar höfðu verið rifnir niður fyrr í vikunni. Helstu höfðingjar indíána hafa hitt Tomas Siddon, ráð- herra málefna frumbyggja, að máli í von um að koma megi í veg fyrir vopnuð átök í Oka þar sem deilumar hófust í sumar. Hópur stríðsmanna af ættum Mohawk halda enn meðferðar- sstöð fyrir áfengissjúkhnga viö Oka og með þeim eru í það minnsta 30 konur og böm. Her- inn hefur fengið fyrirskipun um að einangra hópinn algerlega en af því hefur ekki orðið enn. Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, segist ekki geta rætt við indíánahöfðingjana fyrr en friður hefur aö fullu komist á. Ýmsir mannréttinda- hópar í Kanada hafa hvatt stjórnvöld til að gefa eftir í málinu því að spennan sem nú ríkir leiði fyrr eða síðar til blóðsúthellinga. Deilan snerist upphaflega um land undir golfvöll en hefur orðið að almennum mótmælum indíána vegna aðstæönanna sem þeir búa við í landinu. Stríðsmenn Mohawk-indíána verjast enn við bæinn Oka og neita að láta af hendi Reuter vopn SÍn. Símamynd Reuter AUKABLAÐ Hús og húsbúnaður Miðvikudaginn 19. september mun aukablað um hús og húsbúnað fylgja DV. Meðal annars verður Qallað um heimilistæki, tæki og innrétting- ar í eldhús og bað, gólfefni, húsgögn og ýmislegt annað innanstokks. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði, hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga í þetta auka- blað er til fimmtudagsins 13. september. Auglýsingadeild Rofar til í Kambódíudeilunni: Stjórnin fellst á friðarviðræður Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hefur ákveðið að koma til friðarviðræðnanna í Jakarta í Indónesíu. Hann hafði áður ákveð- ið að hundsa friðarráðstefnuna sem Sameinuðu þjóðimar standa fyrir. Allir aðrir deiluaöilar í Kambód- íu ætla að senda fulltrúa á ráðstefn- una þrátt fyrir að grunnt sé á því góða með hópunum sem hafa átt í stríði í tvo áratugi. Lengi vel leit út fyrir að Noradom Sihanouk prins yrði ekki heldur í Jakarta. Sihanouk ákvað þó á síð- ustu stundu að koma eftir að Shu- karno, forseti Indónesíu, bauð hon- um persónulega. Sihanouk kemur ekki sem fulltrúi stríðsaðila í Kambódíu þótt hann hafi oft áður verið málsvari andstæðinga stjórn- arinnar í landinu. Fulltrúar skæruliða, þar á meðal rauðu kmeranna, eru þegar komn- ir til Jakarta en búist var við að ekkert yrði úr friöarviðræöum þeg- ar forsætisráðherrann neitaði að koma. Þaö var ekki fyrr en Sihano- uk prins gaf út yfirlýsingu um ferð sína til Jakarta að Hun Sen féllst á að koma líka. Stjórn Hun Sen í Kambódíu situr í skjóli herstyrks frá Víetnam. Víet- namar höfðu áður lýst yfir ánægju sinni með friðaráætlum Samein- uðu þjóðanna fyrir Kambódíu. Þar er gert ráð fyrir að Sameinuðu þjóðirnar taki að sér aö stjóma landinu að miklu leyti næstu miss- erin eða þar til almennar kosningar hafa farið fram í landinu. Allir hópar skæruliöa féllust þeg- ar á þessa hugmynd en Hun Sen segir að útilokað sé að treysta skæruliðum. Friðaráætlunin bygg- ir á almennri afvopnun í landinu en Hun Sen segir að slíkt sé óraun- hæft því að skæruliðar leynist víða í skógum landsins og verði ekki afvopnaðir nema með valdi. Þótt allir aðilar hafi nú ákveðið að koma til friðarviðræðnanna í Jakarta era mörg formsatriði óleyst. Þar á meðal er hvort gera eigi öllum aðilunum jafnhátt undir höfði. Stjóm Hun Sen vill fá að hafa jafnmarga fulltrúa og hinir hóparnir þrír á ráðstefnunni. Skæruliðar vilja heldur að fulltrúa- íjöldinn ráðist af raunverulegum völdum í landinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.