Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 14
u
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91 >27.022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblaö 115 kr.
Teflt um Ijós og myrkur
Ef Saddam Hussein og Ba’ath-flokkurinn í írak sleppa
fyrir hom í pattstööunni við Persaflóa, má búast viö
frekari fréttum frá írak eftir um það bil fimm ár. Þá
mun Saddam Hussein eöa arftaki hans hrista nýsmíöuö
atómvopn framan í umheiminn til að fá sitt fram.
Saddam Hussein hefur áður komizt að raun um, að
hann getur notað efnavopn gegn umheiminum og gegn
minnihlutahópum í eigin landi. Hann hefur áður komizt
að raun um, að Vesturlandabúar fara á taugum, ef óvin-
ir þeirra taka gísla. Það er vopnið, sem hann beitir nú.
Ef taugastríðið leiðir til samkomulags um, að her ír-
aks hverfi frá Kúvæt, en írak haldi samt einhverjum
olíulindum, halda Saddam Hussein og Ba’ath-flokkurinn
stöðu sinni heima fyrir. Patt í styijöldinni verður túlkað
sem sigur, alveg eins og patt í stríðinu við íran.
Verið getur, að vestrænn ótti við átök og harmleik
leiði til samkomulags um, að Saddam Hussein fái að
halda andlitinu. Slík niðurstaða er mun verri en átök
og harmleikur, því að hún leiðir til enn verri átaka og
meiri harmleiks, þegar írak hefur eignazt atómvopn.
Saddam Hussein hefur áður beitt efnavopnum eins
og honum þóknast. Hann beitir nú gíslavopnum eins
og honum þóknast. Hann mun beita atómvopnum eins
og honum þóknast. Hann verður eftir fimm ár í enn
betri aðstöðu en nú til að breiða út stjórnarfar sitt.
Tíminn rennur smám saman út í sandinn. Almenn-
ingur í Bandaríkjunum verður þreyttur á þessu stríði,
eins og hann varð þreyttur á varðgæzlunni í Líbanon
og stríðinu í Vietnam. Og almenningur í Vestur-Evrópu
mun tregðast við að taka á sig hluta af herkostnaðinum.
Japan og Vestur-Evrópa skaðast meira en Bandaríkin
á valdadraumum Saddams Husseins. Þessir auðugu
bandamenn eru samt ófærir um að gæta hagsmuna lýð-
ræðis við Persaflóa. Ef Bandaríkin bila líka, hafa Vest-
urlönd í heild beðið ósigur gegn trylltu smáríki.
Við sjáum fyrir okkur rifrildið, sem byijar, ef íslend-
ingar verða beðnir um að leggja af mörkum sitt htla
brot af herkostnaðinum við Persaflóa, svo að við tökum
fjárhagslega þátt í að verja það þjóðskipulag, sem við
njótum. Við höfum alltaf viljað, að aðrir borgi.
Hinn mikli her Bandaríkjanna sekkur í sandinn í
Arabíu. Þar verður smám saman farið að líta á hann
sem hernámshð. Saddam Hussein hefur þegar náð
nokkrum árangri við að æsa íslama gegn þeim prinsum,
sem leyfi vantrúarhundum að saurga helgistaði.
Þótt tímans rás hafi þannig ýmsar hættur í fór með
sér, hafa líka vaknað ýmsar vonir. Stjórnvöld í hinum
Úölmennu ríkjum Egypta og Tyrkja hafa komið fram á
mjög ábyrgan hátt í stríði þessu og virðast njóta til þess
tölverðs stuðnings meðal almennings í þessum löndum.
Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að íslamskar
þjóðir geti eins og kristnar hagnýtt sér kosti lýðræðis,
úr því að Japanir og fleiri þjóðir í Austurlöndum hafa
getað það. Til þess þurfa þær að hafna trúarofstæki ísl-
amsklerka og þjóðernisofstæki Saddams Husseins.
Ef Saddam Hussein og Ba’ath-flokkurinn sleppa fyrir
horn í þessu stríði, munu íslamar víða um lönd telja
samvizkulausar ofbeldis- og klækjaleiðir vænlegri til
árangurs en leiðir þeirra þjóða, sem komnar eru nokkuð
á veg til lýðræðis, svo sem Tyrkja og Egypta.
Við Persaflóa hefur verið sett upp taflborð, þar sem
mannkynið teflir um meira eða minna lýðræði, meiri
eða minni mannréttindi, meira eða minna ljós.
Jónas Kristjánsson
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra.
ábyrgð á hinum „raunalega þætti álmálsins", að mati greinarhöfundar.
- Þeir bera í sameiningu
Álverið verður
á Keilisnesi
Álverið, sem er efst á baugi í
þjóðmálaumræðum um þessar
mundir, verður reist á Keilisnes á
Reykjanesi. Hin erlendu álfyrir-
tæki telja að enginn annar staður
hér á landi komi til greina.
Mér er kunnugt um að þessi nið-
urstaða hefur legið fyrir um nokk-
urt skeið. Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra er hins vegar að reyna
að halda henni leyndri. Hann full-
yrðir, gegn betri vitund, að enn séu
Eyjafjörður og Reyðarfjörður inni
i myndinni.
í ljósi þessa hljóta viðræður þær
sem iðnaðarráðuneytið hefur beitt
sér fyrir við hagsmunaðila fyrir
norðan á undaníornum dögum að
teljast sjónarspil. Hið sama er að
segja um fyrirhugaða mengunar-
rannsókn á Reyðarfirði. Það er ver-
ið að blekkja fólk.
Hræðast stjórnarslit
Hvers vegna sýnir iðnaðarráð-
herra ekki heilindi í þessu máli?
Væntanlega vegna þess að hann
óttast að ríkisstjómin splundrist
sökum þeirrar áherslu sem ýmsir
stjómarliðar, ekki síst alþýðu-
bandalagsmenn, leggja á að álverið
verði reist á landsbyggðinni.
Það hefur verið eindreginn ásetn-
ingur forystumanna Alþýðuflokks:
ins, þar á meðal iðnaðarráðherra,
að ríkisstjórnin sitji út kjörtíma-
bilið og verði endurnýjuð, ef tök
eru á, að kosningum loknum. Ál-
versdeilan stefnir þeim áformum
öllum í hættu. Jón Sigurðsson virð-
ist ekki vita hvað hann á aö gera í
þessari vandasömu stöðu. Hann
reynir aö vinna tíma með því aö
fresta því að tilkynna um niður-
stöðu málsins.
Ekkert tilefni er til að ætla að
Sjálfstæöisflokkurinn komi ríkis-
stjóminni til hjálpar nái stjómar-
flokkamir ekki samkomulagi sín á
milli í álmálinu. Krafa sjálfstæðis-
manna hlýtur aö vera að ríkis-
stjómin fari frá ef hún getur ekki
leyst þetta mál.
Ástæða er til að hafa áhyggjur
af því að stjórnarflokkamir séu svo
hræddir við kosningar i haust að
þeir muni frekar vilja missa álverið
til Kanada en horfast í augu við
dóm kjósenda. Verði sú niðurstaða
er vinstri stjórn Steingríms Her-
mannssonar einhver hin dýrkeypt-
asta sem hér hefur setið frá lýð-
veldisstofnun.
Einkennileg málsmeðferð
Vinnubrögð iðnaðarráðherra í
álmálinu hafa með réttu sætt við-
tækri og almennri gagnrýni. Engin
dæmi em um það fyrr eða síöar að
stjómmálamaður hafi att byggðum
landsins saman með þeim ætti sem
hann hefur gert. Það var vafalaust
ekki ætlun ráðherrans að auka
byggðaríg í landinu en hin klaufa-
lega málsmeðferð hans hefur haft
þær afleiðingar.
Kjallariim
Guðmundur Magnússon
sagnfræðingur
Raunar ber Jón Sigurðsson ekki
einn ábyrgð á þessum raunalega
þætti álmálsins. Hlutur Steingríms
Hermannssonar forsætisráðherra
er einnig veigamikill og ámælis-
verður. Hann hefur margoft gefíð
um það yfirlýsingar að hið nýja
álver verði reist á landsbyggðinni.
Margir trúðu því að þetta þýddi að
álverinu yrði valinn staður í Eyja-
firði eða Reyöarfirði.
En Steingrímur er engum líkur.
- Á dögunum lýsti hann því yfir í
viðtali viö Morgunblaöið að mörk
landsbyggðarinnar annars vegar
og þéttbýlisins á Suðvesturlandi
hins vegar væm við Straumsvík,
steinsnar frá Reykjavík. Það þýðir
að Keilisnes á Reykjanesi telst til
landsbyggðarinnar og ráðherrann
getur sagt að hann hafi engin loforð
svikið!
Þurfum álver á landsbyggð-
inni
Ég hef verið þeirrar skoöunar að
til að skapa hér á landi eðlilegt
byggðajafnvægi þurfi að koma á fót
álveri eða sambærilegri stóriðju á
Eyj afj arðarsvæði nu og víðar úti á
landi. Það er leitt til þess aö vita
að afdráttarlaus hagkvæmnisrök
útiloka Eyjafjörð og Reyðarfjörð að
þessu sinni að mati væntanlegra
eigenda.
En þetta boðar ekki neinn heims-
endi fyrir landsbyggðina eins og
margt gott fólk þar viröist halda.
Ef hér á að verða eðlilegur hagvöxt-
ur á næstu ámm þurfum við enn
frekari stóriðju. Við þurfum strax
að fara aö huga að næsta álveri og
sterk rök hníga að því að þá veröi
hagkvæmnisþátturinn Eyjafjarð-
arsvæðinu í vil. Á meðan geta Ey-
firðingar kannski huggað sig við
það að hlutur þeirra af sjávarafla
landsmanna hefur aukist umtals-
vert og mun að líkindum enn auk-
ast.
Þáttur Alþýðubandalagsins
Þáttur Alþýðubandalagsins í ál-
málinu er sérstæður og þarf það
svo sem ekki að koma neinum á
óvart. Vart þarf að rifja upp að
Alþýðubandalagið ber höfuð-
ábyrgð á því að stóriðju af því tagi,
sem nú er verið að stofna til, var
ekki komið á fót fyrir áratug. Af-
leiðing þess er versnandi lífskjör
okkar miðað við nágrannaþjóðim-
ar.
Stór hópur alþýðubandalags-
manna er af einhvers konar hug-
myndafræðilegum ástæðum á móti
stóriðju, sérstaklega ef erlendir
aðilar eiga hlut að máli. Aðrir í
flokknum em raunsærri og átta sig
á því að dalakofasósíalisminn
gengur ekki upp. í umræðunum
upp á síðkastið hafa forystumenn
Alþýðubandalagsins látið að því
liggja að verði álverið ekki reist úti
á landi muni þeir rjúfa stjórnar-
samstarfið.
Þessar hótanir hafa sýnilega haft
áhrif á Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra. Hann vill auðvitað ekki
kosningar meðan hin vandræða-
legu framboðsmál hans hafa ekki
verið til lykta leidd. Ég hallast hins
vegar að því að hótanir alþýðu-
bandalagsmanna séu markleysa.
Alþýðubandalagið kyngir áreiðan-
lega álveri á Keilisnesi, frekar en
að hætta á kosningar i haust.
Ráðherrar flokksins munu hins
vegar reyna að tefja afgreiðslu
málsins eins lengi og unnt er.
Sennilegt er að þegar niðurstaðan
er fengin muni þeir bóka andstöðu
við hana í ríkisstjórn en gæta þess
að hindra ekki framgang málsins á
Alþingi. Þannig ætla þeir að reyna
að friða kjósendur sína án þess að
tapa ráðherrastólunum.
Hættan er hins vegar sú að hinir
erlendu aðilar, sem reisa vilja álver
á Keilisnesi, missi þolinmæðina
gagnvart hrossakaupum vinstri
flokka á íslandi. Fáist ekki viðun-
andi niðurstaða á næstunni kann
svo að fara að þeir telji farsælla aö
eiga viðskipti við aðrar þjóðir en
okkur. Guðmundur Magnússon
I
„Astæða er til að hafa áhyggjur af því
að stjórnarflokkarnir séu svo hræddir
við kosningar í haust að þeir muni frek-
ar vilja missa álverið til Kanada en
horfast í augu við dóm kjósenda.“