Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990. 33 Sími 27022 Þverholti 11 ■ Húsaviðgerðir Ath. Prýði sf. Múrviðgerðir, sprungu- þéttingar, málningarvinna, þakásetn- ingar, þakrennuuppsetningar, berum í og klæðum steyptar rennur. Margra ára reynsla. Sími 42449 e.kl. 18. Til murviðgerða: múrblöndur, fínar og grófar, hæg- og hraðharðnandi, til múrviðgerða úti sem inni. Fínpússning sf., Dugguvogi 6, s. 32500. Parket Til leigu parketslipivélar (eins og fag- menn nota). Eukula parketlökk, margar gerðir, Watco gólfolía, sand- pappír og m.fl. til parketviðhalds. Parketgólf hf., Skútuvogi 11, s. 31717. Til sölu parket, hurðir, flísar, lökk og lím. Viðhaldsvinna og lagnir. Slípun og lökkun, gerum föst tilboð. Sími 91-43231. Nudd Vantar þig nudd en kemst ekki á dag- inn? Þá er opið í World Class á kvöld- in og um helgar þar sem boðið er upp á vöðvanudd, slökunamudd, cello- sogæðanudd. Uppl. í síma 35000. Dulspeki Fjölbreytt og skemmtileg námskeið á sviði andlegra og dulrænna málefiia. Tarrot, talnaspeki, andlitslestur, Móðir jörð/tengsl alls sem lifir, Kab- ala Uebreska dulspekikerfið, sjálfs- styrking f/karlmenn, slökunamám- skeið fyrir kennara, almenn slökunar- námskeið, Michael fræðslan, Reiki, sjálfskönnunarnámskeið Erlu Stef- ánsdóttur o.fl. Aðeins hæfir, vel menntaðir leiðbeinendur með reynslu. Hugræktarhúsið, Hafnarstræti 20, s. 91-620777. Opið frá kl. 16.00-18.30. Verslun Grisabói sf., svínasláturhús, Eirhöfða 12, sími 91-672877,112 Rvk. Niðursag- aðir grísaskrokkar verða seldir alla fimmutudaga frá kl. 13-18. Gerið góð kaup. Kreditkortaþjónusta. Geymið auglýsinguna. Grísaból sf. Allar gerðir af stimplum fyrir hendi Við afgreiðum allar gerðir stimpla fljótt og vel. Stimplagerð Félagsprentsmiðj- unnar, Spítalastíg 10, sími 91-11640, myndsendir: 29520. ísfugl Kaupið ódýra kjúklinga beint frá fram- leiðenda. Isfugl hf., Reykjavegi 36, Mosfellsbær, sími 91-666103. Sama leiðin og að Reykjalundi. Ódýrar jeppa- og fólksbilakerrur. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttar- beislum. (Greiðslukjör). Opið alla laugardaga. Veljum íslenskt. Víkur- vagnar, Dalbrekku, símar 91-43911 og 45270. Vagrtar Malarvagn til sölu, allur nýyfirfarinn. Uppl. í símum 91-667179 og 91-667265 eftir kl. 20. ■ Bílar til sölu Torfæra - Sandspyrna. Torfærukeppni laugardaginn 15. sept. ofan Akureyrar og sandspyrna 16. sept. við Hrafnagil sunnan Akureyrar. Bæði mótin gilda til íslandsmeistara. Þátttökutilkynn- ingar berist Bílaklúbbi Akureyrar f. 10. sept. B.A. Suzuki Fox 413 ’65 til sölu, upphækk- aður, á 33" dekkjum, flækjur, stærri blöndungur, skoðaður ’91, skipti á nýlegum fólksbíl koma til greina. Uppl. í síma 91-622745 eftir kl. 18. Lancia Y10 skutla, árg. '87, til sölu, ekin 37 þús. km, 3ja dyra, litur grá- sans. Mjög vel með farin. Verð kr. 330 þús., góð kjör. Uppl. í síma 91-72020 milli kl. 9 og 19. GMC pickup, árg. '84, til sölu, ekinn 42 þús. milur, einn með öllu. Tilboð óskast. Uppl. í síma 91-50702 eftir kl. 18. Ymislegt Sandspyrna Bílabúðar Benna verður haldin sunnud. 9. sept. á bökkum Ölf- usár við Eyrarbakka. Keppni hefst kl. 14 en keppendur mæti fyrir kl. 12. Skráning og nánari uppl. eru í síma Kvartmíluklúbbsins 91-674530 eða 91-45731 á kv. Almennir félagsfundir eru í félagsheimili akstursíþróttafél. að Bíldshöfða 14 á fimmtudagskv. Góóar veislur enda vel! Eftir einn -ei aki neinn u Menrting Læsilegt og glæsilegt Þegar bresk beitiskip vörpuðu akkerum við Island í maíbyrjun fyrir fimmtíu árum vorið 1940 höfðu þau innanborðs ósýnilegan leynigest sem lengi hafði látið bíða eftir sér. Það var nútíminn. Eins og hendi væri veifað hentust karlar og kerlingar úr torfbæjum sveit- anna, þar sem menn töluðu enn um Njálsbrennu eins og þeir hefðu sjálfir verið nærstaddir, og hnöppuðust saman á mölinni á suðvesturhorni landsins. Merkisprest á Hornströndum dreymdi að hann væri dauður og kominn í himnaríki en þar var fátt af sókn- arbörnum hans. Öll voru þau komin til Reykjavíkur. Á þeim fimmtíu árum sem síðan eru liðin hafa orðið slík umskipti á lífsháttum og umhverfi landsmanna að tengslin við sögu fyrri kynslóða hafa að mestu rofn- að. Yngri kynslóðin veit lítið um fortíð þjóðarinnar nema það sem einstaka góðum sögukennara hefur tekist að læða inn um tregar hlustir hennar. Ársritið Ný saga, sem nú var að koma út í fjórða sinn, læsilegt og glæsilegt að vanda, leitast við að bæta hér úr. Það vitnar um að sagnfræðingar eru sá hópur háskólamanna sem mest leggur sig fram um að miðla fræðum sínum til almennings. Efnið er tvenns konar. Annars vegar greinar um afmörkuð sagnfræði- leg efni en næstum jafnauðlesnar og góðar njósnasög- ur, enda er fullyrt í ritinu (á bls. 59) að heimildarýni sagnfræðinga og aðferðir rannsóknarlögreglunnar eigi sér ýmsar hliðstæður. Sem dæmi má taka grein eftir ungan sagnfræðing (og blaðamann), Egil Ólafsson, sem trúlega er afrakstur margra vikna vinnu. Hann hefur brotist gegnum handskrifaðar og torlæsilegar dómabækur frá því um 1700 til að skoða yfirheyrslur yfir kjaftforu alþýðufólki sem gerði gys að kvennafari Danakóngs en bað yfirvöldunum og öðrum óvinum sínum bölbæna og var hýtt fyrir vikið og látið slá sjálft sig á munninn. Fræðirit Gísla Gunnarssonar eru byggð á rannsókn- um sem staðið hafa áratugum saman. Þau flytja spenn- andi kenningar og opna nýjar leiðir en geta verið óá- renxúleg aflestrar fyrir leikmenn, sum alls ekki fáan- leg á íslensku. Gott að fá hér samþjappað en auðlesið yfirht hans um fátækt fólks á fyrri öldum fram undir okkar daga og stundum æði harðneskjulegar leiðir sveitarstjórna til að leysa vandann. Grein sem hlýtur að koma að miklu gagni við sögukennslu. Nær okkur í tíma er frásögn Þórs Whitehead af því þegar Bretar ákváðu í skyndingu að hemema ísland eftir að Þjóðverjar höfðu hrifsað til sín Noreg og þar með aðgang að úthafinu rétt við nefið á þeim. Eggert Þór Bemharðsson lýsir blómaskeiði átthagafélaganna í Reykjavík um miðja öldina og síðan hnignun þeirra eftir 1960 þegar fyrsta kynslóð borgarbúa fór að falla frá. Sú saga undirstrikar hve hratt tengslin við sveit- irnar rofnuðu. Var heilagur Þorlákur bústinn? Annar efnisþáttur Nýrrar sögu em hugleiðingar um sagnfræðina sjálfa, eðh hennár og gildi, kynningar og túlkun. Fjórir þjóðkunnir gáfumenn svara spurning- Churchiil í Reykjavík 16. ágúst 1941. Bókmeimtir Inga Huld Hákonardóttir unni um það hvort sagnfræði sé listgrein eða vísindi. Danskur sagnfræðingur fullyrðir í löngu viðtali að sjónvarpið sé öflugasti áhrifavaldurinn hvað það snerti að móta söguskoðun almennings. Undir það tekur eina konan sem að þessu sinni skrifar í Nýja sögu, Margrét Guðmundsdóttir. Hún óskar eftir auk- inni umfjöllun fjölmiöla, ekki síst útvarps og sjón- varps, um sagnfræðirit. Mér datt í hug, þegar ég las skelegga ádrepu hennar, hvað einmitt þetta hefti Nýrr- ar sögu, með sínum 80 myndum, væri kjörið efni í fárra mínútna pistil eða stúf í sjónvarpi. Það yrði fljót- legt og ódýrt að búa hann til og síðan mætti skjóta honum inn í upphafi kvölddagskrár eða á öðrum góð- um áhorfstímum, líkt og hljóðvarpið gerir með stúfana sem minna hlustendur á vandað efni. Sérlega vel falhn til þessa er tilraun Guðmundar J. Guðmundssonar til að sanna að ákveðinn þiskupsstaf- ur frá 14. öld, skorinn í rostungstönn og til sýnis á safni í London, sé íslensk dvergasmíð, ekki norsk. Á stafinn er skorið andlit af biskupi. Guðmundur telur að þar gæti verið Þorlákur helgi. Mér finnst hann nokkuð bústinkinna, því þótt bruggurum reyndist vel að heita á hann var hann sjálfur meinlætamaður, en gaman væri að bregða honum á skjáinn og láta þjóð- ina dæma. Ný Saga. 4.árg. 1990. Sögufélag, Garðastræti 13 b, Rvk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.