Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990.
15
Púkinn á flósbitanum:
Hermang eða varnarstarff?
„Þá þótti ekki góð fjármálapólitik að biðja útsvarsgreiðendur eða rikis-
sjóð að ábyrgjast lánin", segir hér m.a. - Byggingar sem Aðalverktakar
hafa reist á Keflavikurflugvelli.
Fjölmiðla- og stjórnmálamenn
eiga það sameiginlegt að ala oft á
alls konar óánægju, tilbúinni eöa
raunverulegri, sér og sínum til
framdráttar. Oft er málatilbúnaður
kryddaður eða reynt að gera hann
skemmtinn.
Það hefur verið meðal annars
lenska frá landgöngu Breta í síðari
heimsstyrjöld að tala um hermang
í niðrandi merkingu - eins og við-
skipti um varnarstörf væru okkur
ekki samboðin - eitthvað langtum
verra en t.d. að selja dagblöð eða
appelsínu. Skáld og blaðamenn
hafa hér verið framarlega í flokki
og á stundum talað tungum tveim.
- Jafnvel róttæku mennimir sjá
nú aö varnarstarf vestrænna þjóða
hefur haldið okkur frá stærri hild-
arleikjum.
íslendingar hafa kosið að láta
stærri og voldugri þjóðir kosta
varnir landsins ásamt óbeinu
framlagi frá Suðurnesjamönnum.
Ef til vill er þaöan komin skýrinig-
in á tvöfeldninni. Vont er að viður-
kenna að aðrir borgi brúsann en
fara sjálfir undan í flæmingi hvað
varðar ábyrgð þegar kemur að
varnarstarfi. - Jafnvel hefur mörg-
um þótt tilheyra að hreyta ónotum
í Bandaríkjamenn fyrir að halda
einræðisherrum í skefjum á al-
þjóðavettvangi.
En því skyldu ekki íslendingar
hafa þjáifað og menntað sína eigin
menn í hervömum? Hvemig eigum
við að skilja hemað og vopnaflutn-
inga ef við þykjumst of finir, sjálf-
stæðir eða ríkir til að standa straum
af kostnaði? - Er ekki betra að viður-
kenna hreinskilnislega aö við höfum
verið of uppteknir við að veiða upp
fiskistofnana og halda uppi byggða-
stefnu að danskri fyrirmynd?
Sameinaðir verktakar
Þegar skrifin beinást að verktök-
KjaLariiin
Sigurður Antonsson
framkvæmdastjóri
unum á Keflavíkurflugvelli er
gjarnan talað um ósýnilegar hend-
ur, forréttindi og völd í skjóh her-
mangs - fyrirbæri sem fáir koma
auga á. - Hulduher Alberts reynd-
ist vera ósköp venjulegir menn!
Sameinaðir verktakar reyndust
vera sjálfstæðir iðnaðarmenn og
ekki mjög fjölmiðlaglaðir, enda
hafa mannvirki þeirra verið reist
meira af stjórn- og vinnusemi en
kjaftagangi. Þeir lögðu sameigin-
lega hönd á plóginn til að afla véla
og tækja til stærri verkefna en áður
höfðu tíðkast. - Eðá'var það goðgá
að ætla sér eftir stríð að leysa Ham-
iltonfélagið af hólmi og afla landinu
gjaldeyris?
Til að geta keypt tæki og vélar
þurftu þeir að veðsetja húsin sín
og leggja fram fé og þannig verða
ábyrgir fyrir verklegum fram-
kvæmdum. Þá þótti ekki góð fjár-
málapólitík að biðja útsvarsgreið-
endur eða ríkisjóð að ábyrgjast lán-
in. í yfir 40 ár hafa Sameinaðir
verktakar og síðar Aðalverktakar
aukið verkmenningu hér á landi
um leið og þeir hafa fært stórar
fúlgur í ríkissjóð.
Að fá allt sitt strax
Það er því dálítið skondið þegar
Stöð 2 belgir sig út og úthúðar Aðal-
verktökum og iðnaðarmönnum
með dylgjum og málflutningi í vé-
fréttastfl. Video- og fréttastöð,
skuldum vafinni og með öll fjármál
niður um sig, kann að þykja það
umtalsvert að einhverjum skuh
hafa tekist að standa af sér verð-
tryggingu og vexti - brotsjói und-
angenginna verðbólguára. - Menn
sem vantar milljarða sjá ahs staðar
ghtta í gullkistulok. En þeim er að
sjálfsögðu vorkunn.
Nýlega var skýrt frá því að flug-
maður hefði fengið greiddar út sinn
arð og hlutabréf hjá Flugleiðum
upp á tugi milljóna. Engum þótti
það ósanngjarnt, enda hafði mað-
urinn ott beðið með að taka út syi
laun en þegið hlutabréf í staðinn.
Síðan höfðu áratugir hðið. Samein-
aðir verktakar hafa í yfir 40 ár beð-
ið eftir arðgreiðslum og eftir því
að geta selt hluti sína. Fórnin fyrir
áframhaldandi rekstri hefur verið
sterkari en að taka sem mest út úr
fyrirtækinu. Mihjón, sem lögð var
í rekstur fyrir 40 árum, er nú orðin
með árlegum 10% vöxtum rúmar
45 mihjónir.
Nýtt álver verðugt verkefni
Það sem þótti gott fyrir nokkrum
árum á ekki við í dag. Verktaka-
starfsemi hefur eflst. Ekki þykir
óeðlilegt að minni verktakar taki
nú við. En hætt er við að tekjur
ríkisins hafi orðið heldur rýrar ef
sömu vinnubrögð hefðu tíðkast hjá
Aðalverktökum og voru viðhöfð
við byggingu flugstöðvarinnar.
Ef Islendingar hefðu borið gæfu
til að eiga fleiri hópa jafnsamstillta
og verktakana á Keflavíkurflug-
velli væru eigin álver í sjónmáh,
ekki erlend eign og minni ábyrgð
og þekking í eigin landi. Það er í
meira lagi undarlegt ef íslendingar
ætla ekki að eignast hluti í stóriðj-
unni eins og Svisslendingar og
Norðmenn - nú þegar vitað er að
fiskstofnamir færa sig norðar með
hækkandi hitastigi.
Kanna ætti hvort verktakarnir
vildu ekki leggja fram fé í nýtt ál-
ver jafnframt því sem almenningi
yrði gefinn kostur á eignaraðild.
Það væri verðugt framhald fram-
kvæmda á vegum Atlandshafs-
bandalagsins sem skattgreiðendur
í Ameríku hafa kostað að mestu.
Þeir hafa ekki verið hlunnfarnir
af verktökunum íslensku. Þeir hafa
sjaldan greitt meira fyrir mann-
virkjagerðina en hún hefði kostað
í þeirra eigin höndum. Ástæða er
tfl að skrásetja sögu verktakanna
engu síður en sögu kaupfélaga og
landsbyggða. Mál er komið til að
þeir og aðstandendur þeirra líti
stoltir yfir farinn veg og segi: Þarna
lá leið okkar.
Sigurðúr Antonsson
„I yfir 40 ár hafa Sameinaðir verktakar
og síðar Aðalverktakar aukið verk-
menningu hér á landi um leið og þeir
hafa faert stórar fúlgur í ríkissjóð.“
Ar læsis 1990 - Svona gerum við:
Enginn er læs á allt
„Hvern fjárann merkja þessi tákn á tölvuskjánum?"
Menningarstofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur tileinkað árið sem
nú er að líða baráttu gegn ólæsi.
Árið markar upphafið að áratug
sem helga á menntun yfirleitt.
Þekkingarleit og vakandi skflning-
ur sem ahra flestra þykja sem sagt
hvað helst líkleg tfl að bjarga því
sem bjargað verður í heimi á helj-
arþröm.
I íljótu bragði kann einhver að
ætla að barátta gegn ólæsi hljóti
nær alfarið að eiga sér stað í þeim
hornum heimsins þar sem þorri
fólks fær htla og jafnvel enga form-
lega menntun. Raunin er þó önnur.
Læsi er ekki lært í eitt skipti fyrir
öh heldur verða menn læsari á
fleira og meira eftir því sem þeir
vaxa úr grasi og öðlast aukna
reynslu. Enginn er ólæs með öllu
og enginn er læs á allt.
Hvað, hvað, hvern?...
Ólæsi eða torlæsi af ýmsu tagi er
þess vegna veruleiki á íslandi ekk-
ert síður en í öðrum löndum þó að
htið beri á honum. Tahö er víst að
nokkur hópur fólks sé nær alls
ófær um að lesa ritað mál og laus-
legar athuganir hafa leitt í ljós að
fjölmargir hinna sem hiklaust eru
taldir læsir og hafa gengið mennta-
veginn eiga erfitt með að lesa frem-
ur létta fræðilega texta sér til skiln-
ings og gagns.
Ekki leikur nokkur vafi á aö frek-
ari athuganir munu leiða í ljós
ólæsi af ýmsu tagi og á öllum stig-
um vítt og breitt um samfélagið.
Bókaþjóðin getur vissulega komið
öðrum til hjálpar en hún þarf ekki
Kjallarinn
Torfi Hjartarson,
starfar við námsefnisgerð
og er formaður Hagþenkis,
félags höfunda fræðirita
og kennslugagna
síöur að líta í eigin barm.
Hvað þýðir þetta undarlega orð
sem konan í sjónvarpinu notaði
áðan? Hvaða viðvaranir eru þetta
á lakkbrúsanum? Hvað hefur þessi
nýi flokkur fram að færa? Er eitt-
hvað að marka þessar ótrúlegu töl-
ur sem maðurinn er að slá fram
hér í blaðinu? Hvar finn ég það sem
máli skiptir í þessum doðranti?
Hvað í ósköpunum þýða ahar þess-
ar skammstafanir á reikningnum?
Hvern fiárann merkja þessi tákn á
tölvuskjánum? Ætli hún skrifi góð-
ar bækur, skáldkonan á nr. fimm?
- Þannig mætti lengi finna dæmi
um spurningar sem flestir spyrja
sjálfa sig í daglegu vafstri en ekki
allir hafa hæg tök á að svara.
Torlæsi ýmiss konar og óvani
gagnvart heimi bóka og upplýsinga
standa alltof oft í vegi fyrir fólki
sem annars væru allir vegir færir.
Mikilvægir lyklar
Læsi er færni sem þarf að hlúa
að frá byrjun og efla fram eftir öllu.
Það er mikilvægt að foreldrar og
aðrir aðstandendur venji börn við
bók- og myndlestur frá blautu
barnsbeini. Það skiptir máli að dag-
heimili og skólar hafi á að skipa
góðu lesefni og notalegum bóka-
krókum. Jafnvel einfóldustu
kennslubækur ættu að vera búnar
greinargóðu efnisyfirliti, atriðis-
orðaskrám og orðskýringum. Með
markvissum og vel sniðnum verk-
efnum má kenna ungum nemend-
um að nota þessa mikilvægu lykla
til að afla upplýsinga og þekkingar.
Miklu skiptir að ekki skorti ríku-
legt námsefni og fræðandi rit við
hæfi barna og unglinga. Texti og
framsetning verða að taka mið af
getu og þroska lesenda en um leið
ögra og örva til dáða. Kennslubæk-
ur, vinnuhefti, tölvuforrit og
fræðslumyndir í öllum greinum
ættu að ýta undir málvitund og
myndskyn, skapandi starf, lestur
og ritfærni. í þessu sambandi er
mikilvægt að hafa í huga að breytt-
ir tímar kalla á nýjar aðferðir til
liðs við þær gömlu.
Orðahröngl
Hvað þá fuhorðnu snertir er að
mörgu að hyggja. Þeir sem kljást
við alvarlegt ólæsi eiga bágt með
að gefa sig fram og leita aðstoðar
ef enginn hefur orð á vandanum
eða gefur kost á hjálp. Ólæsilegir
og torskfldir textar eru líka miklu
víðar en nauðsyn ber til og má þar
minna á sérfræðinga sem stundum
gera sig seka um að lýsa tfltölulega
einföldum hlutum meö orðahröngli
sem enginn skilur.
Foreldrar, fóstrur, kennarar á
öllum skólastigum, fiölmiðlafólk og
höfundar, verkalýðsfrömuðir og
vinnuveitendur, bókasafnsfræð-
ingar og félagsmálatröh, þjóðmála-
skörungar og daglaunamenn hafa
öU hlutverki að gegna þegar lestr-
arnám er annars vegar. Læsi verð-
ur nefnilega ekki lært í eitt skipti
fyrir öll.
Torfi Hjartarson
„Læsi er færni sem þarf að hlúa að frá
byrjun og efla fram eftir öllu. Það er
mikilvægt að foreldrar og aðrir að-
standendur venji börn við bók- og
myndlestur frá blautu barnsbeini.“