Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990. Fréttir Gífurleg óánægja sjómanna úti á landi með fiskverð: „Eins og pottur sem enginn veit hvenær springur“ - segir Guðjón A. Kristinsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins „Astandið núna er eins og pottur sem enginn veit hvenær springur. Þetta er orðið þannig að það er farið að muna helmingi á tekjum sjó- manna eftir því hvort þeir landa á mörkuðum fyrir sunnan eða eru bundnir því að landa í sínum ver- stöðvum eftir föstu verði,“ segir Guð- jón A. Kristinsson, skipstjóri og for- maður Fannanna- og fiskimanna- sambands íslands, en gífurleg óán- ægja er meðal sjómanna úti á landi sem verða að búa við verðlagsráðs- verð á meðan sjómenn á suðvestur- horninu fá allt að helmingi meira fyrir fiskinn á fiskmörkuöum. Telja þeir að frjálst fiskverð hjá sumum sé að leiða stéttaskiptingu yfir sjó- mannastéttina sem ekki verði við unað. Þrátt fyrir aö sums staðar hafi ver- ið reynt að spyma við þessum launa- mun með því að greiða álag á verð- lagsráðsverðið virðist ekki viö neitt ráöið. „Ég tel óhjákvæmilegt að allur fisk- ur, sem veiðist, verði seldur á fisk- mörkuðum og það á að lögfesta slíkt sem fyrst. Menn á verðlagsráðsverði keppa einfaldlega ekki við fiskmark- aðina,“ sagði Reynir Traustason, skipstjóri og formaður skipstjórafé- lagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum. Reynir segist telja ástandið orðið óviðunandi og menn verði að játa það sem fyrst að öll þróun mæli með frjálsu fiskverði um land allt. Hann sagði að sjómenn væra orðnir leiðir á að búa við falskt fiskverð sem sé skammtað af þeim sem sitji báðum megin borðs, það er að segja þeim sem sjá bæöi um útgerð og fisk- vinnslu. Reynir sagðist einnig verða var við þá þróun að það væri farið að verða erfitt að manna skipin úti á landi góðum sjómönnum, þeir sæktu á suðvesturhomið og frystiskipin. Guðjón sagðist geta tekið undir skoðun Reynis um það að allur fiskur færi á markaðina. Hann taldi þó tvennt til ráða í augnablikinu: „í fyrsta lagi mætti íjölga mörkuðunum hér á landi og þá mætti einnig taka mið af verði þar gagnvart þeim fiski sem ekki er seldur á mörkuðum. Þetta verð gæti verið eitthyert hlut- fall afvikumeðaltali," sagði Guðjón. -SMJ Stj ómarformaður Aílamiðlunar: Tollurinn nái tökum á útflutningi ísfisks Þeir voru hressir, fjórmenningarnir i þungarokkssveitinni Whitesnake, þeg- ar þeir spjölluðu við blaðamenn í gærkvöldi. Þessi fræga hljómsveit mun halda tvenna tónleika í Reiðhöllinni um helgina. Fremst á myndinni er höfuðpaurinn David Coverdale. Hann er lengi búinn að vera í eldlinunni og þekktur meðal allra þungarokksaðdáenda. í dag er hvildardagur hjá hljómsveitinni og er ætlunin að reyna fyrir sér í laxveiði. DV-mynd BG Fulltrúi ríkissaksóknara um forræðismáliö: Þetta er ekki sakamál - beiðnilögreglustjóravisaðfráembættinu Rikissaksóknari hefur vísað frá sér beiðni lögreglustjóra um að taka ákvöröun um framkvæmd innsetn- ingarbeiðni vegna níu ára gamallar stúlku, í forræðisdeilu sem staðið hefur yfir að undanförnu. Beiðni lög- reglustjóra var á þá leið að fram færi opinber rannsókn á hvar stúlkan en niður komin. Móðirin hefur neitað aö láta hana af hendi. Málið hefur veriö sent aftur til lög- reglustjóra til þeirrar meðferðar sem beiðni borgarfógetaembættisins um aðstoð við framkvæmd innsetning- arinnar gefur tilefni til. Stúlkan er á óþekktum stað hér á landi en er í tengslum við móður sína. Móðirin neitar að láta hana af hendi til fógeta og lögregluyfirvalda. Faðirinn hefur forræðið en bamið hefur verið í sum- arfríi á íslandi hjá móöur sinni í sumar. Guðjón Magnússon, fulltrúi hjá ríkissaksóknara, segir að forræðis- málið sé ekki sakamál. Svar þess efn- is hefur verið sent til lögreglustjóra og lögmanns föðurins. Ný gögn vora nýlega send frá lögfræöingi móður- innar til dómsmálaráðuneytisins í málinu. „Við teljum ekki að hér sé um saka- mál að ræða. Þessu eigum við ekki að koma nálægt og höfum einfaldlega bent á aö þetta sé ekki sakamál," sagði Guðjón Magnússon í samtali við DV. „Við töldum að erindi lögreglu- stjóra, sem sent var hingaö, væri fyrst og fremst að framfylgja ákveðn- um úrskurði sem var upp kveðinn af borgarfógeta um innsetningu barnsins. Við skiptum okkur ekki af því hvernig borgaréttarleg yfirvöld haga sínum málum. Máliö var á sín- um tíma sent þaðan til lögreglustjóra í samræmi við beiðni lögmanns föð- urins og úrskurð fógeta. Lögregla hefur samkvæmt lögum veitt borgar- fógeta atbeina við þessar aögerðir. Ríkissaksóknaraembættið hefur hins vegar tekið þetta mál fyrir núna, samkvæmt ósk lögreglustjóra. Nið- urstaðan er að hér sé ekki um lög- reglumál að ræða. Þetta á heima á öðram vettvangi og kemur okkur ekki við,“ sagði Guðjón Magnússon. Ekki náðist í fulltrúa hjá dóms- málaráðuneytinu vegna forræðis- málsins. Eftir því sem DV kemst næst era þó hin nýju gögn í málinu, sem lögfræðingur móðurinnar hefur lagt inn, nú í athugun þar. Lögmaður föðurins hefur kært kon- una fyrir ætlað brot á almennum hegningarlögum fyrir að láta ekki stúlkunaafhendi. -ÓTT „Við höfum í sjálfu sér ekkert ann- að tæki til framkvæmda en aö minnka úthlutanir til þessara aðila en það er ekki nógu gott ef þeir síðan komast upp með að flytja út meira en við heimilum. Minnkun heimilda er bitlaust vopn meðan það heldur ekki. Við leggjum því áherslu á að tollurinn nái tökum á þessu og ráðu- neytið konú inn í þær hliðar sem að því snýr. Útflutningur ísfisks er til fyrirmyndar á Vestíjörðum og Aust- fjörðum en í Vestmannaeyjum og Reykjavík virðast menn geta flutt út Grimsamlegir menn: Sprungiðáhjól- barðaog hljóð- kúturðróstmeð Lögreglan veitti mjög grunsam- legri bifreið eftirtekt á Miklu- brautinni á ellefta timanum í gærkvöldi. Ökulagiö var skryk- kjótt, sprangiö var á einum hjól- barðanum, hljóökúturinn dróst með götunni og á bilnum var töluvert af skellum. Þegar nánar var aö gáð var öku- maðurinn greinilega mjögdrukk- inn og farþegi svaf áfengissveíhi í aftursæti bílsins. Ökumaðurinn sagði að þeir félagar heföu verið fyrir austan fjall. Grunur lék á að bílnum heföi verið ekið utan í á nokkrum stöðum á leiðinni. Mennimir vora látnir sofa úr sér áfengisvímuna í fangageymslum í nótt og vora þeir síöan yfirheyrðir i morgun. -ÓTT Norðurlandaráð: Péturtilnefndur Pétur Jónasson, gítarleikari og Blásarakvintett Reykjavikur era tilnefhingar íslands til tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs. Ákveðið verður 14. nóvember hver hlýtur verðlaunin sem af- hent verða í Kaupmannahöfn 26. febrúar næstkomandi, Nema verðlaunin tæpri einni og hálíri milljón íslenskra króna. Það vekur athygli við tilnefning- ar frá hinum Norðurlöndunum aö Danmörk tilnefnir fyrir sína hönd hinn þekkta djassmann, bas- saleikarann Niels-Henning Örsted Pedersen sem er íslendingum að góðu kunnur. -HK án heimilda. Við viljum að tollurinn hleypi ekki ísfiski úr landinu án heimilda að hann verði tollskoðaður fyrir útflutning,“ sagði Sigurbjöm Svavarsson, stjómarformaður Afla- miðlunar, við DV. Fjöldi ísfiskútflytjenda, aðallega af Suður- og Suðvesturlandi, hafa sam- tals flutt út 900 tonnum meira af ís- fiski en heimildir voru fyrir frá Afla- miðlun í júlí og þrjár fyrstu vikur ágústmánaðar. Að sögn Sigurbjörns era þetta sömu aðilar og fluttu út umfram heimildir í vor en hann vildi í Mikið umferðaröngþveiti varð af völdum glussaolíu úr vörubíl sem haföi lekið á rúmlega eitt hundrað metra svæði á mótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar um kvöldmatar- leytið í gærkvöldi. Sex bílar skemmd- ust í þremur óhöppum og Qórir sem voru í þeim vora fluttir á slysadeild. Loka þurfti Bústaöavegi um tíma vegna ástandsins. Slys urðu á fjórum, þó ekki alvar- leg, þegar þrír bílar lentu í árekstn af völdum hálkunnar á götunní. Á ekki nafngreina þá sérstaklega. - Seinkar það ekki fiskinum og rýrir þá verðgildi hans að toll- afgreiða hann allan fyrir útflutning? „Tollafgreiðslan seinkar í sjálfu sér engu en hún þýðir að menn verða að vera fyrr á ferðinni með sína pappíra. Auðvitað eru þetta óþæg- indi en auðvitað á ekki að auka þæg- indi yfir þá sem flytja út umfram heimildir. Aflamiðlun snýst jú um að útflutningur á ferskfiski verði ekki aukinn.“ -hlh svipuðum tíma var öðrum bíl ekið á ljósastaur viö gatnamótin og skemmdist hann nokkuð. Tveir aðrir bílar lentu síðan í árekstri en þar urðu ekki slys á fólki. Glussarör hafði sprangið í vöra- bílnum og lak olían eftir götunni. Rétt áður haföi rignt og orsakaðist af þessu mikil hálka. Starfsmenn Reykj avíkurborgar komu síöan á vettvang eftir að götunni var lokað og smúluðu þeir olíuna í burtu. -ÓTT Lögreglan sópar glerbrot á vettvangi þar sem glussaolía hafði lekið niður úr vörubíl og orsakað þrjú umferðaróhöpp og slys á fjórum sem voru í bílum sem runnu í hálkunni. DV-mynd S Umferðaröngþveiti á Bústaðavegi í gærkvöldi: Fjórir slösuðust og sex bílar skemmd- ust vegna olíuhálku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.