Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGÍÚR 6. SÉPTEMBER 1990. Andlát Friðjón Sveinbjömsson Friðjón Sveinbjömsson, spari- sjóðsstjóri í Borgarnesi, er látinn. Friðjón fæddist að Snorrastöðum í Hnappadalssýslu 11.3.1933. Hann var sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Mýrasýslu í Borgamesi í tuttugu og níu ár en starfaði þar í þrjátiu og þijúár. Friðjón gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum. Hann sat í stjóm Tryggingasjóðs sparisjóða og í stjórn Sambands íslenskra spari- sjóða og var formaður þess í fjögur ár. Friðjón var í forsvari fyrir Tónlist- arfélag Borgarfjarðar í u.þ.b. tutt- ugu ár. Hann starfaði í ungmennafé- laginu í Borgarnesi og tók virkan þátt í mörgum sýningum leikdeildar þess. Þá sat hann í stjórn Minning- arsjóðs Guðmundar Böðvarssonar skálds og var í byggingarnefnd heilsugæslustöðvarinnar í Borgar- nesi. Fréttaritari Ríkisútvarpsins var Friðjón í fjöldamörg ár og virk- ur þátttakandi í kórastarfi. Eftirlifandi eiginkona Friðjóns er Björk Halldórsdóttir og eignuðust þau þrjár dætur. Þær eru Sigríður, f. 16.11.1961, húsmóðir og skrifstofu- maður, gift Andrési Gunnlaugssyni húsasmið og eiga þau tvö böm, Frið- jón Snorra og Guðnýju; Margrét, f. 19.6.1965, í foreldrahúsum, og Hall- dóra Björk, f. 20.9.1974, í foreldr- ahúsum. Hálfbróðir Friðjóns er Kristján Benjamínsson, skrifstofumaður í Reykjavík, kvæntur Huldu Guö- mundsdóttur skrifstofumanni. Alsystkini Friðjóns em Haukur Sveinbjörnsson, f. 6.2.1932, búfræð- ingur og bóndi á Snorrastööum, kvæntur Ingibjörgu S. Jónsdóttur húsfreyju; Jóhannes Baldur Svein- björnsson, f. 29.6.1935, fram- kvæmdastjóri; Kristín Sólveig Sveinbjörnsdóttir, f. 17.3.1941, af- greiðslustúlka, gift Grétari Haralds- syni markaðsstjóra; Helga Steinunn Sveinbjörnsdóttir, f. 20.1.1943, af- greiðslustúlka, gift Indriða Aberts- syni mjólkurbússtjóra, og Elísabet Jóna Sveinbjörnsdóttir, f. 20.12. 1946, fóstra, gift Baldri Gíslasyni kennara. Foreldrar Friðjóns: Sveinbjörn Jónsson, f. 4.9.1894, kennari og odd- viti að Snorrastöðum, og kona hans, Margrét Jóhanna Sigríður Jóhann- esdóttir, f. 30.6.1905, húsfreyja. Sveinbjörn var sonur Jóns, b. í Friðjón Sveinbjörnsson. Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi og á Snorrastöðum, Guðmundssonar, b. í Súlunesi í Leirársveit, Sveinsson- ar. Móðir Sveinbjörns var Sólveig Magnúsdóttir, b. í Mýrdal, Guð- brandssonar. Margrét var dóttir Jóhannesar, b. í Skjálg í Kolbeinsstaðahreppi, Jónatanssonar og Kristínar Benja- mínsdóttur. Hunangstunglið í Casablanca: Hljómsveitin Hunangstunglið er nú að hefja hljómleikaferð vítt og breitt um landið. Byrjað verður í kvöld í Casa- blanca. Á meöal áheyrenda þar verður fulltrúi frá A&M plötufyrirtækinu en Hunangstunglið var nýlega í Englandi og voru tekin upp tvö lög sem A&M fyrir- tækið hefur nú til athugunar. Ef fulltrú- anum líst vel á leik strákanna í Hunangs- tunglinu í kvöld gæti það leitt til útgáfu á lögum með þeim í Englandi. Tónlistin, sem Hunangstunghð mun leika í kvöld og þar sem þeir koma fram á næstunni, er að mestu leyti ný en eitthvað mun sjálfsagt fylgja af eldra efni en tvær plöt- ur hafa komiö út með hljómsveitinni. Hljómsveitin er skipuð þeim Geira Sæm, sem leikur á gítar og syiigur, Kristjáni Edelstein, gítar, Styrmi Sigurðssyni, hljómborð, Þórði Guðmundssyni, bassa, og Halla Gulla sem leikur á trommur. Bakraddir sjá þær Eva og Ema um. Andlát Bergþór N. Magnússon, Nökkvavogi 1, andaðist að morgni 5. september í Borgarspítalanum. Kjartan Gissurarson flsksali frá Byggðaholti í Flóa, Sæviðarsundi 38, Reykjavík, andaðist í Vífilsstaðaspít- ala þann 5. september. Jarðarfarir Jónína Magnúsdóttir, Fjólugötu 15, Akureyri, andaðist 27. ágúst. Jarðar- forin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Esther Guðmundsdóttir, Suðurgarði 22, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, fimmtudag- inn 6. september, kl. 14. Friðjón Sveinbjörnsson sparisjóðs- stjóri, Borgarnesi, verður jarðsung- inn frá Borgameskirkju laugardag- inn 8. september kl. 14. Kjartan Jóhannesson, Karfavogi 34, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju fostudaginn 7. september kl. 13.30. Ragnheiður Þórólfsdóttir, Skipa- sundi 60, Reykjavík, lést á Borgar- spítalanum þriðjudaginn 4. septemb- er. Jarðarförin fer fram frá Lang- holtskirkju mánudaginn 10. sept- ember kl. 13.30. Leiðrétting Vegna mistaka endaði tónlistar- gagnrýni Finns Torfa Stefánssonar í gær á annan veg en ætlað var. í grein um píanóleikarann David Tutt átti lokasetningin að vera svona: David Tutt sýndi mikla fæmi og dug í að glíma við þetta allt saman og hefur margt til bmnns að bera sem píanó- leikari. Leiðrétting í grein um makróbíótíska fæðu í DV í gær er Þuríður Hermannsdóttir titluð hússtjómarkennari og mat- vælafræðingur. Hið rétta er að Þur- íður er hússtjórnarkennari en ekki matvælafræðingur. Ástvaldur Jónsson rafvirkjameistari lést 27. ágúst. Hann var fæddur á Svanavatni í Stokkseyrarhreppi 23. júlí 1923. Foreldrar hans vom Jón Jónsson og Margrét Sigurðardóttir. Ásvaldur lauk sveinsprófi í rafvirkj- un 1948 og vann við hana til dauða- dags. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðlaug Helga Ámadóttir. Þau hjón- in eignuðust þrjú börn. Útfór Ást- valds verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Jón Jónasson jámsmiður, Eskihhð 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 7. sept- ember kl. 13.30. Svava Valdimarsdóttir frá Súganda- firði, Kleppsvegi 50, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fóstudaginn 7. september kl. 10.30. Erla Brynjólfsdóttir, Suðurgötu 24, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 8. september kl. 14. Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkj ugarði. Oddný Ingveldur Tómasdóttir frá Efri-Presthúsum, Mýrdal, sem and- aðist 3. september, verður jarðsungin frá Reyniskirkju í Múrdal laugardag- inn 8. september kl. 15. Ólafur P. Stefánsson, fyrrverandi prentsmiðjustjóri, Bólstaðarhlíð 45, andaðist föstudaginn 17. ágúst. Jarð- arfórin hefur farið fram. Tapaðfundið Leðurjakki tapaðist á Gauk á stöng Brúnn leðurjakki tapaðist á Gauk á Stöng sl. laugardagskvöld. Finnandi vinsamleg- ast skih honum á Gauk á Stöng. Læða tapaðist Svört og hvít læða tapaðist frá Hamra- borg í Kópavogi á fostudaginn sl. Hún er eymamerkt ELF 019. Ef einhver hefur séð hana eða veit hvar hún er niðurkom- in, þá vinsamlegast hringið í síma 641195. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14 frjáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21 dansað. Flóamarkaður FEF Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður haldinn í Skeljahehi, Skeljanesi 6, næstu laugardaga, þann 8., 15. og 22. september. Hitt og þetta á góðu verði. Leið 5 að húsinu. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Fyrsti dagur í þriggja daga keppni. Allir velkomnir. Jöklarannsóknafélag íslands Hin árlega haustferð í Jökulheima verð- ur farin helgina 7.-9. september 1990. Lagt verður af stað á föstudagskvöldi kl. 20 frá Guðmundi Jónassyni hf. við Borg- artún. Komiö verður aftur í bæinn á sunnudagskvöldi. Þátttaka thkynnist th Stefáns Bjarnasonar, sími 37392, eða Ást- valds Guðmundssonar, vinnusími 686312. Fundir Junior Chamber á Islandi JC Árbær heldur sinn fyrsta kynningar- fund á starfsárinu í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 að Laugavegi 178 (gengið inn Bolholtsmegin). Junior Chamber er fé- lagsmálaskóli fyrir fólk á aldrinum 18^10 ára. Á fundinum mun Valdimar Her- mannsson kynna markmið og tilgang ís- lensku hreyfingarinnar og félagar í JC Árbæ munu segja frá starfsemi félagsins. Boðið verður upp á léttar veitingar og er ungt fólk sérstaklega hvatt til að mæta. Hvað er að gerast á Kúbu? í kvöld, 6. september, kl. 20 verður hald- inn umræðufundur um ástand mála á Kúbu. Fundurinn er haldinn í bóksölu Pathfmder að Klapparstíg 26,2. hæð. Þar mun Gylfi Páh Hersir segja frá ferð sinni th landsins í júlí sl. Gylfi tók ásamt 5 öðrum íslendingum þátt í árlegri vinnu- ferð til Kúbu á vegum Vináttufélaga Norðurlandanna og Kúbu. Á fundinum verður sagt frá ferðinni og hvernig kúb- anskt samfélag kom þátttakendum fyrir sjónir. Sýndar verða litskyggnur og á eft- ir verða almennar umræður. Að fundi loknum gefst tækifæri th óformlegra umræðna yfir kaffiboha og meðlæti. Þýtt verður á ensku og dönsku fyrir þá sem þess óska. Organistastarf Organista vantar í Bjarnanesprestakall, Hornafirði, í fullt starf. Um er að ræða tvær kirkjur. Að auki eru möguleikar á stundakennslu við Tónlistarskóla A- Skaftafellssýslu. Húsnæði er til staðar. Upplýsingar veittar í síma 97-81178 á kvöldin. F.h. Sóknarnefndar Hafnarkirkju, Arngrímur Gíslason Fjölmiðlar t Ragnheiður Þórólfsdóttir, Skipasundi 60, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 4. september. fíagnheiður fæddist í Viðey, fíeykja- vik, 21. október 1915. Foreldrar hennar voru Anna Teits- dóttir og Þórólfur Jónsson. Hún átti tvær systur, Önnu Sólveigu og fíannveigu, sem báðareru látnar. fíagnheiður giftist Guðmundi Bjarnasyni 23. mai 1937 og lést hann 11. ágúst 1959. Seinni maður Ragnheiðar var Kristján J. Einarsson húsasmíða- meistari og hafa þau hjón starfað saman um áraraðir við Lang- holtssöfnuð. Kristján lifir konu sína. Sala á bókum og sfjórnmálamönnum Þaö er auöséð og -heyrt á öllu að ákveönir einstaklingar, félög og fyr- irtæki eru komin i stellingar. Nú er nefnilega kominn september og ár- legur skjálfti að komast í suma og fjögurra áraskjálftií aðra, Jú, gat það verið, jólabókavertiö og þing- kosningar eruframundan. Fjölmiðl- ar spila sífellt stærra hlutverk í þessu hvorutveggja. Svo stóran að sumum finnst um of. Sú bók selst best sem fær sem mesta umfjöllun í fjölmiðlum. Salan á metsölubókinni, sem ör ugglega er ævisaga eða uppgjör, hefst um leið og hún er hugmynd ein á blaði. Þá er tjölmiðlum sagt frá því aö vænt- anlega muni þessi bók veröa skrif- uö. Svo er sagt hver komi til með aö skrifa hana. Langbest er ef viö- komandi er fræg persóna, reyndar nauðsynlegt. Næsta skrefið er yfir- lýsingar höfundar eða bókaforlags- ins um það hveroig skriftir gangi. Þá er komiö að því að upplýsa um línu og línu úr bókinni. Nú er fólk oröið svo spennt að það getur ekki annað en fylgst enn nánar með framvindu mála. Svo kemur bókin út og þá er lífsspursmál að fá viðtal í einhverjum tjölmiðlinura. En fjöl- miðlarnir hafa rey nst mjög fúsir til að bjóða upp á þessi viðtöl og verða reyndar einkar eftirsóttir af útgef- endum og höfundum eftir því sem nærdregurjólum. ' Salan á stjórnmálamönnum er líka tyrir löngu hafin. Nú er að koma í ljós aö þeir sem hafa verið hvaö iðnastir við pennann undan- farna mánuði hafa verið aö und- irbúa prófkjör. Enn fleiri dæmi eiga eftir aö skjóta upp kollinum á næst- unni. Þáttur íjölmiðla í sölu á stjóm- málamönnum er sist veigaminni en þáttur þeirra í bókasölunni. Þetta vita stjórnmálamennirnir. Og þeír sem lengst hafa trónað á toppnum hafa kunnað lag á fjölmiðlunum og nýtt sér það óspart. Ungir, menn og konur með þingmanninn í magan- um kunna líka orðið á þetta nú. Þeir fylgjast með og vita hvað það er sem skiptir máli í sölu á þeim sjálfum. Að hafa skoðun á hverju sem er, og koma henni á réttan máta á framfæri í sem flestum fjöl- miðlum, er eitt af því. Ekki síður þegar leikurinn tekur að æsast, að koma vel fyrir í útvarpi og sjón- varpi. Kunna að koma mikilvæg- ustu atriðunum frá sér á sem skemmstum tíma og allt það. Fylgj- umst með, salan er komin á fullt skrið. Rósa Guðbjartsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.