Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990. Fréttir Erfiðleikar Húsnæðisstofnunar: Byrjunarörðugleik- ar og sumarleyf i „Lögin tóku gildi í sumar og þá voru vitaskuld ýmsir byrjunarörð- ugleikar fyrir utan þaö að sumar- leyfi voru fyrir hendi sem varð auðvitað aö sinna. Það hefur verið unnið jafnt og þétt í þessu öllu sam- an og það er ekki nokkur vafi á að öll afgreiðsla verður með eðlilegum hætti, mér liggur við að segja í næstu viku. Ég á ekki von á öðru,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar, þeg- ar hann var spurður um það ófremdarástand sem ríkt hefur hjá stofnuninni í sumar en hún hefur verið nánast sambandslaus um leið og fólk hefur verið að reyna aö fá afgreiðslu þar. - segirSigurðurE. Guðmundsson - Hvað segir þú um þá gagnrýni sem komið hefur fram á stofnun- ina, meðal annars frá formanni Félags fasteignasala? „Mér finnst aö fasteignasalar eins og Þórólfur Halldórsson eigi ekki að gera sig mikið breiða á al- mennum vettvangi. Það eru hundr- að fasteignasalar í Reykjavík með 300 manna starfsliö. Viö erum aftur á móti með 10 manna lánadeild til að sinna öllu þessu. Ég held að þeir ættu að byrja á því að laga sína eigin þjónustu áður en þeir kvarta yfir þvi að hún sé slæm annars staðar. Þeir hafa ekkert upp á okk- ur að klaga,“ sagði Sigurður. - Nú eru sumarleyfi og annað slíkt fyrirsjáanlegt - gat stofnunin ekki brugðist við því? „Heyrðu mig. Það var ekki fyrir- sjáanlegt að það myndi hellast yfir okkur þessi ósköp af umsóknum. Og það er heldur ekki mögulegt fyrir okkur að ráöa, eins og fast- eignasalamir geta gert, 200-300 manna starfslið eins og ekkert sé. Við höfum þetta starfslið okkar og fjölguðum því lítillega en fengum bara miklu, miklu meiri aðsókn en við reiknuðum með.“ - En nú vinna 50 til 60 manns í stofnuninni. Var ekki hægt að færa einhvem þeirra? „Jú, jú þetta fólk vinnur þarna og að margvíslegum störfum. í lánadeildinni eru ekki nema eitt- hvað í kringum 10 manns sem njóta stuðnings ráðgjafastöðvarinnar. Þar er allt í finu lagi. Það gengur allt saman eðlilega fyrir sig. Það er mikil kraftur í þessu fólki og þó nokkur yfirvinna unnin og helg- arvinna." - En þegar myndast álagspunkt- ur á einum stað er ekki eðlilegt að fólk sé flutt til? „Jú, auðvitað og það er gert.“ - Já, en það náði ekki að létta af álaginu? „Sko heyrðu mig, ekki fór ég að flytja sjálfan mig í þetta og það er nú erfitt að flytja arkitekt í þetta og þannig má lengi telja. Hvaö verður þá um hin störfin? Hin verkefnin sem aðrir eru að sinna? Það er auðvelt að segja það en það er ekki jafn auðvelt að gera það. Annars er þetta alls ekki jafn slæmt og þið viljið vera láta.“ - Þú vilt þá ekki segja að þarna hafi verið neyðarástand? „Nei alls ekki. Ef um sérstök vandamál er að ræða kemur fólk hingað til að ræða við mig og aðra yfirmenn og við leitumst við að leysa þau eins og við höfum alltaf gert frá því darraðadansinn byrjaði 1986,“ sagði Sigurður E. Guð- mundsson forstjóri Húsnæöis- stofnunar. -SMJ Páll Líndal: w Skjaldarmerki Is- lands misheppnað - of misheppnað til þess að hanga á Alþingishúsinu? Eins og DV skýrði frá í gær er búið að ákveða að skjaldarmerki ís- lands verði komið fyrir inni í þingsal en ekki utan á Alþingishúsinu eins og til stóð. Þá var frá því sagt að skjaldarmerki íslands hefðu verið utan á húsinu frá upphafi til 1918. Fyrst voru þar þáverandi skjaldar- merki íslands, flatti þorskurinn ásamt dönsku konungsljónunum. Eftir að ísland fékk heimastjóm 1904 var þorskurinn tekinn burt og nýja skjaldarmerkið, fálkinn, sett í staö- inn. Ljónin fengu að halda sér. Eftir 1920 hafa skjaldarmerki íslands ekki verið utan á Alþingishúsinu. Lilja Ámadóttir ritari húsafriöun- arnefndar segir að merkin hafi verið tekin niður 1920 vegna þess að ekki þótti við hæfi að hafa erlent skjaldar- merki, auk þess sem fálkinn var kominn úr notkun. Einhverra hluta vegna hafi ekki verið sett skjaldar- merki eftir það. Hún segir að þegar Alþingishúsið var friðað 1973 hafi það verið friöað í því ástandi sem það var þá. Á þeim grundvejli hafi ekki verið hægt að fallast á tillögur. þing- forseta. Það hafi þó aðeins verið ályktað gegn þessari tilteknu tillögu, þaö sé hins vegar ekkert sem útiloki að skjaldarmerki íslands geti verið utan á Alþingishúsinu í einhverri mynd. I grein Páls Líndal um gerð skjald- armerkja fjallar hann m.a. um ís- lensku skjaldarmerkin. Flatti þorsk- urinn var í innsigli íslands frá 1593 og var merki íslands allt til 1903. „Ekki get ég varizt þeirri hugsun, aö skjaldarmerki íslands, eftir að krýndi þorskurinn var niður lagður, hafi verið misheppnuð. Fálkahug- myndin var út af fyrir sig nokkuð góð, en útfærslan var aldeihs afleit. Árið 1920 var ákveðið nýtt skjaldar- merki. Að minni hyggju er alls ekki um skjaldarmerki að ræða í venju- legri merkingu. Virðist sem land- vættirnar séu allar að hraða för sinni sem mest frá fánanum og úr þessum selskap yfirleitt. Þegar stofnun lýöveldis var ákveð- in, þótti nauösyn til bera að kippa burt kórónunni góðu, en að öðru leyti er merkiö óbreytt efnislega; Það er sem sagt ekki frekar en fyrr skjaldar- merki, heldur skjöldur með fána tyllt á svokallaða „stuðlabergshellu", eins og kallað er í forsetaúrskurði frá 17. júní 1944 um skjaldarmerki ís- lands, en „stuðlabergshella" er fyrir- brigði, sem jarðfræði íslands þekkir ekki. Kringum fánann er landvætt- unum hrúgað saman eða staflað upp beggja vegna. Sú er breyting á oröin, að ekki er sérstakt farai^nið á þeim eins og í eldra merkinu. Hins vegar er ástandið að baki fánans heldur bágboriö, því að gammurinn og drek- inn virðast helzt sitja á baki grið- ungsins. Gæti verið fróðlegt að fá mynd af því, hvernig ástandið að baki skjaldarins er, frá hinni hliðinni séð! Skjaldarmerki íslands er sem sagt misheppnað. Ég get t.d. varla hugsað mér öllu tilkomuminna merki en skjaldarmerki lýðveldisins." „Þegar sterkar líkur eru á því, að fundið sé hið upphaflega merki ís- Skjaldarmerki íslands til 1903 w. Skjaldarmerki íslands frá 1919 lands, hlýtur sú hugsun að vakna, hvort ekki sé rétt að láta endurskoða gerð skjaldarmerkisins meö hliðsjón af því? Ef það þætti ekki henta, stend- ur okkur þá annað nær hjarta en þorskurinn, þessi fornfrægi velinn- rætti fiskur, sem viröist hafa líf okk- Skjaldarmerki íslands frá 1903 Skjaldarmerki íslands frá 1944 ar í hendi sér? Fálkinn kemur líka til greina svo og landvættirnar, ef útfærslan yrði algerlega endurskoð- uð. Eða eigum við kannski að búa við þetta skjaldarmerkisviðundur um alla framtíð?" Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi fyrir septembermánuð Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) Eins og sést á kortinu þá liggur ísland inni á miðju úrkomusvæði. Það eru því litlar líkur á að stytti upp í bráð hér á landi. Lftil Veðurhorfur til mánaðamóta: Hlýtt en votviðrasamt Það verður hlýtt en votviðrasamt á íslandi seinni hluta september- mánaðar, ef marka má langtímaspá bandarísku veðurstofunnar NOAA. Samkvæmt spánni verður heldur hlýrra seinni hluta mánaöarins en í meðalári og úrkomumagnið verður sömuleiðis heldur meira en í meðal- ári, þar sem landið liggur inni í miðju úrkomubelti. Hlýjast verður á Aust- urlandi þar sem hlýir en rakir loft- straumar munu leika um þann hluta landsins. Línurnar á kortinu afmarka ákveö- in líkindasvæði þar sem líkurnar á hita, kulda eða úrkomumagni eru mismiklar. Talan 30 þýðir að jafnar líkur eru á meðalhita eða meðalúr- komu, með öðrum oröum að þar sem talan 30 stendur eru líkur á veður- lagi eins og í meðalári. Frávik frá tölunni 30 merkja síðan líkur á meiri hita eða meiri kulda og það sama gildir fyrir úrkomumagnið, það er, frávik frá tölunni 30 táknar líkur á meiri eða minni úrkomu. Tölurnar 35, 40 eða 45 þýða þá auknar líkur á frávikum frá meðal- ári, hvort sem um líkur á heitara eða kaldara veðri er að ræða, meiri eða minni úrkomu, og sést það á kortinu þar sem annaöhvort stendur hiti - kuldi, mikill eða lítill. Að gefnu tilefni skal svo tekið fram að áreiðanleiki veðurspáa hrað- minnkar því lengra sem spátímabilið er. Þessum spám er ætlað að sýna megindrætti í veðri viðkomandi vikna en ekki veðrið dag eftir dag. Þvi ber að taka spárnar með fyrir- vara. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.