Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990. 37
dv _______________________________Knattspy ma uriglmga
2. flokkur kvenna:
Blikastúlkumar
íslandsmeistarar
Ægir Már Káras., DV, Suðumesjum;
Breiðablik varð íslandsmeistari í
2. flokki kvenna í knattspyrnu en
úrslitakeþpnin var háð í Keflavík
dagana 30. ágúst til 2. september sl.
Eftirtalin fjögur lið léku til úrslita:
Keflavík, KA, Akranes og Breiðablik.
Blikunum nægði
jafnteíli
gegn Akranesi
Leikur Breiðabliks og Akurnesinga
var hreinn úrslitaleikur. Kópavogs-
stelpunum nægði jafntefli til sigurs
í mótinu og það tókst því viðureignin
endaði 1-1.
Liðin voru mjög jöfn að styrkleika,
en stúlkurnar áttu frekar erfitt með
að fóta sig á blautum vellinum og lít-
ið um marktækifæri en aftur á móti
Umsjón:
Halldór Halldórsson
var hart barist á miðjunni. Ekkert
mark var skorað í fyrri hálfleik.
Það var ekki fyrr en um miðjan
seinni hálfleik sem fyrra markið kom
þegar vítaspyrna var dæmd á Akra-
nes eftir að boltinn hafði hrokkið í
hönd varnarmanns. Hrafnhildur
Gunnlaugsdóttir tók spyrnuna og
skoraði af öryggi.
Þegar 10 mínútur voru til leiksloka
náðu Skagastúlkumar að jafna eftir
skemmtilegt gegnumbrot. íris Dögg
íslandsmeistarar Breiðabliks í 2. flokki kvenna 1990. Aftari röð frá vinstri: Héðinn Sveinbjörnsson aðstoðarþjálfari, Elisabet Sveinsdóttir, Fanney Krist-
mannsdóttir, Rósa G. Brynjólfsdóttir, Katrín Oddsdóttir fyrirliði, Agða Ingvarsdóttir, Birna Albertsdóttir, Arney Þórarinsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir þjálf-
ari, Rúnar Jónasson liðsstjóri og Oddur Grímsson, formaður kvennanefndar Breiðabliks. - Fremri röð frá vinstri: Málfríður Gunnlaugsdóttir, Katrin Jóns-
dóttir, Ásthildur Helgadóttir, Kristbjörg Harðardóttir, Unnur M. Þorvaldsdóttir, Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. DV-mynd ÆMK
Steinsdóttir fékk góða sendingu inn-
fyrir vörn Breiðabliks og renndi bolt-
anum laglega framhjá markverðin-
um.
Stúlkurnar náðu oft upp mjög góðu
samspili en varnir beggja voru mjög
traustar og því lítið um marktæki-
færi. Bæði lið geta státað af stórefni-
legum leikmönnum sem eiga áreið-
anlega eftir að halda uppi merki fé-
laga sinna í framtíðinni.
Þjálfari Breiðabliks er Vanda Sig-
urgeirsdóttir, en hún þjálfar einnig
3. flokk kvenna sama félags, sem
einnig varð íslandsmeistari á dögun-
um. Ekki svo amalegur árangur það.
Úrslit leikja
Keflavík-Breiðablik.........1-2
Akranes-KA..................3-0
Breiðablik-KA................1-0
Keflavík-Akranes.............1-1
Akranes-Breiðablik...........1-1
KA-Keflavík..................1-4
Lokastaðan:
Breiðablik 5 stig, Akranes 4, Keflavík
3 og KA ekkert stig.
Minniknattspyma í 4. flokki:
Stjaman og Fram sigruðu
í Lýsismótinu í Grindavík
- ekkert þátttökugjald var í mótið
Lýsismót UMFG var haldið í
Grindavík laugardaginn 18. ágúst
sl. í ágætis veðri. Leikið var sam-
kvæmt reglum KSÍ um minni-
knattspyrnu (7-manna lið), að því
undanskildu að leiktími var 2x12
mínútur. Alls tóku sjö félög þátt í
mótinu að þessu sinni en eitt lið
dró sig út úr keppni á síðustu
stundu. Öll félögin sendu bæði A-
og B-lið og var þeim skipt í tvo
riðla. í A-riðli léku Grindavík, Val-
ur, Haukar og Fram. B-riðill: Reyn-
ir, S., Breiðablik og Stjarnan.
Úrslit leikja
A-riðill, A- og B-lið:
Grindavík-Valur...a 2-0 b 0-3
Haukar-Fram...........a 1-3 b 0-3
Grindavík-Haukar..a 2-2 b 0-4
Valur-Fram............a 2-0 b 0-2
Framarar sigruðu i keppni B-liða, unnu Breiðablik i
úrslitaleik. Þjálfari strákanna er Magnús Einarsson.
Bo Johansson landsliðsþjálfari er hér að afhenda
þeim sigurlaunin.
A-lið Stjörnunnar sigraði í Lýsismótinu. Strákarnir léku til úrslita gegn
Grindavik. Þjálfari þeirra er Gylfi Orrason.
Grindavík-Fram......a 4-0 b 0-8
Valur-Haukar........a 2-0 b 2-0
B-riðill, A- og B-lið:
Breiðablik-Stjarnan.....a 2-5 b 1-1
Reynir, S.-Stjarnan......a 0-2 b 1-1
Reynir, S.-Breiðablik...a 1-2 b 1-2
Leikir um sæti, A-lið:
1.-2. sæti: Grindavík-Stjarnan...2-3
3.-4. sæti: Valur-Breiðablik..4-1
5.-6. sæti: Reynir, S.-Fram...6-0
(Athygli vekur góð frammistaða
Grindavíkur.)
Bo Johansson landsliðsþjálfari
mætti á staðinn og skoðaði lands-
liðsmenn framtíðarinnar og að-
stoðaði einnig við afhendingu verð-
launa. Öll verðlaun voru gefin af
Lýsi hf., en veitt voru verðlaun fyr-
ir þrjú efstu sætin, bæði í A- og
B-liðum. Auk þess fengu sigurveg-
arar veglegan eignarbikar.
Að lokinni keppni var öllum boð-
ið upp á pylsu í boði Lýsis hf. og
pepsí sem Sanítas bauð upp á. Síð-
ast en alls ekki síst fengu allir þátt-
takendurnir eina flösku af lýsi með
sér heim.
Leikir um sæti, B-lið:
1.-2. sæti: Fram-Breiðablik...2-0
3.^. sæti: Valur-Stjarnan.....0-2
5.-6. sæti: Reynir, S.-Haukar.4-0
Mótið þótti takast vel og voru
forráðamenn hðanna mjög ánægð-
ir, ekki síst fyrir það að ekkert þátt-
tökugjald var í mótið.