Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
17
Fjórir ættliðir. Dýrfinna Ósk Högnadóttir, Ágústa Linda Bjarnadóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir og óskírður Sveinsson.
DV-myndir BG
Sveinn Kristjánsson með unnustu
og syni.
Móðirin, Hrafnhildur Pétursdóttir,
með soninn.
„Hátíö þegar böm fæð-
ast í fjölskyldunni"
- segir 51 árs nýbökuð langamma
„Ég get ekki sagt að mér finnist
neitt tiltökumál að vera orðin lang-
amma. Mér fínnst alltaf vera hátíð
þegar börn fæöast í fjölskyldunni og
það skiptir mestu máli að þau séu
rétt sköpuð og heilbrigð,“ sagði Dýr-
finna Ósk Högnadóttir, nýorðin lang-.
amma, rétt 51 árs, í samtali við DV.
„Ég fann mestu breytinguna þegar
ég varð amma, 34 ára gömul. Mér
fannst það merkur áfangi og mjög
gleðilegur. Það var eins og að verða
móðir aftur. Ég er varla búin að átta
mig á því að vera orðin langamma
en ég varð óskaplega glöð þegar ég
frétti að þetta stæði til og ekki síður
þegar sá stutti fæddist," sagði Dýr-
fmna.
Dýrfinna varð langamma 5. sept-
ember sl. þegar 17 ára dótturdóttir
hennar, Hrafnhildur Katrín Péturs-
dóttir, búsett á Hvammstanga, fæddi
18 marka son á sjúkrahúsinu á
Blönduósi. Sá nýfæddi var heilir 57
sentímetrar að lengd svo hér er eng-
inn smádrengur á ferð. Fæðingin var
fremur erfiö vegna þess hve hann
var stór og þurfti að nota sogskálar
til þess að koma honum í heiminn.
Faðirinn, Sveinn Kristjánsson, 25
ára, frá Skagaströnd, var viðstaddur
fæðinguna.
„Þetta var ótrúleg upplifun og
spennandi að fylgjast með þessu nýja
ffi koma í heiminn," sagði hinn ný-
bakaði faðir í samtali viö DV á heim-
ili móðurinnar á Hvammstanga.
„Þetta er óskaplega gaman. Það eru
allir að óska mér til hamingju og
glettast með það hvort gráu hárun-
um hafi eitthvað fjölgað, Hér þekkja
alhr alla og vita af svona viðburðum
um leið og þeir gerast," sagði amm-
an, Ágústa Linda Bjarnadóttir, 33 ára
gömul, í samtali við DV.
Þessar þrjár mæðgur eiga saman
þá lífsreynslu að hafa orðið mjög
ungar mæður. Hefur viðhorf sam-
félagsins eitthvað breyst gagnvart
slíku?
„Þetta þótti ekkert tiltökumál þeg-
ar ég varð mamma,“ segir Dýrfinna
langamma sem varð móðir 18 ára og
Ágústa tekur í sama streng en hún
eignaðist Hrafnhildi 18 ára gömul.
Ágústa segist þó halda að þetta hafi
breyst á síðari árum með vaxandi
umræðu um jafnrétti kvenna og auk-
inni þátttöku þeirra í atvinnulífmu.
„Svo held ég að ungt fólk passi sig
betur en við kannski gerðum,“ segir
Ágústa og hlær.
Á sex börn og fjórtán
barnabörn fyrir
„Það hefur alltaf verið líf og fjör í
kringum mig. Ég á sex börn, fjórtán
barnabörn og svo þetta fýrsta barna-
barnabarn. Börnin mín eru öll upp-
komin en þau búa flest hér í ná-
grenni viö mig svo ég sé þau mikið
og barnabörnin koma oft í heimsókn
til ömmu. Að því leyti er ég heppnari
en margar aðrar ömmur,“ segir Dýr-
finna langamma og dregur fram
myndir af barnastóðinu og sýnir
okkur með stolti. „Svo hafa menn
verið að hafa í flimtingum að með
sama áframhaldi gæti ég lifað það
að verða langa-langa-langamma."
Dýrfmna og maður hennar, Jón
Konráðsson, bjuggu til skamms tíma
í Lækjarhvammi í Kirkjuhvamms-
hreppi en hafa nýlega flutt sig um
set aö Efra-yatnshorni í sömu sveit
en dóttir og tengdasonur tóku við búi
í Lækjarhvammi. Þau Dýrfinna og
Jón hafa þó ekki hætt búskap heldur
búa með svín og svo kanínur utan
kvóta. Kaninumar voru upphaflega
í búrum og voru sex að tölu. Þær
leika nú lausum hala í hlöðunni og
eru orðnar „sex sinnum sex“, eins
og Dýrfinna orðar það.
Aflista-
mönnum kominn
Sá stutti lætur allt umstang og ljós-
blossa myndavéla lítt á sig fá en sefur
vært meðan á því stendur. Móðir,
amma og langamma ljúka upp einum
rómi um hvað hann sé vær og róleg-
ur og hreinasta fyrirmynd annarra
ungbarna í flestri hegðan. Hann er
óskírður enn en er kallaður „Prins-
inn“ eða „Prins Vahant“. Sveinn fað-
ir hans er sonur Kristjáns Hjartar-
sonar sálmaskálds og organista á
Skagaströnd. Kántrísöngvarinn
Hallbjörn er því afabróðir hans svo
hann á til listamanna að telja.
„Hann verður örugglega farinn að
syngja og yrkja áður en varir,“ segir
Dýrfinna langamma að lokum og
strýkur kollinn á fiórða ættliðnum
sem sefur í fangi móðurinnar.
-Pá