Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
Myndbönd
E>V-Iistinn
Eina umtalsveröa breytingin á
vinsældalistanum þessa vikuna er
sú að Road House veröur aö gefa
eftir fyrsta sætiö eftir aö hafa veriö
þar í íjórar vikur, við tekur Parent-
hood sem var í öðru sætinu í síö-
ustu viku. Þaö er einnig merkilegt
aö engin ný mynd kemur inn á list-
ann þessa vikuna en á því veröur
væntanlega breyting í næstu viku
því út eru komnar myndir sem eiga
örugglega greiða leiö inn á list-
ann.
(2)
(1)
(3)
(7)
(5)
(5)
(8)
(4)
(6)
Parenthood
Road House
Worth Winning
Blind Fury
Action Jackson
Lock up
The Seventh Sign
Honey, I Shrunk the Kids
Back to the Future II
9.
10. (10) Casualties of War
★★íá
Japönsk rigning
BLACK RAIN
Úlgefandi:
Leikstjóri: Ridley Scott. Framleiðendur:
Stanley Jaffe og Sherry Lansing. Hand-
rit: Craig Bolotin & Warren Lewis.
Myndataka: Jan De Bont. Aðalhlutverk:
Michael Douglas, Andy Carcia, Ken
Takakura og Kate Capshaw.
Bandarisk 1989.
Þaö verður ekki annaö sagt en
aö myndir Ridley Scott séu hreint
augnayndi og má þar nefna myndir
eins og Alien og Blade Runner því
til sönnunar. Þessar myndir eru
glæsileg myndræn upplifun enda
sviðsmynd og myndataka frábær.
Bróðir Ridleys, Tony, viröist
reyndar hafa erft eitthvað frá stóra
bróður þó að áhrif tónlistarmynd-
bandanna séu en sterkari hjá hon-
um. Ridley viröist búa við þaö sama
vandamál þegar kemur aö per-
sónusköpun.
Svipaðir taktar og í fyrri mynd-
um Scotts birtast hér á neonljósa
prýddum götum Osaka í Japan.
Myndin sýnir okkur inn í heim sem
sjaldan er til umfjöllunar - heim
japönsku mafíunnar. Ef marka má
þessa mynd er hann ekki síður
spennandi en heimur bandarísku
mafíunnar.
Myndin segir frá baráttu tveggja
lögreglumanna við skipulagða
glæpastarfsemi í Japan en þeir
blandast inn í það eftir að hafa tap-
að fanga sem þeir voru að flytja til
landsins.
Þrátt fyrir dýrðina er myndin
frekar hol og vináttusambönd lög-
regluþjónanna, bandarískra og jap-
anskra, gerir lítið til að bæta það.
Þá er fremur pirrandi sá karakter
sem Douglas skapar þó að hann sé
vissulega töff. Það verður því aö
segja um þessa neonfantasíu Scotts
að hún stendur því miður ekki
undir þeim væntingum sem til
hennar eru geröar þó maður sjái í
sjálfu sér ekki eftir tímanum sem
í hana fer. -SMJ
★★V2
Erfittvitni
©
TURNER & HOOCH
Útgefandi: Bergvik hf.
Leikstjóri: Roger Spottiswoode.
Aðalhlutverk: Tom Hanks, Mare Winn-
ingham og Craig T. Nelson.
Bandarisk, 1989-sýningartimi 97 min.
Vinnufélögum Turners lögreglu-
manns finnst það óþolandi hversu
samviskusamur og hreinlegur
hann er. Enginn fer í bíl með hon-
um án þess að fara í bílbelti og á
heimili hans sem og í vinnunni er
allt í röð og reglu. Þá mun sá sem
reykir í návist hans ekki gera það
aftur.
Turner er lögrelumaður í smábæ
þar sem engir glæpir eru framdir.
Það kemur því fát á lögregluliðið
þegar þeir þurfa að fara rannsaka
morð á gömlum manni sem Tumer
þekkti vel. Tumer þekkir einnig
hund gamla mannsins Hooch, og það
ekki að góðu. Hann er ekki einn um
að vera dauðhræddur við þennan
ófrýnilega hund sem meira að segja
af hundi að vera er ótrúlegur sóði.
Turner neyðist aftur á móti til að
taka að sér hundinn þar sem hann
grunar að hann sé eina vitnið að
morðinu. Það líður ekki á löngu þar
til Hooch er búinn að leggja í rúst
hreinlega íbúð Turners og þegar
hann hefur ekkert til að bíta í leik-
ur hann sér að sætaáklæðunum í
bíl Turners. Þrátt fyrir þetta verð-
ur þeim ágætlega til vina og við
lausn morðgátunnar er Hooch svo
sannarlega betri en enginn.
Turner & Hooch er kannski meiri
spennumynd en maður átti von á
en sæmilega tekst að spinna saman
mikinn húmor, sem er í samskipt-
um Turners og Hooch, og morðgát-
una sem þeir eru leysa.
Helsti galli myndarinnar er
hversu lokaatriði myndarinnar era
veik og þar með lausnin á morðgát-
unni. Helst kostur myndarinnar er
aftur á móti samleikur Tom Hanks
og hundsins. Þótt Hooch sé alveg
ótrúlega ófrýnn í framan og þetta
sé kannski sísti hundur sem maður
mundi vilja hafa heima hjá sér er
ekki laust við að í öllum sínum ljót-
leika búi Hooch yfír sjarma sem
erfitteraðstandast. - -HK
★★‘/2
Dýrkeypt svindl
EIGHT MEN OUT
Útgefandl: Háskólabló.
Leikstjóri: John Sayles.
Aóalhlutverk: John Cusack, Charlie
Sheen, Christopher Lloyd og Clifton
James.
Bandarísk, 1988-sýningartimi 119 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Hafnabolti er íþrótt sem við ís-
lendingar þekkjum aðeins af af-
spurn og úr kvikmyndum, en á
undanfórnum árum hefur hafna-
bolti í einhverri mynd veriö mjög
vinsælt efni til kvikmyndagerðar
vestanhafs, má þar nefna The Nat-
ural, Field of Dreams og Bull Dur-
ham.
Eight Men Out er ein slík mynd.
Munurinn á henni og þeim fyrr-
nefndu er aö Eight Men Out er
Við hringborðið
H Conncctícut Banfecc
ín itfng ^rtljur's Court
(SLJCHSKLfR TEKTt
A CONNECTICUT YANKEE IN KING
ARTHUR'S COURT
Útgefandi: Myndlorm
Leikstjóri: Mel Damski. Aöalhlutverk:
Keshía Knight-Pulliam, Jean March,
Emma Samms, Whip Hubley.
Bandarísk 1989. 96 min. Öllum leyfð.
Það sýnir vel andleysi aðstand-
enda þessarar barnamyndar að
þeim hefur ekki einu sinni tekist
að finna heppilegt nafn á myndina-
heldur inniheldur nafngiftin nán-
ast allan söguþráðinn.
Það er greinilegt að hér hefur átt
að gera gott út á sjónvarpsvinsæld-
ir Rudy litlu Cosby en hálfkjánalegt
er nú að byggja mynd upp í kring-
um 11 ára gamalt bam. Sérstaklega
þegar sama aðferð er notuð og þeg-
ar myndir Eddy Murphys eru gerð-
ar.
Myndin segir frá því þegar Rudy
litla dettur af hestbaki og ruglast
við það inn í heim Arthurs kon-
ungs og riddara hringborðsins.
Sem vonlegt er hefjast hin mestu
ævintýri.
Þetta tímaflakksævintýri er
fremur hefbundið að allri gerð. Þó
að búningar og sviðsmynd séu al-
veg ágætlega gerð þá spillir
óspennandi og ófrumlegt handrit
fyrir. Klippingin aftur í tímann
verður óraunveruleg og staðsetn-
ing þessarar Utlu blökkustúlku við
hirð Arthurs konungs verður
fremur óraunveruleg - en þannig
erureyndarævintýri. ____ -SMJ
★★í4
Goðsögn
JAMES DEAN
Útgefandi: Myndform
Leikstjóri: Robert Butler. Handrit: Will-
iam Bast. Framleióandi: William Bast
og John Forbes. Aóalhlutverk: Michael
Brandon, Candy Clark, Amy Irving og
Stephen McHattie.
Bnadarísk 1976. 96 mín. ölium leyfð.
Einhverra hluta vegna vita flestir
ákaflega lítið um James Dean ann-
að en að hann er goðsögn! Pilturinn
náði aðeins að leika í þrem mynd-
um áður en hann dó, aðeins 24 ára
að aldri. Fyrir gráglettni örlaganna
varð hann nánast samstundis að
goðsögn sem fæstir vita hvað er á
bak við.
Þessi 14 ára gamla sjónvarps-
mynd er því kærkomin fyrir þá
sem vilja fræðast um James Dean
en hún er byggða á endurminning-
um herbergisfélaga hans.
Myndin er því miður ekki nógu
lífleg en eigi að síður athygli verð,
sérstaklega vegna leiks Stephen
McHattie í aðalhlutverkinu. Hann
nær að túlka hlutverk Dean alveg
eins og maður sér hann fyrir sér -
sem villuráfandi en leitandi piltur
- fullur af hæfileikum.
Þó að sögu Deans sé tæpast gerð
tæmandi skil hér þá er maður tölu-
vert nær því aö skilja út á hvað
goðsögnin gengur. -SMJ
byggö á sönnum atburðum sem
ollu miklu hneyksli meðal banda-
rísku þjóðarinnar snemma á öld-
inni.
Segir þar frá leikmönnum í
Chicago White Sox liðinu sem eru
mjög óánægðir með kjör sín. Þeir
verða þvi auöveld bráð fyrir glæpa-
menn sem bjóða þeim gull og
græna skóga ef þeir tapi viljandi
nokkrum leikjum sem þeir eiga að
vera öruggir með. Þetta er að sjálf-
sögðu boðið til þess eins að gróðinn
geti orðið mikill í veðmálum.
Leikmennirnir, sem eru átta, fá
þó ekki það sem þeim var lofað og
eiga sumir þeirra erfitt með sam-
visku sína. Svona umfangsmikið
svindl fer ekki fram hjá glöggum
blaðamönnum og þegar allt kemst
upp hitnar heldur betur í kolunum.
John Sayles er handritshöfundur
og leikstjóri Eight Men Out. Tekst
honum vel að skapa spennu í
kringum íþróttina sjálfa en það
vantar tilfinningar í myndina.
Aldrei fær maður neina samúð með
neinum íþróttamannanna þótt
sumir þeirra fari illa út úr öllu
saman, sérstaklega þeir sem aðeins
voru með í svindlinu því allir aðrir
voru með. Og með því að jafna per-
sónunum út fæst lítil innsýn í
einkalíf þeirra. Sjálfsagt hefðj
myndin orðið mannlegri ef meira
hefði verið gert úr réttarhöldunum
og hver urðu afdrif leikmannanna,
en það hefði þá verið á kostnað
íþróttarinnar sem er bestu atriöin.
-HK
★★
I felum
THE GRASCUTTER
Útgefandi: Háskólabió.
Aöalhlutverk: lan McKellian og Frances
Harper.
Nýsjálensk, 1988 - sýnlngartími 105
min.
Bönnuó börnum innan 16 ára.
Átökin milli mótmælenda og ka-
þólskra á Norður-írlandi hafa orðiö
tilefni til nokkurra kvikmynda og
oftast hafa skúrkamir tengst írska
lýðveldishernum sem skipaður er
kaþóhkkum. í The Grascutter er
blaðinu snúið við og nú er seilst inn
raðir mótmælenda sem stunda
einnig hryðjuverk þó í minna mæli
sé.
The Grascutter gerist á Nýja-
Sjálandi. Þar er i felum fyrrverandi
hryðjuverkamaður mótmælenda
sem keypti sér frelsi með því að
koma upp um félaga sína. Eftir
fimmtán ár í felum er nú tilveru
hans ógnað þegar sveit frá Norður-
írlandi kemur í þeim eina tilgangi
að drepa hann. Brátt logar allt í
drápum í litlu og friðsömu sam-
félagi og veit lögreglan á staðnum
ekki neitt í sinn haus...
Þótt aðeins í lokin hrynji undan
ágætum söguþræði þá býður The
Grascutter upp á samfellda spennu
og era mörg atriöin vel gerð þótt
ekki sé hér um að ræða neina
merkismynd.
Á Nýja-Sjálandi er blómleg kvik-
myndagerð þótt lítið hafi verið gert
til að kynna hana hérlendis. Oft er
þeim skipað á stall með nágrönnum
sínum í suðri, Áströlum, enda virö-
ist sami ferskleiki einkenna þessar
tvær þjóöir þegar kvikmyndir eiga
íhlut. , -HK