Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
Héðinn Steingrímsson skákmaður:
„Héöinn hafði aldrei neinn áhuga
á skák. Honum var eiginlega att út í
hana,“ segir móðir Héðins Stein-
grímssonar, Fríða Valgeröur Ás-
bjömsdóttir, en pilturinn hefur sýnt
frábæra leikni í skák að undanfömu.
Héðinn er aðeins fimmtán ára gam-
all en skáklistina lærði hann á sínum
tíma í ísaksskóla.
„Eldri bróðir Héðins, Baldur, sem
er aðeins fimmtán mánuðum eldri,
var í ísaksskóla og til að leysa ýmis
vandamál á heimilinu létum við Héð-
inn fara með honum. Hann hafði
sýnt mikla leikni við að ráða þær
þrautir og krossgátur sem börnin
voru að glíma við. Á hverjum degi
myndaðist hálfrar klukkustundar
biðtími frá því skóla lauk þar til
drengimir voru sóttir og skólastjór-
inn ákvað að nota þennan biðtíma
nemenda til að kenna þeim að tefla.
Sá eldri var í skákinni en Héðinn,
sem alltaf hefur verið mjög hug-
myndaríkur, sneri sér að því að lesa
blöð. Hann hefur alltaf verið sjálfum
sér nógur. Til dæmis var hann algjör
sérfræðingur með Lego-kubba og ég
var viss um að hann yrði arkitekt
síðar meir. Hann hafði mikla sköp-
unargáfu. Bæði Baldur og Héðinn
eru mjög greindir og klárir strákar
en yngsti sonurinn, Gunnar, sem er
tíu ára er meiri félagsvera," segir
Fríöa Valgerður og bætir því við að
þegar Héðinn fékkst til að vera með
í skákinni í ísaksskóla hafi hann
strax orðið mjög góður og það hafi
síðan verið hvatinn að áframhald-
andi iðkun íþróttarinnar.
Skipti um skóla
vegna aðkasts
Friða Valgerður segir að þó Héðinn
eigi sína vini vilji hann ekki hafa þá
hangandi yfir sér alla daga eins og
margir jafnaldrar. „Þetta var hvað
verst þegar hann var yngri en þá
varð hann stundum þreyttur á kunn-
ingjunum ef þeir vildu vera of mikið
með honum. En ég held að þetta sé
að lagast með aldrinum.“
Vegna þess að Héðinn skipti um
skóla þegar hann var enn á grunn-
skólaaldri átti hann engan náin vin.
Hann stundaði nám í Réttarholts-
skóla en vegna aðkasts frá skóla-
Héðinn með einn af verðlaunagripum sínum. Að mánuði liðnum heldur hann til Júgóslavíu þar sem hann tekur þátt
í ólympíumótinu i skák. DV-myndir Brynjar Gauti
félögum hætti hann námi þar og
flutti sig yfir í Hagaskóla. „Þar sem
hann var ári yngri en skólafélagam-
ir og nýorðinn heimsmeistari FIDE
fyrir tólf ára og yngri varð hann fyr-
ir nokkru aðkasti í skólanum. Þegar
þessi titill var unninn fjölluðu blöðin
mikiö um hann og gerðu úr honum
stjömu sem aftur kom illa niður á
honum sjálfum. Héðinn er friðsamur
og þess vegna var leiðinlegt fyrir
hann að verða fyrir slíkum áföik
um,“ segir móðir hans.
„Sem nemandi er Héðinn opinn og
hugmyndaríkur og lætur í ljós skoð-
anir sínar. Hans besti vinur meðan
hann var í Hagaskóla var nemandi í
rafmagnsverkfræði í Háskólanum
sem útskrifaðist sl. vor. Þessi ungi
maður bauð Héðni oft heim og þeir
tefldu saman. Hann kom alitaf fall-
ega fram við Héðinn. Kunningsskap-
ur þeirra myndaðist þegar Héðinn
fór að hitta föður sinn í hádeginu en
hann er prófessor í Háskólanum. Þá
voru stúdentarnir að tefla og Héðinn
tók með þeim skák,“ segir Fríða.
Áhugasamir foreldrar
Athygli hefur vakið hversu vel hún
hefur stutt við bakið á syni sínum
og veriðhonum til aðstoðar á mótum.
Þá hefur hún staðið fyrir söfnunum
til að hjálpa Héðni að fjármagna dýr-
ar utanlandsferðir. Fríða segir að það
hafi ekki verið vel liðið hjá unglinga-
hreyfingu Skáksambandsins. „Það
hefur andað köldu milh mín og for-
stöðumanns unglingahreyfingarinn-
ar síðan ég var beðin að fara með
Héðni til Porto Rico í heimsmeistara-
keppnina. Hann taldi sig víst eiga að
fara og hundskammaði mig. Þráinn
Guðmundsson forseti Skáksam-
bandsins baö mig að fara og það gerði
ég,“ segir Fríða ennfremur.
Ekki segist móðirin tefla en mann-
ganginn kann hún. „Ég held ég hafl
visst mat á stöðunni á borðinu en
hef enga sköpunargáfu á þessu
sviði,“ viðurkennir hún. ,-,Skákin er
tímafrek og ég hef ekki haft tíma til
að leggja hana fyrir mig. Hins vegar
finnst Héðni mjög gott að hafa ein-
hvern með sér, þegar hann keppir,
sem ekki er á kafi í skákinni og vill
raunar ræða eitthvað allt annað en
skák milli þess sem hann situr við
borðið. Ég reyni að nota tímann með-
an þann teflir til að kynna mér hvað
sá staður sem við erum stödd á býður
upp á til að skoða. Þegar færi gefst
reynum við að fara í kynnisferðir.
Héðinn hefur gaman af körfubolta
og sundi. Einnig hefur hann gaman
af að kynna sér þjóðhætti þar sem
hann er staddur og víkka þar með
sjóndeildarhringinn. Skákin er að
mínu áliti svolítið dauður heimur og
mér finnst mjög gott að hann skuli
hafa svona jarðbundin áhugasvið.
Hann tekur nefnilega skákina mjög
alvarlega og hefur afar faUega fram-
komu við skákborðiö. Ég vildi í raun-
inni óska þess að hann tæki hana
ekki alveg svona alvarlega, þess
vegna reyni ég að segja honum að
þetta sé nú bara leikur.
Ákaflega vandvirkur
„Ég held aö Héðinn hafi frá föður
sínum þann eiginleika að allt verði
að vera fullkomið, hann er svokallað-
ur „perfectionisti". Föðuramma
hans var einnig svona, ákaflega
vinnufær en var ekkert að dreifa sín-
um kröftum því þeir fóru í heimilið.
Það sama á við um Héðin, ef hann
snýr sér að skákinni er hann ákaf-
lega vandvirkur."
Fríða segir að skákin taki töluverð-
an tíma frá náminu. „Það verða
árekstrar. Sérstaklega þegar hann
fær ekki að ráða sér sjálfur. Mér
gramdist oft við skákhreyfmguna
áður fyrr þegar þeir voru aö ýta hon-
um í keppni, jafnvel hinir og þessir
aðilar úr ýmsum áttum, eins og hann
væri vélmenni sem ætti að setjast við
skákborðið þegar þeim fannst henta.
Hann verður að fá að taka sínar
ákvaröanir sjálfur. Ég hef oft bent á
þetta og er htin hornauga í staðinn.
Ég get nefnt sem dæmi að hann er
kannski biiinn að missa mánuð úr
skóla vegna keppni og eftir eina viku
til tíu daga er honum gert að mæta
í keppni t.d. fyrir Taflfélagið eða eitt-
hvað annað. Það getur ekki gengið
upp því þá fer skákin að verða núm-
er eitt og námið númer tvö. Það tek-
ur hann tíma að komast aftur inn í
skólakerfið eftir langt hlé.“
Afþakkaði
Norðurlandamót
„í vor afþakkaði hann að taka þátt
í Norðurlandamóti, sem hann er bú-
inn að sigra fimm ár í röð, vegna
þess að honum fannst það ekki nægi-
lega spennandi auk þess sem það er
kostnaðarsamt. Þeir urðu undrandi
þegar hann afþakkaði og töldu það
okkur foreldrunum að kenna. Það
var hins vegar alfarið hans eigin ósk
að fara ekki,“ segir Fríða Valgerður
ennfremur.
Hún segir það ekki dans á rósum
fyrir unghng að sigla milh skers og
báru og taka réttar ákvarðanir. Fríða
telur þó að þetta hafi allt blessast þó
erfitt sé og mörg áföll. „Það er mikill
keppnisandi í stráknum og hann er
agaður. Héðinn er kröfuharður á
sjálfan sig og ekki síður aðstoðar-
menn sína. Hann getur ekki haft fólk
í kringum sig sem ekki er hægt að
treysta á.“
sem teflir ekki í tvísýnu
- segir Fríða ValgerðurÁsbjömsdóttir, móðir skáksnillingsins unga