Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Sinn er siður
Þegar viö fórum til fjarlægra lánda með framandi
siöi, tökum viö tillit til þarlendra umgengisvenja. Við
notum til dæmis ekki áfengi á almannafæri í löndum
íslams. Vesturlandabúar eiga líka að ætlast til hins
sama, þegar íslamar setjast að á Vesturlöndum.
Því miður hafa sum vestræn þjóðfélög, til dæmis hið
brezka, látið gott heita, þótt íslamskir íbúar hvetji til
þess, að rithöfundurinn Salmon Rushdie sé drepinn.
Hvatning til manndrápa er ólögleg á Vesturlöndum og
ber að vísa þeim gestum úr landi, sem ekki virða það.
Vesturlönd hafa í stórum dráttum komið sér saman
um siðareglur í mannlegum samskiptum. Samið hefur
verið um, að efnavopn skuli ekki notuð í hernaði, að
með stríðsfanga skuli fara með ákveðnum hætti og að
óbreyttir borgarar séu ekki teknir í gíslingu.
Siðareglur Vesturlanda eru grunnmúraðar í stjórnar-
skrám og hefðum, sem segja, að allir megi kjósa, allir
megi segja skoðanir sínar og virt skuli löng röð al-
mennra mannréttinda, sem tryggja hag almennings og
minnihlutahópa gegn lögreglu- og ofbeldisaðgerðum.
Með sáttum austurs og vesturs í Evrópu má reikna
með, að smám saman gildi siðareglur Vesturlanda í
samskiptum manna í milli, milli stjórnvalda og almenn-
ings og milh ríkja um því nær allt norðurhvel jarðar.
Að þessu leyti marka árin 1989 og 1990 tímamót.
í heimi íslams eru margir fylgjandi siðareglum af
þessu tagi. Þeir telja, að vestrænn nútími sé engin upp-
finning Satans, heldur áminning til þjóða íslams .um,
að þær hafi setið eftir í þróuninni í um það bil fimm
aldir. Þannig hugsa til dæmis margir Tyrkir og Egyptar.
Ennfremur eru til íslamar, sem hafna vestrænum
sjónarmiðum yfirleitt. í þeim hópi hafa margir trú á
Saddam Hussein sem lausnara, er feti í fótspor arftaka
spámannsins, sem fóru blóðuga sigurfór um Miðaustur-
lönd og Norður-Afríu fyrir tæpum tólf öldum.
Saddam Hussein hefur frá vestrænu sjónarmiði brot-
ið nærri allar siðareglur í samskiptum manna, þjóða
og ríkja. Fram að innrásinni í Kúvæt komst hann upp
með þetta. Hann hafði séð, að Vesturlönd gerðu ekkert,
þótt hann beitti efnavopnum í Kúrdistan og íran.
Hann hafði hka séð, að það borgaði sig að taka vest-
ræna gísla, sem hægt var að selja vestrænum ríkis-
stjórnum. Áður voru gíslar teknir einn og einn, en nú
hafa þeir verið teknir hundruðum og þúsundum saman.
Nýja siðareglan segir, að það megi taka gísla.
Með því að taka vestræna gísla hefur Saddam Hus-
sein flutt Persaflóastríðið th Vesturlanda. Hann hefur
ekki aðeins ráðist á íslamskt nágrannaríki. Hann hefur
hka ráðist á Vesturlönd almennt. Þannig hefur hann
sagt Vesturlöndum stríð á hendur, þar á meðal íslandi.
Ef Persaflóastríðinu lýkur með, að Saddam Hussein
dregur her sinn frá Kúvæt og fær í staðinn eitthvað, sem
gerir honum kleift að halda vehi heima fyrir sem eins
konar sigurvegari, hefur hann unnið gíslastríðið við
Vesturlönd. Öh fúlmenni heims munu taka eftir því.
Persaflói er prófsteinn á nýfengna samstöðu norðurs-
ins. Staða Vesturlanda í umheiminum verður óbærheg,
ef þau vinna ekki sigur í stríðinu við Saddam Hussein.
Þau verða að brjóta hann á bak aftur, hrekja hann frá
völdum og halda yfir honum stríðsglæparéttarhöld.
Að loknu shku uppgjöri geta íslamar í alvöru farið
að taka afstöðu til, hvort þeir vhji taka þátt í nútímanum
eða frjósa inni í fimm alda gömlu hugarfari.
Jónas Kristjánsson
Sameining í höfn
en kostnaðurinn
blasir við
Skjöl voru undirrituð í Moskvu
á þriðjudag með skilmálum sem
tryggja að sameining þýsku ríkj-
anna tveggja í eitt kemur til fram-
kvæmda þriðja næsta mánaðar.
Sömuleiðis er ákveðið að heimfor
sovésks hers frá svæðinu sem var
Austur-Þýskaland ljúki ekki síðar
en í árslok 1994 þegar tæpt misseri
skortir í að rétt hálf öld sé liðin frá
því að hermenn Súkoffs marskálks
drógu fánann með hamri og sigð
að húni á Ríkisþinginu í hjarta
Berlínar yfir rústum Hitlers-
Þýskalands.
Þar með verða engir sovéskir
hermenn lengur eftir utan landa-
mæra Sovétríkjanna í Evrópu.
Gengið hefur verið frá samningum
um brottför Sovéthers frá Tékkó-
slóvakíu og Ungverjalandi. Stjóm
Póllands hefur óskað formlegra
viðræðna um lok sovéskrar her-
setu þar í landi og væntir skjótrar
niðurstöðu. Dvöl sovéskra her-
sveita í Póllandi hefur alltaf verið
réttlætt með skírskotun til sam-
gönguleiða við hernámsliðið í
Þýskalandi.
Bandamenn úr heimsstyrjöldinni
síöari með hemámsréttindi í
Þýskalandi, Bandaríkin, Bretland,
Frakkland og Sovétríkin, uröu
ásamt stjórnum þýsku ríkjanna
ásáttir um að þaö væri eftir dúk
og disk að efna til fjölskipaðrar,
formlegrar friðarráðstefnu úr því
sem komið er. Látiö er nægja að
fjórveldin afsala sér hernámsrétt-
indum en stjórnir þýsku ríkjanna
gangast undir tilteknar skuldbind-
ingar fyrir hönd sameinaðs Þýska-
lands.
Afsalað er rétti til að Þýskaland
komi sér upp kjarnavopnum, efna-
vopnum eða sýklavopnum. Herafli
þess verður takmarkaður við
370.000 manns og er það yfir þriðj-
ungs fækkun frá því sem fjölmenn-
ast var í herjum ríkjanna sem nú
sameinast. Segir Gerhard Stolten-
berg, landvarnaráðherra Vestur-
Þýskalands, fyrirsjáanlegt að árið
1996 hafi herafli á þýsku landsvæði
dregist saman úr hálfri annarri
milljón manna í hálfa milljón, eða
um tvo þriðju.
Auk þess sem Þjóðveijum undir
vopnum fækkar og 360.000 Sovét-
hermenn veröa á brott, dregst her-
afli frá öðrum ríkjum NATO í Vest-
ur-Þýskalandi verulega saman.
Breska stjómin hefur þegar kunn-
gert fækkun í Rínarhernum. Fækk-
un bandarískra hermanna í Vest-
ur-Evrópu úr 305.000 í 195.000 hafði
þegar verið ákveðin. James Baker,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði í aðalstöðvum NATO í Bruss-
el daginn eftir undirritunarathöfn-
ina í Moskvu, að atvikin heföu gert
að verkum að sú tala ætti ekki leng-
ur viö, fækkunin yrði mun meiri.
Erlendtíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Ekki vildi Baker nefna neina tölu,
kvað eftir að ræða málið við Sovét-
menn í sambandi við samningana
um gagnkvæma fækkun í herafla.
Washington Post hefur skýrt frá
að sovéskir samningamenn hafi
stungið upp á fækkun bandarískra
hermanna í sjötíu til áttatíu þús-
und.
Á lokaspretti samningagerðar-
innar, sem lauk í vikunni, reyndust
tvö atriði erfiðust. Annað er að
herlið undir yfirherstjórn NATO
verði ekki á svæðinu sem nú er
Austur-Þýskaland. Svo verður alls
ekki meðan sovéskar hersveitir eru
ófarnar, og að því loknu heita Þjóð-
verjar að virða sérstaklega öryggis-
hagsmuni Sovétríkjanna í þessu
efni.
Hitt deiluatriðið var greiðsla
Þýskalands á kostnaði við dvöl,
heimflutning og viðtöku heima í
Sovétríkjunum á 360.000 manna
herliði frá Austur-Þýskalandi og
fjölskyldum þeirra, alls allt að
600.000 manns. Fyrir Vestur-Þjóð-
verja er þetta fyrst og fremst pen-
ingamál, en fyrir Sovétstjórnina
vandi ofan á annan sem fyrir er.
Viðtökur hermanna, sem kvaddir
eru heim frá Austur- og Mið-Evr-
ópu, gætu hugsanlega gert erfitt
ástand óviðráðanlegt.
Efnahagsþrengingar í Sovétríkj-
unum og óskilvirkt stjórnkerfi hafa
gert að verkum að heimkoma fárra
tuga þúsunda hermanna frá
Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi er
orðin meiriháttar vandamál. Hús-
næði reynist ekki fáanlegt. Endur-
þjálfun brautskráðra hermanna til
starfa í atvinnulífi er í ólestri. Verst
bitnar þetta á liðsforingjum, sem
hafa haft fjölskyldur sínar hjá sér
í hersetnum löndum og fengið að
velja þar úr herskálum en er sum-
part vísað til vistar í tjaldbúðum
við heimkomuna.
Komið hefur til mótmæla vegna
þessa í herstöðvum í Austur-
Þýskalandi þar sem 50.000 her-
manna fækkun, sem sovétstjórnin
ákvað einhliða fyrir ári, er að koma
til framkvæmda. Hafa hermanna-
konurnar gengist fyrir mannsöfn-
uði og mótmælaaðgerðum. Mest
óttast þær húsnæðisskortinn þegar
heim kemur, en einnig kemur til
að í hersetnu löndunum hefur þetta
fólk lifað góðu lífi miðað við skort-
inn í Sovétríkjunum.
Hundruö þúsunda hermanna
með kynni af öðrum löndum á
hrakhólum í Sovétríkjunum er
ekki fýsileg tilhugsun fyrir Sovét-
stjórnina. Niðurstaða af viöræðum
Theo Waigels, íjármálaráðherra.
Vestur-Þýskalands, og sovéska að-
stoðarforsætisráðherrans Stepans
Sitarians er að Þýskaland reiðir
fram tólf milljarða marka til að
standa straum af heimflutningi
Sovéthersins, til að koma upp íbúð-
arhúsnæði yfir 72.000 fjölskyldur
og til aö greiða fyrir endurþjálfun
þeirra sem hverfa úr herþjónustu
og þurfa slíks með til að verða
gjaldgengir til borgaralegra starfa.
Þetta er enn einn pinkillinn í við-
bót í þá fjárhagsbyrði sem umskipt-
in í Áustur- og Miö-Evrópu á einu
ári leggja á sameinað Þýskaland,
sem þýöir í raun og veru Vestur-
Þýskaland eitt eins og málum er
háttað. Áður höfðu stjórnvöld í
Bonn tekið á sig verulegar skuld-
bindingar gagnvart ríkjunum milli
Sovétríkjanna og Þýskalands, eink-
um Póllandi.
Mestur verður þó kostnaðurinn
við að koma þeim hluta landsins,
sem til Austur-Þýskalands taldist,
á réttan kjöl. Þar var fyrirfram vit-
að um gífurleg verkefni við að þrífa
upp mengunina eftir tillitslausa
náttúruníðslu fyrri valdhafa og
koma þeim fyrirtækjum, sem líf-
vænleg reyndust, á það tæknistig
að þau yrðu af eigin rammleik sam-
keppnisfær á alþjóðamarkaði.
Nú hafa bæst við ófyrirséð stór-
vandamál af skjótri efnahags- og
peningasameiningu 1. júlí í sumar.
I stað þess að ijárfesta í austur-
þýsku atvinnulifi hefur þorri vest-
ur-þýskra fyrirtækja látið við það
sitja að leggja undir sig austur-
þýska markaðinn með eigin vör-
um, unnum í vestri. Alræmdast er
dæmi vestrænu matvælaframleiö-
endanna, sem gera það að skilyrði
fyrir að selja austur-þýskum dreif-
ingaraðilum eftirsóttar vörur sínar
að ekki sé keypt af öörum. Við þetta
er fótum kippt undan austur-þýsk-
um bændum og matvælaiðnaði.
Kosningarnar í sameinuðu
Þýskalandi í desemberbyrjun
hljóta því aö verulegu leyti að snú-
ast um hvernig eigi að standa
straum af sameiningunni.
Magnús Torfi Ólafsson
Frá undirritun fullveldisgernings sameinaðs Þýskalands i Moskvu. Frá vinstri: Baker Bandaríkjunum, Hurd
Bretlandi, Sévardnadse Sovétríkjunum, Dumas Frakklandi, de Maiziére Austur-Þýskalandi og Genscher Vest-
ur-Þýskalandi. Gorbatsjov sést milli Dumas og de Maiziére. Símamynd Reuter