Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 38
50
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
Afmæli
Hrönn Jónsdóttir
Hrönn Jónsdóttir kennari, Esju-
braut 10 á Akranesi, verður fimm-
tug mánudaginn 17. september.
Hrönn er fædd í Reykjavík og ólst
upp á Akranesi og hefur átt þar
heima síðan. Hún útskrifaðist úr
Kennaraskólanum 1961 og var
kennari í Barnaskólanum á Akra-
nesi 1961-1967 og Brekkubæjarskóla
á Akranesi frá 1978. Hrönn giftist
25. október 1963 Halldóri Jóhanns-
syni, f. 26. september 1934, banka-
manni. Foreldrar Halldórs voru:
Jóhann Jónatansson, b. í Hjörsey,
og kona hans, Þórunn Sigurðardótt-
ir. Böm Hrannar og Halldórs era:
Berglind, f. 10. júní 1963, deildar-
stjóri hjá bókaforlaginu Lífi og sögu
í Rvík, sonur hennar er Dagur, f. 9.
október 1988; Þóra, f. apríi 1967, ílug-
umferðarstjóri í Rvík, gift Elís Þor-
geiri Friðrikssyni, nema í símsmíði,
sonur þeirra er Ari, f. 9. júní 1988;
Kristjana, f. 31. janúar 1969, sælgæt-
isgerðarmaður í Rvík. Systkini
Hrannar eru: Börkur, f. 16. desemb-
er 1944, verkstjóri í Járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga, kvænt-
ur Valgerði Sólveigu Sigurðardótt-
ur, ogÞorsteinn, f. 6. júní 1953, bóka-
útgefandi í Reykjavík, kvæntur
Hrefnu Steinþórsdóttur.
Foreldrar Hrannar eru: Jón Zop-
honías Sigríksson, f. 26. október
1914, stýrimaður og sjómaður, síðar
verkamaður í Sementsverksmiðju
ríkisins á Akranesi, og kona hans,
Kristjana Vigdís Hafliðadóttir, f. 31.
janúar 1918. Jón Zophonías er sonur
Sigríks Eiríkssonar, b. ogfræði-
manns á Krossi á Akranesi, Eiríks-
sonar b. á Krossi á Akranesi, Páls-
sonar. Móðir Sigríks var Sigríður
Jónsdóttir, b. í Garðaseli á Akra-
nesi, Þorvarðssonar, sem Garðas-
elsættin er komin frá. Móðir Jóns
Sigríkssonar er Sumarlína Sumar-
liðadóttir, bróður Gunnars Gunn-
arssonar, kaupmanns í Rvík. Móðir
Sumarliða var Diðrikka Wilhelms-
dóttir Hölter, skálds í Kasthúsum í
Rvík, Diðrikssonar Hölter, skósmiðs
í Rvík, bróður Margrethe, konu
Lauritz Knudsens, ættforeldra
Knudsensættarinnar. Diðrik var
sonur Lauritz Hölter, beykis í Rvík,
og konu hans, Guðrúnar Þorbergs-
dóttur, prests á Eyri í Skutulsfirði,
Einarssonar. Móðir Þorbergs var
Guðrún Hjaltadóttir, prófasts og
málara í Vatnsfirði, Þorsteinssonar.
Kristjana er dóttir Hafliða, b. í
Bergshoítskoti í Staðarsveit og á
Stóru-Hellu á Hellisandi, bróður
Sesselju, móður Ragnhildar Gott-
skálksdóttur, huglæknis í Rvík. Haf-
liði var sonur Þorsteins, b. á Grenj-
um, Þórðarsonar, vinnumanns á
Grenjum, Jónssonar, b. á Kvísl-
höfða, Þórðarsonar, b. á Högnastöð-
um, Pálssonar. Móðir Hafliða var
Sigríður Hafliðadóttir, b. í Heydal,
Hafliðasonar, b. í Ármúla, Hailiöa-
sonar. Móðir Þorsteins var Sigríður
Ásmundsdóttir, b. á Elínarhöfða á
Akranesi, Jörgenssonar, b. á Elínar-
höfða, Hanssonar, Klingenbergs, b.
á Krossi á Akranesi, ættfoður Kling-
enbergsættaririnar. Móðir Krist-
jönu var Steinunn, systir Elíasar,
b. á Elliða, föður Kristjáns, ritstjóri
Lögbirtingablaðsins og Huldu móöir
Elísar Snælands Jónssonar, aðstoð-
arritstjóra DV. Steinunn var dóttir
Kristjáns, b. á Lágafelli, Elíassonar,
„sterka“ b. í Straumfjarðartungu
Sigurðssonar, b. og stúdents í Geit-
eyjum, Sigurðssonar, sem Geitey-
ingar eru frá taldir, föður Vigfúsar
Fjeldsteds, ættfóður Fjeldstedættar-
innar. Móðir Steinunnar var Vigdís
Jónsdóttir b. og hreppstjóra á Elliða,
Hrönn Jónsdóttir.
Þorgilssonar, b. á Hagaseh í Staðar-
sveit. Móðir Vigdísar var Sigríður
Þorsteinsdóttir, b. í Hraunsmúla í
Staðarsveit sem Þorsteinsætt í Stað-
arsveit er rakin frá. Hrönn tekur á
móti gestum laugardaginn eftir kl.
16.
Gissur Símonarson
Gissur Símonarson húsasmíða-
meistari, forstjóri Gluggasmiðjunn-
ar hf., Bólstaöarhlíð 34 Reykjavík,
er sjötugur á morgun.
Gissur er fæddur á Eyrarbakka
og hefur búið í Reykjavík frá fjögra
ára aldri. Hann lærði húsasmíði hjá
Jóhanni Kr. Hafliðasyni 1938-1942
og lauk prófi í Iðnskólanum í
Reykjavík 1941. Gissur tók sveins-
próf í húsasmíði 1942 og hefur rekið
sjálfstæðan atvinnurekstur í bygg-
ingastarfjjemi í Reykjavík frá 1943.
Gissur stofnaði Gluggasmiðjuna
1960, sem starfaði fyrst við Mikla-
torg en síðar í Síðumúla. Hann hefur
framleitt hurðir, glugga og útveggja-
einingar úr álformum auk þess að
smíða úr timbri frá 1970. Gissur var
einn af stofnendum Meistarafélags
húsamiða og í stjóm þess 1960-1970.
Hann var í verðskrárnefnd og
samninganefnd Meistarafélags
húsasmiða í nokkur ár og formaður
prófnefndar í húsasmíði 1963-1975.
Gissur hefur verið í stjórn Iðnaöar-
mannafélagsins í Reykjavík frá 1970
og formaður frá 1974. Hann hefur
verið fulltrúi Iðnaðarmannafélags-
ins í Reykjavík frá 1973, var í bygg-
ingamefnd Reykjavíkur 1978-1990
og í stjóm Landssambands iðnaðar-
manna 1983-1989. Gissur hlaut ridd-
arakross fálkaorðunnar 1988 og
heiðursmerki Landssambands iðn-
aðarmanna úr gulli 1989.
Gissur kvæntist 17. júlí 1947
Bryndísi Guðmundsdóttur, f. 17. júlí
1925. Foreldrar Bryndísar vora
Guðmundur Andrésson, iðnverka-
maður á Akureyri, og kona hans,
Jónína Arnljótsdóttir. Böm Gis-
surar og Bryndísar eru Jónína, f.
9. janúar 1948, gift Braga Ragnars-
syni, framkvæmdastjóra Hafnar-
bakka hf„ og eiga þau tvö börn;
Gunnar Levi, f. 24. ágúst 1949,
tæknifræðingur í Rvík, kvæntur
Margréti Ágústsdóttur, nema í fjöl-
miðlafræði, og eiga þau einn son og
Ingibjörg, f. 1. október 1956, gift Erni
Sigurjónssyni, húsasmíðameistara í
Rvík, og eiga þau tvö börn. Systkini
Gissurar eru: Ingunn, f. 1. desember
1921, var gift Jóhanni Björnssyni,
sem nú er látinn, var forstjóri Vél-
smiðjunnar Kletts hf.; Margrét
Anna, f. 3. september 1923, gift Guð-
mundi Kjæmested skipherra; Krist-
ín, f. 14. júlí 1926, gift Gísla Kristj-
ánssyni, verkstjóra í Rvík, og Símon
Þóroddur, f. 14. júlí 1926, vélstjóri í
Rvík, kvæntur Olafiu Sigurðardótt-
ur.
Foreldrar Gissurar voru: Símon
Símonarson, f. 9. apríl 1890, d. 24.
ágúst 1960, bifreiðastjóri í Rvík, og
kona hans, Ingibjörg Gissurardóttir,
f. 30. ágúst 1888, d. 20. növember
1977. Símon var sonur Símonar, b.
á Bjarnastöðum í Ölfusi, Símonar-
sonar, b. á Bjamastöðum, Jónssonr,
b. á Bjarnastöðum, Jónssonar, b. á
Þurá, Eyjólfssonar, prests á Snæ-
foksstöðum, Björnssonar. Móðir
Símonar Símonarsonar á Bjarna-
stöðum var Amþrúður Hannesdótt-
ir, b. í Stóru-Sandvík í Flóa, Guð-
mundssonar og konu hans, Vigdísar
Steindórsdóttur, b. í Auðsholti í Ölf-
usi, Sæmundssonar, ættföður Auðs-
holtsættarinnar. Móðir Símonar bíl-
stjóra í Rvík var Ingiríður Eiríks;
dóttir, b. í Vetleifskoti, Eiríkssonar,
b. í Tungu, Jónssonar, b. á Rauð-
nefsstöðum, Þorgilssonar, b. á
Reynifelli, Þorgilssonar, ættfóður
Reynifellsættarinnar. Móðir Eiríks
var Guðrún Oddsdóttir, b. á Fossi á
Rangárvöllum, Guðmundssonar.
Móðir Guðrúnar var Margrét Ólafs-
dóttir, b. á Fossi, Bjarnasonar, b. og
hreppstjóra á Víkingslæk, Halldórs-
sonar, ættfóður Víkingslækjarætt-
arinnar. Móðir Ingiríðar var Mar-
grét Þórðardóttir, b. á Velli í Hvol-
hreppi, Jónssonar, b. á Ormskoti í
Fljótshlíð, Magnússonar, b. á
Kirkjubæ á Rangárvöllum, Filipp-
ussonar.
Ingibjörg var dóttir Gissurar, b. í
Gljúfurholti í Ölfusi, Guðmunds-
sonar, b. í Saurbæ, Gissurarsonar,
b. á Reykjum í Ölfusi, Þóroddsson-
Gissur Símonarson.
ar, b. í Ossabæ í Ölfusi, Gissurar-
sonar, b. á Dalseli undir Eyjafjöll-
um, ísleifssonar, b. á Seljalandi und-
ir Eyjafjöllum, Magnússonar, lög-
réttumanns á Höföabrekku í Mýr-
dal, ísleifssonar. Móðir Guðmundar
var Guðrún Sigurðardóttir, systir
Bjarna Sívertsen riddara. Móðir
Gissurar í Gljúfurholti var Sigríður
Gísladóttir, b. í Reykjahjáleigu,
Gíslasonar, b. í Reykjakoti í Ölfusi,
Guðnasonar, b. í Reykjakoti, Jóns-
sonar, ættfóður Reykjakotsættar-
inriar.
Móðir Ingibjargar var Margrét
Jónína Hinriksdóttir, b. á Seli á Sel-
tjamarnesi, Helgasonar. Móðir Hin-
riks var Ólöf Sigurðardóttir, b. á
Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í
Holti í Stokkseyrarhreppi, Bergs-
sonar, b. og hreppstjóra í Bratts-
holti, Sturlaugssonar, ættfóður
Bergsættarinnar. Móðir Margrétar
var Ingibjörg Bessadóttir, b. á Leið-
ólfsstöðum í Flóa, Guðmundssonar,
b. og hreppstjóra á Ormsstöðum í
Grímsnesi, Guðmundssonar. Gissur
og Bryndís taka á móti gestum á
afmælisdaginn í Húsi iðnaðarins,
Hallveigarstíg 1, kl. 16-19.
Pálína Jónsdóttir,
Reynimel 84, Reykjavík.
Soffía Sveinsdóttir,
Skaftahlíð 18, Reykjavik.
Guðbjörg Pétursdóttir,
Túngötu7, Grindavík.
Ásgeir Jakobsson,
Langholtsvegi 17, Reykjavík
Kveldúlfsgötu 12, Borgarnesi.
Guðmundur Kristmundsson,
Skípholti III, Hrunamannalireppi.
Gísli Guðbrandsson,
Laugateigi 10, Reykjavík.
Guðbrandur Kristmundsson,
Bjargi II, Hranamannahrepi,
Arnar Kristjánsson, «•
Smiðjustíg 2, Eskifirði.
Guðmundur Karl Óskarsson,
Skarðshlíð 22C, Akureyri.
Agnar Óskarsson,
Byggðavegi 128, Akureyri.
80ára
Victoria Blö ndal.
Vesturgötu 50A, Reykjavík.
Margrét Hróbjartsdóttir,
Bröttugötu 12, Vestmannaeyjum.
50ára
Brynhildur Friðbjörnsdóttir,
Túngötu 13B, Grýtubakkahreppi.
Óskar Ragnarsson,
Svínaskálahlíð I, Eskifirði.
Sigríður Pétursdóttir,
Langholtsvegí 28, Reykjavik.
Torfí Nikulásson,
TúngÖtu 38, Eyrarbakka.
70ára
Hólmfríður Jónsdóttir,
Hvassaleiti 58, Reykjavik.
60 ára
Inga Jóhannsdóttir,
40 ára
Sophaporn Namwijit,
Fjarðarstræti 17, ísafirði.
Vigdís Viktorsdóttir,
Hraunbrún 50, Hafnarfirði.
Sigurbjörn Helgi Magnússon,
Álfatúni 35, Kópavogi.
Gísli Ásmundsson,
Sóleyjargötu 2, Vestmannaeyjum.
Hjörtur Emilsson,
Sörlaskjóli 88, Reykjavík.
Elínborg Karlsdóttir,
Sigtúni36,Selfossi.
Anna Smnarliðadóttir
Anna Sumarliðadóttir, Digranes-
vegi 60, Kópavogi, áður húsfreyja í
Sandhólaferju í Rangárvallasýslu,
verður níræð á sunnudaginn. Anna
er fædd í Kollsvík í Rauðasands-
hreppi í V-Barðastrandarsýslu og
fluttist íjögurra ára með foreldram
sínum í Keflavik í Rauðsands-
hreppi. Hún fór úr föðurhúsum
sextán ára og gerðist vinnukona hjá
Þorvaldi Jakobssyni, presti í Sauð-
lauksdal, og var hjá honum í tvö ár
þangað til hann lét af prestskap og
gerðist kennari við Flensborgar-
skólann. Anna vann næstu árin í
Hafnarfirði en var einnig kaupa-
kona í Sandhólaferju í Djúpárhreppi
í Rangárvallasýslu. Anna giftist 5.
apríl 1923 Guðmundi Halldórssyni,
f. 11. september 1878, b. á Sand-
hólaferju. Foreldrar Guðmundar
vora Halldór Halldórsson, b. á
Syöra-Rauðalæk, og kona hans,
Margrét Bárðardóttir. Böm Önnu
og Guðmundar eru: Ingimundur
Þorgeir, f. 4. mars 1924, d. 14. ágúst
1976, starfsmaður Vegagerðar ríkis-
ins, kvæntur Jóhönnu Gunnars-
dóttur, f. 11. ágúst 1922, og eignuð-
ust þau einn son, en Þorgeir átti eina
dóttur fyrir; drengur, f. í janúar
1925, lést skömmu eftir fæðingu;
Margrét Halldóra, f. 22. nóvember
1925; Gunnar, f. 1. janúar 1927,
kvæntur Bryndísi Stefánsdóttur, f.
9. maí 1930 og eiga þau eina dóttur
og tvo syni; Gunnar Leifur, f. 22.
apríl 1928, loftsiglingafræðingur,
kvæntur Valgerði Gunnarsdóttur,
f. 17. ágúst 1917; Guðrún Lilja, f. 1.
júlí 1929, gift Stefáni Stefánssyni, f.
26. september 1931, bróður Gunnars,
eiga þau þrjá syni og þrjár dætur:
Sigurður Grétar, f. 14. október 1934,
pípulagningameistari, kvæntur
Helgu Harðardóttur, f. 7. maí 1942.
Eiga þau eina dóttur ogfjóra syni;
Ólafur, f. 4. júní 1941, skólastjóri,
kvæntur Elísabetu Svavarsdóttur,
f. 8. apríl 1948. Eiga þau tvær dætur
og einn son, en Ólafur átti eina dótt-
ur áður. Systkini Önnu voru: Ingi-
mundur Þorgeir; Daníel; Ólafía og
Jón.
Foreldrar Önnu vora: Sumarliði
Bjarnason, b. og kennara í Keflavík
í Rauðasandshreppi, og kona hans,
Guðrún Ingimundardóttir. Sumar-
liði var sonur Bjarna, b. og kennara
í Rauðasandshreppi, Bjarnasonar
og konu hans, Önnu Sigurðardóttur,
b. á Hvallátrum, Finnbogasonar.
Guðrún var dóttir Ingimundar, b. á
Naustabrekku, Guðmundssonar.
Móðir Ingimundar var Ingunn
Jónsdóttir, b. á Geitagili, Einarsson-
ar, b. og hreppstjóra í Kollsvík,
Jónssonar, ættfóðurKollsvíkurætt-
arinnar. Anna hefur eignast 51 af-
komanda, þar af20barnabörn, 22
barnabarnabörn og eitt barna-
barnabarnabarn. Anna tekur á móti
Anna Sumarliðadóttir.
gestum á afmælisdaginn í Höfuðbóh
í Félagsheimili Kópavogs kl. 15-18.