Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990. 35 Þó Héðinn virðist dulur og hægur hefur hann talsvert skap. „Þó maður eigi ekki að segja það við fjölmiðla þá er hann skapmikill og hefur alltaf verið,“ segir móðir hans. „Hins vegar á hann annað sem ég þakka guði fyr- ir og það er hjartahlýja. Ég hef tekið eftir að hann er mjög góður við alla sem eiga bágt. Þegar hann var í leik- skóla lagði hann sig oft í hættu til að bjarga minnimáttar. Héðinn er örugglega kjarkmikill og hann er góður við gamalt fólk,“ segir Fríða og bætir við að strákurinn sé afburða raunsær. „Hann hefur oft komið mér á óvart á því sviði og bent mér á hluti sem ég hef ekki tekið eftir. Hann sér nýjar hliðar á fólki.“ Bræðumir em þrír og móðir þeirra er kennari í heimilisfræðum. Hún segist gera kröfur til drengjanna. „Héðinn er ágætur í eldhúsinu þegar hann hefur tíma. Strákarnir hafa oft bakað vöfílur og Héðni hefur alltaf farist það vel úr hendi. Annars hefur elsti sonur minn verið hðtækastur í eldamennskunni. Þegar við höfum .veriö í burtu hefur hann verið dug- legur að elda. En Héðinn er sá eini á heimilinu sem fæst við skákina." Of mikió sviösljós Héðinn Steingrímsson er ekkert sérstaklega hrifmn af viðtölum og telur að of mikið sé gert úr árangri skákmanna í fjölmiðlum. „Það er eins og það sé verið að blása þetta allt of mikið upp. Ég er ekkert hrifmn af því,“ segir hann. Héðinn segist ekki hafa tíma til spjalls, hann hafi misst úr skóla undanfarna daga og ahur hans tími fari í að ná því upp sem tapað er. Að einum mánuði liðn- um fer hann á Olympíumót í skák í Júgóslavíu þar sem helstu stórmeist- ararnir verða með honum. Héðinn lítur á það sem heiður að fá að taka þátt í því móti. Héðinn hóf nám í Menntaskólart- um í Hamrahlíð í haust og tekur nám sitt alvarlega. „Ég hef ekki tíma til að tefla þessa daga en les allt sem kemur um skák í blöðunum." Hann segist stefna að háskólanámi en fagið er ekki ákveðið. Arkitektúr verður það þó ekki. Héðinn segist ekki taka þátt í miklu félagslífi því sá tími sem hann eigi afgangs fari í skákina. „Ég fer ekki oft í bíó en horfi stundum á sjónvarp," segir hann. Ekki vih hann spá um hvenær hann nái stórmeistaratith eða hvort hann hafi áhuga á honum yfirleitt. „Mig langar þó ekki að leggja skák- ina fyrir mig því þá held ég að hún verði ekkert skemmtileg lengur,“ segir hann. Þegar Héðinn er spurður hvort hann eigi marga vini svarar hann þvi neitandi. „Ætli ég vilji ekki helst vera einn,“ segir hann. Efnilegur skákmaður Jón L. Ámason stórmeistari segist hafa fylgst með Héðni í nokkur ár. „Héðinn er með okkar aUra efnUeg- ustu skákmönnunum. Hann hefur hæfileika til að verða einn af okkar bestu skákmönnum ef hann notfærir liHf isis Héðinn Steingrimsson er fimmtán ára en hann þykir mjög efnilegur skákmaður og hefur hæfileika til að ná langt á því sviði. Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum og þessa dagana er Héðinn að vinna upp það sem hann hefur tapað úr skóla frá mánaðamótum. sér þá. Við höfum aðallega rætt skák og mér sýnist hún vera eitt af hans aðaláhugamálum. Hann slær þó ekki slöku við í námi,“ segir Jón um þenn- an unga skákmann. Hann segir að það séu ákveðnir persónuleikar sem leggi skákina fyr- ir sig. Skákin er ekki fyrir alla. „Mér sýnist Héðinn hafa hæfúeika á ýms- um sviðum og sé ekki að skákin muni hamla honum neitt. Hann tók þátt í sterku móti í Sviss í sumar og stóð sig mjög vel,“ segir Jón. Sjálfur var Jón L. aðeins sextán ára þegar hann varð íslands- og heims- meistari sveina í skák og þekkir því til. Jón segir að það þurfi mikla ein- beitingu í skákinni Qg menn verði að læra að loka sig frá umheiminum. Engin truflun má eiga sér stað meðan menn berjast í toppbaráttu. „For- eldrar Héðins hafa verið mjög dug- legir að fylgja honum eftir og aðstoða hann. Það er mjög sérstakt hve vel þau hafa stutt hann,“ segir Jón L. Árnason. - En er það hollt fyrir unga krakka að vera í skákinni af fullum krafti? „Já, það myndi ég segja. Skákin eflir ýmsa hæfileika, einbeitingu og rökrétta hugsun. Auk þess sem hún þjálfar vinnubrögð. Þá má ekki gleyma að skákin heldur unghngun- um frá allskyns vitleysu. Einn skák- maður oröaði það svo: Ég tefli því ég geri ekkert illt af mér á meðan. Allt getur síðan gengið út í öfgar og ég myndi telja þaö neikvætt ef unglingar legðust eingöngu í skák- ina. Ekki má heldur gleyma að skák- in er heilmikill félagsskapur og mað- ur kyimist mörgu fólki í gegnum hana. Ég býst þó við að Héðinn sé svolítill einfari," segir stórmeistar- inn. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.