Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
Afhending skirteina
verður í Gullsporti
í dag, laugardaginn
15. sept., kl. 15-17 en
ekki á morgun eins og
stóð i blaðinu í gær.
Dagný Björk
danskennari
Félagsfundur
ÍÞRÓTTAFÉLAGS FATLAÐRA
verður haldinn 22.9. kl. 14.00.
Félagar, mætið allir í íþróttamiðstöðina, Hátúni 14.
Dagskrá:
1. Lagabreytingar.
2. Önnur mál.
Stjórnin
Styrkir til kvikmyndagerðar
Kvikmyndasjóður Islands auglýsir eftir umsóknum
um styrki til kvikmyndagerðar.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kvikmyndasjóðs,
Laugavegi 24, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember
1990.
Sérstök eyðublöð fást á skrifstofu Kvikmyndasjóðs
og eru umsóknir því aðeins gildar að eyðuþlöð Kvik-
myndasjóðs séu útfyllt samkvæmt skilyrðum sjóðs-
ins.
Stjórn Kvikmyndasjóðs Islands
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39, sími 678500
Aðstoð við aldraða
Langar þig til að starfa með öldruðum?
Okkur bráðvantar áhugasamt og gott fólk til starfa
sem fólgin eru í hvers konar aðstoð og félagslegri
samveru á heimilum aldraðra.
Vinnutími er sveigjanlegur frá kl. 09.00-17.00 og
gæti meðal annars hentað námsfólki.
Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér starfið.
Nánari upplýsingar veita forstöðumenn og verkstjór-
ar heimaþjónustu á eftirtöldum stöðum:
Aflagranda40 sími 62 25 71 mil i kl. 10 og 12
Bólstaðarhlíö 43 sími 68 50 52 mil i kl. 10 og 12
Hvassaleiti 56-58 sími 67 93 35 mil i kl. 10 og 12
Norðurbrún 1 sími 68 69 60 mil i kl. 10 og 12
Seljahlíð sími 7 36 33 mil i kl. 10 og 12
Vesturgötu 7 sími 62 70 77 mil i kl. 10 og 12
Nauðungaruppboð
ERirtaldar eignir verða boðnar upp og seldar,
e< viðunandi boð fást, til luknlngar
neðangreindum kröfum, á opfnberu uppboði
sem sett verður á skrifstofu embættisins,
Miðbraut 11, Búðardal, þriðjudaginn
18. sepL 1990 kl. 10.00 og siðan háð eftir
nánari ákvörðun uppboðsréttarins:
Dalbraut 4, Búðardal, þingl. eigandi
Ágúst Magnússon. Uppboðsbeiðandi
er Samvinnulífeyrissjóðurinn, Ármúla
3, til lúkningar skuld að fjárhæð kr.
473.209,00, auk vaxta og kostnaðar.
Hluti í Akureyjum, Skarðshreppi,
þingl. eigandi Friðrik Kjarval. Upp-
boðsbeiðandi er innheimtumaður nk-
issjóðs í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
vegna kröfu að fjárhæð kr. 437.124,00,
auk vaxta og kostnaðar.
Efri-Múh, Saurbæjarhreppi, þingl.
eigandi Magnús Agnarsson. Uppboðs-
beiðandi er Sigríður Thorlacius vegna
Vátryggingafélags íslands vegna
kröfu að fjárhæð kr. 300.000,00, auk
vaxta og kostnaðar.
Klifinýri, Skarðshreppi, þingl. eigandi
Sverrir Karlsson. Uppboðsbeiðandi er
Stofhlánadeild landbúnaðarins vegna
Itröfu að fjárhæð kr. 527.000,00, auk
vaxta og kostnaðar.
Hólar, Hvammshreppi, þingl. eigandi
Kristján E. Jónsson. Uppboðsbeiðandi
er Búnaðarbanki Islands vegna kröfu
að fjárhæð kr. 436.350,00, auk vaxta
og kostnaðar.
Tindar, Skarðshreppi, þingl. eigandi
Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Upp-
boðsbeiðandi er Eftirlaunasjóður
starfsmanna Búnaðarbanka íslands,
að fjárhæð kr. 1.668.612,35, auk vaxta
og kostnaðar.
Sýslumaður Dalasýslu, Pétur Þorsteinsson
Hinhliðin
Fjallkonan
fallegust
- segir Ágúst Þór Ámason fréttamaður
Ágúst Þór Árnason hefur dvaliö
undanfarin sex ár við nám og störf
í Berlín. Hann var á námsárunum
fréttaritari Ríkisútvarpsins þar ytra
en starfar nú á fréttastofu útvarps
og við þáttagerð. Ágúst Þór er meðal
þeirra sem hyggja á dagblaðaútgáfu
á næsta ári. Stefnan er að gefa út
annað morgunblað. Ágúst sýnir á sér
hina hliðina.
Fullt nafn: Ágúst Þór Árnason.
Fæðingardagur og ár: 26. maí 1954.
Maki: Margrét Rósa Sigurðardóttir.
Börn: 3.
Bifreið: Volkswagen Golf, árgerð
1980.
Starf: Fréttamaður.
Laun: Ágæt, miðað viö aldur og fyrri
störf.
Áhugamál: Mannlíf almennt og mað-
urinn sem slíkur.
Hvað hefur þú fengið margar tölur
réttar í lottóinu? Eg spila aldrei í
happdrættum.
Hvað fmnst þér skemmtilegast að
gera? Það sem ég fæst við þá stund-
ina.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Að sitja fastur í umferðinni i Reykja-
vík, sem er fáránleg.
Uppáhaldsmatur: Þorsklifur.
Uppáhaldsdrykkur: Heimatilbúinn
eplasafi.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Siggi Grétars
og Siggi frændi, báðir maraþon-
hlauparar.
Uppáhaldstímarit: Die Zeit.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Hvaða ríkisstjórn?
Hvaða persónu langar þig mest til að
hitta? Guð.
Uppáhaldsleikari: Marlon Brando.
Uppáhaldsleikkona: Vanessa
Redgravé.
Uppáhaldssöngvari: Robert Plant og
Luciano Pavarotti.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Oscar
LaFontaine.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: All-
ir nema Tinni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Andvígur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér best?
Rás 1, gamla gufan ber af.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn
sérstakur, þeir eru flestir allgóðir.
Ágúst Þór Árnason. DV-mynd BG
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Hef ekki
horft nógu mikið á sjónvarp til að
vera dómbær á það.
Uppáhaldsskemmtistaður: Götur
borgarinnar.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Herta BC.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, uppávið.
Hvað ætlar þú að gera i sumarfríinu?
Vinna á blaðinu sem konan mín gef-
ur út, Notað og nýtt.
Uppáhaldsmatur___________________
Elsa Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs
Ýsa með brokkólí
Elsa Þorgeirsdóttir lögfræðingur
hefur verið framkvæmdastjóri Jafn-
réttisráðs frá 1986. Ráðið stendur
vörð um jafnréttislög og kærir valds-
menn sem þykja brjóta á konum.
„Eg geri nú ekki mikið af því að
elda mat nema þegar ég þarf þess.
Það er sjaldan sem maöur hefur tíma
í dagsins önn til að leggja sig fram
við matseld, sagði Elsa í samtali við
DV og hún býður upp á ýsu með
brokkólí.
400 g ýsuflak
1,5 tsk salt
1 tsk pipar
400 g brokkólí
Sósa
1 msk smjör eða smjörlíki
2 msk hveiti
250 g rækjur
2-3 dl mjólk eða rjómabland
1 msk fínsaxað dill
1 egg
Elsa Þorkelsdóttir. DV-mynd BG
salt og pipar
rifinn ostur
Fiskurinn er skorinn í bita og settur
í smurt eldfast mót með salti og pipar
og álpappír settur yfir. Bakað í ofni
i 10-15 mínútur við 200 gráður. Sósan
er gerð þannig að smjörið er brætt
og síðan er afgangurinn af hráefnun-
um settur út í og suðan látin koma
upp. Eggið er þeytt og því hrært út
í og gæta verður þess aö láta ekki
sjóða eftir það. Hluti af rifna ostinum
fer út í sósuna.
Brokkólí er sett í sjóðandi vatn og
suðan látin koma upp á því. Þessu
næst er fiskfatið tekiö út úr ofninum,
brokkólí raðað meðfram fiskinum og
sósunni hellt yfir. Síðast er afgangn-
um af rifna ostinum stráð yfir. Fatið
er síðan sett í ofninn í 10-15 mínútur
við 250 gráðu hita. Rétturinn er síðan
borinn fram með soðnum kartöflum
eða hrísgrjónum og grænmeti.