Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. Viðtalið Nafn: Björn Jónsson Aidur: 29 ára Staða: Markaösstjóri hjá útgáfufyrirtækinu Fróða hf. „Ég er alinn upp í Kópavogi frá blautu barnsbeini, eöa frá tveggja ára aldri. Þar var ég í bamaskóla, grunnskóla og Menntaskóla Kópavogs en þaö- an útskrifaðist ég 1981 úr eðlis- fræöideild. Ég hef alltaf verið mjög raikið í íþróttum og var í handbolta, fótbolta og körfu- bolta með Breiðabliki, ég er al- veg grænn í gegn. Þaö var siöan um þaö leyti sem ég var að fara í annan Qokk sem ég tók þá ákvörðun að hætta í fótbolta og körfubolta og einbeita mér aö handboltanum. Spilaði i iandsiiðinu í handboltanum spilaði ég yf- irleitt sem miðjumaður og var m.a. fyrirliði frá því að ég var gutti. Ég náði að spila nokkra landsleiki en náði aldrei að slá almennilega í gegn. Nú í haust fer ég aftur að spila með Breiöa- bliki, en það féll niður í aðra deild fyrir tveiraur árum. Viö erum raeð ungt lið og ætium að endurheimta sæti okkar í 1. deild. Ég var lítið aö troða mér fram í félagsstörfum eöa pólitík. Nær allur tími minn fór í íþrótt- irnar og þar var nóg að gera. Haustið eftir að ég útskrifað- ist úr M.K. fór ég í viðskipta- fræði í Háskóia íslands. 1986 útskriiaðist ég sem viðskipta- fræðingur af söiu- og markaðs- sviði. Þá fór ég aö vinna sem markaösstjóri hjá Pósti og síma. Þeir voru aö koma markaðs- deild á iaggimar og ég var feng- inn til þess aö móta hana og koma henni af stað. Það var mjög spennandi verketni. I fyrstu deild- innl i Sviss 1988 fór ég í nám til Þýska- lands, í Háskólann í Bremen, og spilaði þar einnig í eitt ár i • þriðju deild með Habenhausern frá Bremen. Mér var boðið að spila með þeim og það var því mun betri kostur en aö fara í dýrt nám í Bandaríkjunum. Voriö eftir flutti ég svo til Sviss þar sem ég lék í fyrstu deild- inni. Láðiö í Sviss útvegaöi mér vinnu í Basler Kantonalbank sem eins konar starfsnám. Það var mjög spennandi tími. i sura- ar kom ég svo heim aftur og vann í stuttan tíma hjá Sói hf. og tók síðan við starfl markaðs- stjóra hjá útgáfufyrirtækinu Fróða hf.“ Bjöm er kvæntur Heigu Sig- urðardóttur og eiga þau einn son, Jón Pálmar, sem er fjög- urra ára „Ég er nú bara venju- iegur fjölskyldumaöur, er gift- ur, á bam, bý í blokk og á Toy- otu.“ -PÍ Fréttir Mógilsárdeilan: Mikil málaferli í uppsiglingu - veitir ekkert af goðum lögfræðingi, segir talsmaður starfsmanna Mógilsárdeilan viröist endanlega vera sigld í strand. Jón Gunnar Ottó- son er ímálaferlum vegna fyrirvara- lausrar uppsagnar. Þá segir hann kröfu Ríkiscndurskoðunar um end- urgreiöslur á 170.000 krónum vera ofsóknir sem ekki eigi við rök aö styðjast. Hann er nú að hugleiða að- gerðir til þess að færa í dagsljósið ýmislegt sem hann hefur að athuga við störf Skógræktarinnar almennt, en þess má geta að Ríkisendurskoð- un hefur hafið úttekt á störfum Skóg- ræktarinnar. Lokafrestur sem landbúnaðar- ráðuneytið gaf starfsmönnum til þess aö skila gögnum sem þeir hafa í sinni vörslu er útmnninn. Þeir ætla ekki aö skila þeim og því virðist eina leiö ráöuneytisins til að sækja þessi gögn vera í gegnum dómskerfiö. Þá íhuga starfsmenn aö fara í meiðyröa- mál vegna bréfs sem þeir fengu frá skógræktarstjóra. Einnig er í bígerð kæra eins fyrrum starfsmanns, Úlfs Óskarssonar, vegna meints innbrots Árna Bragasonar, núverandi for- stööumanns aö Mógilsá, í tölvu hans. Landbúnaðarráðuneytið sendi Tveir af aðalleikurum Mógilsárdeil- unnar, Þorbergur Hjalti, talsmaður starfsmanna, og Steingrímur J. Sig- fússon heilsast vingjarnlega við upphaf samningafundar. Nú bendir allt til þess að málin verði leyst fyr- ir dómstólum. DV-mynd BG fyrrverandi starfsmönnum að rann- sóknarstööinni aö Mógilsá bréf þar sem fariö er fram á aö gögnum þeim er starfsmennirnir hafa undir hönd- um verði skilað án skilyrða eins og Sveinbjöm Dagfinnsson, ráðuneytis- stjóri landbúnaöarráðuneytisins, orðaði það í samtali viö DV. í bréfinu segir aö þetta sé úrslitatilraun. Starfsmenn a:tla sér ekki aö skrifa undir þetta plagg. Þorbergur Hjalti, talsmaöur starfsmanna, segist ekki ganga að þessum kröfum og mundi heldur láta gögnin af hendi orðalaust en að skrifa undir. Langverðmætasta verkefnið frá visindalegu sjónar- horni er úttekt á birkiskógum lands- ins. Það verkefni er ókláraö og þeir ætla að halda því á grundvelli höf- undarréttar. „Mér veitir ekkert af góöum lögfræðingi og hef góöan lög- fræðing,“ sagði Þorbergur Hjalti. Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneyt- isstjóri segir það flestra manna mat að gögn sem unnin eru á ríkisstofn- un, af mönnum sem þiggja þaðan laun og starfsaðstöðu, séu eign stofn- unarinnar. Það væri slæmt ef menn sem væru meö eitthvað stórt í hönd- unum sæju sér ávinmng í því að segja upp og halda þannig gögnun- um. „Menn hafa líkt þessu viö gísla- töku, munurinn er sá að venjulega taka menn menn en ekki muni.“ -pj Slökkviliðið var beðið um aðstoð vegna hunds sem hafði komist í sjálf- heldu úti á skyggni við ibúðarhús í Hlíðahverfi. Hundurinn hafði komist út um rifu á glugga - en ekki inn i íbúðina aftur þegar honum þótti mál til komið. Hóf hann þá að gelta af miklum móð. Enginn var heima en hundur- inn róaðist þegar Pétur Arnþórsson, slökkviliðsmaður og knattspyrnumaður í Fram, kom upp á skyggnið og hleypti honum inn. DV-mynd S Þingeyjarsýslur: Þrjú óhöpp í umferðinni Þijú umferðaróhöpp urðu í Þing- eyjarsýslum um miðjan dag á laugar- dag. Fyrsta óhappið varð á Mývatns- vegi er ökumaður missti stjórn á bif- reið sinni meö þeim afleiöingum aö hún þeyttist út af veginum og er bif- reiðin tahn ónýt. Nokkru síðar fór bifreið út af veg- inum í Reykjahlíð og skemmdist hún mjög mikið og er jafnvel talin ónýt. Rétt hjá Laugum í Reykjadal lentu svo tvær fólksbifreiöar í árekstri en skemmdir urðu ekki miklar. Enginn slasaöist í þessum umferð- aróhöppum og þakkar lögreglan það að ökumenn og farþegar í bifreiðun- umvoruíöryggisbeltum. -J.Mar Bílvelta Siguröur Sverrisson, DV, Akranesú Bifreið valt á Skagabraut á Akra- nesi fyrir stuttu. Óhappið varð eftir að bifreiðin ók utan í moldarhaug sem stóð á mótum Skagabrautar og Sandabrautar vegna uppgraftar. Bifreiðin stöðvaðist á hægri hliö eftir að hafa farið y„ úr hring í velt- unni. Ökumaöurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi til rann- sóknar. Fékk hann að fara heim lítið meiddur að skoðurt lokinni. Hitaveita Seltjamamess: Orkugjaldið hækkar ekki „Þetta er hinn mesti misskilningur hjá minnihlutanum, orkugjald hjá Hitaveitu Seltjamamess kemur ekki til með að hækka við þessa sölukerf- isbreytingu, nema e.t.v. eitthvað ör- Utið í stærri húsum,“ sagöi Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamar- nesi, í samtah við DV, en minnihlut- inn í bæjarstjóm hefur bent á það með útreikningum aö orkugjald hita- - segir bæjarstjórinn veitunnar komi til með að hækka um allt aö 70% með þessari breytingu. „íbúar 1 meðalstóru íbúðarhús- næði koma til meö aö borga mjög svipaðar upphæðir og íbúar í litlum íbúðum koma til með að borga minna. Hitaveitan hér hefur staðið vel undir sér og velta þessa árs er áætluð um 42 milíjónir króna. Ef það kemur í ijós aö aukinn hagnaður verður með þessu fyrirkomulagi þá munum við leiðrétta þaö til lækkun- ar. Við fórum út í þetta til að spara jarðhitasvæði og draga úr vatnsnotk- un sem er óhóflega mikil í hemla- kerfinu. Með þessu móti endist jarð- hitasvæðið lengur án þess að bora þurfi nýjar holur," sagði Sigurgeir. -hge Sandkom ÓlafurRagn- arGrímsson fjármálaráð* heiTa virðisf ekki vera m«’) þaðalvegá iircinuíhvaða kjördæmi Sigluíjörðurei'. Einsoggreint var frá í fréttum fýrir skömmu þá gaf Ólafur fyrirtækinu Ingimundi hf. 80 miiljónir króna gegn því að það flytti til Siglufjarðar í verksmiðjuhús Siglðsildar. Afleiðing þessa varð sú að Ragnar Arnalds, þingmaður Alla- balla í Norðurlandi vestra, lýsti því strax yfir aö hann ætlaði í framboð enda eru 80 mifljónir líklega miklu meíri árangur en hann hefur náð í kjördæmapoti samanlagt öli þau ár sem hann hefur setið á þingi. Ólafur situr hins vegar sár eftir. Hann trey sti á aö S va var Gestsson myndi ráða Ragnar sem Þjóðleikhússtjóra og að hann gæti sjáifur farið fram á Norðurland vestra þar sem vonhtið er að nokkur vilji hann annars stað- ar. Þaö hefði gengið ef þessar 80 milljónir hefðu ekki komið til. En það hefur vafist fyrir fleirum að Síglu- íjörður tíllieyrir Norðurlandi vestra enekkieystra. Góðar fréttir gerðarslæmar Fréttiraf ótimabærum dauðanokk- urrarolinaí Glórugiliádög- imum xorudá- lítiö'inkenr.i- legar. Imðkann aðveraaðþessi frétthafiverið harmræn á árum áður en s vo er ekki nú. Þessar um það bil 180 rollur sem drápust léttumeö því þungri byrði af skattborgurum þar sem þeír þurfa að greiða minna i útflutningsbætur á eftir. Spamaðurinn er hátt í 2 milljónir. Ef Skeiðamenn koma með væna dilka af fjallí og skjátumar hefðu lent utan verðáby rgðar ríkis- sjóðs þá er líka ágætt að þær dráp- ust. Það verður þá minna selt af kindakj öti á s vörtum markaði og þvi meira pláss fyrirríkiskjötiö ámark- aöinum. Annars er eríitt aö sjá harm- leikinn í því að rollur á leið í slátur- hús dmkkni. Þetta emhvorutveggja vondir kostir og varla hægt að gera uppámilliþeirra. sameiningu Steingrímur ■I. Sigfússon samgönguráð- herravará fundimeðsam- ráðherrum sin- um frá Feereyj- umogGræn- landiumdag- ínnaðræðaum hvort rétt væri að sameina flugfélög landanna. Sandkomsritarihefursvo sem enga skoðun áþví en eitt er víst að annað er miklu brýnna í dag. Það er að Svavar Gestsson íþróttamáia- ráðherra haldi utan og reyni aö sam- eina landslið islendinga, Færeyinga og Grænlendinga í fótbolta, eitir sig- ur Færeyinga á Austurríkisraönnum um daginn. Afminnihlutahópum ' Þaömáoft merkjaþaöá samheldni minnihluta- liópa hversu sterki þeir flnnafyrirþvi aöþetrséuein- angraðirhópar í samfélaginu. Gyöingar héldu uppi sérstökum sam- féiögum í gettóum sínum þrátt fyrir að þau væru í miðjum stórborgum. Á siðari tímum hafahommar, femínist- ar og fleiri hópar sem sky nja sig sem minnihiutahópa komið sér upp sér- stökum bókabúðum, baðhúsum og kafíistofum þar sem öðrum er mein- aður aögangur. Það er hins vegar dálítið einkennilegt að fyrsti minni- hlutahópurinn sem kemur sér upp sérstöku kaifthúsi og bar á í slandi sktfíi vera kratar. Þó það sé á fárra vitorði þá rekur Alþýðuflokkurínn ölstofu í gamia Alþýðuhúsínu ogkall- asthúnRósin. Umsjón: Gunnar Smóri Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.