Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. 9 Utlönd mWMÍ.fttivMÍ Símamynd Reuter Kúvætar streyma til Saudi-Arabíu Drengur í flóttamannabúðum fyrir utan Amman í Jórdaníu leitar í ruslagámi að einhverju sem gæti komið honum að gagni. Simamynd Reuter Þúsundir Kúvæta ílúðu höfuðborg lands síns til Saudi-Arabíu um helg- ina. Eru þeir sannfærðir um að skyndileg opnun landamæra Kúvæts og Saudi-Arabíu á laugardaginn sé hluti áætlunar um að afmá Kúvæt af landakortinu. Segja landflótta Kúvætar það vera ætlun íraskra yfir- valda að tæma höfuðborgina af Kú- vætum og flytja íraka þangað í stað- inn. írösk yfirvöld stóðu við orð sín í gær og sjónvörpuðu ávarpi Bush Bandaríkjaforseta til írösku þjóðar- innar. Strax á eftir var forsetinn kall- aður lygari. Svo virtist sem mörgum írökum væri ókunnugt um sjón- varpsútsendinguna því ekki var til- kynnt hvenær hún ætti aö fara fram. Á meðan á henni stóð og einnig á undan og á eftir fóru fram mótmæli, skipulögð af íröskum yfirvöldum, gegn Bandaríkjamönnum á götum Bagdad, höfuðborgar íraks. í átta mínútna ávarpi sínu sagði Bush meðal annars aö ekki væri ágrein- ingur milh Bandaríkjamanna og ír- ösku þjóðarinnar heldur mihi Bandaríkjamanna og íraksforseta. írösk yfirvöld vísuðu ekki bara ávarpi Bush á bug sem lygum heldur einnig ályktun Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna þar sem írakar voru fordæmdir fyrir árásir á sendiráð í Kúvæt. Sögðu þeir það vera lygar að ráðist hefði verið inn í sendiráð Frakklands og annarra ríkja. Frakkar ráku hins vegar í gær úr landi tuttugu og sex íraska hernað- arsérfræðinga og þrjá menn sem grunaðir eru um njósnir. Einnig til- kynntu Frakkar að þeir myndu senda fjögur þúsund hermenn til við- bótar th Saudi-Arabíu. ítalir til- kynntu í gær að tíu íraskir sendifuh- trúar yrðu að vera farnir úr landi innan tíu daga. Margir þeirra flóttamanna sem komu th Saudi-Arabíu á laugardag- inn og í gær sögðu að lífið í Kúvæt væri orðið svo erfitt að þeir kysu heldur að yfirgefa heimih sín en vera um kyrrt. Sögðu þeir íraska her- menn skjóta á fólk og gera skólana að fangelsum. Að sögn flóttamann- anna eru þeim Kúvætum, sem vísað geta á Vesturlandabúa, boðin verð- laun. Flóttamennirnir sögðu að verslunarstjóri, sem neitað hefði að setja upp mynd af Saddam Hussein íraksforseta, hefði verið tekinn af lífi. Reuter Franskir lögreglumenn með einn írakanna sem rekinn var frá Frakklandi í gær. Simamynd Reuter 25 TIL 30% LÆKKUN CX-1000,120 W CX-2000,150W HT-1700,170 W HT-2000, 200 W MX-5000,100 W Verð áður Kr. 21.640,- Kr.26.190,- Kr.20.160,- Kr. 26.950,- Kr. 25.440,- Verð nú parið Kr. 15.150,-stgr. Kr. 18.335,-stgr. Kr. 14.115,-stgr. Kr. 18.865,-stgr. Kr. 17.800,- stgr. WHARFDALE: 990, 100W Kr. 22.800,- Kr. 15.960,-stgr. ALTEC LANSING: AL-85,80 W Kr. 22.200,- Kr. 15.540,- stgr. AL-55,80 W Kr. 24.560,- Kr. 17.200,-stgr. AL-101, 100W Kr. 36.420,- Kr. 27.000,-stgr. AL-301,200 W Kr. 79,665,- Kr. 59.750,-stgr. AL-401,250W Kr. 101.970,- Kr. 76.480,-stgr. AL-508,250 W Kr. 106.525,- Kr. 79.890,-stgr. (Bassabotn með innbyggðum 100 W magnara.) PSW-10, 100W Kr. 85.015,- Kr. 63.760,-stgr. Sendum í póstkröfu mmvm, . n < i . i r B Ármúla 38, símar 31133 og 83177,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.