Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Burt með biðröðina Þegar félagsmálaráðherra var að ýta húsbréfafrum- varpi sínu gegnum Alþingi var því lofað að húsbréfun- um fylgdu engar þær biðraðir sem einkennt hafa eldri íbúðalánakerfi. Biðraðirnar yrðu úr sögunni. Með það markmið í huga kemur hörmungaástandið hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins enn frek- ar á óvart. Ætti þó þjóðin líklega að vera farin að venj- ast því að stjórnmálamenn standi fyrir gagngerum umbyltingum á ríkjandi húsnæðislánakerfi án þess að hafa gert sér næga grein fyrir því fyrirfram hvernig það komi til með að virka í raunveruleikanum. Margir sem eru að selja og kaupa húsnæði hafa kom- ist í mikil vandræði vegna vanmáttar Húsnæðisstofnun- ar til að afgreiða þær umsóknir sem borist hafa. Birst hefur í DV viðtal sem lýsir dæmigerðum vanda barna- ijölskyldu sem er föst vikum saman við stífluna í Hús- næðisstofnun. Fjölskyldan hafði þegar fengið umsókn sína metna lánshæfa hjá stofnuninni en síðan beðið vik- um saman eftir því að fá fasteignaveðbréf í hendur svo hægt væri að ganga frá kaupum á íbúð sem beið þeirra: „Við erum búin að bíða síðan fyrir verslunarmanna- helgi eftir þessu fasteignaveðbréfi frá húsbréfadeild enda erum við nánast á götunni“, sagði eiginkonan í viðtalinu við DV. Og ennfremur: „Við erum stöðugt að hringja þangað en fáum alltaf sömu svörin: „Þú færð svar í þessari viku“, en svörin koma aldrei. Við fáum ekki að hitta starfsmenn deildarinnar og var til dæmis manni mínum vísað frá þó hann færi niðureftir. Okkur er bara sagt að hringja þó maður verði vanalega að bíða í tvo tíma eftir að fá samband. Það verður ekki gaman að fá símreikningana eftir þetta.“ Sumir talsmenn Húsnæðisstofnunar bregðast ókvæða við gagnrýni á þetta vandræðaástand og bera við sígildum afsökunum um að þeir hafi alls ekki átt von á þeim fjölda umsókna sem borist hefur. Slík afsök- un hefur áður heyrst þegar fyrri húsnæðislánakerfi hafa sprungið í höndum opinbera kerfisins. Læra menn aldrei af reynslunni? Auðvitað átti mikil ásókn einmitt á þessum tíma ekki að koma neinum á óvart. Þvert á móti. Fyrir 15. maí síðast liðinn var húsbréfakerfið einungis opið fyrir þá sem lagt höfðu inn umsóknir um lán hjá Húsnæðisstofn- un fyrir 15. mars 1989 og áttu lánsrétt. En eftir 15. maí í vor var húsbréfakerfið opnað upp á gátt fyrir öll íbúða- kaup nema nýbyggingar, en þær verða teknar inn 15. nóvember næstkomandi. Þessi tímasetning, 15. maí, bauð því upp á gífurlega fjölda umsókna í sumar. Húsnæðisstofnun var hins vegar á engan hátt undir slíkt flóð búin. Hún hafði ekki heldur komið því í verk að ganga frá samningum við lánastofnanir í landinu um afgreiðslu umsókna þar, sem þó var stefnt að með hús- bréfakerfinu og sem ljóslega er eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að húsbréfakerfið ah af sér enn eina biðhstastofnun ríkisins. Margir hafa lent í verulegum vandræðum vegna þ'ess að loforð um að biðtími eftir afgreiðslu myndi heyra sögunni til með tilkomu húsbréfakerfisins hafa ekki staðist. Þörf er skjótra úrræða félagsmálaráðherra. Það þarf með snöggu átaki að afgreiða alla þá sem bíða í röðinni löngu. Það þarf líka hið snarasta að færa mat á lánshæfni umsækjenda frá þessari alræmdustu biðhstastofnun landsins til banka og sparisjóða. Það á að standa við stóru orðin og gera þetta strax. Elías Snæland Jónsson Vinnubrögö Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra og samverka- manna hans í svonefndu álmáli eru stöðugt að verða reyfarakenndari. Ráöherrann hefur keyrt áfram samningaviðræður um erlenda ál- bræðslu af miklu kappi en lítilli forsjá. Ríkisstjórnin hefur alltof lengi leyft ráöherranum einleik í málinu. Stjórnin átti þess kost í mars sl. að stöðva einleik ráðherrans og ganga frá ákveðnum grunnfor- sendum varðandi framhald máls- ins. Það var ekki gert heldur var ráðherranum 13. mars 1990 heimil- að að skrifa upp á yfirlýsingu í nafni ríkisstjómarinnar ásamt með Atlantal-hópnum þar sem m.a. er tekið fram að stefnt skuli að því Forsætisráðherra landsins kvað upp úr um það að höfuðborgarsvæði títtnefnt endaði tit suðurs við Straumsvík - segir hér m.a. Hrikaleg vinnubrögd að ljúka öllum samningum um ál- bræösluna fyrir 20. september 1990. í framhaldi af þessum gjörningi samþykktu stjórnarhðar i vor á Aiþingi, að höfundi þessarar grein- ar undanskildum, frumvarp um raforkuver vegna væntanlegrar ál- bræðslu. Þar var Landsvirkjun m.a. heimilað að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar að verja allt að 300 milljónum króna til viðbótar í virkjanaundirbúning á árinu 1990, „eftir því sem samningum um ál- verið vindur fram“! Réttmæt aðvörunarorð Ég hef ítrekað varað við þessum vinnubrögðum, m.a. að falhst yrði á ofangreinda tillögu iðnaðarráð- herra um yfirlýsingu, og bókaði m.a. eftirfarandi í þingflokki Al- þýðubandalagsins: „Ég er því algjörlega andvígur að þingflokkurinn fallst á að teknar verði upp viðræður um álver allt að 200 þúsund tonn að stærð við þrjú erlend fyrirtæki án þess að gengið hafí verið frá því fyrirfram á hvaða grundvelli þær viðræður fari fram af hálfu íslenskra stjórn- valda varðandi eignarhald, raf- orkuverð, staðsetningu, mengun- arvarnir og fleiri þætti.“ Á sama hátt rökstuddi ég and- stöðu mína gegn frumvarpinu um raforkuver 7. apríl 1990. „Þegar stefnir í óefni með raf- orkuverö til álbræðslunnar og svo er að sjá sem forusta Landsvirkjun- ar sé reiöubúin til aö teygja sig afar langt í afslætti á raforkuverði. Fjármagn til virkjanaframkvæmda verður að langmestu leyti tekið að láni og m.a. vegna óvissu um þróun raunvaxta ætti að vera ástæða til að tryggja raforkuverð sem sé vel yfir framleiðslukostnaði nýrra virkjana." Um staðsetningu bræðslunnar sagði ég þá m.a.: „Staðsetning álbræðslunnar hef- ur ekki verið ákveðin og gefið er í skyn af stjórnvöldum að erlendir eignaraðilar bræðslunnar eigi að hafa síðasta orðiö í þeim efnum. Sýnir fátt betur afleiðingar þess að fela forræði í slíku fyrirtæki í hend- ur útlendinga. Sveitarfélögum og einstökum landshlutum hefur ver- ið att út í keppni um fjárfestinguna sem leitt hefur til þess að einstök byggðarlög eru farin að bjóða niður framkvæmdakostnað í þágu út- lendinganna. Fráleitt er með öllu að reisa stórfyrirtæki af þessu tagi á höfuðborgarsvæðinu, en jafn- framt er ljóst að það leysir ekki atvinnuvanda landsbyggðarinnar nema staðbundið og í takmörkuð- um mæli.“ Slæmur bisness Sjálfsagt er að nýta íslenskar orkulindir til að koma upp iðnaði og tryggja góð lífskjör í landinu, enda séu forsendur í lagi, m.a. um arðsemi og umhverfisvernd. Álverið, sem Jón Sigurðsson reynir nú að fá stuðning við, er hins vegar augljóslega slæmur bis- Kjallariim Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ness. Raforkuveröið, sem er til umræðu, virðist langt undir líkleg- um framleiðslukostnaði og er tengt mikilli áhættu, m.a. þar eð gert er ráð fyrir beinni tengingu þess við álverö á heimsmarkaði. Lands- virkjun gerir í bjartsýnum forsend- um ráð fyrir 5-8% arði (innri vöxt- um) af fjárfestingu sinni í virkjun- um. Enginn heilvita maður í við- skiptalífi lætur sér nægja slíka ávöxtun. Útlendingarnir, sem eru að hugsa um að fjárfesta í álbræðsl- unni, telja hins vegar 10% arðgjöf svartalágmark, enda algengt að miða viö um 15%. Menn hljóta að þurfa að svara því hvort ekki sé að finna vænlegri fjárfestingar- kosti í atvinnuvegum okkar, svo og á sviði framkvæmda eins og t.d. vegagerðar. Ef hugmyndin er að skapa at- vinnu í landinu með fyrirtæki eins og álveri, finnst vart langsóttari kostur. Störfin sem tengjast rekstri álversins eru talin verða um 650 og við rekstur orkumannvirkja 36 sem er samanlagt aðeins um hálft prósent vinnandi fólks á vinnu- markaði. Fjárfesting á hvern starfsmann er þannig a.m.k. 50 milljónir króna. Það þætti rausnar- legt framlag til að skapa störf ann- ars staðar í atvinnulífi í landinu. Umhverfismálin eru svo kapítuli út af fyrir sig. Þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar stjórnvalda um að ál- bræðsla Atlantal muni verða búin fullkomnustu mengunarvömum er komið babb í bátinn. Heyrst hef- ur t.d. að ekki þyki sjálfsagt aö út- lendingarnir þurfi að fjárfesta í vothreinsibúnaði til að fjarlægja brennisteinsdíoxið úr útblæstri verksmiöjunnar, a.m.k. ekki á Keilisnesi. Ný skilgreining á höfuðborgarsvæði Það er nú opinbert leyndarmál að útlendingarnir vilja sjá ál- bræðsluna rísa á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd, spölkorn frá Hafnarfirði. Þegar sú niðurstaöa kvisaðist innan ríkisstjórnarinnar kvað forsætisráðherra landsins upp úr um það að höfuðborgar- svæðið títtnefnt endaði til suðurs við Straumsvík. Fleiri ráðherrar hafa tekið þessari nýju landafræði fegins hendi og er svo aö skilja að hér sé í uppsiglingu hið þarfasta byggðamál. Aðeins em greindar meiningar um hvar á Reykjanes- skaga norðanverðum fyrirtækinu verði best fyrir komið! Landsbyggðarfólk er þó ekki búið að innbyrða þennan boðskap upp til hópa og finnst þetta skjóta eitt- hvað skökku við fyrri yfirlýsingar. Það hefur alltaf veriö ljóst að stað- setning stóriðjuvers, sem felur í sér 100 milljarða króna fjárfestingu, yrði hvalreki fyrir viðkomandi svæði, burtséð frá því hvort fyrir- tækið sé þjóðhagslega hagkvæmt. Þess vegna er staðarvalið stórmál í byggðapólitísku samhengi. Það eru hins vegar ekki útlendingarnir, sem reisa og reka álverið, sem leggjá til væntanlega vítamíngjöf fyrir höfuðborgarsvæðið að Reykjanesi meðtöldu, heldur fólk og byggðarlög annars staðar á landinu. Það er einmitt alvaran á bak við þessa niðurstöðu. Efni í metsölubók Aðdragandi álbræðslu Atlantal er einhver mesti reyfari sem um getur hérlendis frá því Alusuisse nam land í Straumsvík. Iðnaðar- ráðherrar, sem komið hafa að mál- inu, hafa ekki haft miklar áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum þessa fyrirtækis fyrir ísland í heild. Spunnar hafa verið upp ótrúlegar sögur um ágæti álframleiðslu og er sú frægust sem Jón Sigurðsson margtuggði í fyrravetur þess efnis aö eitt tonn af áli skilaði álíka miklu í þjóðarbúið og eitt tonn af þorski upp úr sjó. Þaö var ekki fyrr en reiknað var út fyrir ráðherrann að hér færi hann með margföld ósannindi að þessi söngur þagnaöi. En hverju skiptir það? Þá er bara að byrja á nýju stefni um ágæti álsins sem hér á öllu að bjarga, a.m.k. áframhald- andi þingsæti fyrir þjóðhagsstjóra í orlofi. Hjörleifur Guttormsson ,,Það hefur alltaf verið ljóst að staðsetn- ing stóriðjuvers, sem felur í sér 100 milljarða króna fjárfestingu, yrði hval- reki fyrir viðkomandi svæði, burtséð frá því hvort fyrirtækið sé þjóðhagslega hagkvæmt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.