Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990.
BÍLAGALLERÍ
Opiö virka daga 9-18.
Laugardaga 10-16.
Suzuki Alto ’84, hvítur, 4 gira, tram-
drif, ek. 75.000. Verð 195.000,-
Toyota Carina II '89, hvítur, 5 g.,
vökvast, útv./segulb., centrallæs.,
ek. 11.000 aöeins. V. 1.050.000,-
Volvo 340 DL ’87, Wár met, 4 gira,
útv./segulb., ek. 38.000. Verð
560.000,-
Honda Accord '84, síilurgrár, 5 gíra,
vökvastýri, útv./segulb., ek. 72.000.
Verö 520.000,-
Lada Sport ’90, hvítur, 5 gira, létt-
slýri, útv./segulb., ek. 5000 aðeins.
Verö 710.000,-
Voivo 740 GLE '84, blár meL, ssk.
m/yfirg., vökvast., rafdr. ruður, állelg-
ur, útv./sb., ek. 85.000. V. 980.000,-
Lada Sport '87, hvitur, 5 gira, lélt-
stýrl, útv./segulb., ek. 34.000. Verð
480.000,-
Volvo 245 GL ’86, blár met, sjálfsk.,
vökvasL, útv./seguib., ek. 50.000, ekki
skipti. Verð 925.000,-
Volvo 240 GL '88, vfnr., sjálfsk.
m/yfirgir, vökvast., útv./segulb., ek.
30.000. V. 1.130.000,-
Fjöldl annarra úrvals notaðra
bila á staðnum og á skrá.
Brimborg hf.
Faxafeni 8, s. (91) 685870
Uflönd
Fréttir af útbreiðslu eyðni meðal rúmenskra barna vöktu mikinn óhug þegar ástandið varð lýðum Ijóst eftir fall Ceusescu einræðisherra um síðustu jól.
Nú hefur mönnum dottið í hug að nota þessi sömu börn í tilraunir með eyðnilyf.
Tilraunir með nýtt undralyf gegn eyðni stóðu fyrir dyrum 1 Rúmeníu:
Ætluðu að nota rúmensk
börn ffyrir tilraunadýr
- hætt var við tilraunina í síðustu viku vegna mótmæla rúmenskra lækna
Hætt hefur verið við áform um að
reyna nýtt eyðnilyf á ungum börnum
í Rúmeníu. Nokkrir læknar frá Vest-
urlöndum höfðu fengið leyfi rúm-
enskra stjónvalda til að reyna lyfið á
hópi rúmenskra munaðarleysingja,
sem höfðu sýkst af eyðni á bama-
heimilum.
Máhð hafði náð það lagt að um 60
eyðnisjúkum börnum hafði verið
komið fyrir á Colentina sjúkrahús-
inu í Búkarest. Þar átti að hefja til-
raunir með lyfið á börnunum í síð-
ustu viku. Heilbrigðisráðuneytið
hafði ekkert við hugmyndina að at-
huga en yfirlæknir sjúkrahússins
mótmælti henni og krafðist þess að
hætt yrði við allt.
Efasemdir um
kosti lyfsins
Eyðnisérfræðingar frá Bretlandi og
Bandaríkjunum voru komnir til
Rúmeníu og höfðu með sér lyf sem
kallað er FLV23/A. Miklar efasemdir
eru uppi meðal lækna um hvort þetta
lyf er til nokkurs gagns. Þar að auki
hefur ekki hingaö til verið talið rétt-
lætanlegt að gera tilraunir á börnum.
Margir læknar á Bretlandseyjum
segjast hneyksíaðir á þessari hug-
mynd starfsbræðra sinna. Undanfar-
in ár hafa ýmis lyf oft verið reynd
fyrst í þriðja heiminum þar sem fólk
er tilbúið til að taka lyfin gegn
greiðslu. Sú aðferö sætir vaxandi
gagnrýni og nú þykir skörin vera
farin að færast upp í bekkinn þegar
gera á tilraunir á ómálga börnum.
Framleitt
með leynd í Dubai
Nýja eyðnilyfið hefur hvergi fengið
viðurkenningu og ekki hefur enn
verið skýrt frá hvernig það er saman
sett. Framleiöendur lyfsins hafa að-
eins gefið upp heiti þess en ekki
kynnt það að öðru leyti fyrir lækn-
um. Sagt er það hafi verið framleitt
með leynd í Miðausturlöndum af fyr-
irtæki sem hefur höfuðstöðvar sínar
í Lundúnum.
Höfundur lyfsins heitir David Hug-
hes. Hann státar af ýmsum gráðum
í læknisfræði bg efnafræði en engin
menntastofnum vill þó viðurkenna
þær. Hughes hefur aösetur í Dubai
og með honum vinna fléiri Vestur-
landabúar. Hann sótti um leyfi til að
gera tilraunina á rúmensku bömun-
um og fékk það í maí. Menn á vegum
Hughes fóra til Rúmeníu og ræddu
þar við ráöamenn í heilbrigðisþjón-
ustunni.
Dr. Adrian Streinu, yfirlæknir á
Colentina sjúkrahúsinu, samþykkti
í fyrstu aö tilraunin yrði gerð. Hann
ber ábyrgð á fjölda eyðnisjúkra
barna á sjúkrahúsinu. Hann segir að
dag hvern látist íjögur til fimm börn
af völdum eyðni á sjúkrahúsinu og
því hafi hann tahð réttlætanlegt að
reyna allt tii að lina þjáningar ban-
anna.
Þegar reynt í Afríku
Það var ekki fyrr en Streinu frétti
af efasemdunum, sem læknar á Vest-
urlöndum hafa um lyfið, aö hann
ákvaö að hætt yrði við tilraunina.
Lyfið var reynt í Malawi í fyrra og
þaöan bárust fréttir um að hér væri
á feröinni sannkallaö undralyf.
Læknar, sem kynnt hafa sér tilarun-
ina í Malawi, segja þó að ekkert sé
að marka hana og yfirlýsingar um
ágæti lyfsins séu aðeins sölu-
mennska.
Fyrir utan efasemdirnar um lyfið
sjálft hafa læknar mótmælt því harð-
lega að börn séu valin til að vera til-
raunadýr. Dr. Patrick Dixon, einn
fremsti eyðnisérfræðingur Breta,
segir að það valdi læknum miklum
áhyggjum að einhverjir óþrúttnir
sölumenn skuh ætla sér að gera til-
raunir á börnum í Rúmeníu.
Sidlaus tilraun,
segja læknar
Hann segir að á Vesturlöndum fæö-
ist árlega mörg börn með eyðni en
þessir menn hafi ekki kjark til að
biðja um aö fá að gera tilraunir á
þeim. „Ef lyfið er þvílíkt töfralyf sem
þessir menn segja, af hverju vilja
þeir þá ekki gera tilraunir með það
á börnum á Vesturlöndum,” spyr
Dixon.
Fleiri læknar taka undir með Dix-
on og telja tilraunina siðlausa auk
þess sem ekkert sanni að lyfið komi
að gagni. Þá finnst þeim undarlegt
að Hughes skuh ekki vilja upplýsa
hvernig lyfið er gert. Fá eyðnisér-
fræðignar að skoða samsetningu
lyfsins megi fljótlega ganga úr
skugga um hvort það er líklegt til að
hafa áhrif eða ekki.
Hughes hefur farið mjög leynt með
Flest eyðnisjúku börnin i Rúmeníu eru munaðarleysingjar og eiga enga
aðra að en stjórnir sjúkrahúsanna þar sem þau liggja.
uppgötvun sýna og í viðtölum hefur
hann neitað að hafa fundiö upp
eyðnilyf. Samt fer ekkert milli mála
að hann sótti um leyfi rúmenskra
yfirvalda til að reyna lyfið.
Mannúðarfélög á Bretlandseyjum
hafa líka bragðist hart við fréttum
um að reyna ætti lyfið á rúmenskum
börnum. Hjálparstofnanir leggja
mikið fé til að styrktar rúmenskum
sjúkrahúsum og hafa eðlilega mót-
mælt því að þessi sömu sjúkrahús
verði notuð sem tilraunastofur fyrir
einhveija ævintýramenn.