Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. 15 Frelsi og réttlæti - vandmeðfarin hugtök Hafi menn aflað tekna sinna án þess að beita aðra ranglæti, séu tekjurn- ar þeirra og engra annarra, hefur greinarhöfundur eftir Flew. Maður er nefndur Antony Flew, menntaður í heimspeki í Oxford- háskóla, lengi prófessor í þeirri grein í Reading-háskóla. Hann hef- ur komið til íslands og haldið fyrir- lestur um samband eða öllu heldur sambandsleysi glæpsemi og geð- veiki. Flew er ákafur andstæðingur allra tilrauna til þess að breyta manninum úr siðferðisveru, sem velur og hafnar og ber þess vegna ábyrgð á gerðum sínum, í vél eða hkama, sem lýtur aðeins orsaka- lögmáli hinnar sálarlausu náttúru. Hann hefur þess vegna snúist önd- verður við því, sem kalla mætti meðferðarskipulagiö: Nú á dögum er unglingum, sem berja gamlar konur til óbóta, ekki refsað. Þeir eru þess í stað settir í meðferð, því að afbrotafræðingar hafa talið fólki trú um, að glæpir þeirra séu ekki þeim sjálfum að kenna, heldur „samfélaginu“. Flew er líka eindreginn frjáls- hyggjumaður í stjómmálum. Ég las nýlega ágæta bók eftir hann, Equality in Liberty and Justice eða Jafnrétti í krafti frelsis og réttlætis. Hér langar mig til að deila nokkr- um skarplegum athugasemdum Flews með lesendum. Frelsisréttindi og velferðarréttindi Flew gerir mikilvægan greinar- mun á frelsisréttindum (e. option rights) og velferðarréttindum (e. welfare rights). Frelsisréttindi eru réttindi til að krefjast þess af öðr- um, að þeir láti menn í friði, loki ekki fyrir þeim leiðum. Eitt dæmi er málfrelsi. í rétti manna til mál- frelsis felst skylda annarra til þess að hindra þá ekki í að segja skoðun Kjallarinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði sína. í þessum rétti felst með öðrum orðum bann við því að vama fólki máls. Velferðarréttindi eru hins vegar réttindi til að krefjast þess af öðr- um, að þeir láti menn fá einhver efnisleg gæði, aðstoði þá á lífs- brautinni. Dæmi er ókeypis skóla- ganga. Hún er auðvitað ekki ókeyp- is, heldur þurfa aðrir að greiða fyr- ir hana en þeir, sem njóta hennar. í rétti manns til skólagöngu felst skylda annarra til þess að leggja fram fé til hennar. í þessum rétti felst boð, en ekki aðeins bann. Muninn á þessum tvenns konar réttindum má líka orða svo, að frelsisréttindi leggi á menn taum- haldsskyldur, en velferðarréttindi leggi á þá verknaðarskyldur. Flew bendir á, að velferðarréttindi skerði frelsi manna. Miklu erfiðara sé að rökstyðja þau en frelsisrétt- indi. Réttlætiskenning Johns Rawls Flew er eindreginn andstæðingur bandaríska heimspekingsins Johns Rawls, sem setti fram mikla kenn- ingu um réttlæti í langri bók, A Theory of Justice. Flew telur, eins og ílestir heimspekingar að fornu og nýju, að réttlæti sé fólgið í fjar- veru ranglætis, ef svo má segja. Það sé fólgið í að virða réttindi ann- arra, í því að stilla sig um rang- læti. Það leggi á menn taumhalds- skyldur, það banni fremur en boð- ar. Réttlátur maður þarf ekki að vera hagsýnn, hugrakkur, örlátur eða góðviljaður. Hann þarf aðeins aö halda í heiðri boðorðin þrjú, sem miðaldaspekingar orðuðu svo: Honeste vivere, neminem laadere, suum cuique tribuere - eða að lifa heiðarlegu lífi, gera engum manni mein og gjalda hverjum sitt. Rawls nálgast réttlæti úr allt ann- arri átt en Flew. Hann telur, að tekjumun manna megi þá og því aðeins réttlæta, að hinir tekju- lægstu sé þrátt fyrir allt betur komnir við hann en án hans. Rawls er einnig þeirrar skoðunar, að menn eigi ekki tilkall til þeirra tekna, sem leiði af ásköpuðum hæfileikum þeirra, til dæmis lík- amsfegurð og námsgáfum. Þessu vísar Flew á bug. Hafi menn aflað tekna sinna án þess að beita aðra ranglæti, segir Flew, séu tekjurnar þeirra og engra annarra. Alræðissinnar að fornu og nýju Flew hefur trausta klassíska menntun og sögulega yfirsýn. Hann bendir til dæmis á það, að Pol Pot í Kambódíu fór að ráðum Platóns í Ríkinu, þegar hann reyndi aö sópa öllu gömlu til hliðar, reisa spánnýtt skipulag (sbr. Ríkið 540E- 541A). Þá eru tvö atvik ótrúlega lík, þótt á milh hafi liöiö mörg þúsund ár. Frá öðru segir Þýkídídes í hinni frægu Sögu Pelopsskagastríðanna. Aþeningar bentu íbúum Melos- eyjar á, að þeir ættu viö ofurefli aö etja: Þeir yrðu að beygja sig. Eftirv það létu Aþeningar kné fylgja kviði. Hitt atvikið var, að áriö 1968 fluttu Kremlverjar leiðtogum Tékkóslóvakíu sama boöskap. Þeir ættu engra kosta völ. Skömmu síð- ar skreiö Rauði herinn inn í Tékkó- slóvakíu. Flew nefnir mörg dæmi um menntamenn, sem vilji vestrænt skipulag feigt. Slíkir menn eru líka til á íslandi. í næsta húsi við mig í Háskóla íslands situr Gunnar Karlsson, prófessor í sögu. Hann hefur verið sumarmaður hjá Kastró á Kúbu, skorið þar upp syk- ur í þágu heimskommúnismans. Annar kennari í heimspekideild er Eyjólfur Kjalar Emilsson, sem hef- ur einmitt snúið Ríkinu eftir Platón á íslensku. Hann hefur margsinnis talaö gegn vörnum vestrænna þjóða. Því miður eru þessir menn síður undantekningin en reglan. Hannes Hólmsteinn Gissurarson ,,Flew telur, eins og flestir heimspek- ingar, aö fornu og nýju, að réttlæti sé fólgið 1 fjarveru ranglætis, ef svo má segja. Það sé fólgið í að virða réttindi annarra, í því að stilla sig um rang- læti.“ Hvað kostaði samstaðan? Þriðjudaginn 4. september sl. samþykkti stjórn Sambands sveit- arfélaga að ráða Þórð Skúlason, sveitarstjóra á Hvammstanga og varaformann stjórnarinnar, fram- kvæmdastjóra sambandsins. Þetta væri í sjálfu sér ekkert merkilegt ef ekki kæmi til aldeilis makalaus aðdragandi þessarar ráðningar og ekki síður sú staðreynd að Þórður Skúlason sótti ekki einu sinni um þessa stöðu. Eftirsótt starf Það kom glöggt í ljós þegar staða framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga var auglýst að margir höfðu áhuga á starfinu. Þegar um- sóknarfrestur rann út kom í ljós að umsækjendur voru ahs 21 og í þeim hópi margir valinkunnir menn með mikla og langa reynslu af sveitarstjómarmálum. Stjórn sambandsins Stjóm Sambands sveitarfélaga er skipuð níu mönnum sem kosnir eru til fjögurra ára eftir sveitar- stjómarkosningar. Þessi stjórn speglar hina pólitísku stöðu í sveit- arfélögunum utan þess sem gætt er kjördæmissjónarmiða. Núverandi stjóm er skipuð íjór- um sjálfstæðismönnum, tveim framsóknarmönnum, tveim al- þýðubandalagsmönnum og einum fuhtrúa Alþýðuflokks. Þess ber að geta að þegar Björn Friðfinnsson, sem kosinn var formaður sam- bandsins eftir kosningarnar 1986, hvarf úr stjóminni kom sjálfstæð- ismaður í hans stað. Það er því óhætt að segja að sjálfstæðismenn hafi illu heilli fengið of mikil áhrif í stjórninni miðað við pólitískan styrk. Draugagangur í stjórninni Þegar stjórn sambandsins fór að Kjallarinn Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks í Kópavogi ræða ráðningu hins nýja fram- kvæmdastjóra fóru ýmsir dular- fulhr hlutir að gerast. Miðað við fréttaflutning fjölmiðla virðist sem formaður sambandsins, Sigurgeir Sigurðsson, hafl fundið hvöt hjá sér til að útiloka a.m.k. tvo stjórnar- menn frá því að ákveða hver hreppa skyldi embættið. í almennu spjalli við fyrrverandi lagaprófessor komst formaðurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum sambandsins misstu þeir sem ekki voru á framboðslista við síðustu kosningar eða væru starfs- menn sveitarfélags umboð sitt til stjórnarsetu. Þetta varð til þess að Suðurlandskjördæmi átti engan fuhtrúa í stjórninni. Þegar hér var komið sögu fannst ýmsum nauðsynlegt að taka fram fyrir hendurnar á formanninum og fá rökstutt áht á þessu atriði í lögum sambandsins. Niðurstaða þeirra var eins og vænta mátti að stjórnarmenn hefðu fullt umboð þar til ný stjórn hefði veriö kosin. Allur þessi skrípaleikur hefur stórskaðað álit sambandsins og er raunar bágt að sjá hver tilgangur hefur verið nema þá einhver póli- tískur loddaraskapur. Hinn pólitiski litur Fljótíega fór að heyrast að ekki myndi nást samstaða um neinn hinna21 umsækjanda. í fjölmiðlum voru einkum nefnd nöfn þeirra Lárusar Jónssonar, Húnboga Þor- steinssonar og Kristjáns Guð- mundssonar. Sjálfstæðismenn studdu Lárus en hinir gátu vel stutt annan hinna. Vitaskuld fóru ýmisar sögur að berast út um skoðanir stjórnar- manna og skal ekkert um þær full- yrt hér en ein þeirra sögusagna, sem strax komu í loftið, var að sjálf- Þórður Skúlason, nýkjörinn fram- kvæmdastjóri Sambands sveitar- félaga. - Makalaus aðdragandi ráðningar ... Þórður sótti ekki einu sinni um stöðuna, segir grein- arhöfundur m.a. stæðismenn myndu aldrei sætta sig við að Kristján Guðmundsson yrði ráðinn í starfið. Kristján var bæjarstjóri í Kópa- vogi síðustu átta árin og í þeirri stöðu hafði hann sýnt íhaldinu fulla hörku, sem þeir gátu illa sætt sig við. Það skyldi þó aldrei hafa ráðið afstöðu Reykjavíkur - íhalds- ins í stjórn sambandsins? Ef svo hefur verið geta menn svarað þeirri spurningu sjálfir hvort fag- lega hefur veriö unniö í þessu máli. Hvers vegna Þórður? Það getur ekki verið neitt einka- mál stjórnarinnar hvers vegna Þórður Skúlason var ráöinn fram- kvæmdastjóri sambandsins. Allir sveitarstjórnarmenn eiga kröfu á að stjórnin geri grein fyrir þessari niöurstöðu. Þórður Skúlason sótti alls ekki um þetta starf og hefði þess vegna alls ekki átt að koma til álita. Það er einstakur dónaskapur gagnvart umsækjendum að ráða hann í þetta starf. Hvað hefur hann umfram þá er sóttu um starfið? Var þetta alltaf ákveðin niður- staða og þar með sýndarmennskan ein að auglýsa starflð? Hvað kostaði samstaðan? Vissulega hefur maður heyrt ýmsar skýringar og það sumar frá stjórnarmönnum um þessa maka- lausu niðurstöðu. Það þarf engan að undra þótt ekki náist sameigin- leg niðurstaða allra stjórnarmanna um ráðningu í þetta starf. Hvers vegna er það líka nauðsyn- legt? Allir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eru kosnir af viðkom- andi meirihlutum, þar er ekki einu sinni reynt að ná neinni samstöðu. Það er því brosleg skýring stjórnar- innar að nauðsynlegt hafi verið að ná samstöðu um framkvæmda- stjórann. Auðvitað gátu vinstri flokkarnir ráðiö því hver yrði framkvæmda- stjóri, því vaknar spurningin: Hvað kostaði samstaöan? Er það rétt að íhaldiö hafi fengið loforð um að fá formann stjórnarinnar þegar ný 'stjórn verður kosin í lok mánaðar- ins? Meira að segja hefur heyrst að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eigi að verða næsti formaður. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa máls, en eitt er alveg víst að stuðningur íhaldsins við Þórð Skúlason hefur örugglega kostað eitthvað. Guðmundur Oddsson „Allur þessi skrípaleikur hefur stór- skaðað álit sambandsins og er raunar bágt að sjá hver tilgangur hefur verið, nema þá einhver pólitískur loddara- skapur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.