Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Síða 32
44 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. Menning Hinn eini hreini tónn Gunnar Guöbjömsson tenórsöngvari og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari héldu tónleika í Norræna húsinu í gær. Flutt var Malarastúlkan fagra eftir Franz Schubert við ljóö Wilhelms Muller. Húsfyllir var og listamönnunum innilega þakkað í lokin. Tónleikarnir veröa endurteknir í kvöld. Séra Jóhann í Brekkukotsannál hélt því fram að til væri einn tónn og hann hreinn. Gunnar Guðbjömsson hefur komist nær því að finna þennan tón en flestir ef dæma má af frammistööu hans á þessum tónleikum. Hinn hreini tónn þótt einn sé er samanslunginn úr mörgum þáttum. Með sama hætti er söngur Gunnars niðurstaða af samspili margra eiginleika. Má þar fyrst nefna ríka tónlistarhæfileika og smekkvísi til viðbótar við óvenjulega eðlisfagra rödd sem hefur verið þjálfuð af þekkingu og skynsamlegu viti. Þótt hlustaö sé með fyllstu gagnrýni er erfitt að finna veikan blett á list Gunnars. Textaframburður hans er góður og skýr. Framkoman látlaus og kurteisleg. Flutningurinn sér- lega blæbrigðaríkur og fjölbreyttur. Það tekur nokkuð á aðra klukkustund að syngja Malarastúlkuna. Til þess að halda fullri athygli áheyrenda svo lengi þarf mikla hugmyndaauðgi og sköpunargáfu og það sýndi Gunnar að hann á ríkum mæli. Gildir það einnig um Tónlist Finnur Torfi Stefánsson píanóleik Jónasar Ingimundarsonar sem spilaði yfir- leitt mjög vel og átti mikinn þátt í að gera þessa tón- leika svo ánægjulega. Gunnar er eins og margir aðrir íslenskir söngvarar og tónlistarmenn önnum kafinn við að gera garðinn frægan erlendis og skal honum óskaö alls velfarnaöar í því. Um Malarstúlkuna fögru er það að segja að hún er einhver sú fegursta perla tónlistarinnar sem samin hefur verið. Fegurð laglínanna og hljómfræðileg auðgi þessa verks, sem þó er jafnan látin þjóna dramatísku inntaki textans, á sér varla nokkurn lika. Síðan geta menn tekið ofan fyrir höfundinum í minningu þess að hann hafði um það bil fimmtíu áheyrendur að ljóða- tónhst sinni í lifanda lífi eftir því sem fróðir menn hafa fundið út og hefði örugglega aldrei komist í sjón- varpið hefði það verið til á hans tíð. /:---------------\ .Ií< held ég gMgi heím “ Urval HRINGDU OG FÁÐU SENT EINTAK. freeMouftz BÆJARHRAUN114, 220 HAFNARFJÖRÐUR PÖNTUNARLÍNA 91-653900 Andlát Guðlaug Kristmundsdóttir frá Rauö- barðaholti, til heimiUs í Suðurhólum 26, Reykjavik, andaðist í Borgar- spítalanum 14. september. Anna Guðmundsdóttir, Nóatúni 32, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt föstudagsins 14. septemb- er. Hafdís S. Alfreðsdóttir, Gnoðarvogi 30, andaðist í Landakotsspítala 13. september. Pétur Berndsen lést í Landakotsspít- ala að kvöldi 13. september. Regína Sigurlaug Metúsalemsdóttir andaðist 12. september í elUheimil- inu Grund. Jarðarfarir Bjarni Pálsson frá Seljalandi, sem andaðist á Sólvangi 9. september, verður jarðsunginn frá Kapellu kirkjugarðsins í Hafnarfirði í dag, 17. september, kl. 13.30. Útfor Margrétar D. Hálfdánardóttur, Rauðarárstíg 22, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. september kl. 15. Andrés Fjeldsted Sveinsson síma- málafuUtrúi, Ægisíðu 72, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 10. septemb- er. Útfór hans fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík þriðjudaginn 18. september kl. 13.30. Gísli Ágústsson frá Hofsstöðum, Lindargötu 62, Reykjavík, sem lést 5. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. september kl. 15. Karl J. Eiríks, RjúpufelU 17, Reykja- vík, sem lést 9. september, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 18. september kl. 13.30. Guðrún Þ. Sigurðardóttir frá ísafirði, Jökulgrunni 1,, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, mánu- daginn 17. september, kl. 13.30. Ólöf Helgadóttir, Sólheimum 30, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju þriöjudaginn 18. september kl. 15. Erla Falkvard Friðgeirsdóttir, Grjótaseli 5, lést á barnadeild Landa- kotssjiítala laugardaginn 8. septemb- er. Utför hennar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 17. september, kl. 15. Tapað fundið 4 mánaða kettlingur týndur Lítill svartur kettlingur, hvitur á löppum, bringu og hálfu trýninu, týndist úr vest- urbæ Kópavogs sl. föstudag. Hann var með þósbláa ól með tunnu. Fólk er beðið að gá í bílskúra og geymslur og hafi ein- hver keyrt yfir hann að láta þá vita. All- ar upplýsingar eru vel þegnar í síma 44736. Tilkyimingar Öðruvísi ferming Nú í haus hefst undirbúningur að borg- aralegri fermingu í þriðja sinn. Alls hafa 26 ungmenni verið fermd sl. tvo vetur og nokkru fleiri sótt námskeiðin. Ráðgert er aö hefja starfið nú með ferðalagi í einn til tvo daga. Síðan tekur við námskeið með svipuðu sniði og veriö hefur. Er það einu sinni í viku í um 15 skipti og verða eftirtalin efni rædd, m.a. siðfræði, lífs- skoðanir, samskipti foreldra og unglinga, réttur unglinga í samfélaginu, jafnrétti, mannréttindi, samskipti kynjanna, frið- armál, umhverfismál og vímuefni. Lögð er áhersla á að fá sem hæfasta fyrirlesara um þessi efni og hefur það tekist mjög vel. Þátttakendur greiða námskeiösgjald og er það haft í lápiarki. Ungmennin og aðstandendur þeirra sjá síðan um að skipuleggja fermingarathöfnina í sam- ráði við undirbúningshóp. Öll ungmenni fædd 1977 og fyrr geta tekið þátt í nám- skeiðinu og síðan ákveðið hvort þau vilji fermast. Áhugagólk um borgaralegar at- hafnir stofnaði í febrúar sl. með sér sam- tök, sem nefnast Siðmennt og hafa þau veg og vanda af námskeiðshaldinu nú. Vegna skipulagningarinnar er mjög mik- ilvægt að fá sem fyrst nokkra mynd af þeim fjölda sem verður á námskeiðinu og því er þeim sem hafa áhuga eða vilja skrá sig bent á að hafa samband við Hope Knútsson í síma 91-73734. Þar eru einnig veittar allar upplýsingar. Fimdir Kynningarfundur Flugbjörgunarsveit- arinnar í Reykjavík Mánudagskvöldið 17. september verður haldinn kynningarfundur Flugbjörgun- arsveitarinnar í Reykjavik. Fundurinn verður í hinu nýja félagsheimili sveitar- innar v/Flugvallarveg (vegurinn að Hótel Loftleiðum) kl. 20 stundvíslega. Flug- björgunarsveitin er kjönn vettvangur fyrir hvem þann sem vill stunda heil- brigða útiveru, gott félagsstarf og síðast en alls ekki síst að vera tilbúinn til þess að bjarga mannslífum við leitarstörf og fleira þess háttar. Allar nánari upplýs- ingar verða gefnar á mánudagskvöldið og em allir velkomnir á þennan kynning- arfund. Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur Aðaífundur félagsins var haldinn mið- vikudaginn 12. september. Ný stjóm var kosin fyrir næsta ár og hana skipa: for- maður Sævar Þorbjörnsson, varaformað- ur Jón Baldursson, gjaldkeri Eiríkur Hjaltason, ritari Björgvin Þorsteinsson og fjármálaritari Bragi Hauksson. Fréttir -----------------------3-------------- Hólmaborg frá Eskifirði: Fann enga loðnu Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Loðnuskipið Hólmaborg SU-11 frá Eskifirði kom inn til Eskifjarðar á sunnudag án þess að hafa oröiö vart við veiðanlega loðnu. Skipið var á loðnumiðunum norður af landinu í síðustu viku. Nótinni var aldrei kastað í veiðiferöinni. Bjarni Gunnarsson skipstjóri sagði í samtali við DV á sunnudags- kvöld að haldið hafi veriö réttvís- andi norður af Sléttu í upphafi veiðiferðar, út undir miðlínu og síðan farið suðvestur með miðlínu suður í Víkurál. „Leituðum við loðnu í kantinum frá Víkurál og norður fyrir Hala. Svo sigldum við á hefðbundinni slóð, austur með kantinum fyrir Norðurlandi og kringum Kolbeinsey. Eftir það fór- um við allt í það aö vera 100 mílur norðaustur af Langanesi og héld- um þaðan í suöur. En allt kom fyr- ir ekki, við fundum enga veiðan- lega loðnu.“ Bjarni kvað yfirborðshita sjávar mestmegnis hafa verið á bilinu 5 til 7 gráður norður og austur af landinu en heldur kaldari djúpt vestan og norðan Vestfjarða eöa 2 til 3 gráður. Bjarni kvaðst ekki vera svart- sýnn á að loðnan kæmi. Þetta ástand væri ekki óþekkt þar sem fyrri partur september hafi í gegn um árin oft reynst dyntóttur. Ástandið væri í raun ekki ósvipað og það hafi verið í fyrra. Aldrei er að vita hvort loðnan finnst allt í einu í veiðanlegu ástandi. Bjarni sagðist ekki hafa orðið var við neitt annað loðnuskip á sinni miklu siglingu, hvorki innlent né erlent. Hins vegar vissi hann af Bjarna Sæmundssyni sem hafi ver- ið í einhvers konar rannsóknar- leiðangri við Grænlandsstrendur. Urðu þeir ekki heldur varir viö loðnu. alla daga kl. 9-9 Fjölmiðlar > ■ Oðruvisi tonlist HOPNAMSKEIÐIN „Byrjun frá byrjun" og „Áfram" að hefjast! EINSTAKLINGAR - PÖR - FORELDRAR STARFSFÉLAGAR - KLÚBBAR - FÉLÖG Kennsla á dag- og kvöldtímum alla daga fyrir einstaklinga, pör og smá- hópa. Helstu efni grunn- og framhalds- skóla o.fl. Biðjið um kennslu og nám- skeið eftir eigin höfði! Verð eftir fjölda / hóflegt verð. T.d. íslenska, réttritun, málfræði, stærðfræði grunnskóla, verslunar- enska, símaenska, verslunarreikn- ingur, verslunarbréf. Sú einhæfni í dagskrárgerð sem einkennir langflestar útvarpsstöðv- amar þegar heildin er skoðuö er rryög þreytandi til lengdar, sérstak- lega á þetta við um tónlistarstefnu þessara stöðva. Stór lúuti þessarar einhæfni stafar af þekkingarleysi plötusnúöanna því ekki er hægt að kalla þetta unga fólk annað en plötusnúða þótt sömu aðilar vilji kalla sig dagskrárgerðarmenn. Undantekningar eru þó til og er það sérstaklega ura helgar sem nokkrir tónlistarþættir eru sem áhugavert eraðhlustaá. Fyrst vil ég geta tveggja dagskrár- liða á rás 2 á laugardögum. Á morgnana og fram yfir hádegi er Þorsteinn J. Vilhjálmsson við stjórnvölinn. Heyrt hef ég að ekki kunni allir að meta hans framtak, en hann er fyrst og fremst öðruvísi og kemur hvað eftir annað á óvart. Tónlistin sem hann leikur er einnig fiölbreytt. Þá er þáttur síödegis sem kallast Söngur villiandarinnar. Þar má heyra í íslenskum tónlistar- mönnum frá fyrri tíð, bæði af plöt- um sem og af segulböndum sem eru í geymslu útvarpsins. Yfirleitt tínir umsjónarmaður þáttarins, Þórður Arnason, fram eitthvað sem sjaldan heyrist og þótt margt og j afn vel flest af þessu efni sé rislítið þá er forvitni- legt að hlusta á þessar gömlu upp- tökur sem margar hverjar eru gerð- ar við mjög svo frumstæð skilyrði. í gær var svo á Aðalstöðinni þátt- urinn Sigildir tónar. Jón Óttar Ragnarsson er umsjónarmaður þessa þáttar og þar leikur hann eins og nafnið bendir til klassíska tón- list. í gær fór hann mjúkum höndum um viðfangsefhi sitt, lék nær ein- göngu þekkt og vinsæl verk og var nokkur kynningarbragur á tónlist- inni sem meðal annars fólst í því að aðeins smáhluti lengri verka var leikinn. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.