Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Qupperneq 31
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. 43 Neytendur Úðunarefnið Reglone: Skaðlaust neytendmn - segir Sigurgeir Ólafsson plöntusjúkdómafræðingur óþvegnar, en vandamálið er að ar hægt er að kaupa hreinar. Þvott- kartöflurnar," sagði Sigurgeir Ólafs- óþvegnar kartöflur seljast síður þeg- urinn er kjörin leið til að eyðileggja son plöntusjúkdómafræðingur. -hge Kappsmál að selja góða vöru - segir eigandi kartöflugámsins við Umferðarmiðstöðina ekki að hafa neinar áhyggjur vegna þessarar notkunar. Vandamálið er þessi þvottur á kartöflunum, það er ekki bara kartöflumygla sem hér um ræðir, heldur líka stöngulsýki sem nú er meiri en oft áður. Kartöflu- myglan endar yfirleitt í votrotnun sem kemur í kjölfarið á myglunni. Sjálf mylguskemmdin á kartöflunni er þurr skemmd, en mjög oft kemur bakteríuvotrotnum í kjölfarið. Sama er með stöngulsýkina, þar er bakter- íuvotrotnunin líka vandamál og þá er þvottur á kartöflunum náttúrlega alveg eitur. Þetta væri allt annað ef kartöflur væru hafðar óþvegnar, þá yrði ekki eins slæm skemmd í pokun- um eins og þegar 'kartöflur eru þvegnar, settar rakar í plastpoka og jafnvel geymdar í hita. Það er besta leiðin til að þær rotni á mettíma. Kartöflur geymast mun lengur Við sögðum í síðustu viku frá manni sem keypt haföi skemmdar kartöflur í gámi við Umferðarmið- stöðina. Nú er komið á daginn að um kartöflumyglu var að ræða í því til- viki. Eigandi gámsins, Tryggvi L. Skjaldarson, kartöflubóndi í Norð- ur-Nýjabæ í Þykkvabænum, hafði samband við neytendasíðuna og var alveg miður sín yfir ástandinu. Hann hefur nú lokað gámnum og hyggst ekki opna hann aftur fyrr en hann hefur fullvissað sig um að hann sé aö selja fullkomlega heilbrigða og gallalausa vöru. Þetta er fjórða árið sem Tryggvi selur kartöflur úr gámi við Umferð- armiðstöðina. Þar selur hann nýupp- teknar, óþvegnar kartöflur í 5 og 15 kílóa pokum, og gerði hann ráð fyrir að kílóverðið hjá sér yrði einhver- staðar á bilinu 60-65 krónur þegar hann opnaði aftur. Sagði hann kart- öflusjúkdóm þennan vera mikið áfall fyrir sig því það væri honum mikið kappsmál að selja góða vöru á góðu •verði. Þeir sem hafa orðið fyrir því að kaupa hjá honum gallaðar kartöfl- ur geta komið eftir að hann opnar aftur og valið um það hvort þeir vilja fá nýjar kartöflur í staðinn eða end- urgreiðslu. -hge Kartöflurnar geymast mun lengur óþvegnar, þvottur er auöveldasta leiðin til að eyöileggja þær, segir Sigurgeir Ólafsson plöntusjúkdómafræðingur. Kartöflubændur á Suðurlandi hafa- verið að úða garða sína með efni sem fellir grösin og minnkar líkurnar á því að kartöflumyglan margum- rædda nái að skemma uppskeruna enn frekar en orðið er. Fólk hefur haft samband við neytendasíðuna til að spyijast fyrir um hvaða efni þetta sé, hvort þetta sé eitur sem hugsan- lega komist í snertingu við kartöfl- urnar og hvort sérstaklega þurfi að þvo kartöflur af þessu svæði. í framhaldi af þessum fyrirspurn- um höfðum við samband við Sigur- Neytendur geir Ólafsson, plöntusjúkdómafræð- ing hjá Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, og spurðum hann um þetta efni. „Þetta efni heitir Reglone ög er notað mjög mikið í kartöflurækt er- lendis en við höfum hins vegar getað sparað okkur notkun þess hér á landi þar til núna. Það er fastur liður í kartöflurækt í nágrannalöndum okkar að grös eru sviðin niður með þessu efni. Efnið sem slíkt drepur ekki kartöflumygluna heldur fellir einungis grösin. í Danmörku er heimild til að nota allt að fjóra lítra af þessu efni á hvern hektara, en kartöflubændur hér hafa einungis notað tvo og hálfan lítra á hektarann og það hefur dugað þeim vel. Það má reikna með að þær inn- fluttu kartöflur sem hér eru á mark- aði séu undan grösum sem sviðin hafa verið niður með þessu efni. Er- lendis er það venjan að svíða grösin niður hálfum mánuði fyrir upptöku. Það er gert bæði til þess að verjast myglu og eins til að fá ákveðinn þroska í kartöflurnar. Gott ráð til þess að verjast myglunni er að taka ekki upp fyrr en grösin eru sviðin, því smitið getur borist af grösunum yfir í kartöflurnar í upptökunni," sagði Sigurgeir. - En nú má gera ráð fyrir að efnið geti komist í snertingu við þær kart- öflur sem liggja efst í yfirborði mold- arinnar. Þarf fólk að hafa áhyggjur af þessu? „Þær kartöflur sem liggja í yfir- borðinu eru yfirleitt grænar og eru flokkaðar frá þannig að fólk þarf Verð á nýju dilkakjöti verður óbreytt. Óbreytt verð á dilkakjöti Verð á nýju dilkakjöti mun haldast óbreytt á næstunni samkvæmt upp- lýsingum frá Framleiðsluráði land- búnaðarins. Heildsöluverð á úrvals- flokki í heilum skrokkum er 394,37 krónur kílóið og flokkur sem nefnist DlA, sem einnig er fyrsta flokks kjöt, kostar 378,39 krónur m.v. að keypt sé í heilum skrokkum. Hámarks smásöluverð á heilum skrokkum í úrvalsflokki er 430,80 kg en hámarks smásöluverð á DlA dilkakjöti í heilum skrokkum er 416,20 kg. -hge RENAULT19 C H A M A D E STYRKUR OC GLÆSILEIKI. Ríkulega búinn fólksbíll eins og þeir gerast bestir: vökva- og velti- stýri, fjarstýrðar samlæsingar, litað gler, rafdrifnar rúður, tvískipt og fellanleg aftursæti (1/3- 2/3), öflug og sparneytin 92 hestafla vél, 5 gírar, framdrif og frábær fjöðrun. Sestu undir stýri á Renault 19 TXE Chamade og njóttu ávaxta Parísar, háborgar tískunnar. Staðgreiðsluverð 1.098.000 kr. skv. tollgengi í september 1990.3ja ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á ryðvörn. RENAULT Bílaumboðið hf Fer á kostum KRÓKHÁLSI 1, REYKJAVlK, SlMI 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.