Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 28
40
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990.
Svidsljós
Andrea Gylfadóttir, söngkona og skjaldmær sveitarinnar, i léttri blússveiflu. Tommy Aldridge.
DV-myndir RaSi
Blúsmenn Andreu
Hljómsveitin Blúsmenn Andreu stakur gestur kvöldsins var Björgvin þegar útlendingur nokkur settist viö snake, sem stödd var hér á landi
lék fyrir gesti og gangandi á veitinga- Gíslason gítarleikari sem hefur leik- trommusettið um stund. Þar var vegna tónleikahalds. Aldridge baröi
staönumn Tveir vinir í síöustu viku ið blús í tvo áratugi. kominn Tommy Aldridge, trommu- bumburnar af mikilli snilli við góðar
og var talsvert heitt í kolunum. Sér- Gestir fengu óvæntan glaðning leikari rokksveitarinnar White- undirtektir.
Feguröardrottning stekkur úr 40 metra hæð.
Lá við stórslysi í glaefrastökki
Tveir keppendur í óvenjulegri
íþrótt slösuðust lítillega þegar örygg-
isbúnaður gaf sig á sýningu við höfn-
ina í Sydney. Maður og kona stukku
úr 40 metra hæð niður að grunnu
vatni hafnarinnar. Teygjanlegt reipi
sem átti að taka af þeim fallið rétt
við vatnsborðið gaf sig og féllu þau
af fullum þunga í höfnina.
Konan, sem var reyndar fegurðar-
drottning Ástrahu frá fyrra ári, við-
beinsbrotnaði og meiddist í andliti.
Félagi hennar hlaut meiðsh á hálsi
þegar hann rakst í botninn.
Glæfrastökk af þessu tagi, kölluð
„bungee stökk á máh innfæddra
komust í tísku á Nýja-Sjálandi og
hafa siðan notið vaxandi vinsælda
þrátt fyrir mótmæli yfirvalda og th-
raunir þeirra tii þess að banna þau
vegna ótta, við slys.
Rooney vill borga
Leikarinn Mickey Rooney hefur
boðist til þess að greiða þeldökkum
hjónum í Los Angeles 30 þúsund doll-
ara í skaðabætur en hús þeirra var
lagt í rúst af skemmdarvörgum og
hakakrossar meðal annars málaðir á
aha veggi.
„Við börðumst í seinni heimsstyrj-
öldinni til þess að má hakakrossinn
af yfirborði jarðar og verðum að
kæfa svona hreyfingar í fæðingu,"
sagði Rooney.
Freemans hjónin sögðust vera Roo-
ney þakklát en vildu frekar að hann
legði féð til höfuðs skemmdarvörg-
unum sem ekkert hefur spurst th
enn.
Edward M. Kennedy þingmaður gifti dóttur sína i Centerville í Massa-
chusetts 8. september. Brúðguminn heitir Michael Allen og starfar sem
arkitekt í Washington.
Dávaldurinn
í Óperunni
Dávaldurinn Peter Casson hefur talin trú um að þeir séu kófdrukknir
haldið nokkrar skemmtanir í ís- eða að þeir séu að upplifa einhverjar
lensku óperunni að undanfórnu. Á nýjar og framandi kringumstæður.
þessum skemmtunum eru sjálfboða- Menn eru misjafnlega móttækhegir
hðar úr hópi áhorfenda dáleiddir og fyrir áhrifum dávaldsins en flestir
látnir fremja ýmsar kúnstir. Þeim er eru eins og leir í höndum hans.
Þessir áhorfendur þurftu aö fá aðstoð dávaldsins við að losa sundur hend-
ur sínar. DV-myndir S
Samkvæmisgestir í ímynduðu ölvunardái í lok samkvæmisins.
Dáleiddir þátttakendur í ímynduðu samkvæmi
Ólyginn
sagði...
Paul McCartney
fyrrum Bítill og stórstjarna er á
kafi í sveitarstjórnarmálum
þessa dagana. Hann berst fyrir
því að lokanir vegna niðurskurð-
ar í hehsugæslu bitni á fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Sussex þar sem
hann býr. Hann hefur boðist til
þess að leggja fram fé úr eigin
vasa til þess að spítalinn megi
starfa áfram óbreyttur. Þarlendir
sveitarstjórnarmenn eru að von-
um kátir því McCartney er mold-
ríkur og gæti eflaust opnað sinn
eigin spítala ef hann kærði sig
Mel Gibson
var veittur óvæntur heiður á dög-
unum þegar þjóhnappar hans
voru kosnir þeir sætustu í Amer-
íku. Meira en 10 þúsund þarlend-
ar konur tóku þátt í kosning-
unni. í kvikmyndinni Bird on a
Wire, sem nú er sýnd í Laugarás-
bíói, striplast Gibson talsvert og
gefst áhorfendum nægur tími til
þess að leggja fagurfræðilegt mat
á óæðri enda hans. Gibson hefur
verið fáorður um þennan nýja
tith en það fylgir sögunni að eig-
inkona hans sé ekki nema miðl-
ungi ánægð með heiðurinn.
Jackie Stallone,
móðir Sylvesters, þess sem lék
Rambo og Rocky, hefur mörg járn
í eldinum. Hún er stjörnuspek-
ingur mikih og hefur gefið út
bækur um það efni. Henni er ekk-
ert hulið og sá þaö til dæmis um
leið og hún hitti Brigitte Nielsen
í fyrsta skipti að sú yrði alónýt
eiginkona fyrir soninn. Það gekk
eftir og segist kella hafa vitað það
allan tímann. Jackie rekur enn-
fremur þjálfunarstöð fyrir konur
sem leggja vilja stund á hnefa-
leika og leiðbeinir þeim sjálf í
hinni göfugu sjálfsvarnarlist.