Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 5
5 MÁNUDAGUR 17! SEPTEMBER 1990. Fréttir Blönduvirkjim: Raforka frá virkjun inni eftir rúmt ár Nfels Hermannsson var ánœgð- ur með dagsveiðina í Flókadalsá fyrir skömmu enda náði hann þremur löxum, 13-18 punda, á iand. DV-mynd örn Þórarinsson Laxveiðin: Meðal- veiði í Flóka- dalsá Öm Þórarinsson, DV, fljótam; Ágæt veiði hefur veriö í Flóka- dalsá í Fljótum í sumar. í síðustu viku voru liðlega hundrað laxar komnir á land. Vantaöi þá aöeins tuttugu til þrjátíu laxa til að veið- in væri jafnmikil og í fyrra. Það ár var besta veiði í Flókadalsá um margra ára bil. Veiöin hefur verið nokkuð jöfn í allt sumar. Mest hefur veiðst i Flókadalsá milli vatna en einnig hefur fengist talsvert af laxi i Hópsvötnum og Flókadalsvötn- um. Mest hefur þetta verið veriö stór fiskur, 10-20 pund, enda hef- ur Flókadalsá löngum verið þekkt fyrir aö gefa vænan lax, Veiöitimabilinu lýkur ekki fyrr en 25. þessa mánaðar. Veiöi gæti því hæglcga orðið meiri en sum- ariö 1989. í rigningunum undan- farið hefur veiðin heldur aukist og virðíst mikið af laxi á veiðí- svæðinu. Silungsveiði í Flókadalsá fremri hefur einnig verið ágæt og veiðimenn fyllt leyfilegan kvóta nær daglega. Fiskurinn gekk frekar seint í ána að þessu sinni en nu er þar mjög mikill silungur, að sögn veiðimanna. - segir staðarverkfræðingur Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkröki: „Hér er allt á fullu og viö reiknum með aö halda áfram fram á haustið. Vonandi gerir tíðarfar11 okkur kleift að vinna útiverk til ovemberloka. Stíflugerðinni miöc v vel og verkið í heild stenst ágætkga áætlun. Við gerum ráð fyrir að byrja síðan á loka- sprettinum í útiverkunum í mars- mánuði," sagöi Sveinn Þorgrímsson, staðarverkfræðingur við Blöndu- virkjun, í samtali við DV. Blöndustíflan, sem verður hæst stíflugarða Blönduvirkjunar, er nú komin upp í tæpa 35 metra en í þess- um áfanga virkjunarinnar verður hún 40 metra há. Möguleikar eru síð- an á því að hækka garðinn um fjóra metra og stækka lónið úr 220 gígaiítr- um í 400, eða um tæpan helming. Kolkustífla, sem Hagvirki vinnur einnig að, er langt komin. Gerð Gils- árstíflu miðar vel hjá þeim Fossvirk- ismönnum en sú stífla myndar inn- takslón virkjunarinnar. Þetta eru þrjú stærstu stíflumannvirkin við Blöndu og verður gerð þeirra langt komin í haust. Að sögn Sveins staðarverkfræð- ings verður unnið á Blöndusvæðinu í allan vetur. Innan dyra verður feng- ist við niðursetningu véla, sem þegar er hafin, og unnið í stöðvarhúsinu. Vatnsvegir og stíflur eiga samkvæmt verksamningum að verða klár 1. ágúst á næsta ári og bendir allt til að það standist. „Viö ætlum okkur að byrja að senda raforku frá Blönduvirkjun eftir rúmt ár eða 1. október 1991,“ segir Sveinn. Um 500 manns hafa unniö á Blöndusvæðinu í sumar, flestir á vöktum allan sólarhringinn. Tíðar- far hefur veriö hagstætt og nætur- frost hefur aðeins verið eina nótt. Ef frysta tekur eða rigningar gerir marga daga í röð getur það tafið vinnu við stíflugerð. CNinlendcQ Veitingahúsið á Öskjuhlíð: Samið við Skúla á Hðtel Holti „Það voru 10 aðilar sem sóttu um rekstur veitingastaðarins á hita- veitutönkunum á Öskjuhlíð þegar hann var auglýstur laus til umsókn- ar síðastliðið vor. Af þeim tíu sem sóttu um hefur borgin fyrst og fremst átt í viðræðum við Skúla Þorvalds- son, hótelstjóra á Hótel Holti, um að hann taki við rekstri alls hússins. Við væntum þess að þeim samning- um verði lokið eftir 7 til 10 daga,“ segir Hjörleifur Kvaran, verkfræð- ingur hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum verið að semja um það við Skúla að hann taki að sér rekstur alls hússins, ekki bara veitingastað- arins, og hann verði ábyrgur gagn- vart borginni á öllum þáttum rekstr- arins. Hann yrði svo að íinna fólk til að reka húsið með sér. Það er eftir að ganga frá samningum um leigu- verð og hvað Skúli eigi aö leggja með sér, til að mynda hvort hann eigi að eiga allan húsbúnað, og þar með verður samið um lægri leigu eða hvort Hitaveitan leggur hann til gegn hærri leigu. Það verður að fara að ljúka þessum samningum svo unnt verði að opna húsiö í byrjun maí eins og ætlunin er.“ -J.Mar NUTILLEIGU Nú getur þú tekið á leigu frábæra NINTENDO sjónvarpsleiktækið og leiki. Þú getur leigt tækið sér, leikina sér eða leiktækin og leikina saman, allt eftir þörfum. Yfir40 leikjaúrval .WIDil Fákafeni 11 - sími 687244 CNintendcQ aítarskóli *^"“ÖLAFS GAUKS SÍÐASTA INNRITUNARVIKA Innritun virka daga kl. 14-17 í síma 27015. Skírteinaafhending laugardaginn 22. sept. kl. 14-17 í skólanum, Stórholti 16. Kennsla hefst 24. sept. V etr artímimi hjá SJÓVÁ-ALMENNUM er frá níu til fímm Haustið er komið og veturinn nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yfir í vetrarafgreiðslutíma sem er frá klukkan níu til fimm. Vetrartíminn gildir frá 15. september til 1. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.