Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. Fréttir DV Ný lög sem þýða að fjöldi lögreglumanna þarf að fara í skóla: Löggæsla skerðist í haust í nokkrum umdæmum - rannsóknarlögreglumaður fer á vaktlr á ísafirði Pétur Hafstein, bæjarfógeti á ísafirði, segir að sex lögreglumenn þaðan fari í Lögregluskóla ríkisins í vetur og muni það koma niður á lög- gæslu að einhveiju leyti. „Þær kröfur að ekki megi fá afleys- ingamenn nema þeir hafi lokið námi úr lögregluskólanum valda ákveðn- um erfiðleikum. Viö þurfum því að leysa afleysingaþörfina með tíltæk- um yfirvinnustundum, með því að fækka á vöktum - eða hvoru tveggja. Um tíma getur þetta þýtt skerðingu á löggæslu á tilteknum sviðum. Vandamálið verður aðallega fram að áramótum hér,“ sagði Pétur. DV greindi frá því í síðustu viku að slæm staða væri fyrirsjáanleg vegna mannfæðar í nokkrum lög- regluembættum, sérstaklega á ísafiröi, í Vestmannaeyjum, Keflavík og Kópavogi. Ekki má fastráða lög- reglumenn, samkvæmt nýjum lög- um, ef þeir hafa ekki lokið námi í lögregluskólanum. Þetta kemur illa við ofangreind lögregluembætti og reyndar fleiri sem þurfa að senda menn úr sínum röðum í skólann í vetur. Vandamálið felst helst í því að ekki má ráða ófaglærða menn tíl að leysa skólamennina af. Pétur sagði að verið væri að skoöa hvemig málið yröi leyst en hann væri sannfærður um að það tækist án þess aö leita þyrftí út fyrir um- dæmið. Eitt væri inni í myndinni, sagði Pétur, að ráð væri fyrir gert að rannsóknarlögreglumaður færi á vaktír um tíma. Pétur sagðist ekki telja að til þess þyrftí að koma að setja þyrftí hömlur á dansleikjahald vegna mannfæðar í lögreglunni. „Niðurstaöa fundarins var sú að við munum fara að lögunum," sagði Jóhannes Jensson hjá Landssam- bandi lögreglumanna að loknum stjómarfundi þar sem ástandið var rætt: „Ég held að það hafi legið ljóst fyr- ir að framkvæmd þeirra myndi kosta vandamál á ákveðnum stööum. Samt sem áöur tel ég að menn hefðu mátt átta sig fyrr og nota aðlögunartím- ann betur. Það má vera að þessi vandamál séu eitthvað verri en fyrir- sjáanlegt var. Lögreglumenn hafa verið að flosna úr starfi á ákveðnum stöðum að undanförnu. Það má hins vegar benda á að lög- reglumenn em ekki ráðnir nema þeir sýni fram á að þeir hafi ekki lent í neinni fjármálaóreiðu. Það skýtur því skökku við þegar menn sjá sig knúna til að hverfa í önnur störf vegna þess að þeir sjá ekki ann- að fyrir sér en að lenda í fjármálaó- reiðu vegna bágra kjara,“ sagði Jó- hannes. -ÓTT Suðurhlíðaskóli, nýr grunnskóli og menningarsetur, var opnaður við hátíðlega athöfn í gær. Það eru sjöunda dags aðventistar sem reka skólann en hann er til húsa að Suðurhlið 36 í Reykjavík. Skólinn var settur 12. sept sl. en nemendur eru 33. Einnig verður námskeiðahald í hinu nýja húsi þegar fram líða stundir en sjöunda dags aðventistar hafa á undanförnum árum staðið fyrir námskeiðum i andlegum málefnum og þvi er lýtur að heilsusam- legu líferni. DV-mynd Brynjar Gauti 550 króna greiðsla til launþega? Niðurstaöa launanefndar Alþýðu- sambands íslands og vinnuveitenda vegna 0,27% hækkunar framfærslu- vísitölu umfram viömiðunarmörk kjarasamninganna í febrúar er að vænta á fimmtudag. Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar, framkvæmdastjóra VSÍ, er ein þeirra hugmynda, sem fram hafa komið, að 550 króna eingreiösla komi til launþega í október vegna verðbóta í október og nóvember og að taxtar hækki síðan í desember um áður- nefnd 0,27% auk 2% samningsbund- innarlaunahækkunar. -GRS Óhapp í sláturhúsi á Héraði: Ammoníak- leiðslur urðu fyrir hnjaski Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstöðum; Það óhapp varð á fimmtudag í slátur- húsinu á Fossvöllum á Héraði að festingar í lofti frystiklefa gáfu sig meö þeim afleiðingum að kjötið seig niður á gólf. Nýbúið var að fylla klefann með 900 skrokkum en það er dagslátrun. Björn Ágústsson, fulltrúi hjá Kaup- félagi Héraösbúa, sagði að það hefði verið lán í óláni að leiðslur bognuðu en fóru ekki í sundur. Hefðu þær opnast og ammoníak streymt út hefði getað orðið slys á fólki, að minnsta kosti ef einhverjir hefðu verið í klef- anum þegar óhappið varð. Kjötið skemmdist ekki og var unnið fram á nótt við að flytja það í frystigeymslur í frystíhúsinu á Egilsstöðum. Björn sagðist vonast til að viðgerö lyki um helgina. Slátrun mun halda áfram á Foss- völlum og verður kjöt flutt á Egils- staði á meðan viðgerð á frystiklefan- um stendur yfir. I dag mælir Dagfari Þaö virðist ekkert lát á heimtu- frekjunni í þessu fólki sem er að kaupa og selja íbúðir. Það er kvart- andi og kveinandi út og suður alla daga ár og síð og ekki bætir það úr skák þegar víðlesin dagblöð eins DV taka undir þennan söng og leyfa sér að koma á framfæri gagn- rýni á Húsnæðisstofnun ríkisins. Sérstaklega út af þessari húsbréfa- deild. Það er staðreynd aö það er ekkert að hjá þessari stofnun, hvorki húsbréfadeild né heldur Húsnæðisstofnun yfirhöfuð. Ef eitthvert vandamál kemur upp þá þarf fólk ekki annað en koma á staðinn og ræða við Sigurð sjálfan eins og hann bendir réttilega á í DV á laugardaginn. Gagnrýni á þessa stofnun er því út í hött og vill Dagfari vara fólk við að kvarta undan þjónustustofnun sem þess- ari er leggur sig í líma við að þjóna almenningi. Hér hlýtur að vera um samsæri að ræða. En hvemig byij- ar þetta írafár? Einfaldlega með því að Jóhanna félagsmála ákveöur að svissa yfir i húsbréf til að auðvelda almenningi að kaupa og selja íbúðir. Með því að nota húsbréfin eru jafnt kaup- endur sem seljendur gulltryggðir fyrir öllum óhöppum og áfóllum Húsbréf í sumarfríi og vita nákvæmlega hvar þeir standa frá degi til dags. Þetta renn- ur allt í gegnum húsbréfadeildina eins og bráðið smjör og þar er stimplað uppá alla pappíra sem þarf jafnóðum og þeir berast. En það er eins og það megi aldrei rétta lýðnum htla fingur án þess að hann vilji helst taka alla höndina og handlegginnn líka alveg upp að olnboga. Þetta fólk kann sér ekkert hóf í þessum efnum frekar en ööru. Ekki er fyrr búið að auglýsa kosti húsbréfa en alls konar fólk fer að braska með húsnæði. Það vill kaupa nýtt, stækka við sig eða minnka við sig. Allt á húsbréfum. Og húsbréfadeildin þarf að fara yfir alla þessa pappíra. En þegar almenningur fékk þetta húsbréfa- æði stóð svo á að húsbréfadeildin var að fara í sumarfrí enda átti enginn von á að almenningur ryki upp til handa og fóta út af þessum auglýsingum. Þess vegna fór hús- bréfadeildin í sumarfrí og vissi ekki betur en það sama gerðu allir þeir sem hygðust breyta til með hús- næði. En hvað skeður? Jú, ekkert annað en þaö að þegar deildin er komin í frí fara alls konar erindi að streyma inn í stríðum straum- um. Fólk fór aö krefjast viðtala við starfsmenn húsbréfadeildar. Auð- vitað var ekki hægt að veita viðtöl við menn sem voru komnir í frí. Því var ekki um annað að ræöa en loka fyrir öll viðtöl og það strax í júní. Þetta var gert í trausti þess að fólk létí sér segjast og hætti að angra Húsnæðisstofnun út af smotteríi eins og íbúðakaupum. Það lá alltaf fyrir að afgreiða þessi mál þegar frí væru yfirstaðin og tími gæfist til að kíkja á umsóknir um húsbréf og stimpla. Æðibunu- gangur hefur ekkert gott í fór með sér og hefur aldrei haft. Það verður hins vegar ekki á landann logið. Hann kann enga mannasiði eins og nú kom best í ljós. í stað þess að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að húsbréfa- deildin kæmi úr sumarfríi fór fólk að hringja og hringja í deildina til að reka á eftír sínum málum. Þetta gekk svo langt að dag eftír dag reyndu um sjö þúsund manns að hringja í deildina. Og annar eins Qöldi gerði sér erindi á staðinn og ætlaöi að ná tali af starfsmönnum sem voru að tínast heim úr fríum. Heimtufrekjan á sér lítil takmörk. Vitaskuld var ekki um annað að ræða en taka símann úr sambandi og læsa að sér. Það veröur nú að vera kaffifriður fyrir þessu pakki og svo þarf að glugga í ýmis skjöl og pappíra og það tekur sinn tíma. Allir vitibornir menn hljóta að skilja þetta, en því var ekki að heilsa. Fólk fór að kvarta eins og smákrakkar og grenjaði utan í DV sem eins og fyrri daginn kom þessu á framfæri. En Dagfara er spum: Hver sá fyrir aö fólk vildi húsbréf? Hver sá fyrir að starfsmenn færu í sumarfrí? Svari nú hver fyrir sig. Svo tók nú steininn úr þegar for- maður fasteignasala fer að gagn- rýna þessa starfsháttu. Ég tek und- ir með Sigurði E. þegar hann segir í ÐV á laugardaginn að „fasteigna- salar eins og Þórólfur Halldórsson eigi ekki að gera sig mikið breiða á almennum vettvangi“. Og eins og Sigurður E. bendir líka á eru hundrað fasteignasalar í borginni með 300 manna starfshði. Þetta pakk er auðvitað bara á eftír pró- sentum og lætur sig engu skipta að í húsbréfadeildinni starfa ekki nema 10 manns og eru ekki á nein- um prósentum. Vanþakklætið er með eindæmum. Ekki gat Sigurður E. farið að flytja sjálfan sig yfir í húsbréfadeildina því hver hefði þá átt að stjóma stofnuninni. Dagfari vill bara biöja fólk um að gera sér grein fyrir að það er ekki við Hús- næðisstofnun að sakast. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.