Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstiórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifíng: Simi 27022 Olafsvík: Þrír bræður lentu í sjónum „Við vorum búnir aö taka trollið inn í bátinn og vorum famir að halda undan veðrinu. Ægir og Óð- inn voru aö slaka bómunni niður en Óöinn þurfti að rétta hana aí' til að koma henni i statífið en siaer herrni þvert yflr i stjór og hún lend- ir á honum með þeim afleiðingum aö hann féll íyrir borð,“ segir Brynjar Kristinsson, skipstjóri á Steinunni SH160,150 tonna rækju- bát sem gerður er út frá Ólafsvík. Það var um klukkan 19.30 á föstu- dagskvöldið sem óhappið varð. Báturiim var þá staddur 14 milur vestur af Jökli í suðvestan hauga- sjó og 8 til 9 vindstigum. Pjögurra manna áhöfn var um borðá Steinunni, bræðurnir Brynj- ar, Óðinn, Sumarliði og Ægir og fóm þrír þeirra í sjóinn áður en lauk. „Sumarhði sá þegar Óöinn féll „Auðvitað er maður feginn að þetta skyldi fá svo farsæian endi og við skyldum allir komast iifs af úr þeim haugasjó sem var vestur af Snæfeilsnesi á föstudagskvöid- ið,“ segir Brynjar Kristinsson, skipstjóri á Steinunni SH 160. DV-mynd sme útbyrðis og hljóp upp en ég náði að leggja bátnum að Óðni og kall- aði um leið í Ægi og bað hann að ná í Markúsarnetiö. Sumarliði var fljótur að koma sér í flotgalla og hann stökk útbyrðis til að reyna að hjarga Óðni en þegar hann var kominn í sjóinn flaut hann i burtu frá bátnum. Ægir kastaði spotta út til Óðins en hann náði ekki taki á honum en bar aftur með bátnum. Hann náði taki á trollinu sem lá að hluta til aftur úr bátnum og tókst að halda sér í það. Ég var í vinnuflotgalla og sá að Sumarliði myndi ekki geta komið Óðni til bjargar svo ég ákvað að stökkva í sjóinn með spotta og binda hann í Oðin. Það tókst og Ægir kom aftur á tókst að festa hinum enda spott- ans í rekkverkið. Þegar þar var komið sögu var ég orðinn ærið þrekaður og flotgallinn orðinn full- ur af sjó, ég kalla því tii Ægis að koma með spotta sem ég batt utan um mig og hann festi mig svo líka við rekkverkið. Honum tókst svo að hífa mig um borð með gilsinum og mér tókst að skriða aftur á bátinn og í samein- ingu náðum við að hífa Óöin um borð en hann var þá orðinn ærið þrekaður. Þá var eftir að ná Sumar- liða upp og þaö gekk vel. Hann hafði rekið um 100 metra írá bátn- um en þegar báturinn lagðist að honum gat hann klifrað upp stiga sem er utan á bátnum og komst þannig að sjáifsdáðum um borð. Sumarliði fór með Óðin niður i klefa og klæddi hann úr blautu fót- unum og fór að nudda lifi í hann. Hann mundi allt í einu eftir því að kvenfélagskonurnar hér á staðnum höföu fyrir 10 árum geílð ullarfatn- að í alla báta hér í Ólafsvík og hann spurði mig hvort slíkur fatnaður væri ekki um borð. Ég mundi þá allt í einu eftir því að hann var geymdur í kistu og fór og náði í hann. Við klæddum svo Óðin í ull- arfötin og eftir um 40 mínútur virt- ist hann vera búinn að ná sér að fullu og var kominn á ról. Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta tók langan tíma en við vorum búnir að hífa um klukkan sjö um kvöldið og lagðir af stað heim kort- ér yfir átta. Það varð engum meint af volkinu og við vorum fljótir að ná okkur. Auðvitað er maður, feginn að þetta skyldi fá svo faísælan endi og við skyldum allir komast lífs af úr þeím haugasjó sem var vestur af Snæfellsnesi á föstudagskvöld- ið,“ segir Brynjar að lokum. -J.Mar Reykjavlk: Ekiðáátta ára dreng Átta ára drengur lenti fyrir bifreið á móts við Hringbraut 48 um miðjan dag á laugardag. Drengurinn var að koma út úr strætisvagni og hljóp hann fram fyrir hann og beint út á götuna án þess að líta í kringum sig og lenti framan á fólksbifreið á vinstri akrein. Drengurinn fékk höf- uðáverka við slysið og er hann nú á Borgarsjúkrahúsinu en líðan hans er talin góð eftir atvikum. -J.Mar Hálka á Breiða- dalsheiði Rúta lenti út af veginum á Breiða- lalsheiði í gærmorgun. Engin slys urðu á mönnum og greiðlega gekk að ná rútunni upp á veginn aftur. Vegkantur lét undan flutningabíl sem var að flytja beltagröfu yfir Breiðdalsheiði eftir hádegi í gær og þurfti að kalla út nokkurn liðssafnað og fá lánuð tæki hjá Vegagerðinni til að ná bílnum upp á veginn aftur. Að sögn lögreglunnar á ísaflrði er orðið mjög hált á heiðinni og ættu menn ekki að leggja á hana nema á bifreiðum sem eru vel búnar til vetr- araksturs. -J.Mar Dauöaslys í gærkvöldi: Kona lést í miklu slysi við Sandskeið - slysavaldiirinnökumaðuráeförlýstribifreið Snemma beygist krókurinn... Þessir knáu sveinar voru í Skeiðaréttum á fimmtudaginn og létu ekki sitt eftir liggja við dráttinn. Og þegar menn eru ekki háir í loftinu er gott að hjálp- ast að. DV-mynd EJ Kona lést og þrír aðrir slösuðust í slysi sem varð á móts við Sandskeið á Suðurlandsvegi klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Þrír bílar lentu í árekstrinum. Lögreglunni haflö verið tilkynnt um varhugaverðan ökumann bif- reiðar á móts við Árbæjarhverfi um 15 mínútum áður en áreksturinn varð. í þeim bíl voru tveir menn. Síð- an spurðist ekkert til bifreiðarinnar fyrr en tilkynnt var um mjög harðan árekstur við Sandskeið. Hafði bíln- um, sem var eftirlýstur, þá verið ekið austur Suðurlandsveg og yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir annan sem kom á móti. Bílarnir skullu mjög harkalega saman og valt sá sem varð valdur að árekstrinum. Þriðja bílnum var ekið vestur Suöur- landsveg og lenti hann á þeim sem varð valdur að árekstrinum. í bílnum, sem kom á móti, var kona farþegi i framsæti og lést hún. Karl- maður, sem ók bílnum, og kona, sem sat í aftursæti, slösuðust verulega. Meiðsl hafa ekki komið fram hjá barni sem einnig sat í aftursætinu. Bíll ijórmenninganna var mjög illa útleikinn eftir áreksturinn. Annar mannanna í bílnum, sem varð valdur að árekstrinum, er al- varlega slasaður. Hinn kenndi sér ekki meins í fyrstu. í þriðja bílnum urðu ekki meiðsl á fólki. Ekki var vitað með vissu hver ók hinum eftirlýsta bíl en sá sem slapp við meiðsl var færður í fangageymsl- ur. Hann kvartaði seinna yfir eymsl- um og var hann þá fluttur á slysa- deild. Þetta alvarlega slys er nú í rann- sókn hjá lögreglunni í Reykjavík. -ÓTT Veðrið á morgun: Rigning á Suöur- og Austurlandi Á morgun verður suðaustan gola eða kaldi suðaustanlands í fyrstu en annars norðaustan og norðanátt, vaxandi vindur þegar líður á daginn. Rigning á Suður- og Austurlandi en þurrt í öðrum landshlutum. Hitinn verður á bilinu 5-10 stig að deginum. MANUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. LOKI KR-ingarnir blánuðu í fram-an! VIDE0 fteiMr Fákafeni 11, s. 687244 Frjálst, óháð dagblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.