Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. Vidskipti Gamalt baráttumál DV ber loksins árangur: Símareikningar sund- urliðaðir eftir áramót Ólafur Tómasson, póst- og síma- málastjóri, segir að Póstur og sími muni bjóða símnotendum upp á sundurliðaða símareikninga eftir næstu áramót. Búnaðurinn er tilbú- inn og stendur yfir reynslukeyrsla á honum. Langlínusamtöl innanlands og til útlanda verða eingöngu sund- urliðuð, ekki innanbæjarsímtöl. Símnotendur þurfa að óska eftir sundurliðun reikninganna og greiða sérstaklega fyrir þessa þjónustu. Póstur og sími hefur um nokkurt skeið boðið eigendum farsíma upp á sundurliðun símareikninga. Fyrir þjónustuna verður að greiða sérstakt stofngjald, sem borgað er einu sinni, Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 ib,Sp 6mán. uppsogn 4-5 ib.Sb 12mán. uppsögn 5-5,5 Íb 18mán. uppsögn 11 ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema ib Innlán meðsérkjörum 3-3,25 Ib.Bb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6,6-7 ib Sterlingspund 13-13,6 Sp Vestur-þýskmörk 6.75-7,1 Sp Danskarkrónur 8,5-9,2 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 13,75 Allir Viöskíptavíxlar(forv) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 12,25-14,25 íb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlan verðtryggð Skuldabréf 6,5-8,75 Utlán til framleiðslu Isl.krónur 14-14.25 Sp SDR 11-11,25 Íb Bandarikjadalir 9,75-10 ib Sterlingspund 16,5-16,7 Sp Vestur-þýskmork 10-10,2 Sp Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. ágúst 90 14,2 Verðtr. ágúst 90 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 2932 stig Lánskjaravísitala ágúst 2925 stig Byggingavisitala sept. 551 stig Byggingavisitala sept. 172,2 stig Framfærsluvfsitala júli 146,8 stig Húsaleiguvísitala hækkaði 1,5% l.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðþréfasjóða Einingabréf 1 5.077 Einingabréf 2 2,761 Einingabréf 3 3,344 Skammtímabréf 1,712 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5,029 Markbréf 2,676 Tekjubréf 2,022 Skyndibréf 1,500 Fjolþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,439 Sjóðsbréf 2 1,767 Sjóðsbréf 3 1,701 Sjóðsbréf 4 1,455 Sjóðsbréf 5 1,025 Vaxtarbréf 1,7205 Valbréf 1,6165 Islandsbréf 1,053 Fjórðungsbréf 1,053 Þingbréf 1,052 Öndvegisbréf 1,048 Sýslubréf 1,056 Reiðubréf 1,039 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv : Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 544 kr Flugleiðir 210 kr. Hampiðjan 173 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 168 kr. Eignfél. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 410 kr. islandsbanki hf. 168 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Oliufélagið hf. 557 kr. Grandi hf. 186 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 588 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. 703 krónur, fast ársfjórðungsgjald 255 krónur og 1,43 krónur fyrir hvert símtal sem er sundurliðað. Allar sím- hringingar úr farsímum teljast til langlínusamtala og er því hvert ein- asta símtal sundurliðaö á símareikn- ingnum. Garnalt baráttu- mál DV Sundurliðaðir símareikningar eru gamalt baráttumál DV og hefur margoft verið skrifað um það í blaðiö á undanfórnum árum. Skriður komst á málið þegar Matthías Matt- hiesen, þáverandi samgönguráð- herra, fyrirskipaði stofnuninni fyrir þremur árum að veita símnotendum þessa þjónustu. Ef við gefum okkur að símnotandi í Reykjavík hringi til Parísar í kvöld klukkan átta og símtalið taki fimm mínútur. Væri reikningurinn sund- urliðaður sæist að hringt var mánu- daginn 17. september klukkan 20.00 í viðkomandi númer erlendis. Einnig að símtalið stóð yfir í fimm mínútur og að það kostaði svo og svo margar krónur. Á reikningnum stæði ekki borgin París heldur fyrst og fremst símanúmerið. Símnotandinn finndi sjálfur út hvar það númer væri, í okkar dæmi París. Fréttaljós Jón G. Hauksson Um 10prósent biðja um sundurliðaða símareikninga Að sögn Ólafs Tómassonar er reynslan af sundurliðun símareikn- inga úr farsímakerfinu sú að um 10 prósent af farsímaeigendum nýta sér þessa þjónustu. Hann segir að sama gjaldskrá verði fyrir sundurliðun símareikninga í farsímakerfinu og hjá almennum símnotendum í stafræna kerfinu. Um 120 þúsund símnotendur eru á öllu landinu þar af eru um 30 þúsund með stafræn númer. Á höfuðborgar- svæðinu eru það öll númer sem byrja á tölunni 6. Lítið mál er fyrir símnot- anda með gamalt númer að skipta yfir í stafrænt númer. Bandaríkjamenn hafa verið fremstir í að bjóða upp á sundurlið- aða símareikninga en þessi þjónusta er yfirleitt ekki veitt í Evrópu. í Bandaríkjunum þykir þessi þjónusta bæði sjálfsögð og nauðsynleg. Að sögn Ólafs hefur Póstur og sími keypt tæki og hugbúnað fyrir um 30 milljónir króna til aö hægt verði að skrifa út sundurliðaða símareikn- inga. Mikill kostnaður er vegna seg- ulbandsstöðva. Því nákvæmari sem sundurliðunin er þeim mun stærri og dýrari þurfa segulbandsstöðvarn- ar að vera til að hægt sé að geyma allar upplýsingar. Hærri reikningar í fyrstu, lækka svo með minni notkun Ljóst er að símnotendur verða að greiða 255 króna fastagjald á þriggja mánaða fresti fyrir þessa þjónustu svo og 1,43 krónur fyrir hvert símtal sem er sundurliðað. Sá sem hringir eitt hundrað langlínusímtöl á þessu tímabili fær samkvæmt þessu 398 krónum hærri símareikning vegna sundurliðunarinnar. Á hinn bóginn má búast við færri hringingum og styttri samtölum þeg- ar reikningarnir eru sundurliðaðir. Enda sýnir reynslan af þessari þjón- ustu úr farsímakerfinu að það dreg- ur bæði úr notkuninni og kvörtunum til Pósts og síma vegna hárra sima- reikninga farsímaeigenda. -JGH Með sundurliðun simareikninga eftir áramót verður hægt að sjá klukkan hvað hringt var í ákveðið númer og hvert. Greiða þarf sérstaklega fyrir þessa þjónustu og verður gjaldið 255 krónur fast á þriggja mánaða fresti og 1,43 krónur fyrir hvert simtal sem er sundurliðað. Þá verður sérstakt 703 króna stofngjald sem greiðist einu sinni. ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta Rimlagluggatjöld í yfir 20 litum. Sérsniöin fyrir hvern glugga eftir máli. Sendum í póstkröfu um land allt. Einkaumboð á íslandi Síðumúla 32 - Reykjavík - Sími: 31870 - 688770. Tjarnargötu 12 - Keflavík - Sími: 92-12061. FLUGLEIDIR Notaðir bílar Blazer 4,3, ’89, ek. 23000. V. 2.250.000, Benz 309, ’85, 6 cyl. D, sjálfsk., ek 460.000 km. V. 1.700.000. Skipti. Ford Transit dísil 2,5, ’86, 4 g., 9 manna, ek. 80-120.000. V. 650-680.000. Toyota Tercel ’87, ek. 79.000. V. 670.000. Oldsmobile Cutlass Cierra, ’85,6 cyl., sjálfsk., ek. 78.000 km. V. 850.000. Skipti. Corolla 89, 3 d., ek. 36- 49.000, Staðgreiðsluverð 595.000. Bílar með Uppl. ísíma staðgreiðslu- 690596 og/eða verði eru einnig hjá Bílasölu fáanlegir með Guðfinns í síma lánakjörum. 621055. Frúin hlær í betri bíl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.