Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. 31 Fréttir Ólafsfjörður: Bæjarstjórnarfundur í beinni út- sendingu í kapalkerfi bæjarins Helgi Jónsson, DV, Ólafefiröi: Fundur í bæjarstjórn Ólafsíjarðar var nýlega sýndur í beinni útsend- ingu hjá Videó-Skann sem er kapal- kerfi bæjarins. Þaö var Skúli Pálsson stjónvarpsstjóri sem sá um tæknihhð útsendingarinnar. Það er nokkuð um liðið síðan þessi hugmynd fæddist en ekkert hefur orðið úr fyrr en nú. Þetta var til- raunaútsending. Það eru aöeins fáir áskrifendur Stöðvar 2 sem geta séð þessa útsendingu hjá Videó-Skann því Stöð 2 er sýnd í kapalkerfi Skúla. Skúli hefur sérstaka rás í kapalkerf- inu sem hann hefur hingaö til notað fyrir auglýsingar. Á umræddum fundi var meðal ann- ars rætt um kauptilboð í hlutabréf Hraðfrystihússins og nýtt aðalskipu- lag bæjarins. Óskar Þór Sigurbjörns- son, forseti bæjarstjórnar og oddviti sjálfstæðismanna, sagði að hér væri um merka tilraun að ræða en greini- legt væri að gera þyrfti margar tæknilegar lagfæringar svo sem á hljóði og lýsingu. Hann sagði að þetta væri ein þeirra leiöa sem bæjarfull- trúar gætu farið til aö nálgast bæj- arbúa nánar en aðsókn að bæjar- stjórnarfundum hefur verið nánast engin. Björn Valur Gíslason, oddviti vinstri manna, lýsti ánægju sinni með þessa nýjung. Þuríður Astvalds- dóttir, sem einnig sat fundinn, sagði að því væri ekki að neita að skiptar skoðanir væru á meðal bæjarfulltrúa um beinar útsendingar frá bæjar- stjórnarfundum. Sagðist hún vonast til að þær gerðu meiri kröfur til bæj- arfulltrúa. Snæfellsnes: Aðeins ein kona með í sjóstangaveiðimóti Stefin Þór Sigurösson, DV, Hellissandi: Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness, SJÓSNÆ, hélt innanfélagsmót í sjó- stangaveiði nýlega. Haldið var frá bryggju frá hinni miklu veiðistöð, Rifi, snemma morg- uns. Veðrið var ekki eins og best verður á kosið, suðvestan 6-7 vind- stig. Aflaklær SJÓSNÆ létu það ekki á sig fá heldur héldu ótrauðar á sjó- inn. Eftir hádegi lygndi og afli manna jókst. í land var svo komið seinni- part dags og aflinn þá skoðaöur, vigt- aður og flokkaður. Alls komu 900 kg á land eftir daginn. Róið var á tveimur bátum frá Rifi, Þorsteini SH, skipstjóri Kristján Jónsson, og Kára SH, skipstjóri Lúð- vík Ver Smárason sem einnig tók þátt í mótinu. Aflahæsti einstaklingurinn reynd- ist vera Ágúst Sigurðsson með 147 kg. í öðru sæti lenti Lúðvík Ver Smárason og í þriðja sæti voru þeir Ómar Lúðvíksson og Sigurður Arn- fjörð Guðmundsson. Stærsta fiskinn, 5,5 kg þorsk, veiddi ofangreindur Ágúst Sigurðsson. Annan stærsta fiskinn dró Eysteinn Gunnarsson og þann þriðja stærsta veiddi Ómar Lúðvíksson. Þátttaka í mótinu var góð en aðeins ein kona, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, var meöal þátttakenda. Hún aflaði ekki síður en karlmennirnir, dró 106 kg úr sjó yfir daginn. Um kvöldið var haldið hóf og verðlaun afhent. SJÓSNÆ er ungt félag, stofnað í júh á þessu ári, en hefur engu að síð- ur starfað af miklum þrótti. Formað- ur félagsins er Óskar Þór Óskarsson. Knattspymumenn á Ólafsfirði: Þrífa og leggja þökur í fjáröf lunarskyni Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Liðsmenn og forráðamenn knatt- spymuhðsins Leifturs frá Ólafsfirði hafa undanfarið farið ótroðnar slóðir í fiáröflun fyrir félag sitt. Það kostar mikla peninga að reka knattspymulið í 2. deild og verða forráðamenn félaganna því að grípa til ýmissa aðgerða. Leiftursmenn hafa síðustu vikurnar tekið að sér nokkur verkefni sem hingaö til hafa ekki þótt sérgrein stjórnar og stuðn- ingsmanna félaga. Tóku þeir sig til og þvoðu 2,5 kílómetra langan loft- stokk sem notaður var í Múla- göngum. Um þessar mundir eru þeir svo að leggja þökur á lóðir tveggja verkamannabústaða en hvor um sig er um 600 fermetrar. Það er greinilegt að fiárhagur íþróttafélaganna er erfiður og eru félögin i vaxandi mæli að taka að sér verkefni af þessu tagi til að standa undir rekstrinum. Stykkishólmur: Boðið upp á framhalds- nám við grunnskólann Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólmi: í fyrravetur var í fyrsta sinn boöið upp á tveggja ára nám við framhalds- deild Grunnskólans í Stykkishólmi. Var þeirri nýbreytni vel tekið bæði af nemendum og ekki síst foreldrum sem með þessu geta minnkað kostn- að við framhaldsnám barna sinna sem þau hafa hingað til þurft að sækja annað. Við grunnskólann hefur verið starfrækt framhaldsdeild um nokk- urra ára skeið. Hefur hún jafnan notið mikilla vinsælda meðal nem- enda grunnskólans þar sem hún gef- ur þeim kost á aö stunda framhalds- nám í sinni heimabyggð. Nemendur í framhaldsdeildum eru um fiörutíu talsins og er það aukning frá því í fyrra. Munar þar mestu um nemendur sem koma frá nágranna- byggðarlögunum af Snæfehsnesinu, úr Dölunum og frá Patreksfirði. Einnig hefur verið nokkuö um það að íbúar í Stykkishólmi, sem ekki hafa stundað nám um nokkurt skeið, setjist á skólabekk að nýju í fram- haldsdeildunum. Markmið grunnskólans er að geta útskrifað nemendur af tveggja ára brautum og vantar aðeins herslu- muninn á að svo geti orðið. Skóla- stjóri Grunnskólans í Stykkishólmi er Lúðvíg A. Halldórsson. Við Grunnskólann í Stykkishólmi er nú starfrækt tveggja ára framhaldsdeild i tengslum við Fjölbrautaskóiann á Vesturlandi. DV-mynd Ingibjörg Ungir sem aldnir koma í réttirnar. DV-myndir Þórhallur Göngurogréttir: Fjalllendið víða á floti Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Göngur og réttir standa nú sem hæst. Þeir voru ekki öfundsverðir af veðr- inu gangnamenn síðustu helgar. Að sögn þeirra er fialllendiö víðast hvar á floti eftir óskaplegar rigningar und- anfarið. En allt tekur enda og áöur en gangnamenn vita af eru þeir komnir í réttirnar. Þessar myndir voru tekn- ar í Skarðsrétt við Sauðárkrók. „Vertu ekki með þessa óþekkt góða mín,“ gæti þessi hugrakki, ungi maður verið að segja við gimbrina. Sumir láta sér það hins vegar nægja að fylgj- ast með þegar dregið er i dilka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.