Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1990, Blaðsíða 1
Bækur hafa lækkað í verði Það eru ekki allir söluað- ilar sem geta státað sig af því að vörur þeirra séu á lægra verði fyrir þessi jól en fyrir jólin í fyrra. Það geta þó allir bókaútgefendur gert en verð á bókum hefúr lækkað um 10-16 prósent frá því sem það var í fyrra. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að virðisaukaskattur er horfinn af bókum og munar um minna. Þrátt fy rir að bækur hafi lækkað eru titlarnir nokk- urn veginn jafnmargir fyrir þessi jól og í fyrra. Ef litiö er yfir þá og þeir bornir saman við þásem voru á . boðstólum í fyrra kemur í ljós að mikil aukning hefur orðið á frumsömdum barna- ogunglingabókum. Einnig eru nokkuð fleiri ljóðabæk- ur og kann það að vekja furðu margra. Skýringin er sú að í þessum flokki bóka - útgefnar bækur fyrir jól jafnmargar og í fyrra er það algengt að höfund- arnir gefi sjálfir út eigin skáldskap og er mikið um það í ár. Heldur eru ævi- minninga- og viðtalsbækur færri þetta árið en verið hefur. í þessum flokki hafa yfirleitt söluhæstu bækurn- ar verið og virðist svo ætla að veröa einnig þetta árið. Þó eru slíkar bækur ekki eins áberandi og undanfarin ár. Hlutur þýddra bóka minnkar j afnt og þétt í j óla- bókaflóðinu, enda er farið að gefa slíkar bækur út í auknum mæli á öðrum árs- tímum. Bókahandbókinni er ætl- að að auðvelda almenningi kaupin á bókum. Þar er í stuttu máli sagt frá hverri einstakri bók og fylgir í öll- um tilvikum verð hverrar bókar og blaðsíðufjöldi í langflestum tilvikum. -HK Bókabúðir eru yfirfullar af bókum þessa dagana og leggja margir þangað leið sina. Á myndinni má sjá væntanlegan bókaka- upanda i þungum þönkum yfir einni bókinni. DV-mynd BG Gils Guðmundsson Ævi og örlög Einars Benediktssonar Einar Benediktsson var stórbrotinn maður. Fáir Islendingar hafa barist af meiri eldmóði fyrir hugsjónum sínum; þar fylgdi athöfn orði. Ljóð hans lifa með þjóðinni, djúpvitur sannleikur, áköf barátta, snilld sem á fáa sína líka. Gils Guðmundsson rekur hér ævintýralegan æviferil skáldsins og veitir innsýn í verk hans og óvenjulega athafnasemi. „Er niðurstaða sú að hér hafi Gils tekist að mynda úr efnivið sínum samfellda og afar lifandi frásögn sem unun er að lesa... En aðgengilegri nálgun og læsilegri um þetta margslungna efni getur vart hugsast." Ums. Atla Magnússonar íTímanum. IÐUNN VANDAÐAR BÆKUR í 45 ÁR ♦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.