Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 2
Fréttir FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. Fangelsismálastofnun gagnrýnir aðgerðaleysi stjómvalda: Nýtingin á Litla-Hrauni er orðin um 100 prósent - einnig notað fyrir geðsjúka afbrotamenn og gæsluvarðhaldsfanga Nefnd, sem Alþingi skipaöi árið 1982 til aö gera heildarúttekt á stööu fangelsismála, hefur enn ekki skilað verki sínu. Ástand ýmissa þátta hús- næöismála í fangelsum á íslandi, aðbúnaöur fanga og geösjúkra af- brotamanna er óviðunandi - þrátt fyrir aö öll tök séu á aö leysa vand- ann. Það er ekki verjandi aö ýta þess- um málaflokki ætíö aftast í röðina. Þetta kemur meöal annars fram í nýútkominni skýrslu Fangelsis- málastofnunar ríkisins. Þar kemur einnig fram aö afplán- unarföngum hefur farið stöðugt íjölgandi á árunum 1985-1989. Áriö 1975 var 75 prósent nýting á fanga- plássum í öllum sex fangelsum landsins en hún var oröin 96 prósent á síðasta ári. í stærsta fangelsinu, að Einangrunardeild Litla-Hrauns er lága byggingin lengst til hægri á mynd- inni. Þar eru geðsjúkir afbrotamenn „geymdir" meðal annarra. Þangað eru þeir líka settir i stuttan tíma sem eru að hefja afplánun sína á Hrauninu: „Ég gleymi aldrei hvað ég var hræddur fyrsta sólarhringinn þegar ég var látinn vera á meðal geðveiku mannanna," sagði fangi á Litla-Hrauni í sam- tali við DV í vor. DV-mynd EJ Litla-Hrauni, var nýtingin orðin um 100 prósent í fyrra. Þar sem þjóðfélagið býður ekki upp á viðeigandi vistun fyrir geðsjúka afbrotamenn er Litla-Hraun einnig notað í öryggisgæslu ósakhæfra af- brotamanna. Þar eru sjúkir menn geymdir á bak við lás og slá. „Hraun- ið“ er að hluta til einnig notað fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Af 334 refsiföngum árið 1989 sátu rúmlega 50 prósent inni vegna þjófn- aðarafbrota eða tékkafals. Um fjórð- ungur refsifanga er í fangelsi vegna ölvunarakstursbrota. Af hinum 25 prósentunum má nefna að árið 1989 voru 14 aðilar í fangelsisafplánun vegna manndráps, 25 vegna fíkni- efnabrota, 12 vegna kynferðisaf- brota, 14 vegna ofbeldisbrota, 3 vegna íkveikjumála og einn vegna mann- dráps af gáleysi. í upplýsingum Fangelsismála- stofnunar kemur einnig fram að hlutfall kvenna í fangelsum hefur stækkað á síðustu árum - hins vegar var hlutfail þeirra aðeins tæp 5 pró- sent á siðasta ári. Af þeim sem voru í fangelsi 1989 hafði um helmingur setið áður inni. Langflestir fangelsis- dómar hljóða upp á 1-3 mánuði. Heildarrefsitími þeirra sem sátu í fangelsi 1989 hljóðaði upp á rösklega- 175 ár. Þetta voru 334 aðilar sem höfðu hlotiö 375 refsidóma. Fangelsismálastofnun sendir lög- regluembættum sektarrefsingar til innheimtu. í lok ársins 1989 voru útistandandi sektir 38,5 milljónir króna. -ÓTT Lúsíuhátíöin, sem haldin er hér árlega aö sænskum sið, var haldin í Nor- ræna húsinu í gærkvöldi. Á þriðja hundrað gestir voru viðstaddir. Kór Kársnesskóla söng undir stjórn Þórunnar Jónsdóttur. DV-mynd BG Skylduspamaður hátekjufólks: Ósóttar milljónir hjá Landsbankanum - tæplega 1200 manns eiga um 6 milljómr frá 1978 Enn eru ósóttar hjá Landsbanka íslands um sex milljónir af þeim skyldusparnaði sem innheimtur var af hátekjufólki 1978. Það ár voru rúmlega 16 þúsund skattgreiðendur skyldaðir til að lána ríkissjóði hluta af launum sínum, eða samtals um 600 milljónir. Ríkissjóður endurgreiddi þessa peninga árið 1984 með þeim hætti að leggja þá inn á sparifjárreikninga í Landsbankanum á nafni viðkom- andi. Bankinn hefur síðan þá sent eigendum reikninganna árlega yfirlit yfir inneign þeirra. Að sögn Jóhanns Ágústssonar að- stoðarbankastjóra var megnið af þessum peningum tekið út sama ár og ríkissjóður lagði þá inn á reikn- ingana. Hann segir að þessir reikn- ingar séu ekki verðtryggðir og því hafi fólk séð sér hag í því að taka þá út. Tæplega 1200 „hátekjumenn" hafa hins vegar enn ekki sótt þessa peninga. -kaa Jólasteikin er misdýr - mesti verðmunur 85% Kílóiö af úrbeinuðum svínaham- borgarhrygg kostaði 1.449 krónur þar sem hann var ódýrastur en 2.190 þar sem hann var dýrastur og munar 51% á hæsta og lægsta verði. Enn meiri verömunur var á bayonne- skinku, þar munaði 85% á hæsta og lægsta verði. Kílógrammið kostaði 750 krónur þar sem hún var ódýrust en 1.389 þar sem hún var dýrust. Þetta kemur fram í könnun sem Verðlagsstofnun gerði dagana 6. og 7. desember síöastliðinn á nokkrum kjötvörum sem ætla má að verði á borðum landsmanna um jólin. Könn- unin var gerð í 42 verslunum. Mikill verðmunur var einnig á hangikjötslærum eöa 43%. Hvert kíló kostaði frá 979 krónum til 1.396 króna. Hangikjöt úr framparti kost- aöi frá 400 krónum til 696 króna og er munurinn 74% á hæsta og lægsta verði. Verulegur munur var einnig á nautalundum eöa frá 1.589 krónum kílóið til 2.590 króna og munaði þar 63%. í fréttatilkynningu frá Verölags- stofnun segir jafnframt að í þeim til- vikum, þar sem fleiri en ein tegund af sömu vöru var á boðstólum, hafi veriö tekið mið af lægsta verði. -J.Mar Mikill undirbúningur fyrir reykbann á Kleppsspítala: Markmiðið er reyklaust hús „Þetta verður mjög erfið aðgerð og það er töluverður kvíði meöal starfs- fólks og sjúklinga vegna hennar. Við höfum hins vegar eytt undanförnum vikum í mikinn undirbúning þar sem fræðandi fyrirlestrar hafa verið flutt- ir, ýmis námskeið haldin og svo mætti lengi telja. Viö ætlum aö und- irbúa þessa aðgerð eins vel og viö getum og meira getum við ekki gert. En markmiðiö er skýrt: Reyklaust hús,“ sagöi Guörún Guðnadóttir, húkrunarframkvæmdastjóri á Kleppsspítala, í samtali viö DV. DV sagöi frá í gær frá viðbrögðum vegna reykingabanns sem tekur gildi á Ríkisspítölunum um áramótin. Töluverður kvíði er vegna reykinga- bannsins sem meðal annars lýsir sér í söfnun undirskrifta og uppsögnum á Landspítala. Hafa yfir 400 manns skrifað undir mótmælaskjal vegna reykingabannsins og yfir 10 manns sagt upp störfum. I viðtali við starfsmenn var DV tjáð að erfitt yrði að fullnægja reykinga- banninu, ekki síst á Kléppsspítala. Hafði DV samband við Guðrúnu til að forvitnast um andrúmsloftið þar. „Við reynum aö finna öll möguleg ráð til að aðgerðin gangi sem auð- veldast fyrir sig. Auðvitað verður þetta erfitt en að sama skapi leggja allir mikið á sig til að aðgerðin heppnist. Þar eru allir samtaka," sagði Guðrún. Guðrún sagði að meðan um 300 manns létust vegna reykinga á ári og fólk horfðist í augu við þá staö- reynd að í þvagi barna reykingafólks fyndist nikótín vegna óbeinna reykinga væri engin spurning um réttmæti þessarar aðgerðar. Hún bætti við að ekki yröi amast við því ef fólk reykti utandyra, svo fremi sem það væri ekki alveg við dymar. „Það er fagfólksins að meta hvort gefa eigi undanþágur frá reykinga- banninu fyrir einstaka sjúklinga eða skapa sérstaka reykaðstöðu fyrir þá. En það er ekkert sem réttlætir að aðrir sjúklingar reyki óbeint með því að anda að sér reykmettuðu lofti. Það er skýrt,“ sagði Davíð Á. Gunnars- son, forstjóri Ríkisspítalanna, um reykingabann á Kleppsspítala. -hlh Smábátaeigendur: Lögunum um sljóm f iskveiða verði breytt „Við förum fram á við sjávarút- vegsráðherra að hann leiti þegar í stað leiöa til að finna svigrúm innan laganna til aö leiðrétta þá miklu afla- skerðingu sem annars dynur á smá- bátaeigendum eftir áramótin. Sé ekk- ert svigrúm finnanlegt förum við fram á að lögin veröi endurskoðuð á Alþingi. Smábátaeigendur höfðu sett ákveðin skil.yrði fyrir þvi að lögin um stjórn fiskveiða yrðu samþykkt á þingi en það var ekki farið eftir breytingartillögum okkar. Því höfum við ekki samþykkt þessi lög,“ segir Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda. „Okkur finnst óeðlilegt að það skuli ekki hafa verið gert ráð fyrir ein- hverjum þúsundum tonna sem hægt væri að sídpta á milli þeirra sem fara verst út úr kvótaúthlutunum. Það var gert árið 1984 þegar kvótinn var settur á stóru bátana. Stjóm Landssambandsins vinnur nú að því að finna leiðir til að leið- rétta hlut smábátaeigenda innan ramma laganna, ef það gengur ekki munum við leggja gífurlega vinnu í að fá lögunum breytt," segir Arthur. Stjómarfundi hjá Landssambandi smábátaeigenda lauk síðdegis í gær. Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda. Var ákveðið að boða eins fljótt og auðið er til aðalfundar Landssam- bands smábátaeigenda og verður fundurinn væntánlega haldinn fljót- lega eftir áramótin. I ályktun, sem fundurinn sam- þykkti, segir meðal annars: „Hag- ræðingarsjóður hefur verið til um- ræðu í beinu sambandi við þau byggðarlög sem mest byggja á smá- bátaútgerð. Landssambandið litur svo á að með tilkomu slíks sjóðs fe- list bein viöurkenning á skipbroti kvótakerfisins. Annars vegar að kvótakerfið hafi engan veginn skilað þeim árangri sem var stefnt að og til ætlast og hins vegar að innri uppbygging þess kvótakerfis, sem kemur til fram- kvæmda um áramót, sé ekki sterkari en svo að sérstaka sjúkradeild þurfi til. Landssamband smábátaeigenda lítur svo á að sjálfskaparviðleitni og stolti íbúa byggðarlaga, sem alfarið byggja afkomu sína á smábátaútgerð, sé gróflega misboðiö með því að bjóöa slíka aðstoö sem sjóður af þessu tagi óhjákvæmilega felur í sér. Ef mönnum finnst við vera að fara fram á of mikið þá er því til að svara aö við erum ekki að fara fram á neitt umfram það að geta lifað af atvinnu- vegi okkar. Við sifjum ekki við sama borð og aðrir útgerðarmenn þar sem við tökum á okkur 6 prósent meiri aflaskerðingu en þeir sem gera út Stóru bátana,“ segir Arthur. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.