Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. íþróttir Sport- stúfar • Los Angeles Lakers tapaði á lieimavelli fyrir Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Leík- urinn var í járnum allan tímann og þurfti að framlengja til að knýja fram úrslit Einnig vekur athygli góður útisigur Clippers á Cleveland Cavaliers. Úrslit leikj- anna í fyrrinótt urðu annars þessi: Boston - Milwaukee...129-111 Cnarlotte - SASpurs.. 81-92 Cleveland - Clippers.90-100 Miami — Atlanta... 93-118 76’ers - Houston...100-108 Seattle - Indiana....99-90 Lakers - Dallas.....97-112 Sheffield United bíður erfitt verkefni • Sheöield United, sem vermir neðsta sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar, mætir Liverpool á Anfield Road á morgun. ShefField United hefur enn ekki tekist að vinna sigur í 1. deild og ef það sama verður uppi á teningnum i næstu tveim- ur leikjum setur liðið nýtt met í 1. deild. í vikunni vann Sheffield United Oldham í Minor Cup, 7-2, og sagði Dave Bassett, fram- kvæmdastjóri Uðsins, að sá lang- þráði sigur hlyti aö gefa leik- mönnum aukið sjálfstraust fyrir leikinn gegn Liverpool. Ef gengi liðsíns braggast ekki á næstunni er talið fullvíst að Bassett fá að taka pokann sinn og myndi það koma fáura á óvart. Evrópulelkar smáþjóða í körfuknattleik: Við stöndum uppi sem sigurvegarar - sagði Pétur Guðmundsson eftir sigur á Möltu, 114-64 „Með þessu áframhaldi stoppar okkur enginn á þessu móti, ég er sannfæröur um að við stöndum uppi sem sigurvegarar," sagði Pétur Guð- mundsson, landsliðsmaöur í körfu- knattleik, í samtali við DV í gær- kvöldi. ísland var þá nýbúið að sigra Möltu, 114-64,-á Evrópuleikum smá- þjóða í Cardiff í Wales, en íslenska liðið vann Kýpur með 16 stiga mun í fyrsta leiknum í fyrrakvöld. „Við pressUðum stíft á þá strax frá byrjun og náðum yfirburðaforskoti strax sem þeir áttu aldrei möguleika á að svara. Allir léku mjög vel og miðað við að viö leikum hér án sterkra leikmanna, er ég mjög bjart- sýnn á gengi okkar síðar í vetur,“ sagði Pétur. Island komst í 14-2 í upphafi leiks, og síðan í 26-4. í hálfleik stóö 51-22 og í síðari hálfleik varð munurinn fljótlega 40 stig. Magnúsátti aftur stórleik „Magnús Matthíasson átti aftur stór- leik og Pétur var geysilega sterkur bæði í vörn og sókn framan af leikn- um, en hvíldi síðan mikið. Albert Óskarsson spilaði mjög vel, Pálmar Sigurðsson var dijúgur sem og Sig- urður Ingimundarson. Þetta er ágæt • Magnús Matthiasson var stiga- hæstur í íslenska liðinu gegn Möltu eins og gegn Kýpur. byrjun og ég á fastlega von á að við sigrum Wales annað kvöld (í kvöld), en róðurinn gæti oröið erfiðari í und- anúrslitunum þar sem hinn riðillinn er mun sterkari," sagði Torfi Magn- ússon, þjálfari íslenska liðsins, í sam- tali við DV. Stig íslands: Magnús Matthíasson 19, Albert Óskarsson 18, Pálmar Sig- urðsson 15, Sigurður Ingimundarson 15, Pétur Guðmundsson 12, Jón Arn- ar Ingvarsson 10, Jóhannes Sveins- son 9, Jón Kr. Gíslason 6, ívar Ás- grímsson 4, Teitur Örlygsson 4, Frið- rik Ragnarsson 2. Riðlakeppninni lýkur í kvöld en þá leikur ísland við Wales, sem tapaði fyrir Möltu í fyrstu umferðinni, 59-75, og steinlá síðan fyrir Kýpur í gærkvöldi, 51-94. ísland er með 4 stig í B-riðlinum, Malta 2, Kýpur 2 og Wales 0. í A-riðli eru írland og Lúxemborg með 4 stig hvort og eru báðar þjóðir komnar í undanúrslit, en Gíbraltar og San Marino eru án stiga. írland vann San Marino naumlega í gær, 79-77, en Lúxemborg vann 40 stiga sigur á Gíbraltar. ísland ætti að vinna B-riðilinn og mætir þá taplið- inu úr leik írlands og Lúxemborgar í undanúrslitunum á laugardag. -VS Sporting komið i 8 liða úrslít • Portúgalska liðið Sporting frá Lissabon sigraði Vitesse Arnhem í sfðari leik liðanna í 16 liöa úrslit- um UEFA-keppninnar í knatt- spymu í fyrrakvöld. Lokatölur leiksins urðu 2-1 og vann Sport- ing samanlagt, 4-1. Sporting er því komið í 8 liða úrslit keppninn- ar. Tveir leikir í 1. deild í handbolta • Fram og KA leika á íslandsmótinu í hand- knattleik í kvöld. Leik- urinn hefst í Laugar- dalshöllinni kl. 20. Á morgun leika Haukar gegn Eyjamönnum í Hafnarfirði kl. 16.30. Gullit kallaður á ný í landsliðið • Þjálfari hollenska landsliðsins í knattspýrnu, Rinus Michels, valdi Ruud Gullit í landshðið sem mætir Möltu í Evrópukeppninni á miövikudaginn kemur. í nóv- ember síðastliðnum baöst Gullit undan því að vera valinn í leik gegn Grikkjum í sömu keppni. Gullit taldi sig ekki í nógu góðu formi þá en síðan hefur hann leikið mjög vel með sínu félagi, AC Milan, og nálgast óðum sitt besta form. Hoilendingar munu tjalda öllu sínu besta í leiknum gegn Möltu; enda allt lagt undír svo að liöið tryggi sér þátttöku- rétt í úrslitum keppninnar sem verður í Svíþjóö 1992. Sevilla sýnlr Mölby áhuga • Spænska liðið Sevilla hefur sýnt áhuga á að fá Jan Mölby frá Liverpool í sínar raðir. Stutt er síðan að samningar milli Li- verpool og Barcelona sigldu í strand en Mölby átti þá að leysa Roland Koeman af hólmi sem leikur að öllum líkindum ekki meira meö liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla. Sex leikmönnum var bætt í hópinn - Kristján meö gegn Svíum Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær 21 manns landsliðshöp fyrir leikina sem framundan eru til ára- móta. Hann bætti við sex leikmönn- um frá þvi leikið var viö Tékka í síð- asta mánuði. Það eru Stefán Kristjánsson, FH, og Birgir Sigurðsson, Víkingi, sem báðir misstu af Tékkaleikjunum vegna meiðsla, KR-ingarnir Leifur Dagfinnsson og Siguröur Sveinsson, Gylfi Birgisson, IBV, og Kristján Arason, Teka. Reyndar getur Kristj- án aðeins leikið einn leik, gegn Svíum. Þeir Magnús Sigurðsson og Skúli Gunnsteinsson úr Stjörnunni, sem léku gegn Tékkum, eru ekki í hópn- um að þessu sinni. íslenska liðiö mætir Þjóðverjum fjórum sinnum í næstu viku; tvisvar í Laugardalshöllinni og tvisvar í Þýskalandi, og leikur síöan gegn Svíum, Norðmönnum og Japönum hér á landi milli jóla og nýárs. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkels- son, FH, Bergsveinn Bergsveinsson, FH, Hrafn Margeirsson, Víkingi, Leifur Dagfinnsson, KR. Aðrir leik- menn: Jakob Sigurðsson, Val, Kon- ráð Olavsson, KR, Sigurður Sveins- son, KR, Bjarki Sigurðsson, Víkingi, Valdimar Grímsson, Val, Geir Sveinsson, Granollers, Birgir Sig- urðsson, Víkingi, Guðjón Árnason, FH, Jón Kristjánsson, Val, Sigurður Bjarnason, Stjörnunni, Patrekur Jó- hannesson, Stjörnunni, Gylfi Birgis- son, ÍBV, Einar G. Sigurðsson, Sel- fossi, Stefán Kristjánsson, FH, Kristj- án Arason, Teka, Júlíus Jónasson, Asnieres, Héðinn Gilsson, Dússel- dorf. Óvíst er hversu mikið Júlíus getur leikið með og þá er ljóst að Valdimar kemst ekki með liðinu í leikina tvo í Þýskalandi. -JKS/VS • Gylfi Birgisson, ÍBV, er kominn i landsliðshópinn. Handboltí 1 deild karla ÍBV - ÍR.. 2. deild kvenna Ármann - Haukar.. 20-12 (ekki 12-14 eins og áöur hafði komið fram) ÍR - Haukar 25-34 KR 10 8 1 1 224-176 17 Keflavík... 10 8 1 1 208-156 17 Haukar 11 5 1 5 192-187 11 Ármann... 10 5 0 5 181-166 10 ÍR 11 3 1 7 195-221 7 . Grindavík. 10 0 0 10 146-240 0 íþróttamaður ársins hjá DV Atkvæðaseölar frá lesendum DV, sem taka þátt í hinu árlega kjöri á íþróttamanni ársins, streyma til blaðsins. Allt stefnir í að um met- þátttöku verði að ræða í ár. Eins og fram hefur komið mun einhver hepp- inn þátttakandi hljóta glæsilegan vinning, Olympus myndbandstöku- vél frá Hljómco, að andvirði 65 þús- und krónur. Skilafrestur er til klukk- an 13 fostudaginn 28. desember en vegna hátíðisdaganna á undan er vissara að koma atkvæðaseðlunum sem fyrst til blaðsins. Iþróttamaður ársins 1990 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1.______________________________________________________ 2.______________________________________________________ 3. ________:_________________________________________________ 4. __________________________________:_________________■ 5. Nafn: ______________________________________ Sími: _____ Heimilisfang:_________________________________________________ Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11-105 Reykjavík. • Sigurður Sveinsson skoraði 5,78 mörl deildinni og er sá 12. markahæsti frá up Sigun íÞýsk - á markalista úrvalsd Sigurður Sveinsson, sem nú leikur með Atletico Madrid á Spáni, var í upphafi yfir- standandi keppnistímabils 12. markahæsti leikmaður ve'stur-þýsku úrvalsdeildarinn- ar í handknattleik frá upphafi. Þetta kem- ur fram í tímaritinu Handball sem gefið er út í Þýskalandi. Sigurður skoraði 832 mörk í 144 leikjum í deildinni með Nettelstedt og Lemgo, en hann lék í eitt ár með Nettelstedt og síðan í fimm ár með Lemgo. Sigurður varð markakóngur úrvalsdeildarinnar vetur- inn 1984-85 en þá skoraði hann 191 mark fyrir Lemgo. Sigurður með 5.-6. besta meðalskorið Sigurður hefur leikið færri leiki í deildinni en þeir 11 sem eru fyrir ofan hann á listan- um. Ef litið er á meðalskor er Sigurður í 5.-6. sæti með 5,78 mörk að meðaltali í leik. Afríka fær - á kostnað Evrópu 1 Stjórn FIFA, Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, ákvað á fundi sínum í Zúrich í gær að Afríka fengi einu sæti meira, á kostnað Evrópu, í úrslitum HM í Banda- ríkjunum árið 1994. Evrópa hafði 13 sæti af 24 en verður með 12. Afríka átti tvo fulltrúa en fær þrjá. Árangur Kamerún, sem komst í 8-liða úrslit HM á Ítalíu í sumar, varð til þess að tryggja Afríku þriðja sætið. Þá fær Norður- og Mið-Ameríka tæki- færi til að bæta við sínu þriðja liði en sú- þjóð, sem hafnar í þriðja sæti á því svæði, leikur aukaleiki við sigurvegarann úr Eyjaálfu. Síðast var það Suður-Ameríka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.