Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. 7 i Reykjavíkurskáldið Megas og sagnfræðingurinn Þórunn Valdi- marsdóttir hafa lagt bernskuminningar sínar, drauma og ímynd- unarafl að veði í ævintýralega og töfrandi bók um litla písl sem ólst upp í Norðurmýri í Reykjavík rétt upp úr síðari heimsstyrjöld. í sögunni kannast margir við sjálfa sig, því hún er sannferðug úttekt á lífi íslenskra barna á þessum árum. Hver man ekki sokkabandakotin óþægilegu, skólahjúkkurnar skeleggu með lýsiskönnur á lofti, eða lysti- reisur í Tívólí og Nauthólsvík? Þetta er ekki ævisaga, heldur fantasía eða rabbsódía um^Reykjavík - umhverfi og atvik - í lífi lítillar píslar. „...hafi höfundar þúsund þakkir fyrir skemmtilega samfylgd um furðu- og kynjaveröld bernskunnar." Úr ritdómi í DV „Óvœnt (mig langar að segja kvenlegt) sjónar- horn á liðna tíð, ísmeygilegur og kíminn stíll, frumleiki í efnistökum, allt þetta gerir bókina að- laðandi fyrir hvaða aldurshóp sem er." Úr Fréttum, Vestmannaeyjum «> FORLAGIÐ LAUGAVEGI18, SÍMI 91-25188 Björn pálssön á Löngumýri metur engan eiginleika meira en gam- ansemi og frelsi. Hér rekur hann uppruna sinn og ættir, nám og ferðalög yfir hnöttinn á unga aldri. Heimkominn hefur hann búskap á ættaróðali sínu og stundár jafnframt umsvifamikla útgerð. Hann segir frá sigursælli kosningaglímu sinni við kempuna Jón Pálmason á Akri 1959 og setu sinni á alþingi um 15 ára skeið, málaferlum og kynnum sín- um af svipmiklum samtímamönnum. Björn á Löngumýri lætur engan kúga sig eða kúska, hvorki banka- stjóra, sýslumenn né ráðherra. Kímnin situr jafnan í fyrirrúmi og frá- sagnargleðin er ósvikin. Gagnmerk heimild, tæpitungulaus saga. „Björn Pálsson kemur klárt og vel í gegn. Sérvitringur en skemmtilegur, hugsandi maður og að mörgu leyti heilsteyptur með afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann er ekkert að draga undan...bók sem akkur er í. Karl sem gaman er að kynnast." Úr ritdómi í Morgunblaðinu í i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.