Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. Spumingin Ferðu í jólaköttinn? Eyjólfur Halldórsson sölumaður: Það held ég ekki. Tómas Jónsson nuddari: Nei, ég fæ mér ný föt. Sveindís Þórisdóttir læknafulltrúi: Nei, ég bý mér til jól. Eva Guðjónsdóttir nemi: Mamma kaupir á mig ný föt. ísold Grétarsdóttir nemi: Nei, ég fer ekki í jólaköttinn. Sævar Sigurvaldason sjómaður: Ég veit það ekki enn hvort ég fer í jóla- köttinn. Lesendur Samviskan eða þjóðarsáttin? Kosið um bráðabirgðalög/þjóðarsátt í neðri deild Alþingis. - Einhvers stað- ar er samviskan líka. DV-mynd GVA Haraldur Haraldsson skrifar: Umræðan um bráðabirgðaíögin heldur áfram, henni hefur enn ekki lokið þegar þetta er skrifað, og á eft- ir að fara enn nokkra hringi á hinu háa Alþingi áður en lýkur. - Umræð- an um málið í neðri deild þingsins ræður þó úrslitum um hvernig af- greiðslan verður. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast meö því hvernig sumir alþingismenn hafa verið að reyna að friða samviskuna með ýmsu móti. Sumir hafa lent í ógöngum, einhvers konar hugar- ílækju, allt án þess þó að samviskan hafl átt þar nokkurn þátt. Það má því með réttu álykta a.m.k. að margir þingmenn hafi ekki sett samasemmerki á milli samvisku sinnar og hinnar margumtöluðu „þjóðarsáttar". Alla vega ekki þeir þingmenn sem sögðust vera algjör- lega (í „eðli sínu“, orðaði einhver það) á móti bráðabírgðalögunum umræddu, ef ekki bara öllum bráða- birgðalögum - en sögðu líka að þeir myndu þó annaðhvort sitja hjá við atkvæðagreiösluna eða þá hreinlega styðja þau þegar um þau yrði kosið!! Þeir eru og til, og það á Alþingi sem segja að þjóðarsáttin og bráðabirgða- lögin verði ekki aðskilin, þetta sé eitt og sama málið. Hvers vegna var þá ekki tekið það ráð að kjósa um „þjóð- arsátt", þetta vinsæla og hugljúfa hugtak, í stað bráðabirgðalaganna? - Með því móti hefði veriö komist hjá deilum í þinginu og lögin um þjóðar- áátt væru löngu samþykkt? Ég er næstum viss um að enginn hefði kos- ið á móti þjóðarsáttinni og þá hefði enginn þingmaður þurft að brjóta heilann um hjásetu, íjarvistir eða veikindi kosninganna vegna. En þegar nú báðabirgðalögin hafa verið samþykkt mun allt verða rólegt og allt verður í góðu á milli alþingis- manna eins og það hefur líkast til alltaf verið (hitt er til að blekkja al- menning) og þjóðarsáttin mun teygja sig inn í allar greinar þjóðlífsins þar til hægt verður að sviðsetja annað ámóta stykki á ‘Alþingi. - Kannski heitir það „Álmálið", en kannski eitt- hvað allt annað. Kosningaloforð höfðingjanna Kristín Jónsdóttir skrifar: Frá því er greint í gömlum sögnum, að Ásgrímur Vigfússon Hellnaprest- ur, sem nefndur var hinn illi hafi, er fátæklinga bar aö garði, raðað góðgæti í kringum sig og sagt: Þetta borða ég nú, en þið, aumingjarnir, getir snapað gams. Frá því greinir og að kona Ásgríms, Sigríöur að nafni, hafi heitið því að gefa fátækl- ingi köku ef hún næði að giftast Ás- grími. Eigi stóð hún við fyrirheitið og var upp frá því nefnd Sigga kaka. Því koma frásagnir þessar í hug- ann, að nú um sinn hafa landsfeöur hælt sér mjög af svonefndri þjóðar- sátt. Mér sýnist raunar aðaleinkenni „sáttarinnar" vera það að halda niðri launum okkar, láglaunafólksins. - Sjálfir lifa höfðingjarnir hins vegar í prakt og vellystingum. Þar má fyrst nefna mjög góð laun, en þó ber hæst fríðindin, svo sem áfenga drykki, ferðalög og ýmsan munaðarauka á gististööum. Ferða- kostnaður þessara manna er orðinn víðfrægur, sbr. ferð eins ráðherrans austan úr Flóa til Finnlands. Var þar tilgreindur kostnaöur lítt skiljanleg- ur venjulegu fólki. Undirrituð spurði erlendan mann, kunnugan hótelmálum og ferðalög- um, um þetta efni. Sá maður sagöi, að hér og þar fynndust rándýr hótel, sem gætu boðið upp á svokallaðar „lúxussvítur“ ætlaðar kóngafólki. Stöku sinnum kæmu þar til gistingar auðugir olíufurstar úr Austurlönd- um, sem ekki vissu aura sinna tal, og hugsanlegt væri að þangað raékj- ust einnig ráðherrar af íslandi. Almenningur hér er hins vegar lát- inn borga brúsann fyrir ráðherrana, samtímis því sem launum er haldið niðri með lögum, eða þó öllu heldur með ólögum. Kosningaloforð höfð- ingjanna eru svo í stíl við fyrirheit Siggu köku, og efndirnar mjög á sömu lund. Matsverð undir markaðsverði henni. Veit ég ekki hvort slík sala/kaup samræmist lögum eða stjórnarskrá. íbúanum er ekki frjálst að leigja íbúðina, þótt hann sé í fjár- þröng. Hann þarf leyfi stjórnar verkamannabústaða (það fæst að- eins við ákveðin skilyrði) og þá leigu- gjald, sem er langt undir því sem tíðkast á almenna markaðinum. Hann má ekki selja íbúðina, heldur skila henni til stjórnar verkamanna- bústaða á matsverði, sem einnig er langt undir markaðsverði. Munur- inn getur numið milljónum króna. Ef honum er bætt við vaxtagreiðsl- urnar, verða þær hinar hæstu sem þekkjast í landinu. íbúinn fær, þegar hann skilar íbúð- inni, upphaflega útborgun á núvirði. Nú vill Jóhanna refsa þeim, sem hef- ur leigt slíka íbúð í óleyfi, með þvi að greiða honum útborgunina án vaxta og verðbóta. Ef hann hefur keypt íbúðina fyrir 8 árum fær hann einn eyri til baka fyrir hverja krónu því að nýkrónan er nú talin vera orðin jafnvirði þeirrar gömlu. Lúðvíg Eggertsson skrifar: Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráöherra hefir sótt fast að hækka vexti af lánum úr bygginga- sjóði verkamannabústaöa. Raun- vextir af þeim hafa verið 2-3% lægri en af lánum úr byggingasjóði ríkis- ins. Hins vegar er verðbótaþáttur vaxta hinn sami af báðum lánunum. Hann var á 9. áratugnum, að meðal- tali, hartnær 35% og munar þá harla lítiö um þessi 2-3% sem fara í taug- arnar á félagsmálaráðherra. Sá sem kaupir íbúð í verkamanna- bústöðum eignast hana ekki. Hann hefur ekki ráðstöfunarrétt yfir „Eigendur verkamannabústaða hafa ekki ráðstöfunarrétt yfir þeim.“ Lísa skrifar: Ég er nú orðin fullvaxta kona, en ég man alltaf að þegar ég var yngri þá var mamma alltaf að óbnast eitthvað með Kákasus- gerilinn sem svo var kallaður. Hann var geymdur í ísskápnum og tútnaði út með hverjum degin- um og hollur þótti hann með af- brigðum. Þar sem mamma er nú ekki lengur á meðal okkar, þætti mér vænt um að fá frekari vitneskju um hvað orðið hefur af þessu fyr- irbæri eða hvar hægt sé aö nálg- ast geril þennan. Kannski ein- hver geti oröiö að liöi og sent okkur lesendum upplýsingar um gerilinn góða. Gísli Einarsson hringdi: Eins og mikið hefur veriö talað um ferðakostnað ráðherra einna og maka þeirra um víða veröld hefur kastljósinu minna verið beint aö öðrum í þessum efnum. - Nú les maður um að að nokkur vissa sé fyrir því að þingmenn þjóðarinnar njóti nákvæmlega sömu kjara og ráðherrar, svo og æðstu embættismenn ríkisins. Ef þetta er rétt finnst mér furðu sæta að kastljósi skuli einungis hafa verið beint að ráðherrunum. - Einkennileg eru þá ummæli einstaka þingmanna á Alþingi sem þykjast hafa verið að snupra ráðherra með því að vitna í ferða- kostnað og dagpeninga þeirra. - En hvað skyldi nú vera rétt í málinu? - Varla verður máliö lá- tið kyrrt liggja! Guðjón Bragi Benediktsson skrif- ar: Tilgangur þessara skrifa er aö vara við þeim mýgrút ódýrrar „lausnarspeki" sem flæðir yfir landið. Ég hefi sjálfur stundað jóga og kukl ýmiss konar frá unglingsárum svo og heilun og þekki því þessa speki. í Biblíunni er varað við falsspá- mönnum og Jesús segir á einum stað: „Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðarkiæðum, en innra eru þeir gráðugir varg- ar“ (Mt. 7-15). Kristinni rú annars vegar, kuklinu hins vegar, verður ekki saman jafnað. - Ég tek fram aö hér áður þoldi ég vart hina kristnu trú. Kynntu þér málin af eigin raun og'lestu, þó ekki sé nema eitt guöspjall um jólin, eða Spádó- mana og Opinberunarbókina sem lýsa okkar tímum svo vel. Hlustandi skrifar: Ósköp eru þeir leiðinlegir þess- ir „búktalarar“, sem svo oft heyr- ast kyrja auglýsingar í öllum hljóðvörpunum. Þessir menn tala með vélindanu heyrist mér. Von- andi fara þeir ekki neðar í þessu buktali. Við öllu má þó búast. Ég hélt að auglýsendur vildu hafa fallegar raddir, talaðar með raddböndunum. - Afskræming radda í hljóövarpi er aumkunar- verð, en ekki áhugaverð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.