Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. 29 DV < að meðaltali i leik í vestur-þýsku úrvals- phafi. iur 11. alandi eildarinnar frá upphafi Tólf markahæstu leikmenn úrvalsdeild- arinnar frá upphafi eru eftirtaldir, fyrst mörk, síðan meðalskor í leik: Arno Ehret 1275 6,54 Erhard Wunderlich 1224 6,12 JerzyKlempel 1184 7,74 JochenFraatz 1162 5,87 Uwe Schwenker 1118 3,78 Andreas Dörhöfer 940 5,03 Milo Mijatovic 873 5,78 Martin Schwalb 867 4,38 ManfredFreisler 861 3,29 Harald Ohly 859 4,47 RúdigerNeitzel 853 5,02 Sigurður Sveinsson 832 5,78 Sigurður er þriðji markahæsti útlend- ingurinn frá upphafi, aðeins Pólverjinn Klempel og Júgóslavinn Mijatovic eru fyr- ir ofan hann á listanum. -VS þriðja liðið HM í Bandaríkjunum sem fékk leik gegn Eyjaálfuliðinu. í Bandaríkjunum keppa því 12 Evrópu- þjóðir, 3 frá Afríku, 2 frá Suður-Ameríku, 2 frá Norður- og Mið-Ameríku, 2 frá Asíu, auk heimsmeistaranna, Þýskalands, og gestgjafanna, og sigurliðsins úr leik Eyja- álfu og 3. hðs Norður- og Mið-Ameríku. • Á fundinum fékk Costa Rica tveggja ára bann frá keppni unglingalandsliða og ólympíukeppni vegna ólöglegs leikmanns. Þá má ekki leika landsleiki eða aðra milli- ríkjaleiki í Kólombíu, en deildakeppninni þar var hætt fyrir ári eftir að dómarar og leikmenn fengu morðhótanir. -VS íþróttir Miklar breytingar hjá úrvalsdeildarliði IR í körfuknattleik: Shouse rekinn Björn aftur í ÍR ÍR-ingar mæta með mikið breytt lið í úrvalsdeildinni eftir áramótin Miklar breytingar eiga sér stað þessa dagana hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfuknattleik. Ákveðið hefur veriö að reka Dou- glas Shouse og átti að gera það í gær. Þá hafa sterkir leikmenn ákveðið að ganga til hðs við félag- ið á nýjan leik. Það vakti nokkra athygli fyrir yfirstandandi keppnistímabil þegar Björn Steffensen ákyað að skipta yfir í KR. Hann hefur nú ákveðið að ganga á ný til liðs við ÍR og verður löglegur með ÍR- ingum þann 17. janúar þegar ÍR leikur gegn Snæfelli. Björn sagði í samtali við DV í gær: „Að mínu mati eru aðstæður nú gerbreyttar hjá ÍR. Nýir leikmenn hafa komið til liðs við félagið og sterkar líkur eru á því aö Tommy Lee, sem lék með liðinu í fyrra, komi aftur til liðsins. Mér líkaöi einfaldlega ekki nógu vel í KR og ákvað því að fara aftur í mitt gamla félag. Og auðvitað munum við setja stefnuna á að halda sæti okkar í úrvalsdeildinni." Ragnar Torfason er byrjaður að æfa með ÍR Ragnar Torfason, sem fyrir nokkrum árum var einn sterkasti leikmaður ÍR-inga í körfunni, er byrjaður að æfa með liðinu að nýju og mun hann ásamt Birni Steffensen styrkja ÍR-liðið mikið. Þá má geta þess að Karl Guð- laugsson, sem æft hefur lítið með ÍR að undanförnu, hyggst æfa á fullu með liðinu og mun hann einnig styrkja það mikið. Hver tekur sæti Douglas Shouse? ÍR-ingar eru að leita að erlendum leikmanni þessa dagana til að leysa Douglas Shouse af hólmi. Ástæður þess aö ÍR-ingar ákváðu að reka Shouse er nokkrar. Helst- ar eru þær að hann er lítill sem enginn varnarmaður og svo hef- ur hann haft slæm áhrif á lið- sandann og þótt beinlínis leiðin- legur. IR-ingar hafa verið í sambandi við Tommy Lee sem lék vel með liðinu í fyrra og mun hann gefa ákveðið svar fyrir jól. Hann hefur hins vegar tilkynnt ÍR-ingum að hann viti um tvo leikmenn sem séu tilbúnir að koma til ÍR með stuttum fyrirvara. Þeir eru báðir bandarískir. Annar þeirra var valinn eftir háskólanám til að leika með New Jersey Nets í NBA-deildinni og hinn hefur ný- lokið námi í háskóla. -SK • Douglas Shose er á förum frá ÍR en ákveðið heiur verið að reka hann frá félaginu. • Ragnar Torfason er byrjaður að æfa aftur með ÍR en hann var einn besti maður ÍR á árum áð- ur. • Tommy Lee lék meó ÍR-ing- um i fyrra og líklegt er að hann leiki með liðinu eftir áramótin. • Björn Steffensen skipti yfir í KR fyrir keppnistimabilið en er nú aftur genginn til liðs við ÍR. Saga Hauka erkominút - Haukar í 60 ár, rúmar 400 blaðsíður Haukar í 60 ár, nefnist nýútkomin saga Knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði en 12. apríl á næsta ári eru 60 ár síðan félagið var stofnað. Hér er um að ræða mjög vandað og glæsilegt rit sem Lúðvík Geirsson blaðamaður skráði en ritnefnd undir forsæti Hermanns Guðmundssonar, fyrrum formanns félagsins, hafði veg og vanda af útgáfynni. Bókin er upp á rúmar 400 blaðsíður og í henni eru á sjötta hundrað mynda, þar af margar í lit. Hátt í 100 Hafnfirðingar koma við sögu í bók- inni. Henni fylgir ítarleg nafnaskrá og segja þeir í ritnefndinni að þetta sé hin eiginlega saga íþróttalífs í Hafnarfirði, merkt framlag • til íþróttasögu bæjarins og reyndar landsins alls. Haukar í 60 ár rekur ekki ein- vörðungu sögu og starfsemi Hauka heldur er og komið víða við sögu í íþróttasögu Hafnarfjarðar. Þanniger meðal annars greint frá upphafi og þróun knattspyrnunnar í bænum frá árinu 1909 og upphafsárum hand- knattleiks í Hafnarfirði en Haukar voru fyrsta íþróttafélagið í landinu sem byrjaði að æfa og keppa í hand- knattleik, í ársbyrjun 1934. Þá eru viðtöl við nokkra af helstu forystu- mönnum Hauka í gegnum tíðina um ferðalög, fjáröflun, almennt félags- starf svo að eitthvað sé nefnt. Það er ekki ofsögum sagt að bókin Haukar í 60 ár sé eitt vandaðasta og veglegasta rit sem íþróttafélag á ís- landi hefur gefið út. Haukar gefa bókina út sjálfir meö góðum stuðn- ingi frá bæjaryfirvöldum í Hafnar- firði, Sparisjóði Hafnarfjarðar og ýmsum fleiri stofnunum og fyrir- tækjum í Hafnarfirði. Bókin er unnin og prentuð hjá Prentbæ h/f í Hafnar- firði og kostar hún 4.000 krónur. Hægt er að nálgast bókina í Bókabúð Olivers Steins, Bókabúð Böðvars í Hafnarfirði, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og hún er einnig til sölu í Haukahúsinu. Þar er að hægt að panta hana og sjá Haukamenn um póstþjónustu um allt land. Til hamingju Haukar! -GH Aðalfundur knatt- spyrnudeildar Fram Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram verður haldinn í félagsheimilinu í kvöld, föstudaginn 14. desember, kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. VÍS-keppnin í kvöld í Laugardalshöll kl. 20.00 Mætum og styðjum okkar menn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.