Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Elsta dagblaðið í dag eru áttatíu ár liðin frá stofnun Vísis. Blaðið dró nafn sitt af því að vera vísir að dagblaði og hélt velli meðan önnur blöð, sem gefm voru út eftir síðustu alda- mót, áttu styttri ævi. Vísir kom út samfleytt frá 1910 til 1981, þegar blaðið var sameinað Dagblaðinu og gengur nú undir nafninu DV. Dagblaðið var stofnað af Vísis- mönnum og var gefið út í sjö ár en þessi tvö blöð náðu aftur saman fyrir níu árum og sá vísir að dagblaði, sem í upphafi fór af stað, er nú eitt öflugasta dagblað lands- ins. DV er þannig elsta starfandi dagblaðið í landinu og hefur gegnt merku hlutverki í íslenskri blaða- mennsku. Stofnandi Vísis var Einar Gunnarsson og hann var jafnframt. ritstjóri blaðsins fyrstu árin. Vísir var fyrst og fremst fréttablað undir stjórn Einars og eftirmanna hans en eftir því sem tímar liðu varð blaðið pólitískara og áhrifameira í átökum á vettvangi stjórnmálanna. Kaupsýslumenn eignuðust blaðið og það varð málgagn ýmissa áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum til mótvægis við þá sem höfðu aðgang að Morgunblaðinu. Vísir varð nokkurs konar andófsafl í flokkadráttum og innan- flokksátökum og bæði naut þess og galt í útbreiðslu og skrifum. Á sjötta áratugnum eignaðist Sjálfstæðisflokkurinn blaðið og rak það en það tímabil stóð ekki lengi og síð- asta aldarfjórðunginn hefur það verið óháð þeim flokki sem öðrum og nú er DV rekið undir því formerki að vera frjálst og óháð. Allt frá upphafi hafa DV og forverar þess verið síðdeg- isblöð. Eitt aðalsmerki þeirra hefur lengst af verið mik- il og góð tengsl við hinn almenna lesanda. Þau hafa verið vinsæl í lausasölu og lengst af sett blaða mestan svip sinn á götulíf Reykjavíkur. Frægir eru blaðastrák- arnir og Óli blaðasali og aðrir þeir sem hafa endasenst götuhorna á milli og boðið blaðið til kaups. Smáauglýs- ingarnar hafa verið sérgrein DV, öflug lesendaþjónusta og fréttir hafa þar verið meiri og betri af lífi og störfum almennings. Um langan aldur var Vísir nokkurs konar borgarblað vegna þess að fréttir voru persónulegri og ítarlegri í návígi reykvískra mála og manna en í seinni tíö hefur DV þróast í veigameira landsmálablað án þess þó að glata því persónulega sambandi sem setti mark sitt á Vísi. DV hefur mjög mikla útbreiðslu á lands- byggðinni og stendur þar einna fremst dagblaða. Fjölmiðlar hafa vaxið frá því að vera hrein flokks- blöð. Vísir og Dagblaðið voru þar í fararbroddi og DV er frjálst og óháð í þeim anda sem fjölmiðlar hafa tileink- a6 sér í lýðfrjálsum löndum. Þegar útvarp og ekki síður sjónvarp hóf göngu sína var það mat margra að dagblöð ættu sér ekki framtíð. Reynslan hefur hins vegar sýnt annað og það er fullkomlega ljóst að dagblöð hafa þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna og eru ómissandi þáttur í skoðanaskiptum, upplýsingum og aðhaldi að stjórn- málaflokkum og stjórnvöldum. Áhrif dagblaða fara vax- andi. Áttatíu ára saga Vísis, Dagblaðsins og DV er saga þjóðfélagsins í hnotskurn. Allt frá því að vera lítill vísir að dagblaði hefur DV vaxið ásmegin. Það gekk á undan öðrum í frjálsri skoðanamyndun, það gekk á undan í samkeppni og sameiningu og það hefur gengið á undan öðrum í þjónustu við lesendur sína. Nú er útgáfa DV orðin að öflugu fyrirtæki sem byggist á hæfu starfsfólki og tryggum lesendum. Það er von ritstjórnar að svo megi áfram verða um ókomin ár. Ellert B. Schram „Þær áætlanir að 10 daga strið gæti kostað 3000 fallna og 16 þúsund særða Bandaríkjamenn skjóta mönnum skelk í bringu." - Fyrir framan SÞ bygginguna í New York. Valdbeitingu við Persaflóann mótmælt. Bakþankarí Bandaríkjunum Samstaða Bandaríkjamanna með Bush forseta í Persaflóamál- inu er að rofna með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Fylgi við stefnu hans, sem var 75 prósent í ágúst, er nú komið niður í 50 prósent, og er enn á niðurleiö. - Aðeins um 40 prósent studdu síðustu fjölgun í hernum við Persaflóa um 150 þús- und menn, þegar sú stefna var tek- in aö hverfa frá vörn í Saudi Arab- íu og búa herinn til innrásar í Kú- væt. Með samþykkt Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna að veita Saddam Hussein frest til 15. janúar til að fara frá Kúvæt, blasir stríð við eft- ir þann tíma, og þá renna tvær grímur á bandarískan almenning. Báðir flokkar á þingi hafa hingað til stutt Bush í þessu máli, en nú hefur sú samstaða rofnað eftir ílokkslínum. Þingflokkur demó- krata í fulltrúadeildinni hefur sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- liluta að Bush verði að fá samþykki þingsins áður en hann hefur styrj-. öld, og í öldungadeildinni hafa demókratar sett fram miklar efa- semdir um réttmæti stefnu hans. Það er þingið sem eitt hefur vald til að lýsa yflr stríði, en að vísu gæti Bush byrjað stríð án sam- þykkis þess. Það væri þó ekki ráð- legt ef tryggja á fylgi almennings eins og reynslan af Víetnamstríð- inu sýnir. Nú er svo komið í fyrsta sinn í manna minnum að utanrík- isstefna Bandaríkjastjórnar á meira fylgi erlendis en heima fyrir. Sameinuðu þjóðimar styðja Bush betur en Bandaríkjaþing. Demó- kratar eru alls ráðandi í báðum þingdeildum, og þingiö gæti hugs- anlega hindrað stríð. Að því er þó engan veginn komiö, en þingið endurspeglar vaxandi efasemdir almennings um að Bush sé á réttri leið. Klofningurinn á þingi boðar ekki gott fyrir Bush og hann hefur brugðist við með því að ásaka demókrata um skort á þjóðhollustu og reyna að gera lífs- hagsmunamál Bandaríkjanna aö pólitísku kosningamáli. Bush veit sem er að pólitísk framtíð hans og Repúblíkanaflokksins veltur á því hvernig Persaflóadeilan leysist. Sigur myndi gera hann að hetju, ósigur myndi útskúfa honum út í ystu myrkur. Hvað er sigur? Það er skilgreining á sigri sem menn greinir á um. Margir segja sem svo að írakar hafi þegar greitt árásina á Kúvæt dýru verði og eng- in ástæða sé til annars en halda áfram efnahagslegum refsiaðgerð- um og bíða þess að þær beri tilætl- aðan árangur. Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Tveir fyrrverandi forsetar bandaríska herráðsins, Crowe og Jones, hafa tekið undir þetta sjón- armið, og sömuleiðis áhrifamiklir þingmenn í öldungadeildinni. En Bush og hans menn segja að tíminn vinni með Saddam og ekki sé hægt að bíða endalaust, ef til vill heilt ár í viðbót. Bush hefur nýverið lýst yfir aö það sé heldur ekki nóg leng- ur að endurreisa Kúvæt og koma á sama ástandi og ríkti áður, búa þurfi svo um hnútana að Saddam geti aldrei aftur ógnað friði í þess- um heimshluta. Þetta hefur vakið á ný upp spurninguna um hvað það er sem Bandaríkjamenn eiga að fórna þúsundum mannslífa fyrir í eyðimörkinni eftir áramót. Kjarnavopn Það er engan veginn ljóst í huga manna í Bandaríkjunum hvað ætti að vinnast með styrjöld. Ætti að refsa Saddam fyrir yfirgang í Kú- væt? Eða á að endurreisa alræðis- vald furstafjölskyldunnar í Kúvæt? Er ætlunin að tryggja lög og reglu í hinum nýja heimi efir lok kalda stríðsins? Eða er tilgangurinn að tryggja aðgang Vesturlanda að olíu? Er tilgangurinn sá að koma í veg fyrir að Saddam Hussein komi sér upp kjarnorkuvopnum? Ekkert af þessu, nema síðasta atriðið, höfðar til almennings. Skoðanakannanir sýna að einungis það að Saddam sé að koma sér upp kjarnavopnum sé álitið næg ástæða fyrir styrjöld. En það er ósannað mál. Þótt Bush og ráðgjaf- ar hans segi að þess sé skammt að bíða að írakar komi sér upp kjarna- vopnum er það álit annarra sér- fræðinga að í það séu að minnsta kosti flmm til tíu ár, og það megi hindra án stríðs. Bandarískur almenningur hefur nú beöið í fjóra mánuði eftir að til tíðinda dragi, og þau mál sem voru skýr og afdráttarlaus í ágúst virð- ast ekki eins sannfærandi nú. Sjón- varpið er á staðnum, og á hverjum degi berast myndir af þeim ungu mönnum sem drepnir verða í stríði (á sjónvarpsskjá) heim til hverrar fjölskyldu. Nálægðin við vígstöðv- arnar hefur fært fólki heim sann- inn um alvöru stríösins og vakið upp draug úr fortíðinni, sem óvíst er að Bush takist að kveða niður, minningarnar úr Víetnamstríðinu. Víetnam Víetnamstríöi óx stig af stigi á 17 árum og klauf bandarískt þjóðfélag meira en nokkurt annað mál síöan þrælastríðið. Nú er öldin önnur. Herskylda hefur verið afnumin, og allir hermenn eru atvinnuher- menn. Samt eru það minningar um blekkingar og bitran ósigur sem sitja í fólki. Þótt Bush lofi stuttu stríði og afdráttarlausum sigri er honum varlega trúað. Þær áætlan- ir að 10 daga stríð gæti kostað 3000 fallna og 16 þúsund særða Banda- ríkjamenn skjóta mönnum skelk í bringu. Fólk er einfaldlega ekki sannfært um að stríð sé nauösyn- legt. Þetta er að sjálfsögðu vatn á myllu Saddams Husseins og gæti dregið úr áhrifamætti þeirra hót- ana sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa beitt. Enn er rúmur mánuður til stefnu og fyrir dyrum standa fundir Bush með utanríkisráðherra íraks og Saddams Husseins með utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Þeir fundir munu ráða úrshtum, að þeim loknum kemur í ljós hver framvindan verður. Gunnar Eyþórsson „Bandarískur almenningur hefur nú beöiö 1 fjóra mánuði eftir að til tíðinda dragi, og þau mál sem voru skýr og afdráttarlaus í ágúst virðast ekki eins sannfærandi nú.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.