Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 30
38 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. Meiming Látlaus og eiguleg Nýlega er komin fyrir almenningssjónir bókin Mannlíf í Aðalvík og fleiri minninga- brot eftir Gunnar Friðriksson, framkvæmda- stjóra og fyrrum forseta Slysavarnafélags íslands. Bókaforlagið Örn og Örlygur gefur bókina út. Fremst í bókinni er óvenjugrein- argott efnisyfirlit og í lok hennar er nafna- skrá. Þetta tvennt auðveldar lesanda mjög að leita fanga um fróðleik þann sem bókin hefur að geyma. Gunnar Dal rithöfundur skrifar greinargóð inngangsorð, en aðalkaílar bókarinnar heita: Bernska og æska, Stórhugur og stóráföll, Aðalvík kvödd - haldið suður, Unnur kemur til sögunnar - trúlofun og hjónaband, Við- skiptaumsvif - félagsmálaafskipti. Auk þess eru lokaorð og getið heimilda. Höfundur er fæddur og uppalinn í Látrum í Aðalvík. Næsta fróðleg er lýsing hans á mannlífinu við ysta haf og ertið hefur lífs- baráttan löngum veriö. Þó að nokkur bú- skapur hafl verið stundaður þar var björg í bú fyrst og fremst sótt í greipar Ægis. Einn- ig komu veiðiskapur og fuglatekja þar við sögu. Allt krafðist þetta harðfylgis og dugn- aðar og dugði vart til, því að Ægir gat verið þunghöggur. Lýsingar höfundar á bernsku- og uppvaxtarárunum finnast mér stundum einkennast af þeirri tilhneigingu að gera langa sögu stutta, eins og sagt er. Sú tilflnn- ing var áleitin er ég las bókina að um vissa þætti hennar hefði ég gjarnan viljað fræðast Bókmenntir Albert Jóhannsson meira. Kann það að stafa af því að öll er lýs- ing höfundar á lífi og staðháttum svo gjöró- lík því sem ég kynntist á mínum heimaslóð- um. Þetta undirstrikar frásögn sú, sem höf- undur vitnar til og birtir, er ber heitið Skammdegishrakningar. Séra Sigurður Ein- arsson, skáld, síðar prestur í Holti undir Eyjatjöllum, skráði þessa frásögn eftir einum þeirra manna, sem í þessum hrakningum lentu, en kannski er ósanngjamt að gera samanburð við sr. Sigurð, sem meistara orðsins og andans. Fyrir hálfri öld bjuggu um 450 manns í Sléttuhreppi. Tólf árum síðar flutti síðasta íjölskyldan þaðan. Þar gerðist sama sagan og á Djúpuvík, í Þorgeirsfirði, á Skálum á Langanesi og víðar. Hvað olli þessum örlög- um? Hvers vegna lögöust þessir staðir í eyði? Hvað kom í veg fyrir, að þar þætti ekki líf- vænlegt lengur, svo að fólkið yfirgaf allt sitt og hélt brott. Hér þótti áður búsældarlegt. Um það vitnar sá fólksfjöldi, sem þar bjó og hafði sitt framfæri. Því verður ekki svarað með fáum orðum og enn er sú saga ósögð að mestu, en þó vel þess virði að varðveitast. Gunnar Friðriksson. Gunnar Friðriksson er þjóðkunnur at- hafnamaður. Þó hygg ég, að afskipti hans af líknar- og félagsmálum muni lengst halda nafni hans á lofti. Þar ber hæst starf hans sem forseti Slysavarnafélags íslands í alls 22 ár. Okkur hættir til að líta á giftusamlega björgun, t.d. úr sjávarháska, sem sjálfsagðan hlut og gleymum því að það hefur kostað baráttu og þrautseigju að skapa þá aðstöðu sem þarf til þess að það megi takast. Nú finnst öllum sjálfsagt að björgunarþyrla sé til kölluð ef háska ber að höndum eða að skip tilkynni um ferðir sínar svo að vitað sé hvar það er statt ef slys ber að. Þetta hvort tveggja kostaði þó sína baráttu, eins og Gunnar greinir frá. Á bls. 111 og 112 í bókinni er sagt frá sér- kennilegum manni, sem höfundur kynntist á Djúpuvík og kallaður var „Tólftunnu- Siggi“. Eitthvað kom mér það ókunnuglega fyrir sjónir að hann væri bróðir þeirra mætu manna Steinþórs, Benedikts og Þórbergs frá Hala í Suðursveit. Við eftirgrennslan reynd- ist hér málum blandað. Hér mun átt viö Sig- urð Guðmundsson frá Reynivöllum í Suður- sveit, en hann var lengi innheimtumaður í Reykjavík. Sigurður þessi var bróðir Stein- unnar, konu Steinþórs Þóröarsonar á Hala og því tengdur honum en ekki skyldur. Gunnar Friðriksson fer mjúkum höndum um samferðamenn sína. Tel ég þó ólíklegt að hann hafi alltaf siglt lygnan sjó í félags- málabaráttu sinni eða enginn hafi reynt að bregða fyrir hann fæti, svo umsvifamikill athafnamaður sem hann hefur veriö. Fjöldi mynda prýðir þessa látlausu en eigulegu bók og gefur henni aukið gildi. Mannlíf í Aöalvik og fleirl minningabrot Höfundur: Gunnar Friöriksson Útgefandi: Örn og Örlygur Reykjavík 1990 Gengið á hólm við hagfræðina Dr. Magni Guðmundsson hagfræðingur sendi nýlega frá sér bók undir heitinu „Líf og landshagir" og er þess getið í formála að hann hafi notið styrks frá fjárveitinganefnd Alþingis til þess að semja hana. Þetta er sér- kennilegt rit. Að nokkru leyti er það eins konar sjálfsævisaga, að öðru leyti yfirlit yfir efnahagsþróun á Islandi frá um 1930 en jafn- framt gætir þar óánægju og jafnvel beiskju höfundar sem telur að freklega hafi verið fram hjá sér gengið við mörkun efnahags- stefnunnar hér á landi. Hefur hann einkum horn í síðu dr. Jóhannesar Nordals seðla- bankastjóra. Lesandinn tekur enn fremur fljótt eftir nokkurri drýldni Magna með dokt- orstitil þánn í hagfræði sem hann hefur frá háskóla í Kanada. Hvaö sem nafnbótum Magna líður leyfir hann sér aö ganga í berhögg við nokkrar augljósustu og traustustu kenningar og nið- urstööur hagfræðinnar. Hann segir að sú stefna, sem fylgt var hér á landi í krepp- unni, hafi verið skynsamleg. En dr. Benjam- ín Eiríksson hagfræðingur sýndi fram á það í merkri bók sem kom fyrst út 1938 (og er nú að koma út aftur i ritsafni í tilefni áttræð- isafmælis hans), Orsökum erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálum, að innflutn- Bókmenntir Hannes H. Gissurarson ingshöftin hafi ekki náð tilgangi sínum og að innri mótsögn hafi verið í stefnu stjórn- valda í kreppunni: Þau hafi haldið gengi íostu um leið og þau hafi stuðlað að peningaþenslu með óhóflegum útlánum banka. Magni er í öðru lagi andvígur vaxtafrelsinu sem hefur smám saman verið að aukast síð- ustu ár. Hann virðist ekki skilja tvennt: Annað er að lántakendur fara ekki skyn- samlega með lánsfé sitt nema á því sé raun- verulegt markaðsverð sem endurspegli hlut- fallslegan skort þess. Þetta verð köllum við vexti og það verður eðh málsins samkvæmt að vera frjálst. Hitt atriðið er að peningar vaxa ekki á trjánum. Til þess að fá þá verða menn að gera annað af tvennu, að taka þá með valdi eða bjóða svo hátt verð fyrir þá að eigendur þeirra vilji láta þá af hendi. Enn er niðurstaðan hin sama: Verð peninganna verður að vera frjálst. Við þetta er því að bæta að ein undirrót þrálátrar verðbólgu hér á landi hefur áreiðanlega verið of lágt verð á peningum: Þeir hafa oftast streymt hömlu- lítið úr bönkum og afleiöingin orðiö peninga- þensla og verðbólga. Þriöja dæmið er að Magni vill lögbinda lágmarkslaun. Hagfræðin kennir okkur hins vegar að þá hljóti ýmis störf að hverfa af vinnumarkaðnum, það er að segja þau störf, sem ekki borgar sig lengur að ráða í vegna þess að þau eru hugsanlegum vinnuveitend- um minna virði en nemur lágmarkslaunum. Þessi störf eru með öðrum orðum verðlögð út af markaðnum. Rannsóknir bandarískra hagfræðinga styðja þetta: Ein meginorsökin til þess að atvinnuleysi hefur stóraukist með bandarískum unglingum af blökkumanna- ættum er sú að lágmarkslaun hafa verið lög- bundin. í fjórða lagi er Magni hlynntur auðlinda- skatti á íslenska útgerðarmenn. Hann segir að slíkur skattur sé þaö sem koma skuli. Ríkið skuli eiga náttúruauðlindirnar og selja aðgang að þeim. En niðurstaða þeirra hag- fræðinga, sem mark er takandi á, er sú að langhagkvæmast sé að náttúruauðlindir séu í einkaeigu og fái að ganga kaupum og sölum á frjálsum markaöi. Ríkið sé afar óheppileg- ur eigandi slíkra auðlinda. Nægir i því sam- bandi að benda á hvað orðið hefur um olíu- lindir Norðmanna og Mexíkóbúa. Ef reiknað er með því að hreinn afrakstur af fiskveiðum (sjávarrenta) geti numið tíu milljörðum á ári, þá er spurningin hvort-þeir tíu milljarð- ar séu betur komnir í höndum nokkur þús- und eigenda hlutafiár í útgerðarfyrirtækjum eða komi til viðbótar við þá áttatíu eða níu- tíu milljarða sem meirihluti á.Alþingi hefur nú þegar til ráðstöfunar. Langfróðlegasti hluti bókarinnar er ekki frá Magna sjálfum kominn. Hann er töflur sem birtar eru í bókarlok. í einni má sjá að fyrir eitt sterlingspund þurfti að greiða 25 krónur 1939 en 7670 (gamlar) króunur fimm- tíu árum siðar, 1989. Krónan hefur því fallið miklu, miklu hraðar í verði en stprlings- pundið (og hefur það þó falliö talsvert á þessu tímabili). Hún er sannkölluð kotungskróna. Er þetta ekki mesta meinsemd íslensks at- vinnulífs? Verðum við ekki fyrr eða síðar að bregðast við henni með róttækri skipulags- breytingu? Magnl Guðmundsson: Líf og landshagir útg. höf., Reykjavik 1990 Hefði mátt vinnast betur Fyrir jólin 1987 kom út í fyrsta sinn bókin Hestar og menn, sem hefur undirtitilinn Árbók hestamanna. Síðan hefur bók þessi komið áriega út og er nú búin að ávinna sér fastan sess í jólabókaflóðinu. Ég eignaðist fyrsta eintakið og las mér til ánægju á jólum og svo hefur verið æ síðan. Það er því eins og „að taka forskot á sæluna" að lesa bók- ina, nú en hvað um það. Hún er hin fall- egasta og eigulegasta eins og fyrri árgangar hennar. Mér finnst útgáfa þessi ennþá skemmtilegri fyrir það að skömmu áður en ég lét af starfi hjá LH flutti ég óformlega til- lögu um útgáfu árbókar á vegum Landssam- bandsins. Annaðhvort hef ég ekki fylgt þeirri hugmynd nógu fast eftir eða félögum mínum ekki litist á hana. Að minnsta kosti verð ekkert úr framkvæmdum. Ég hlýt því að gleðjast yfir að aðrir hafa fundið þessa hug- mynd, þó að í nokkuð öðru formi sé, og hrint henni í framkvæmd. Efni bókarinnar er í stuttu máh þetta:Fjall- að er allítarlega um landsmótið sumariö 1990. Þá er löng og greinargóð ferðasaga um norð- anverða Vestfirði. Viðtöl eru við nokkra at- hyglisverða knapa; þau Magnús Lárusson, Trausta Þór Guðmundsson, Freyju Hilmars- dóttur og Ragnar Ólafsson. Síðan er sagt frá íslandsmóti í hestaíþróttum 1990 og Norður- landamóti sama ár. Rætt er við hrossarækt- andann Jón Karlsson á Hala. Rakin er saga landsmótanna og loks er greint frá úrshtum helstu móta ársins. Svo að vikið sé nánar að efninu er þar fyrst til að taka að frásögnin af landsmótinu er sérstaklega greinargóð, prýdd fiölda mynda. Ferðasagan um Vestfirði norðanverða er einkar áhrifarík, enda ekki neinar venjuleg- ar reiðleiðir sem valdar eru. Þessi frásögn kveikir áreiðanlega í mörgum, sem telja það hápunkt hestamennskunnar að komast í hestaferðalag á hverju sumri, helst um óbyggðir. Fyrir minn smekk hefði ég þó kos- ið, að höfundur fiallaði nánar um hestakost ferðafélaganna og lýsti honum. Það er helm- ingur ánægjunnar að fá traustan og góðan hest að ferðafélaga og það sem ekki síður geymist í minni en stórbrotið landslag, erf- iðleikar og ævintýri. Það fer að verða eins konar gæðastimpih á hestamenn og knapa að fá umfiöllun í ár- bókinni. Ekki bregðast þeir sem við er rætt þessu sinni. Þeir taka oft og einatt lesandann í kennslustund í hestamennsku og er það af Bókmenntir Albert Jóhannsson hinu góða. Það er líka gaman áð geta vakið athygli á þeim sem standa sig sérstaklega vel eins og Ragnar Ólafsson gerði á lands- mótinu. Þó má segja að margir séu þar kall- aðir en fáir útvaldir. Það var vel til fundið að ræða við Jón á Hala. Hann á það skiliö fyrir þrautseigjuna. Hann kemur, sér og sigrar með afkvæmi hests síns, Þokka frá Garði, og það þótt hest- urinn fengi ekki hæstu dóma sem einstakl- ingur og væri því í fyrstu lítið í sviðsljósinu. Mér finnst bók þessi einkennast af sérlega fahegum hestamyndum og eiga höfundar þökk fyrir það. Þá er bókin prentuð á ágætan myndapappír. Ekki veit ég, hvort það er verk höfunda eða útgáfunnar, en nokkuö ber á að bókin sé heldur fljótfærnislega unnin og hefur þess raunar gætt í fyrri árgöngum. Hér er t.d. myndatextavíxl á bls. 31 og 32 og sann- ar Jón í Skollagróf það. Mettími Neista frá Hraunbæ er á bls. 33 sagður 30,05 sek en á bls 222 í kaflanum um úrslit móta 30,02 sek. Hið fyrra mun rétt. Hinn ungi og efnilegi knapi, Vignir frá Snæbýli er Siggeirsson en ekki Sigurgeirsson. Það er raunar rétt í úr- slitum íslandsmótsins. Þá hét eigandi og knapi hestsins Skúms frá Stórulág Sigfinn- ur, en ekki Sigurfinnur. Fleira mætti til tína. Þetta er aðeins nefnt svo að hægt sé að gera betur næst. Annað hæfir ekki svona fallegri og eigulegri bók. Þá vil ég þakka kaflann um úrslit móta. Það styttist í það, sýnist mér, að annars stað- ar verði þau vart að finna, nema þá í dag- blöðum, en þar gleymast þau og týnast fljót- lega. Hestablöðin okkar sinna þessu ták- markað. En fyrir alla muni, góðir útgefend- ur: Hafið ættfærslu hrossanna greinargóða og glögga. Þá fyrst er hún einhvers virði. Ágætar teikningar Ragnhhdar Sigurðar- dóttur prýða upphaf hvers kafla. Hestar og menn 1990 Árbók hestamanna Höfundar: Guðm. Jónsson og Þorgelr Guðlaugsson Útg. Skjaldborg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.