Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. 41 LífsstOl VINBER -31% I 312 75 SVEPPIR -61% >o CQ I. 519 178 P Sveppir voru dýrastir en jafnframt fallegastir í Hagkaupi. DV kannar grænmetismarkaðinn: Almenn vöru- verðslækkun - munur á hæsta og lægsta verði á papriku 651% Neytendasíða DV kannaöi að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi, Skútuvogi, Fjarðarkaupi, Hafnarfirði, Hag- kaupi, Skeifunni, Kjötstöðinni, Glæsibæ, og Miklagarði við Sund. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti að mestu í stykkjatali meðan hinar samanburðarverslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bóijusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yflr í kíló- verð. Meðalverð á tómötum lækkaði um 23 af hundraði og er nú 176 krónur. Tómatar voru ódýrastir í Kjötstöð- inni, 85 krónur, næst kom Fjarðar- kaup, 90 krónur, Bónus, 109 krónur, Mikligaröur, 199 krónur, og Hagkaup með dýrustu en jafnframt failegustu tómatana á 399 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var heil 369%. Meðalverð á gúrkum hækkaði um 25% og er nú 215 krónur. Ódýrastar voru gúrkur í Bónusi, 74 krónur. í Fjarðarkaupi kostuðu þær 90 krón- ur, 198 krónur í Hagkaupi, 298 krón- ur í Miklagarði en dýrastar voru gúrkurnar í Kjötstöðinni, 413 krónur kg. Munur á hæsta og lægsta verði var mikill eða 458%. Meðalverð á sveppum lækkaði heilmikið eða um 61% og er nú 316 krónur. Sveppir voru ódýrastir í Bónusi, 178 krónur, síðan kom Kjöt- stöðin, 186 krónur, Fjarðarkaup, 199 krónur, Mikligarður, 499 krónur. Dýrastir voru þeir í Hagkaupi, 519 krónur. Sveppirnir voru mjög falleg- ir á dýrasta staðnum, Hagkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði var 192%. Meðalverð á grænum vínberjum lækkaði milli vikna um 31% og er nú 183 krónur kílóið. Græn vínber fengust á lægsta verðinu í Bónusi, 75 krónur kílóið, stutt á eftir kom Fjarðarkaup, 80 krónur, síðan Mikli- garður, 199 krónur, Hagkaup, 248 krónur, og dýrust voru þau í Kjöt- stöðinni, 312 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á vínberjum var 316%. Meðalverð á grænni papriku lækk- aði lítillega, eða um 5%, og er nú 276 krónur. Græn paprika var ódýrust í Bónusi, á 63 krónur, næst kom Fjarð- arkaup, 150 krónur, Hagkaup 299 krónur, Mikligarður, 393 krónur, og Kjötstöðin, 473 krónur. Paprikan var fallegust í Bónusi og Hagkaupi. Mun- ur á hæsta og lægsta verði á papriku var ótrúlega mikill, eða 651%. Meðalverð á kartöflum lækkaði lít- ið eitt milli vikna og er nú 71 króna. Kartöflur voru ódýrastar í Bónusi, á 48 kr. kg. í Fjarðarkaupi kostuðu þær 55 krónur, í Hagkaupi 82 krónur, í Miklagarði 82,50 krónur og í Kjöt- stöðinni 89 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 85 af hundraði. Meðalverð á blómkáli hækkaði um 34% og er nú 233 krónur. Lægsta verðið á blómkáli var í Miklagarði, 191 króna. Fjarðarkaup bauð 199 króna kílóverð. í Kjötstöðinni kost- aði það 245 krónur og 295 krónur í Hagkaupi en blómkál fékkst ekki í Bónusi. Munur á hæsta og lægsta verði á blómkáli var 54%. Meðalverð á hvítkáli lækkaði um 11% og er nú 79 krónur. Hvítkál var ódýrast í Fjarðarkaupi, á 58 krónur, síðan kom Bónus, 74 krónur, Hag- kaup, 79 krónur, Mikligarður, 89 krónur og Kjötstöðin, 97 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 67%. Meðalverð á gulrótum lækkaði ör- lítið milli vikna, eða um 3%, og er nú 204 krónur. Gulrætur voru ódýr- astar í Bónusi, á 148 krónur. í Fjarð- arkaupi kostuðu þær 190 krónur, 224 krónur í Miklagarði, 229 krónur í Hagkaupi en dýrastar í Kjötstöðinni, 231 króna kílóið. Munur á hæsta og lægsta verði á gulrótum var 56 af hundraði. -ÍS Sértilboð og afsláttur: Hreindýrapaté og hreindýrasalami Meðal tilboðsvara hjá versluninni Bónusi í Skútuvogi voru 10 kg af klementínum á 330 krónur, Baronie konfekt, 700 g, á 899krónur, 10 löng kerti af Spaas-gerð á 164 krónur pakkinn og Fanta í tveggja lítra brús- um á 85 krónur en dósirnar af Fanta voru seldar á 29 krónur. Verslunin Fjarðarkaup var með til- boðsverð á 2 lítrum af kóki á 149 krónur, Becks léttbjór í hálfs lítra dósum var á 69 krónur, Kornax hveiti í 2 kg pakkningum á 65 krónur og Síríus Konsum suðusúkkulaði, 200 g, á 145 krónur. Hagkaup, Kringlunni, var með lon- donlamb á kílóverðinu 689 krónur, Hellas lakkrískonfekt, 1 kg, á 389 Rjúpur er hægt að kaupa i Kjötstöð- inni, Glæsibæ. krónur, FKC maískorn í 340 g niður- suðudós á 59 krónur og steinlausar appelsínur á 99 krónur kg. Kjötstöðin bauð 21 kók á 139 krón- ur og hangilæri meö beini á 790 krón- ur en frí úrbeining fylgdi með í kaup- unum. í dag verður kynning á hrein- dýrapaté og hreindýrasalami og auk þess má geta þess að rjúpa fæst hjá Kjötstööinni ef einhverjir hafa áhuga á að hafa hana í jólamatinn. Mikligarður var með svínaham- borgarhrygg með beini á 1195 krónúr á sértilboði, Moulinex 12 bolla kaffl- könnu á 1995 krónur, Mackintosh, 1 kg, á 1099 krónur og sjónvarpsleik- tæki með fjórum leikjum og turbo- stýripinna á 7995 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.